Morgunblaðið - 25.02.1988, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1988
242 kepptu í firmakeppni
Taflfélags Reykjavíkur
Firmakeppni Taflfélags
Reykjavíkur i hraðskák 1987 -
1988 lauk mánudaginn 15. febrú-
ar s.l. Alls tóku 242 firmu þátt í
keppninni.
Firmakeppnin er haldin í fjáröfl-
unarskyni fyrir félagið og er ein
helsta tekjulind þess. Sigurvegari
keppninnar var DV (Jón L. Ámason)
með 12 vinninga af 14 mögulegum.
I öðru til þriðja sæti urðu Samvirki
svf (Jóhannes Agústsson) og Spari-
sjóðurinn í Keflavík (Þröstur Þór-
hallsson) með 10 v., í fjórða sæti
J.L. Húsið (Hannes H. Stefánsson)
með 10 v. Fimmta til sjötta sæti
náðu Polaris hf (Ásgeir Þór Áma-
son) og Nýja Kökuhúsið (Þráinn
Vigfússon) með 9 v. og í sjöunda
til tíunda sæti urðu Alno-eldhús
(Stefán Þ. Sigurjónsson), ímynd
(Sigurður D. Sigfússon), Verslunin
Asgeir (Þröstur Amason) og
Áhaldaleigan sf (Hrannar Baldurs-
son) með 8 v. í ellefta sæti urðu
B.B. húsgögn (Héðinn Steingríms-
son) með 8 v.
AKUREYRI
Almennur
stjórnmálafundur
verður haldinn í Alþýðuhúsinu, Skipagötu 14,4. hæð,
Akureyri, fimmtudaginn 25. febrúar kl. 20.30.
Frummælendur á fundinum verða Þorsteinn Pálsson,
forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og
Halldór Blöndal, alþingismaður.
Allir velkomnir.
SJáffstæðisfólögin Akureyri.
■■■>» i i ii * n i n i « k 11 i if r~. « n i« mi
OÍTlROn
AFGREIÐSLUKASSAR
BREYTINGAR
Á UMFERÐARLÖGUM
Göngustígar og vélhjól
— Nokkuð hefur verið um það
að vélhjólum sé ekið eftir
göngustígum hér í Breiðholtinu. Er
eitthvað í nýju umferðarlögunum,
sem bannar þennan akstur?
Svar: í 13. grein nýju laganna, í
kaflanum Umferðarreglur fyrir
ökumenn — Notkun akbrauta,
segir: „Ökumaður skal nota ak-
braut. Bannað er að aka eftir
gangstétt eða gangstíg. Þar
sem sérstakar reinar em fyrir
mismunandi tegundir ökutækja,
skal ökumaður nota þá rein, sem
ökutæki hans er ætluð."
í greininni er sérstaklega kveð-
ið á um notkun akbrauta. Á gang-
stéttum og gangstígum er akstur
ökutækja bannaður.
í þessu sambandi er einnig
minnst á slíkan akstur í 2. mgr.
26. gr. um akstur yfir gangstétt
eða gangstíg: „Ökumaður, sem
ætlar að aka yfir gangstétt eða
gangstíg eða að aka út af ak-
braut frá lóð eða svæði við veg-
inn, skal bíða meðan gangandi
vegfarandi fer fram hjá. Sama á
við um akstur inn á eða yfir
göngugötu."
I 4. mgr. 39. gr. er ákvæði um
hjólreiðar á gangstíg. Þar segir:
„Heimilt er að hjóla á gangstíg,
enda valdi það ekki gangandi
vegfarendum hættu eða óþæg-
indum. Hjólreiðamaður á gang-
stétt eða gangstétt skal víkja
fyrir gangandi vegfarendum."
Stjórnendur dráttavéla
— Hvað segir um aldurstak-
markanir á stjómendum dráttarvéla
og bifhjóla í nýju umferðarlögun-
um?
Svar. 55. grein nýju umferðarlag-
anna ú'allar um stjómendur
dráttarvéla, vinnuvéla, léttra bif-
hjóla og torfærutækja. Greinin
er í samræmi við 28. grein gömlu
laganna að öðm leyti en því að
nú hefur verið sett aldurstak-
markið 13 ára til þess að mega
stjóma dráttarvél utan alfara-
vega.
Greinin hljóðar svo: „Enginn
má stjóma dráttarvél, nema hann
hafi gilt ökuskírteini til þess eða
til að mega stjóma bifreið. Öku-
skírteini til að mega stjóma drátt-
arvél má ekki veita þeim, sem
er yngri en 16 ára. Eigi þarf
ökuskírteini til að stjóma dráttar-
vél við landbúnaðarstörf utan al-
faravegar, enda sé ökumaður
fullra 13 ára.
Enginn má stjóma vinnuvél,
nema hann hafí gilt ökuskírteini
til að mega stjóma bifreið. Eigi
þarf ökuskírteini til að stjóma
vinnuvél utan vegar, enda sé öku-
maður fullra 17 ára.
Enginn má stjóma léttu bif-
hjóli, nema hann hafí gilt ökuskír-
teini til þes að mega stjóma bif-
hjóli. Ökuskírteini til að mega
stjóma léttu bifhjóli má eigi veita
þeim, sem er yngri en 15 ára,
enda hafí hann áður fengið til-
skilda ökukennslu.
Enginn má stjórna torfæru-
tæki nema hann hafí gilt ökuskír-
teini til þess eða ökuskírteini til
að mega stjóma öðru vélknúnu
ökutæki. Ökuskírteini til að mega
stjóma torfærutæki má eigi veita
þeim sem er yngri en 15 ára
enda hafí hann áður fengið til-
skilda ökukennslu."
í greininni er að lokum gert
ráð fyrir að dómsmálaráðherra
geti sett reglur um æfíngaakstur
sem skilyrði fyrir útgáfu ökuskír-
teina.
Bílbelti og
innilokunarkennd
— Ég hef reynt að venja mig að
nota bflbelti, en fínn til einhvers
konar innilokunarkenndar þegar ég
nota það. Er hugsanlegt að ég geti
fengið undanþágu frá notkun
bflbelta? Þetta er ekki vegna þess
ég sé á móti almennri notkun þeirra.
Eg tel þau nauðsynleg, en staðan
er samt sem áður þessi.
Svar: í 71. grein nýrra umferðar-
Iaga er fjallað um öryggisbelti. í
3. mgr. segir að dómsmálaráð-
herra geti sett reglur um undan-
þágu frá notkun öryggisbeltis,
ef heilsufars- eða læknisfræðileg-
ar ástæður eru taldar gera slíka
undanþágu brýna.
I reglugerð um notkun örygg-
isbelta i bifreiðum frá 1981 segir
í 2. gr. 3. tölul.: „Þegar hlutaðeig-
andi hefur meðferðis læknisvott-
orð, er undanþiggur hann notkun
öryggisbeltis af heilsufars- eða
læknisfræðilegum ástæðum" er
hann undanþeginn skyldunni um
notkun öryggisbelta.
Reglugerð þessi er óbreytt að
öðra leyti en því að sektarákvæði
era komin inn í nýju umferðarlög-
in, skylda er á farþegum í fram-
sætum leigubifreiða að nota ör-
yggisbelti og að leigubifreiða-
stjórar era undanþegnir skyldu
um notkun þeirra í leiguakstri.
Vélknúnir hjólastólar
- Er vélknúinn hjólastóll skil-
greindur sérstaka í nýju umferðar-
lögunum?
Svar: Fjallað er um vélknúna hjóla-
stóla undir skilgreiningunni um
reiðhjól, sem ákvæðið hljóðar svo:
„Reiðhjól: Ökutæki sem knúið er
áfram með stig- eða sveifarbún-
aði og eigi er eingöngu ætlað til
leiks. Sem reiðhjól telst einnig
vélknúinn hjólastóll, sem eigi er
hannaður til hraðari aksturs en
15 km/klst og verður einungis
ekið hraðar með veralegri breyt-
ingu.“
Vinstri beygjur
— Mér skilst að með nýjum
umferðarlögum megi ekki aka inn
á gatnamót, nema að ökumaðurinn
geti gert það í einni samfelldri lotu,
þ.e. án þess að þurfa að stöðva á
gatnamótunum í millitíðinni. Er
þetta rétt og hvað þá um vinstri
beygjumar t.d. á gatnamótum
Miklubrautar þar sem ekki era sér-
stök beygjuljós?
Svar: í 7. mgr. 25. gr. nýju um-
ferðarlaganna segir um akstur á
vegamótum og skyldu til að veita
öðram forgang: „Ökumaður, sem
nálgast eða ekur inn á vegamót,
skal haga akstri sínum þannig,
að hann valdi ekki umferð á veg-
inum, sem hann fer yfír, óþarfa
óþægindum, ef hann neyðist til
að nema staðar. Á vegamótum,
þar sem umferð er stjómað með
umferðarljósum, má ökumaður
eigi aka inn á vegamótin á grænu
ljósi, ef honum má vera ljóst af
aðstæðum í umferðinni, að hann
muni eigi komast jrfír vegamótin,
áður en grænt ljós kviknar fyrir
umferð úr þverstæðri átt.“
í málsgreininni er fjallað um
akstur á vegamótum og er sér-
staklega getið um að ekki skuli
ekið inn á þau, nema að ökumað-
ur meti það áður að hann geti
gert það í einni lotu. Að öðram
kosti á hann að bíða við stöðvun-
arlínu uns gatan er greið fram-
undan. Þetta gildir hvað lítur að
umferð úr þverstæðri átt. Dæmi
um þetta er akstur um gatnamót
þar sem umferðarljós era, mikil
umferð framundan og útséð að
ekki verði komist yfír með góðu
móti áður en rauða ljósið kviknar
fyrir akstursstefnu um götuna.
Málsgreinin felur í sér nýmæli
sem á að stuðla að greiðari akstri
um gatnamót.
Varðandi vinstri beygjumar
þar sem ekki era sérstök beygju-
ljós, gildir fyrri setning máls-
greinarinnar, sem segir að öku-
menn skuli haga akstri sfnum
þannig, að hann valdi ekki um-
ferð á veginum, sem hann fer
yfír, óþarfa óþægindum, ef hann
neyðist til að nema staðar. Akst-
ur á gatnamótum Miklubrautar
verður því að öllum líkindum eins-
og verið hefur, nema hvað varðar
þær akreinar, sem beygt er af
áður en í vinstri beygjuna er kom-
ið. Nú ,er tekinn af allur vafí
hvemig skuli haga akstri í þeim
efnum. Hingað til hafa ökumenn
notað aðrar akreinar en beygju-
akreinar fyrir vinstri beygjur á
gatnamótunum, eins og t.d. ef
ekið er suður Grensásveg. Þar
hafa ökumenn beygt af vinstri
akrein götunnar austur Miklu-
braut og hefur skapast af því
hættulegar aðstæður á stundum.
Er eitthvað í nýju umferðarlögunum sem bannar akstur vélhjóla
eftir göngustigum.