Morgunblaðið - 27.02.1988, Qupperneq 1
72 SIÐUR B OG LESBOK
STOFNAÐ 1913
48. tbl. 76. árg.
LAUGARDAGUR 27. FEBRUAR 1988
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Reuter
> > **
EKKERTLATA ATOKUMIISRAEL
Enn berast Palestínumenn og ísraelskir hermenn á
banaspjót. Hér sjást unglingar í Aroub-flóttamanna-
búðunum varpa gijóti í átt til hermanna stjórnarinnar
eftir að félagi þeirra hafði fallið fyrir byssukúlu.
Sjá „ísraelska ráðherra . . .“ á bls. 30.
Mótmæli Armena:
Gorbatsjov hvet-
ur til stillingar
Moskvu, Reuter.
MÍKHAÍL Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, hvatti í gær íbúa í
Armeniu og Azerbajdzhan til að sýna stillingu og sagði þá hafa
farið út fyrir ramma hins löglega að undanförnu. Kæðu leið-
togans var útvarpað í Jerevan, höfuðborg Armeníu, þar sem ein
milljón manna hafði mótmæli í frammi. Skömmu síðar ávarpaði
Karen Demirhjan, aðalritari kommúnistaflokks Armeníu, mann-
fjöldann og hvatti yfirvöld í Moskvu til að skipa nefnd til lausnar
ágreiningnum um Nagorno-Karabakh-hérað í samræmi við niður-
stöðu flokksstjórnarfunds i Armeníu fyrr um daginn. Augljóst var
að Demirhjan studdi kröfur mótmælendanna og var ræða hans
túlkuð sem ögrun við Sovétstjórnina. Hann hefur undanfarið sætt
harðri gagnrýni frá Moskvu fyrir slælega stjórn mála í Armeníu.
í 9 mínútna löngu ávarpi sem
Vladímír Dolgíkh, orkumálaráð-
herra Sovétríkjanna, las í útvaipi
og sjónvarpi í Jerevan fyrir hönd
Gorbatsjovs, var mælst til þess að
menn sýndu „heilbrigða skynsemi“
og vöruðu sig á „öfgaöflum".
Tekist á um völd í Panama:
Tveir menn geratilkall
til forsetaembættisins
Forseti Nicaragua sendir Noriega
hershöfðingja baráttukveðju
Panamaborg, Reuter.
TVEIR menn gera nú tilkall til
forsetaembættis í Panama. Eric
Arturo Delville, sem verið hefur
forseti síðan í september 1985, var
settur af í gærmorgun eftir að
hann hafði komið fram í sjónvarpi
og rekið Manuel Noriega yfir-
Flugfélög í Evrópu:
Síðasta ár
var metár í
fhitningum
Hrussel, frá Kristófer M. Kristinssyni,
fréttaritara Morgunblaðsins.
SAMKVÆMT upplýsingum AEA,
Evrópusambands flugfélaga, sem
í er 21 flugfélag þ.á.m. Flugleið-
ir, fór sætanýting í flugflota að-
ildarfélaganna á síðasta ári fram
úr því sem verið hefur áður. Sæta-
framboð jókst um 6,1% en far-
þegum fjölgaði um 13%.
A Norður-Atlantshafsflugleiðinni
fjölgaði farþegum um 12,5% en
vöruflutningar . jukust um 14,8%.
Mest varð aukningin í vöruflutning-
um austur yfir hafið, þ.e. frá Banda-
ríkjunum. Sætanýting á þessari flug-
leið var 62,6% en sætanýting á öllum
áætlunarflugleiðum aðildarfélaga
AEA var 67,9% á móti, 63,6% árið
á undan. Búist er við hægari vexti
á þessu ári.
mann herafla landsins og ráða-
mann í raun. í Delvilles stað setti
þing landsins menntamálaráð-
herrann, Solis Palma, sem styður
Noriega. Noriega sem sakaður
hefur verið um að þiggja mútur
frá fíkniefnasmyglurum hefur
virt tilskipun Delvilles að vettugi.
Bandaríkjastjórn sem löngum hef-
ur haft mikil ítök í Panama segist
líta á Delville sem forseta nú sem
fyrr og styðja hann í baráttunni við
Noriega hershöfíngja. í Panama eru
10.000 bandarískir hermenn sem
veija eiga Panama-skurðinn sem er
í umsjá Bandaríkjamanna. Ronald
Reagan Bandaríkjaforseti svaraði
spumingum fréttamanna í gær um
hvort hernaðaríhlutun kæmi til
greina, stutt og laggott: „Nei.“
Marlin Fitzwater, talsmaður
Bandaríkjastjómar, sagði að stjórn-
inni hefði fyrirfram verið kunnugt
um djarflega tilraun Delvilles til að
koma Noriega frá en neitaði því að
stjórnin hefði hvatt forsetánn til
dáða. Honum hefði heldur ekki verið
lofað stuðningi Bandaríkjahers. Fitz-
watfer sagðist vonast til að málið
yrði leyst friðsamlega án erlendrar
íhlutunar.
Þangað til í fyrrakvöld hafði verið
litið á Delville sem valdalausan for-
seta sem lítið gerði til að takmarka
völd yfirmanns hersins. Forveri hans
í starfi sagði af sér vegna þess að
honum kom ekki saman við herinn.
Fyrst eftir að þingið hafði ákveðið
að setja Delville af, að sögn í sam-
ræmi við stjómarskrá landsins, um-
kringdu hermenn heimili hans. Það
Reutor
Hérna sjást þeir saman meðan
allt lék í lyndi, Noriega hers-
höfðingi (til vinstri) og Delville
forseti.
stóð þó ekki lengi og Ðelville hefur
verið ómyrkur í máli í viðtölum við
fréttamenn. Hann sagði það vera
skömm fyrir land sitt að Noriega
sæti sem fastast og hefði ekki næga
sjálfsvirðingu til að láta af völdum.
„Annað hvort ræð ég og hann fer,
eða þjóðin samþykkir ekki ákvörðun
mína og Noriega verður áfram yfir-
maður hersins," sagði Delville. Hann
sagðist ekki æskja hernaðaríhlutunar
Bandaríkjanna en mælti með við-
skiptaþvingunum.
Stjómir Kúbu og Nicaragua hafa
lýst yfir stuðningi við Noriega hers-
höfðingja. Samkvæmt Barricada,
málgagni sandínista í Nicaragua, lof-
aði Daniel Ortega forseti, Noriega
hershöfðingja fullum stuðningi í
fyrrakvöld og sagði þjóð sína standa
með honum í baráttunni. „Forsetinn
sagði að hann (Noriega) gæti reitt
sig á hernaðarlegan stuðning þjóðar
Nicaragua," segir í ennfremur í frétt
blaðsins. Sandínistar líta svo á að
Noriega hafi orðið fómarlamb ófræg-
ingarherferðar Bandaríkjastjómar.
Hann hvatti
Armena til
að sýna
„félags-
þroska og
snúa aftur
til vinnu
sinnar og
daglegs
lífs“. Ólíkt
forverum
sínum hef-
ur Gor-
batsjov við-
urkennt
opinber-
Karen Demirhjan, aðal-
rítari kommúnistaflokks
Armeníu.
lega að þjóðernisvandamál sé að
finna innan Sovétríkjanna. í
ávarpinu í gær hvatti hann Arm-
ena til að minnast þess að alþjóða-
hyggja sósíalismans væri „upp-
spretta hins mikla styrks Sov-
étríkjanna“.
Að sögn sjónarvotta í Jerevan
streymdi fólk til borgarinnar í gær
með lestum og langferðabifreiðum
til að taka þátt í mótmælunum
þrátt fyrir tilmæli Gorbatsjovs.
Mótmælin voru friðsamleg og svo
virtist sem þau væru ekki andsov-
ésk. Sumir báru mynd af Gorb-
atsjov á meðan þeir sungu: „Lengi
lifi perestrojkan okkar“, og „Nag-
orno-Karabakh tilheyrir Arm-
eníu!“
í símtölum sem fréttamenn áttu
við borgara í Jerevan kom fram
að mótmælin nytu stuðnings yfir-
valda í Armeníu. Þykir það sýna
ótrúleg merki sjálfstæðis sem á
sér engin fordæmi í sögu Sov-
étríkjanna. Að sögn fréttaskýr-
enda mætir Gorbatsjov nú erfið-
ustu raun í innanríkismálum á
ferli sínum.
Fatið af Norðursjávarolíu
komið niður fyrir 15 dali
London, Reuter. v
ÁHYGGJUR manna af offramboði hafa valdið því, að verðið á
Norðursjávarolíunni er komið niður fyrir 15 dollara fatið og spá
því sumir, að það eigi enn eftir að lækka. Heldur lækkandi verð
fyrir olíu á frjálsum markaði getur grafið undan tilraunum Opec-
ríkjanna til að halda því í 18 dollurum fyrir fatið.
Olía af Brent-svæðinu í Norð-
ursjó var í gær seld á 14,40 doll-
ara en í ágúst sl. var verðið hins
vegar rúmlega 20 dollárar. Telja
sumir markaðssérfræðingar
líklegt, að verðið eigi eftir að fara
niður í 14 dollara en ekki neðar.
Bandarísk olía hefur einnig lækkað
og fór niður fyrir 16 dollara á
fimmtudag.
Olíuverðslækkunin er rakin til
frétta um mikla olíubirgðaaukn-
ingu í Bandaríkjunum en fyrst og
fremst til þess, að á síðara misseri
liðins árs var olíuvinnsla Opec-
ríkjanna 20,1 milljón olíufata á
dag, 3,5 milljónum umfram sam-
eiginlegan hámarkskvóta. Þetta
ásamt minni eftirspurn olli því, að
olíubirgðir í aðildarlöndum OECD
eru nú þær mestu í fimm ár.