Morgunblaðið - 27.02.1988, Side 24

Morgunblaðið - 27.02.1988, Side 24
S|á DV 6.10. (I. bli. 12. 24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 Góðar stundir með MS sam- lokum -hvar og hvenær sem er. I Mjólkursamsalan PERLUHVITAR TEHNUR Spearmmt ■ Pearl drops TANNKREMI Pearl drops tannkrem meö flúoride hreinsar burlu óhreinindi eftir reykingar, kaffi- og tedrykkju. Með reglulegri notkun haldasf tennur þínar perluhvítar og hreinar enda er maðurinn á bak við Pearl drops tann- kremið einmitt tannlæknir. Tannkremið samanstendur af tveimur mildum hreinsi- efnum sem ná jafnvel að hreinsa burtu erfiðustu skán. Með daglegri notkun Pearl drops tannkrems og reglulegu eftirliti tannlækn- is eru tennur þínar í örugg- um höndum. Heildsölubirgðir: Hfi>tján»on hf UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN Ingólfsstræti 12 Simi 61280G SCHEFFLERA - GEISLABLAÐKA Enda þótt bergfléttuættin — Araliaceae — sé hvorki mikil fyrir- ferðar né fjölskrúðug í gróðurríki jarðar, þá hefur hún samt miðlað okkur nokkrum plöntutegundum sem náð hafa vinsældum til fegr- unar innanhúss. Tvær þeirrá eru þegar gamalkunnar stofuplöntur hér og þar. Annars vegar er það berg- fléttan — Hedera helix — sem einn- ig hefur náð að hasla sér völl sem klifurplanta utan dyra, þar sem nátt- úruleg skilyrði leyfa. Hin tegundin er skógarbúi — Arelia japonica — sem hér mun öllu kunnari undir heitinu áralía. Því má svo skjóta inn, að í fyrsta leiðarvísinum sem hér birtist um ræktun inniblóma, bókinni Rósir, eftir Einar Helgason, sem kom út árið 1916, er minnst á ræktun áralíu. Eftirfarandi tegundir bergfléttuættar eru aftar mun nýrri af nálinni sem innigróður: berg- fléttubróðir — x Fatshedera lizei-, flngurblað- Dizygothea elegantis- sima og sólhlífarblóm — Polycias blafouriana. Bergfléttubróðir er kjm- blendingur bergfléttu og áralíu, en þannig ættkvíslarblendingar eru afar fágætir í ræktun. Báðar hinar tegundimar eru sérkennilegar og athyglisverðar blaðplöntur, sú fyrri með afar fínleg fingruð blöð, en sú síðari með fjaðurskipt blöð. Þær eru vandasamar í ræktun fyrir byijend- ur. Nýjasta kvísl ættarinnar er Schefflera. Hún hefur ennþá ekki hlotið neitt íslenskt heiti, en hana mætti kannski nefna geislablöðku. Er þá skírskotað til tilhögunar lauf- blaðanna, sem síðar mun vikið að. Það var fyrst á sjöunda áratugnum, þegar skriður komst á þá nýbreytni að fara að nota innigróður víðar en aðeins inni á heimilum til umhverfis- fegrunar, að mikill urmull nýrra plantna fór að skjóta upp kolli hjá blómaframleiðendum. Einkum voru það ýmsar gróskumiklar, blaðfagrar og litríkar sígrænar trjátegundir og runnar sem lagt var kapp á að leita uppi og taka til ræktunar. Menn þreifuðu fyrir sér um allar jarðir eftir gróðri sem tók hugann fanginn og hafði þá eiginleika að geta aðlag- að sig að því afbrigðilega umhverfis- loftslagi sem ríkir innanhúss, á skrif- stofum, þjónustuhúsnæði og hlið- stæðum vettvangi, þar sem er hátt til lofts og vítt til veggja. Enn er slíkri plöntuleit haldið áfram, enda af nægu að taka. Schefflera var eitt af þvf sem augu manna beindust að og vakti athygli, en tegundaijöldi hennar er flölskrúðugur, einkum í Ástralíu, Nýja Sjálandi og á víð og dreif á landsvæðum í SA-Asíu. Það eru tré eða runnar sem einkum haf- ast við í tempruðum eða svölum regnskógum. Þrátt fyrir tegunda- íjöldann hafa aðeins fáar þeirra ver- ið reyndar sem inniplöntur og í reynd aðeins 2—3 sem náið hafa að komast til virðingar. Þær eru: Schefflera actinophylla sem einnig er stundum nefnd Brassia. Hér hefur þessi teg- und verið kölluð pálmaáralía, trú- lega vegna þess að hún ber dálítinn keim af ættingja sínum, áralíu, og nafnið er einnig notað í Svíþjóð og Þýskalandi. Öllu betur væri máski að nefiia hana geislatré, enda er hún beinstofna viður sem getur orð- ið allt að 40 m á hæð þar sem hún hefst við í Ástralíu og víðar. Tegund- in er auðþekkjanleg á blöðum sem eru handstrengjótt og samsett, þ.e. fingruð. Hvert smáblað er leður- kennt, gljáandi og allstórt og stilk- sáÆ. VERÐBRÉFAÞ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.