Morgunblaðið - 27.02.1988, Síða 23

Morgunblaðið - 27.02.1988, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 NORRÆNT TÆKNIÁR1988 / Umsjón Sigurður H. Richter Póst- og" símamála- stofnunin - Opið hús Plæging’ á ljósleiðarastreng. Innfellda myndin sýnir vinnu við enda- búnað ljósleiðarastrengs. í tilefni af Norrænu tækniári 1988 verður Póst- og símamála- stofnunin með „opið hús“ sunnu- daginn 28. febrúar frá kl. 14.00 tíl kl. 18.00 á eftirtöldum stöð- um: ' Ármúla 27: Ráðstefnusjónvarp, samskipti með tölvum í almenna gagnaflutningsnetinu, skjalaflutn- ingur með Qarljósritun (telefax), ljósleiðaratenging, ritsímaþjónusta o.fl. Múlastöð: Sjálfvirkar símstöðv- ar, farsímastöðin, almenna gagna- flutningsstöðin, búnaður fyrir sjón- varpssendingar, ljósleiðarabúnað- ur, Mælistofa Landsímans. Fjarskiptamiðstöðin í Gufu- nesi: Radíóflugþjónusta, skipa- radíó, bílaradíó. Jarðstöðin Skyggnir: Gervi- tunglafjarskipti. Póst- og símamálastofnunin er ríkisstofnun, sem heyrir undir sam- gönguráðherra og fer með rekstur ríkisins á sviðum póst- og síma- mála. Pósturinn er 211 ára gam- all og Landsíminn 81 árs, en þess- ar tvær ríkisstofnanir voru samein- aðar árið 1935. Gjaldskrá fyrir póst- og síma- þjónustu er ákveðin þannig að tekj- ur skuli nægja fyrir rekstri og ijár- festingu stofnunarinnar. Póstur og sími er því byggður upp fyrir §ár- magn frá notendunum sjálfum, sem eru allir landsmenn og má því segja að Póstur og sími sé stofnun allra landsmanna. Hér á eftir fer lýsing á helstu þjónustuþáttum símans: Fjarskipti við útlönd Landsíminn var stofnaður 29. september 1906 með opnun ritsímasambands Reykjavík— Seyðisfjörður—Pæreyjar—Skot- land um loftlínu og sæstrengi milli Seyðisfjarðar og Færeyja og frá Færeyjum til Skotlands. Þráðlaust símasamband var opnað við Kaupmannahöfn og London árið 1935 og New York árið 1947. Þráðlaust ritsímasam- band var opnað við New York 1938. Sæsímar með 24 talrásum hvor voru teknir í notkun milli íslands, Færeyja og Skotlands, SCOTICE, og milli Islands, Grænlands og Kanada, ICECAN árið 1962. í október 1980 var jarðstöðin Skyggnir fyrir gervihnattasam- bönd um Intelsat-gervihnött tekin í notkun ásamt símstöð fyrir sjálf- virkt val milli íslands og annarra landa. Vegna mikillar aukningar á símaumferð hefur tallínum til út- landa fjölgað ört og eru þær nú á þriðja hundrað. Innanlandssambönd Fyrstu símasamböndin voru loftlínur á símastaurum, en nú er svo komið að allar loftlínumar eru horfnar og í staðinn eru komnir jarðstrengir og þráðlaus sambönd (radíóleiðir). Bæði á jarðstrengjun- um og þráðlausu samböndunum hefur flutningsgetan verið marg- földuð með notkun íjölrásabúnað- ar. Stærstu samböndin í dag eru örbyigjusambönd um allt land með 960 talrása eða einnar sjónvarps- rásar flutningsgetu og niðurplægð- ir ljósleiðarastrengir með 6 eða fleiri Ijósleiðurum. Hver ljósleiðari flytur með núverandi endabúnaði um 2.000 talrásir eða 2 sjónvarps- rásir en unnt er að íjórfalda flutn- ingsgetuna með öðrum endabún- aði. Sjálfvirkar símstöðvar Fyrstu sjálfvirku símstöðvamar voru opnaðar í Reykjavík og Hafn- arfirði 1. desember 1932. Lokið var við að setja upp sjálfvirkar símstöðvar á öllum þéttbýlisstöð- um árið 1976 og í dreifbýlinu 1986. Á árinu 1984 voru fyrstu staf- rænu símstöðvamar opnaðar í Reykjavík og Keflavík og síðan hafa eingöngu verið keyptar staf- rænar símstöðvar. Nú em 26% símanúmera í stafrænum símstöðvum víðsvegar um landið og á þessu ári verður opnuð ný stafræn útlandasímstöð. Sjálfvirka farsímakerfið Sjálfvirkt farsímakerfi var tekið í notkun 3. júlí 1986 og hefur aukist miklu hraðar en búist var við. í árslok 1987 vom notendur farsímakerfisins orðnir 5.000 og þar af um 20% í bátum og skipum, en þeir vom með um 60% notkun- artíma kerfisins. Auk sjálfvirka farsímakerfisins er starfrækt handvirkt farsímakerfi með 300—400 notendum. Telex Handvirk telexþjónusta hófst 1962 eftir opnun en sjálfvirk telex- stöð var tekin í notkun 1970. Síma- telex hefur verið í notkun frá árinu 1984. Nú em telexnotendur um 560 og símatelexnotendur rúmlega 900. Almenna gagria flutningsnetið Almenna gagnaflutningsnetið var tekið í notkun í ársbyijun 1986, en í maí 1986 opnaðist samband við útlönd. Gagnanetið nær til alls landsins. Gagnanetið er sjálfvirkt kerfí fyrir fjarskipti milli tölva. Hægt er t.d. að nota gagnanetið til að velja samband við upplýs- ingabanka og tölvupósthólf erlend- is. Sumar tölvur em fasttengdar netinu, en einnig er hægt að tengj- ast því með upphringingu í gegn- um sjálfvirka símakerfið. Flutningsleiðir fyrir útvarp (hljóðvarp og sjónvarp) Póst- og símamálastofnunin bæði byggir og rekur dreifíkerfi hljóðvarps og sjónvarps fyrir Ríkisútvarpið. Frá 1986 hafa margar útvarpsstöðvar og sjón- varpsstöðin Stöð 2 hafið útsend- ingar. Stofnunin sér um útvarps- Konur og tækni Föstudaginn 4. mars kl. 13—18, verður haldin ráðstefna í Norræna húsinu og fjallar hún um „Konur og tækni“. Ráðstefn- an er haldin á vegum kvenna í verk- og tæknifræðingastétt og í tilefni af Norrænu tækniári 1988. Jafnframt er ráðstefnan liður i undirbúningi kvennaráðstefnunnar Nordisk Forum í Osló í sumar. ‘ ■ Tilgangur ráðstefnunnar er að gefa konum í tæknistörfum kost á að kynnast innbyrðis og kynna störf sín út á við í tilefni tækniársins. Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða konur, verk- og tæknifræðingar, sem hafa starfað í tæknigreinum í atvinnulífinu um árabil. Fjallað verður um tölvunotkun og þróun í upplýsingatækni, tæknistörf innan sjávarútvegs og matvælaiðnaðar, orkumál á íslandi, niðurstöður úr skoðanakönnun á hvers vegna konur velja tækninám og gestafyrirles- ari mun fjalla um stöðu kvenna í tæknigreinum i Danmörku. Því næst munu vinnuhópar fjalla um menntun og starfsval, starfs- frama kvenna í tæknistörfum, áhrif kvenna á tækni og tæknisam- félag 21. aldar. Vinnuhópamir gefa skýrslur um niðurstöður sinar í lok ráðstefnunnar. Ráðstefnan er öllum opin, en konum, verk- og tæknifræðingum svo og nemum í verk- og tæknifræði er sérstaklega boðið. Þátttaka er ókeypis/ en óskast tilkynnt til skrifstofu Verkfræðingafélags ís- lands í síma 688505, milli kl. 9 og 13. Undirbúningsnefndin veitir allar nánari upplýsingar, en í henni eru Guðrún Zoéga, sími 621900, Inga Hersteinsdóttir, sími 84499, og Sigríður Á. Ásgrímsdóttir, sími 688131. Jarðstöðin Skyggnir. Með Skyggni hófst nýr kafli í fjarskiptum ís- lands við önnur lönd. Millj. mln. Símaumferð milli íslands og annarra landa 1977 til 1987. Sjálfvirkt val var tekið í notkun 1980. sendingar þessara einkastöðva og leigir þeim flutningsleiðir til sendi- stöðvanna. Fj arskiptaþj ónusta fyrir flugnmferðarstjórn Stofnunin hefur frá 1946 séð um fjarskipti við flugvélar í milli- landaflugi. Fjarskiptastöðin í Gufunesi er rekin allan sólarhring- inn alla daga í þessum tilgangi. Gufunes er einnig miðstöð fyrir skeytasendingar í sambandi við flugumferðarþjónustuna. Strandarstöðvar Elsta strandarstöð eða loft- skeytastöð landsins var byggð á Melunum í Reykjavík 1918, en árið 1963 var hún flutt í fjarskipta- stöðina í Gufunesi. Nú eru reknar strandarstöðvar fyrir fjarskipti við skip í Reykjavík, ísafirði, Siglu- firði, Neskaupstað, Höfn í Homa- firði og Vestmannaeyjum. að. Sem dæmi um nýjungar má nefna telefaxtæki (myndsenditæki eða Qarljósrita), þráðlausan síma og margar tegundir mótalda (mod- em), sem er tengibúnaður fyrir gagnasendingar um símalínur. I soludeildunum fer fram öll al- menn þjónusta við viðskitavini, svo sem ráðgjöf, móttaka umsókna um nýja síma og flutning og móttaka notendabúnaðar til viðgerða. Póst- og símaminjasaf níð Póst- og símaminjasafnið er við Austurgötu 11 í Hafnarfirði. Þar getur að líta safn íjölbreytilegra muna og tækja er tengjast póst- og símaþjónustu á íslandi. Póst- og símamálastofnunin býður fólki að koma og kynna sér starfsemi stofnunarinnar. Starfs- menn stofnunarinnar munu verða á staðnum, svara fyrirspumum og segja frá. Lóranþjónusta Lóran er staðarákvörðunarkerfi m.a. fyrir flugvélar og skip. Lór- an-c stöðin á Gufuskálum, Snæ- fellsnesi, hefur verið rekin af stofn- uninni í meira en 20 ár. Stöðin er aðalstöð í svokölluðu íslandskerfi með stöðvar á Grænlandi og í Færeyjum og er aukastöð í Noreg- skerfínu. Lóran-mastrið er hæsta mannvirki á íslandi, yfir 400 m hátt. Auk þess rekur stofnunin í samvinnu við bandarísku strand- gæsluna Lóran-eftirlitsstöð í Keflavík. Notendabúnaður Sala notendabúnaðar var gefín frjáls með fjarskiptalögunum 1984, en Póstur og sími hefur sífellt verið að auka þjónustu við símnotendur á þessu sviði. Sölu- deildin í Landsímahúsinu tók til starfa árið,1982 og í fyrra var önnur söludeild opnuð í Kringlunni. Ávallt er reynt að bjóða upp á nýrri og fullkomnari notendabún- Opinhúsá næstunni í tilefni af Norrænu tækniári hefur fyöldi fyrirtækja og stofn- ana verið fenginn til að vera með opin hús á sunnudagseftir- miðdögum. Næstu sunnudaga verða eftirfarandi fyrirtæki með opið hús: Sunnudaginn 28. febrúar: Póstur og sími i Reykjavík, eins og ffarn kemur annars staðar hér á síðunni. Sunnudaginn 6. mars: Landssmiðjan. Sunnudaginn 13. mars: Landspítalinn (rannsóknastof- ur og nokkrar deildir). Sunnudaginn 20. mars: Orkustofnun. Stofnanir þessar og fyrirtæki verða kynnt nánar hér í blaðinu þegar nær dregur „Opnu húsi á hverjum stað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.