Morgunblaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 Geir H. Haarde í umræðum um utanríkismál: Breytt afstaða hjá SÞ í mótsögn við yfirlýsta stefnu Islendinga UMRÆÐUR um skýrslu utanrík isráðherra héldu áfram í sameinuðu þingi i gær. Þegar þeim lauk í gærkvöldi höfðu þær staðið í samtals ellefu klukkustundir. Geir H. Haarde (S/Rvk) gagnrýndi utanríkisráð- herra harkalega fyrir breytta afstöðu íslendinga til nokkurra tillagna á aUsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna. Geir sagði hina breytta afstöðu til sumra tillagna stundum hafa virst vera í mótsögn við yfirlýsta stefnu íslands. Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkismálanefndar, rakti starf utanríkismálanefndar síðasta árið. Nefndin fór m.a. í sína fyrstu ferð til útlanda í boði Evrópu- bandalagsins til höfuðstöðva þess í Brussel. Sagði Eyjólfur þetta hafa verið mjög mikilvæga og lær- dómsríka ferð enda mikið í húfi að ná hagstæðum samningum við Evr- ópubandalagið. Hann hefði sann- færst í ferðinni um að slíkum samn- ingum væri hægt að ná en aðild að bandalaginu kæmi ekki til greina. Það væri líka stórhættulegt að hans mati að tala um hugsanlega aðild að bandalaginu því þá myndi EB bara segja „gjörið þið svo vel og komið inn“ þegar leitaö væri eftir samningum. Einnig hefði nú heim- boð borist frá breska þinginu og væri ferð til Bretlands ráðgerð um miðjan marsmánuð. Eyjólfur Konráð vék þá að ávarpi sem borist hefði frá Æðsta ráði Sovétríkjanna þar sem lagt væri til að haldinn yrði vinnufundur eða komið á fót sjónvarpsbrú milli þeirra rílqa sem ættu hagsmuna að gæta á norðurslóðum og ræða málefni þeirra. Eyjólfur Konráð sagðist hafa áhyggjur af því hve mikill þrýstingur væri nú að færast á norðurslóðir. Það væri þó gott að sú stefna sem Alþingi hefði mótað í utanríkismál- um árið 1985 hefði nú verið tekin upp og áréttuð af leiðtogum Sov- étríkjanna. Þeir vildu nú ræða um norðurslóðir í heild eins og svæðið væri skilgreint í greinargerð með ályktun Alþingis. Hatton-Rockall svæðið sagði Ey- jólfur Konráð vera framtíðarverkefni í utanríkismálum. Svæðið þyrfti að rannsaka betur en upplýsingar lægju fyrir um að þar hefði á stundum verið gífurlegur afli. Vantar sex þætti Svavar Gestsson (Abl/Rvk) sagði sex þætti vanta í skýrelu ut- anríkisráðherra að sínu mati. í fyrsta lagi spuminguna um alþjóðlega eft- irlitsstofnun sem væri nú eitt heit- asta umræduefni alþjóðastjómmála. í öðm lagi umræðuna um alþjóðlegt öryggiskerfi. Svavar sagði að Sov- étríkin vildu ræða það á næsta alls- heijarþingi og hann teldi nauðsyn- legt að menn áttuðu sig á því að Svoéthliðin á heiminum virtist vera með allt frumkvæði í umræðunni hjá Sameinuðu þjóðunum og alþjóða- vettvangi. í þriðja lagi vantaði eitt- hvað um starfsemi þingmanna á Norðurlöndun varðandi kjamorku- vopnalaus svæði. f Qórða lagi upp- [ýsingar um Mannvirkjasjóð NATO. I fimmta lagi um kjamorkuvopn á ófríðartímum og í sjötta lagi mætti kaflinn um Mið-Ameríku og Suður- Afríku vera skýrari. Svavar vék síðan að EB og sagð- ist vera sammála þeirri hugmynd að skipa nefnd til þess að ræða sam- skipti íslendinga við bandalagið. Þingmaðurinn gagmýndi harðlega ræðu Jóns Baldvins Hannibalssonar sem ráðherrann flutti nýlega í Stokkhólmi um það mál. Steingrímur J. Sigfússon (Abl/Ne) gagnrýndi einnig ummæli Jóns Baldvins harðlega. Sagði hann þau vera fáránleg og dæma sig sjálf. „Það er helst eins og ráðher- rann hafi þrammað á múrvegg í Stokkhólmi." Samband öryggis- og viðskiptahagsmuna Jón Baldvin Hannibalsson, fjár- málaráðherra, sagðist telja hug- mynd Kjartans Jóhannssonar um samstarfsnefnd um samskiptin við EB af hinu góða. Ráðherrann sagði að í samningum okkar við grannþjóðirnar birtist sér- staða okkar á landakortinu og ör- yggissamvinnan. Það væri barna- skapur að ætla að ekki væri sam- band á milli öryggis- og viðskipta- mála og að öryggissamvinna okkar hefði ekki haft áhrif í ýmsum deilu- málum. í ræðu sinni í Stokkhólmi hefði hann bent á hvernig utanríkis- viðskipti okkar hefðu þróast og hvað gæti gerst ef Norðmenn gengju í EB. Jón Baldvin sagðist telja að aðild kæmi ekki til greina ef það kostaði það að við þyrftum að leyfa aðgang að fiskimiðunum. Hvaða kosti höfum við þá? spurði ráðher- rann. Það væri misskilningur ef menn teldu að hann hefði verið að ræða um herstöðvarréttindi fyrir. Hann hefði verið að styðja aukna og virkari þátttöku í NATO. Vamar- samningurinn gæfi svigrúm til auk- innar þátttöku annarra þjóða í vöm- um landsins. í Evrópu væri áhugi á að auka vægi álfunnar innan NATO. Einnig hefði Willy de Clerq sem fer með utanríkismál innan framkvæmda- stjómar EB sagt að bandalagið hefði boðið upp á alhliða viðræður við ís- lendinga. Spurði ráðherrann hvað alhliða viðræður væm um ef það væri ekki bara viðskiptamál. Ef Noregur gengi í EB gætum við orðið eina NATO-ríkið utan bandalagsins. Þá værum við líka búin að missa bandamann í barátt- unni um fríverslun með fiskafurðir. Ef svona færi myndu viðskiptahags- munir líklega mæla með inngöngu í EB. Bandalagið byði upp á stóra og tollfijálsa markaði en krefðist gagnkvæmni og gæti það þýtt að- gang að fiskimiðum Islendinga. Spumingin væri hvort Noregur og ísland gætu tryggt saman fríverslun með fisk innan EFTA og síðan reynt í gegnum EFTA að ná samstöðu um þetta innan EB. Samninga okkar við EB nú sagði ráðherrann að ekki væri hægt að treysta á. Þeir byggðust á kvótum og gætu þýtt að ef hagsmunir bandalagsríkjanna segðu svo til um þá yrðu tollar hækkaðir eftir því. En hver væri samningsstaða okk- ar við bandalagið ef Noregur gengi í EB? Hvað gætum við boðið upp á annað en auðlindina? Jón Baldvin sagði að samstarf í öryggis- og vam- armálum hlyti að vera umræðu- grundvöllur eins og hvað annað. Hið nýja stórveldi í Evrópu þyrfti að fylgjast með gangi mála á Atlants- hafi og þá þyrfti það að ræða við okkur og Norðmenn um annað en fisk og markaði. Staðfestir stefnuna Geir H. Haarde (S/Rvk) sagðist fagna skýrslu utanríkisráðherra. Hún staðfesti margyfirlýsta stefnu íslands á mikilvægustu sviðum ut- anríkismála. Fyrir smáþjóð væri fátt mikilvægara annað en festa í sam- skiptum við önnur lönd. Allar breyt- ingar þyrftu að vera vel ígrundaðar. í skýrslunni kæmi m.a. fram að Steingrímur Hermannsson legði mikið upp úr starfi innan Sameinuðu þjóðanna. Geir sagði það vafasamt hvort ísland ætti að leggja nafn sitt við sumar sýndartillögur sem þar kæmu fram. Það skipti ekki máli hversu margar tillögur við styddum heldur hvert innihald þeirra væri. Utanríkisráðherra hefði sagt að breytt afstaða sín til sumra tillagna á allsheijarþinginu hefði verið vegna breyttra aðstæðna í heimsmálum, m.a. með hliðsjón af samningi stór- veldanna um afvopnun. í skýrslu ráðherrans kæmi fram að það mætti þakka stefnufestu Vesturlanda í ör- yggismálum að þessir samningar náðust. í ljósi þessarar greiningar mætti ætla að Island styddi þessa stefnu hjá SÞ. Geir sagði hina breyttu af- stöðu til sumra tillagna stundum virðast hafa verið í mótsögn við yfir- lýsta stefnu íslands. Við hefðum í flestum tilvikum skorið okkur út úr samstarfsþjóðum okkar að því er virtist að ástæðulausu. Það væri til dæmis mótsögn að samþykkja. tillögu Tékka og Úkr- aínumanna um framkvæmd afvopn- unartillagna sam hvetur til að fram- kvæmdar verði tillögur sem við höf- um verið á móti eða setið hjá um. Til dæmis tillöguna um stöðvun kjamorkutilrauna, en í atkvæða- greiðslu um hana hefðu öll Norður- löndin setið hjá. Geir sagðist ekki sjá neitt í ályktun Alþingis frá 1985 sem hvetti til þess að samþykkja framkvæmd á því sem við hefðum verið á móti. Hreinlegast væri að viðurkenna að þama hefðu orðið á mistök. íslendingar hefðu einnig breytt um afstöðu við atkvæðagreiðslu um tillögu Indveijá og Rúmena um frystingu kjamorkuvopna. Við höfð- um áður setið hjá við atkvæða- greiðslu þar sem frysting án eftirlits væri gagnlítil. Það mætti líka segja að þessi tillaga væri nú orðin úrelt í ljósi breyttra aðstæðna. Vildu menn frekar frysta vopn en útrýma? Til- laga Svía og Mexíkana um svipað efni væri líka úrelt í ljósi breyttra aðstæðna. Geir vitnaði næst í skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis árið 1983 en þá var Ólafur Jóhannesson, utanríkisráðherra. Í skýrslunni segir Ólafur að íslendingar geti ekki stutt frystingartillögur þar sem þeir hafi Geir H. Haarde tekið þátt í stefnu NATO. Geir sagði að stefna Ólafs í þessum málum hefði sigrað og það kæmi líka fram í skýrslu Steingríms Hermannssonar þar sem hann segði að „samkomu- lagið náðist vegna þess að Atlants- hafsbandalagsríkin héldu fast við þá stefnu sem mörkuð var fyrir átta árum, að endumýja skammdrægar og meðaldrægar flaugar á landi í Evrópu en semja um leið við Sov- étríkin um eyðingu þessara vopna“. íslendingar hefðu á síðasta alls- heijarþingi setið hjá við atkvæða- greiðslu um tillögu frá Argentínu og Bangladesh sem staðfesti að fælingarstefnan hefði leitt til meira öryggisleysis. Geir sagði að ástæð- una fyrir andstöðu hans við þessa tillögu væri að fínna í skýrslu ut- anríkisráðherra þar sem segði: „Trú- verðugur fælingarmáttur stangast ekki á við þá viðleitni bandalagsríkj- anna að tryggja öryggi sitt með minni vopnabúnaði en nú er.“ Geir rakti nokkrar tillögur til við- bótar og sagðist telja sig hafa fært rök fyrir fyrri afstöðu við þessar til- lögur sem íslendingar hefðu breytt um afstöðu til. Það væri nauðsynlegt að sofna ekki á verðinum þó að breyttir vindar blésu. Það ylti á miklu fyrir litla þjóð að halda reisn sinni og virðingu. Þessi dæmi sem hann hefði rakið væm ekki til þess að auka reisn og virðingu. Þjóðarverðmætum fórnað með inngöngu í EB Guðmundur H. Garðarsson (S/Rvk) sagði stóru spurninguna sem sneri að Islendingum varðandi EB vera hver væri staða okkar sem smáríkis á hjara veraldar í þessari þróun og hvort unnt væri að við- halda og efla sjálfstæði þjóðarinnar í hinni hefðbundnu merkingu eða hvort við yrðum að endurmeta það gildismat sem fælist þar að baki. Markmið EB væri að tryggja hag- kvæma verkaskiptingu og bæta lífskjör. Efnahagslegur ávinningur væri meginmarkmiðið. Önnur atriði eins og hin þjóðernislegu og menn- ingarlegu væru víkjandi. Viðskipta- lega skipti EB miklu máli fyrir Is- land. Hið sama mætti segja um Bandaríkin. Norðurlöndin skiptu minna máli viðskiptalega en þeim mun meira félagslega og menningar- lega. Segja mætti að til þessa hefðu íslendingar notið hins besta í sam- skiptum sín við þessa aðila án þess að gangast þeim á hönd. Guðmund- ur H. sagði að hugsanlegur efna- hagslegur ávinningur væri smáræði borið saman við þau þjóðarverðmæti sem fórnað yrði með aðild að EB. Steingrímur Hermannsson, ut- anríkisráðherra, vék aðeins að gagnrýni Geirs H. Haarde. Hann sagði allt rétt sem Ólafur Jóhannes- son hefði sagt 1983 en nú væru mjög breyttar aðstæður og hlyti það að kalla á breytingu í atkvæða- greiðslum. Hann sagðist vera óhress með að NATO hefði látið hrifsa frá sér frumkvæðið í afvopnunarniiálum. Rússar kynnu að tefla en Banda- ríkjamenn virtust vera „aular" í því. Steingrímur sagði að honum hefði þótt erfíðast að ákveða hvemig ætti að greiða atkvæði með tillögunni um fælnina. Ef hann hefði fylgt sam- visku sinni hefði hann greitt at- kvæði með. Hann sagði að við hefð- um verið komin út á klettabrúnina í þessum málum og spurði hvar við hefðum endað í þessu vopnakapp- hlaupi. Kjartan Jóhannsson: Jón Baldvin gefur sér rangar forsendur og reiknar vitlaust Kjartan Jóhannsson (A/Rn) gagnrýndi Jón Baldvin Hanni- balsson, fjármálaráðherra og formann Alþýðuflokksins, harð- lega fyrir ræðu hans í utanrikis- málaumræðunni í gær. Sagði hann Jón Baldvin bæði gefa sér rangar forsendur og reikna vit- laust þegar hann talaði um framtíðarsamskipti Islands og Evrópubandalagsins. „Ég tel bæði rétt og nauðsynlegt að fram komi að ég er gersamlega ósammála þeim sjónarmiðum sem hæstvirtur íjármálaráðherra setti fram í ræðu sinni hér áðan varð- andi EB, þar á meðal um kaupskap í öryggis- og varnarmálum út á tollfríðindi," sagði Kjartan Jóhanns- son á Alþingi í gær. „í fyrsta lagi tel ég að ekki eigi að blanda þessum tveimur málaflokkum saman og í öðru lagi tel ég að hugmyndin um kaupskapinn gangi ekki upp. Það er að sjálfsögðu ekki nema von að niðurstaðan af hugleiðingum ráð- herrans sé röng, því bæði er að hann gefur sér rangar forsendur og að hinu leytinu reiknar hann vitlaust. Ráðherrann gefur sér að staða okkar sé vonlaus ef Noregur gangi í EB og jafnframt gefur hann sér með sama hætti að staða okkar sé líka vonlaus meðan við veitum ekki EB aðgang að fiskveiðilögsög- unni. Út frá þessu tvöfalda von- leysi hefur hann svo leit að ein- hvetju öðru til að bjóða upp á í stað- inn og sú leit endar með hugmynd- inni um kaupskapinn í vamarmál- um. En þessi örvæntingarfulla leit Kjartan Jóhannsson er óþörf enda á misskilningi byggð því að forsendan um þetta tvöfalda vonleysi er á misskilningi byggð. Staða okkar er ekki vonlaus þegar af þeirri ástæðu að við höfum góð- an samning við EB sem nær yfir stærstan hluta af útflutningsafurð- um okkar og í öðru lagi er samn: ingsstaðan gagnvart EB ágæt. í annan stað hefur ráðherrann mis- skilið EB og þá þróun sem þar á sér stað. Öryggis- og varnarmál eru einmitt svið sem EB snýst ekki um. Að hinu leyti talar ráðherrann um EB út frá viðskiptasamningum ein- um saman en EB snýst um allt Jón Baldvin Hannibalsson annað og meira eins og kom fram í ræðu minni í gær.“ Um reikniverkið sagði Kjartan: „Sú kenning að EB sæki svo mjög að fá að greiða kostnaðinn af varn- arstöðinni hér, að það muni kaupa þessi viðbótarútgjöld sín því verði að láta viðskiptaívilnanir í kaup- bæti, gengur ekki upp. Þetta er reikniskekkja." Kjartan sagði að við hefðum komið vamarmálum okkar fyrir með farsælum hætti og ekkert segði að við gætum gert það betur. Því ættum við ekki að raska þvi fyrirkomulagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.