Morgunblaðið - 27.02.1988, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988
4
Kvöldvakt kl. 16:00-02:00
matarhlé kl. 19:00—19:45
kaffíhlé kl. 22:35-23:00
Vaktaálag fyrir reglubundna
vaktavinnu reiknist út á þessum
grunni:
35% álag á tímabilið kl. 16:00-00:
00 mánud. til föstud.
55% álag á tímabilið kl. 08:00-00:
00 laugard. til sunnud.
60% álag á tímabilið kl. 00:00-08:
00 alla daga.
15.6.1. Heimilt er að skipa vökt-
um með öðrum hætti, enda sé þá
miðað við 35 mínútna neysluhlé á
hverri 8 stunda vakt, enda séu
starfsmenn og viðkomandi verka-
lýðsfélag því samþykk.
15.6.2. Sé vaktavinna tekin upp
til a.m.k. 15 vikna reiknast sama
álag á nætur- og helgarvaktir þ.e.
55%. Vaktir skulu teknar upp með
2 vikna fyrirvara og slitið með viku
fyrirvara. Vaktir skulu standa
minnst sex vikur í senn.
Öll vinna vaktavinnumanna um-
fram 40 klst. á viku skal greidd
með yfirvinnukaupi. Að öðru leyti
fer um yfirvinnu vaktavinnumanna
skv. ákvæðum samninga.
15.7. Starfsmönnum er skylt
gegn hinu samningsbundna mánað-
arkaupi, að vinna þau störf sem
vinnuveitandi þeirra feiur þeim og
samrýmst geta starfsskyldum
þeirra. Auk venjulegrar vinnu við
stjóm tækis er hér um að ræða
störf, sem lúta að viðhaldi, á eða
utan verkstæðis. Þeir skulu þrífa
tækin, skipta um bilaða smáhiuti,
hjólbarða og annast smumingu, og
gera annað það, sem nauðsynlegt
er til að tryggja rekstraröryggi
tækisins. Þegar ekki eru fyrir hendi
verkefni, sem beint lúta að hefð-
bundnu starfssviði vélamanna, er
vinnuveitanda og heimilt að fela
þeim önnur störf, sem samrýmst
geta starfshæfni þeirra og reynslu.
15.8. Stjómendur vinnuvéla
skulu sækja námskeið sem Vinnu-
eftirlit ríkisins gerir kröfur til í
meðferð vinnuvéla og sem haldin
eru á vegum Vinnueftirlitsins og
Iðntæknistofiiunar.
Sæki starfsmaður námskeiðið
með samþykki vinnuveitanda greið-
ir vinnuveitandi námskeiðsgjald.
VIII. KAFLI
Um kauptryggingu verka-
manna í fiskiðnaði
24. grein.
16. kafli orðist þannig:
16.1. Um málefni sérhæfðs
fiskvinnslufólks.
Ákvæði þessa kafla taka til
verkafólks við verkun og vinnslu á
ferskum sjávarafla, þ.e. í frystingu,
saltfísk- og skreiðarverkun og
rækju- og skelvinnslu, s.s. nánar
er lýst í kafla þessum.
16.2. Fastráðningarsamning-
ar.
Eftir 3ja mánaða starf í sama
fyrirtæki á starfsmaður rétt á að
gera fastráðningarsamning í sam-
ræmi við það, sem nánar er rakið
í kafla þessum. Samningurinn er
gerður í fjórriti og vottaður af trún-
aðarmanni verkalýðsfélags. Vinnu-
veitandi, starfsmaður, trúnaðar-
maður verkalýðsfélags halda hver
sínu eintaki, Þá skal senda eitt ein-
tak til Starfsfræðslunefndar fisk-
vinnslunnar.
Fastráðning getur verið tíma-
bundin eða til ótiltekins tíma. Fast-
ráðning skal þó jafnan vera tíma-
bundin, þegar ráðið er til tiltekins
vinnslutímabils, sem fyrirsjáanlega
er takmarkað við vertíð eða annan
tíma.
Ef vinnslutímabil er að jafnaði
skemmra en 3 mánuðir kemur
fastráðning ekki til álita.
16.3. Námskeið.
Á næstu 6 mánuðum eftir gerð
fastráðningarsamnings sæki starfs-
menn sem gert hafa fastráðningar-
samning Starfsfræðslunámskeið
fiskvinnslunnar og taki þátt í starfs-
þjálfun, sem fyrirtækinu ber að
hlutast til um.
Markmið námskeiðanna er að
auka þekkingu starfsmanna á
vinnslu sjávarafla, og gera þá hæf-
ari til allra almennra fiskvinnslu-
starfa.
Námskeið verði að jafnaði 4 klst.
hvert og taki til eftirtalinna þátta,
skv. nánari ákvörðun Starfs-
fræðslunefndar:
Hráefnið og meðferð þess
Líkamsbeiting
Öryggi á vinnustöðum
Hreinlæti og gerlagróður
Verkþjálfun — vinnulag
Kjarasamningar og lög
Launakerfí í fískvinnslu
Vinnslurásir og verkunaraðferðir
Afurðir og markaður
Mannleg samskipti
Starfsþjálfun vérði sem hér seg-
ir: Sérhæfíng — 1 vika.
Gerð er þjálfunaráætlun fyrir
starfsmanninn í samráði við við-
komandi verkstjóra. Áætlunin mið-
ast við að starfsmaðurinn fái sér-
þjálfun í sínu aðalstarfi undir hand-
leiðslu verkstjóra eða starfsþjálfara.
Að loknu námskeiðinu á hann sjálf-
ur að geta annast verkþjálfun á
sínu sérsviði.
Önnur störf — 1 vika.
Gerð er þjálfunaráætlun fyrir
starfsmanninn í samráði við við-
komandi verkstjóra. Áætlunin mið
ast við að starfsmaðurinn fái tæki-
færi til að vinna öll helstu fram-
leiðslustörf í fyrirtækinu og að hann
fái yfirsýn yfír alla vinnslu fyrir-
tækisins.
Námskeiðin verði haldin á vegum
Starfsfræðslunefndar fiskvinnsl-
unnar í samvinnu við Sjávarútvegs-
ráðuneytið og við fyrirtæki í fiskiðn-
aði og á þeim tímum sem fyrirtækj-
unum hentar með tilliti til vinnsl-
unnar.
Starfsfræðslunámskeið skuli
haldin þegar nægur þátttakenda-
fjöldi fæst (a.m.k. 12 þáttt.), en þó
eigi sjaldnar en tvisvar á ári enda
verði aldrei færri en 6 þátttakendur
á hveiju námskeiði.
Námsefni verði eftir því sem
framast er unnt miðað við þarfir
viðkomandi greinar fiskvinnslunnar
eftir nánarí ákvörðun Starfs-
fræðslunefndar og að höfðu sam-
ráði við hagsmunaaðila.
Starfsþjálfun fer fram í fyrir-
tækjunum undir handleiðslu verk-
stjóra eða starfsþjálfara.
16.4. Laun að loknum nám-
skeiðum.
Þegar starfsmaður hefur lokið
tilskildum námskeiðum og starfs-
þjálfun telst hann sérhæfður fisk-
vinnslumaður og skal frá þeim tíma
taka laun sem slíkur.
Sérhæft fiskvinnslufólk, sem
skiptir um starf, skal að afloknum
2ja vikna reynslutíma eiga kost á
að gera fastráðningarsamning við
nýjan vinnuveitanda, enda hafí upp-
sögn úr fyrra starfi borið að með
eðlilegum hætti, annars eftir 1
mánuð.
16.5. Starfssvið.
Starfsmenn eru ráðnir til allra
almennra starfa, sem samrýmst
geta starfshæfni þeirra, skv. nánari
fyrirmælum verkstjóra eða annarra
stjómenda hveiju sinni.
Ef hlé verður á venjubundinni
vinnslu skulu starfsmenn vinna
önnur störf, sem samrýmst geta
starfshæfni þeirra, eftir nánari fyr-
irmælum stjómenda hveiju sinni.
16.6. Dagvinnutrygging.
Vinnuveitandi skuldbindur sig til
þess að greiða starfsmanni á fast-
ráðningarsamningi föst laun fyrir
dagvinnu skv. samningi þessum
þótt hráefnisbrestur valdi vinnslu-
stöðvun svo og á starfsfræðslunám-
skeiðum fískvinnslunnar er Sjávar-
útvegsráðuneytið stendur fyrir,
enda sé það í samræmi við reglur
um endurgreiðslu atvinnuleysisbóta
í fískvinnslu sbr. 1. nr. 55/1985 og
reglugerð nr. 47/1988. Eigi þær
reglur ekki við fer um greiðslur
atvinnuleysisbóta eftir almennum
reglum, sbr. lög nr. 64/1981 og lög
nr. 19/1979. Hefji starfsmaður
vinnu annars staðar á tímabili
vinnslustöðvunar falla launagreiðsl-
ur niður frá sama tíma, en skylt
er starfsmanni að koma til vinnu
um leið og vinnsla hefst á ný.
Ef horfur eru á langvinnri rekstr-
arstöðvun vegna hráefnisskorts er
fyrirtæki þó jafnan heimilt með til-
kynningu til starfsfólks, vinnumiðl-
unar og verkalýðsfélags, að boða
vinnslustöðvun með fjögurra vikna
fyrirvara. Sé vinnsla í fyrirtækinu
er nægilegt að hengja upp almenna
tiikynningu, ella skal hveijum
starfsmanni tilkynnt um vinnslu-
stöðvunina. Launagreiðslur falla þá
niður frá og með þeim tíma, sbr.
3. gr. laga 19/1979.
Hafí fyrirtækið greitt laun á
tímabili vinnslustöðvunar án þess
að segja upp fastráðningarsamningi
og stöðvun varir lengur en áætlað
var, styttist framangreindur fjög-
urra vikna fyrirvari um viku fyrir
hveija eina, sem laun hafa verið
greidd, án þess að vinnsla hafi far-
ið fram. Fyrirvari skv. þessu ákvæði
skal þó vera minnst tvær vikur.
Nú stafar vinnslustöðvun af ófyr-
irséðum áföllum, s.s. bilunum í
tækjum eða búnaði vinnslustöðvar
eða veiðiskips, bruna eða skipstapa
eða öðrum atvikum, sem talin eru
falla undir 1. mgr. 3. gr. laga nr.
19/1979, þá er fyrirtæki heimilt að
fella niður launagreiðslu sbr.
ákvæði sömu greinar.
Þar sem venja er fyrir því að
vinnsla sé felld niður tímabundið
og starfsfólk hverfí til annarra árs-
tíðabundinna starfa, s.s. við slátrun
og sfldarsöltun, gilda óbreyttar
venjur þrátt fyrir önnur ákvæði í
kafla þessum.
16.7. Fastráðningu neitað —
vinnu hafnað.
Neiti vinnuveitandi að gera fast-
ráðningarsamning við starfsmann,
sem hefur öðlast rétt til þess jafn-
gildir það uppsögn starfsmannsins,
og getur starfsmaður þá látið af
störfum fyrirvaralaust og er þá
ekki bundinn af ákvæðum um upp-
sagnarfrest.*
Neiti starfsmaður vinnu eða
mæti ekki ítrekað til vinnu, án þess
að lögmæt forföll hamli, getur
vinnuveitandi rift fastráðningar-
samningi án sérstaks fyrirvara í
samræmi við almennar reglur um
slit vinnusamninga. Hafi fastráðn-
ingarsamningi verið slitið af þessum
sökum á starfsmaður fyrst kröfu
til fastráðningar að nýju að einum
mánuði liðnum.
16.8. Uppsögn samnings.
Uppsagnarfrestur fastráðningar-
samnings þessa er 4 vikur af beggja
hálfu. Að öðru leyti fer eftir al-
mennum ákvæðum samningsins.
IX. kafli
Um sérþjáifaða
byggingaverkamenn
25. grein.
18. kafli orðist þannig:
18.1. Gildissvið.
Til vinnu byggingaverkamanna
teljast m.a. eftirtalin störf:
a) Handlöngun hjá múrurum, tré-
smiðum og öðrum byggingaiðn-
aðarmönnum.
b) Vinna verkamanna við móta-
uppsetningu.
c) Steypuvinna, steypusögun og
múrbrot á byggingarstað.
d) Mótarif og hreinsun, olíuburður
timburs og annars efnis, sem
notað er við mótauppslátt, holu-
fyllingar, viðgerðir o.fl.
e) Jámalagnir unnar af verka-
mönnum.
f) Jarðvinna, vinna við holræsa-
gerð, malbikun og gatnagerð.
18.2. Vinnutími.
Dagvinnutími byggingaverka-
manna skal vera 40 klst. á viku eða
8 klst. á dag, mánudag til föstu-
dags. (Virkur vinnutími er 37 klst.
5 mín.)
Tímasvið dagvinnu skal vera frá
kl. 07.00-17.00.
Innan þessara tímamarka er
heimilt að samræma vinnutíma
starfsmanna á sama vinnustað.
18.3. Ferðir til og frá vinnu.
Byggingaverkamenn skuli mæta
til vinnu í eigin tíma og á eigin
vegum innan marka 10 km radíus
frá ráðningarstað, þó innan
byggðamarka.
18.4. Matar- og kaffitímar.
Matartími í dagvinnu skal tekinn
á tímabilinu kl. 12.00—13.00.
Heimilt er að stytta þennan tíma
niður í 30 mínútur og hefst yfir-
vinna fyrr sem því nemur.
Heimilt er að veita hádegismat-
artíma á tímabilinu kl. 11.30—
13.15, þar sem starfsfólk hefur
aðstöðu til að matast á vinnustað.
18.4.1. Kaffitímar í dagvinnu
skulu vera tveir, hvor 20 mín. og
skulu þeir teknir fyrir og eftir há-
degi, eftir því sem best hentar fram-
<
'w
FIDELITY skáktölvur hafa
unnið til margra verðlauna í
skákmótum skáktölva.
Nú getur þú kynnst þessum
frábæru skáktölvum af eigin
raun.
Sérstakur kynningarafsláttur
á FIDELITY skáktölvum í^
tilefni dagsins.
Mikið úrval af FIDELITY
skáktölvum fyrir byrjendur og
þá sem lengra eru komnir.
Tilvalin fermingargyöf.
Kaffi á könnunni.
IRUGRI/6GUR H(F
Laugavegi 10, sími 27788