Morgunblaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 19 fræðingur, fæddur 1855 og dáinn 1921, ferðaðist um ísland í sautján sumur á árunum 1882 til 1898 og ritaði langtum yfirgripsmeiri lýs- ingar á landinu en áður hafði verið gert. Meðal helstu rita hans má nefna Landfræðisögu íslands, Lýs- ingu íslands og Ferðabókina. Öll eru þessi rit í fjórum bindum hvert og því samtals tólf þykk bindi. Þorvaldur kom í Arnarfjörð bæði 1886 og 1887 og við Dynjanda var hann upg úr miðjum júlí 1887. I Lýsingu Islands I. bindi birtir Þor- valdur mynd af fossinum og undir myndinni stendur „Dynjandi í Arn- arfirði". (Þ. Th.: Lýsing íslands I, Kph. 1908, bls. 321.) I meginmáli á sömu blaðsíðu segir Þorvaldur m.a.: „Nærri botni Amarfjarðar er fossinn Dynjandi, einn af hinum tignarlegustu og mestu fossum á íslandi, 316 fet á hæð.“ — Þorvald- ur nefnir fossinn Dynjanda eins og allir aðrir, enda annað nafn á hon- um ekki til er Þorvaldur fór um Amarfjörð fyrir 100 árum, en Dynj- andanafnið að líkindum orðið nær þúsund ára gamalt þá þegar. Hér hafa nú verið sýndir vitnis- burðir fjögurra merkismanna frá síðustu öld, sem allir em sammála um nafnið á Dynjanda. Máske hefði verið mögulegt að einhver einn þeirra hefði mglast í ríminu, en að slíkt hafi hent þá alla og fossinn borið eitthvert annað nafti, sem þó er hvergi skjalfest, er óhugsandi. Vísa Hannesar Hafstein um fossinn Dynjanda Dynjandanafnið var líka óvíða dregið í efa lengi vel, þó að upp rynni ný öld, sú tuttugasta. Hannes Hafstein, skáld og síðar ráðherra, var sýslumaður í ísafjarðarsýslu frá 1895 til 1904 og fossinn Dynjandi því í hans lögsagnarumdæmi. Hannes var áhugamaður um virkj- un fallvatna svo sem vísa hans um Dynjanda ber með sér: Alla daga Dynjandi diynur ramma slaginn. Gull í hrönnum hrynjandi hverfur allt í sæinn. (Hannes Hafstein: Ljóðabók, Rvík, 1916, bls. 370.) þá fengið þær upplýsingar á bænum Dynjanda að í daglegu tali væri fossinn nefndur Fjallfoss. Um þessa fullyrðingu er það helst að segja að hún stangast algerlega á við upplýsingar frá gömlu Dynjanda- fólki, sem m.a. liggja fyrir hjá Ör- nefnastofnun, en þær staðfesta enn að fossinn heiti Dynjandi. Guðríður Einarsdóttir, ljósmóðir á Dynjanda, bað þess heitt að fossinn fengi að halda sínu forna nafni Fyrir nokkmm ámm var sá, sem þetta ritar, staddur vestur í Arnar- firði og heyrði þá fyrir tilviljun konu eina segja frá því hversu mjög ömmu hennar hefði sámað tilraunir manna til að koma nýju nafni á fossinn Dynjanda. Taldi hún að fátt hefði gamla konan átt verr með að þola í lífinu en þessa áreitni við fossinn. Ég vissi þá engin deili á uppmna konunnar, sem þanng sagði frá, en komst brátt að því að hún væri dóttir síðasta bóndans á Dynjanda og að amma hennar hefði lengi búið þar á bænum, bæði fyrir og eftir síðustu aldamót. Þótti mér þá saga hennar þeim mun merki- legri. Áður hafði ég heyrt margt frá ýmsum Amfirðingum um þetta mál en þó aldrei rætt þau efni við fólk, sem búið hafði á bænum þar við fossinn. Konan, sem þannig sagði frá eft- irminnilegum áhyggjum ömmu sinnar, heitir Jóna Guðmundsdóttir og býr hér í Reykjavík. Hún er dóttir Guðmundar Jóhannssonar og konu hans, Guðrúnar Guðjónsdótt- ur, síðustu ábúenda á Dynjanda, en bærinn fór í eyði upp úr 1950. í samtali við mig hefur Jóna nýlega staðfest fyrri frásögn sína um sterk tengsl ömmunnar gömlu við fossinn og hversu mjög hún þráði að hann fengi áfram að halda sínu gamla nafni. Þessi kona, amma Jónu frá Dynj- anda, hét Guðríður Einarsdóttir. Hún var bróðurdóttir Sighvatar Grímssonar Borgfírðings, hins merka fræðimanns á Höfða í Dýra- firði. Guðríður var fædd árið 1866 eða því sem næst, og átti heima á Hjallkárseyri í Amarfirði frá tíu ára aldri til tvítugs. Þaðan að sjá bregð- ur fossinn stórum svip yfir um- hverfí allt þar sem hann dynur ár og síð handan fjarðar í aðeins lið- lega fimm kílómetra fjarlægð. Guðríður á Hjallkárseyri giftist um tvítugsaldur bóndasyni úr nágrenn- inu, Jóhanni Ólafi Guðmundssyni, og hófu þau búskap á Dynjanda á árunum 1888—1890. Þar bjuggu þau síðan til ársins 1907, eða sam- fellt a.m.k. í 17 ár, en fluttust þá á aðra jörð í sömu sókn. Það var því þessi sama Guðríður Einars- dóttir sem var húsfreyja á Dynjanda þegar séra Böðvar Bjamason, ung- ur prestur á Rafnseyri, kom þangað í sína fyrstu húsvitjun árið 1902. Hún heftir ekki sagt honum að foss- inn héti Fjallfoss. Guðríður lifði fram yfír miðja þessa öld og á ámn- um fyrir og um 1950 var hún jafn- an í sumardvöl á Dynjanda hjá syni sínum og fjölskyldu hans, er þar bjó. Það er frá þeim árum, sem Jóna, sonardóttir Guðríðar, minnist glögglega orðræðna gömlu konunn- ar um nafn Dynjanda, en sjálf var Jóna þá á unglingsaldri. Samkvæmt öðmm heimildum var Guðríður Ein- arsdóttir virt kona í sinni sveit og gegndi þar ljósmóðurstörfum. Hún átti löngum bréfaskipti við frú Theódóm Thoroddsen, eklqu Skúla. Ekki hefur verið kannað hvort þau bréf séu varðveitt en þar kynni að hafa verið minnst á Dynjanda. Frásögn Jónu Guðmundsdóttur frá Dynjanda ber með sér að þar á bæ hefur fólk haldið tryggð við hið foma nafn á fossinum og alls ekki viljað breyta því. Hið sama votta upplýsingar þær, sem fyrir liggja á Ömefnastofnun. Er fjallfoss en heitir Dynjandi Hitt er svo aftur hugsanlegt að einhver á Dynjanda hafi sagt við bam, sem kom að leita kinda frá öðmm bæ, að þær hefðu sést upp við fossinn eða upp við fjallfossinn til aðgreiningar frá öðmm fossum í ánni, því að vissulega er Dynjandi fjallfoss þó að hann heiti Dynjandi. Fólk, sem kom af sjó úr öðmm sveitum og vissi af ýmsum fossum í Dynjandisá, gæti líka hafa haft á orði við böm á leiðinni að fyrst kæmi stóri fjallfossinn fram án þess endilega að nefna hann alltaf með nafni. Er á þetta bent vegna um- mæla í útvarpsþætti Baldurs Böðv- arssonar. Við mat á vitnisburðum manna, sem aldurs vegna muna fyrst eftir sér á ámnum milli 1920 og 1930, verður líka að hafa í huga, að strax á þeim ámm hafði séra Böðvar fengið ýmsa mæta menn í lið með sér í baráttunni fyrir Fjall- fossnafninu. Hann háði þá baráttu af nokkm kappi, var laginn áróð- ursmaður og ýmsir Vestfirðingar töldu, sem eðlilegt var, séra Böðvar vera manna líklegastan til að kunna full skil á þessu máli. Til vom líka þeir, sem kunnu því betur að hafa þennan aðsópsmikla kirkjuhöfð- ingja fremur með sér en móti, enda átti maðurinn allt gott skilið burt- séð frá þessum nafnaleikjum. Nú má hins vegar vart seinna vera að gert sé út um þetta mál og fossinn Dynjandi fái héðan í frá að halda sínu foma nafni án meið- inga. Við breytum ekki nöfnum á Gullfossi eða Dettifossi, eða Esjunni og því skyldum við þá troða nýjum nöfnum upp á Dynjanda eða Hom- bjarg? Hvort séra Böðvar eða ein- hver annar var upphafsmaður að Fjallfossnafninu skiptir auðvitað ekki meginmáli, heldur hitt að slík tilefnislaus nafnbreyting er for- dæmanleg hver sem í hlut á. Baldur Böðvarsson sagði reyndar í útvarps- erindi því, sem hér hefur verið vísað til, að faðir sinn hefði haft alla for- göngu um að breyta nafni á öðmm og minni fossi í Dynjandisá til sam- ræmis við augnablikshugdettu að- vífandi ferðamanns. Þau ummæli benda vissulega til þess að séra Böðvar hafi ekki talið nema manns- verk að velta í rústir og byggja á ný í slíkum efnum! Dynjandisheiði og Dynjandisá Að lokum skal tekið fram að samkvæmt öllum rituðum heimild- um frá 19. öld og fyrstu árum þess- arar aldar, sem mér eru kunnar, er nafnið Dynjandi beygt sem karl- kynsorð, veikri beygingu. Þannig talar Jón Sigurðsson forseti t.d. um Símon bónda á Dynjanda í Amar- firði í minnisbók sinni (Lúðvík Kristj.: Vestlendingar II. 1, Rvík 1955, bls. 25) og margir könnuðust lengi við þá feðga Ebenezer og Vagn á Dynjanda í Jökulfjörðum samanber Vestfirskar sagnir. í Jarðabók Áma Magnússonar og Páls Vídalíns frá upphafí 18. aldar má hins vegar sjá tvær eignarfalls- myndir af bæjamafninu Dynjandi. Þar er á einum stað sagt til Dynj- anda en á öðrum til Dynjandis (Jarðabók ÁM og PV VII, ljósprent- un 1984, bls. 9 og 11). í síðar- nefndu orðmyndinni kemur fram fom eignarfallsending, sem reyndar hefur haldist allt til þessa í samsett- um orðum, samaiiber Dynjandis- heiði, Dynjandisá og Dynjandisvog- ur. Þannig eru þessi nöfn yfirleitt rituð á kortum og í öðrum heimild- um allt fram á miðja þessa öld. Undantekningar má þó fínna með a fyrir is. Um 1950 fékk séra Böðv- ar Bjamason ömefnanefnd hins vegar til að úrskurða að s-ið skyldi fellt á brott og eftir stæði Dynjandi- heiði! (Sjá Arbók Ferðafélags ís- lands 1951, bls. 164.) Slíkur úr- skurður er þó ekki annað en mark- leysa, sem á sér engin rök og sama gildir um viðleitni nývillinga til að færa Dynjandanafnið frá fossinum yfir á ána og nefna hana Dynj- andi. Hennar nafn er og hefur ætíð verið Dynjandisá. Hér verður ekki farið lengra út í þessa sálma að sinni. Neðanmáls vil ég að gefnu tilefni taka fram að enda þótt ég riti nafn staðarins á Eyri við Amarfjörð Rafnseyri en ekki Hrafnseyri, þá á ég í engum deilum við menn um slíkt. Alkunna er að séra Böðvar Bjamason tók upp ritháttinn Hrafnseyri og vildi festa hann í sessi. Ég tel báðar orðmyndimar góðar og gildar en held mig persónulega við það, sem almennt hafði tíðkast á Vestfjörð- um í a.m.k. 150 ár á mínum upp- vaxtarárum þar. Tel ég mig þama í bærilegum félagsskap með mörg- um góðum Amfirðingum, svo sem Jóni Sigurðssyni forseta, er jafnan nefndi fæðingarstað sinn Rafnseyri. Höfundur er fyrrverandi ritstfóri. Ef einhveijum skyldi detta í hug að Hannes ætti þama við ána en ekki fossinn, skal á það bent að nafn vísunnar stendur letrað í Ljóðabók Hannesar. Nafnið er: „Ónotaður foss“. I Landafræði Karls Finnbogason- ar er fossinn líka nefndur Dynjandi og sagður vera einn af hæstu og fegurstu fossum landsins (sjá 7. útgáfu frá 1935, bls. 15). Árið 1935 var einnig gefið út frímerki með mynd af Dynjanda og hann þar nefndur sínu rétta nafni. Séra Böðvar taldi gamla nafnið skrítíð og kaus sér annað nýtt! Nokkuð snemma á þessari öld hafði þó reyndar tekið að bera á undarlegum tilraunum til að koma allt öðru nafni á Dynjanda og kalla hann Fjallfoss. Séra Böðvar Bjama- son var vígður til Rafnseyrar árið 1902 og var hann þar prestur í um það bil 40 ár. Séra Böðvar var áhrifamikill merkismaður, er brátt lét mjög til sín taka í margvíslegum málum þar vestra. Hann var eini langskólagengni maðurinn í sveit sinni og, eins og oft vill verða þar sem þannig háttar til, brátt talinn af ýmsum einskonar hæstiréttur hvað snerti fom og ný menningar- mál í Auðkúluhreppi. Snemma bar á því að séra Böðvar vildi nefna fossinn mikla, sem við augum blas- ir frá Rafnseyri, Fjallfoss. Kom hann því nafni á framfæri við gesti og gangandi. Létu sumir gott heita en öðmm líkaði miður. Baldur, son- ur séra Böðvars, sagði í útvarpser- indi því, sem hér var í upphafi minnst á, að faðir sinn hefði þó aðeins þekkt Dynjandanafnið, er hann kom í Amarfjörð, en þótti skrítið að fossinn skyldi bera sama nafn og áin, sem reyndir heitir Dynjandisá. Staðhæfði Baldur að faðir sinn hefði strax í sinni fyrstu húsvitjunarferð haldið uppi spum- um um annað nafn á fossinum og SANDVIK Fást í öllum helstu byggingavöruverslunum um allt land
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.