Morgunblaðið - 27.02.1988, Síða 47

Morgunblaðið - 27.02.1988, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 á honum, en gat ekki snúið mér til hans fyrr en áætlunin hafði verið samþykkt, sem var í nóvember. Nú þurfum við að drífa okkur. Það er gaman að vinna með Thor, því hann er músíkalskur, fjöl- menntaður og vel að sér í kvik- myndum. En ég þarf samt að leiða hann inn í óperutextagerð, því hún lýtur sínum eigin lögmálum, ólíkum því sem gerist í annarri textagerð. Það þarf til dæmis að taka með í reikninginn að textinn skilst ekki alltaf, að stundum eru tveir eðá fleiri textar sungnir um leið og þurfa þá að hljóma saman og ótal margt annað, sem þarf að hafa í huga.“ Og enginn kvíði í þér að þurfa að skila af þér á settum tíma, vit- andi það að fjöldi manns bíður eftir að fara að taka til hendinni og miklir fjármunir í húfí? „Ég held að öllum tónskáldum, sem fást við óperusamningu, finnist verkið komið vel á skrið, þegar þau hafa komist yfír góða sögu. Mér var fyrst sögð þessi saga í sam- kvæmi, þegar ég var ungur, man að ég fór daginn eftir og náði mér í bókina. Ég sá hana strax fyrir mér sem sviðsverk, hafði hugleitt hana sem ballett, en þegar ég var kallaður fyrir sjónvarpsfólkið og spurður um sögu, þá gat ég svarað að bragði að ég hefði hana. Viki- vaka eftir Gunnar Gunnarsson, sem hann skrifaði um 1.930. Það vakti strax mikla ánægju, að ég skyldi hafa söguna á hreinu. Ég hef alla tíð verið heillaður af því músíkleikhúsi, sem óperan er, eins fáránlegt og það þó er. Það er varla hægt að hugsa sér öllu undarlegri tjáningarmáta fyrir ást- fangið fólk en að fyrst syngi annað um hvað það elski hitt, svo taki hitt við og að lokum syngi þau sam- an um hvað þau elskist. En sama samt. Þegar þessi galdur tekst, þá er hann stórbrotinn. Mér fínnst það líka stórkostlegt við óperuna að þar er ekkert útilok- að. Innan hennar rúmast ballett, látbragðsleikur, kvikmyndir og þeg- ar allt þetta gengur upp, þá er svo undur gaman." ... Og það þarf ekki að hlusta lengi á Atla Heimi segja frá verk- efni sínu til að fyllast eftirvænt- ingu, en í þessari umferð látum við okkur nægja blásarakvintettinn, sem Blásarakvintettinn spilar nú á sunnudagskvöldið... Englandi, í Derbyshire, líklega um þriggja klst. lestarferð frá London, til glöggvunar þeim, sem hyggjast leggja lykkju á leið sína til að hlusta á landa okkar og auka óperuþekk- ingu sína. Og Hose sló kló í fleiri samstarfsmenn úr Don Giovanni því Catherine Williams píanóleikari verður þama líka í sumar, en hún hefur verið æfíngastjóri hjá óper- unni hér og spilað undir á æfíngum. En í júlí bregður Kristinn sér af bæ, því 16. júlí tekur hann þátt í flutningi á Requiem eftir Verdi í glæsilegu tónlistarhúsi í Cardiff, syngur þar með Philharmonia hljómsveitinni undir stjóm sama hljómsveitarstjóra og hann söng með í söngkeppninni í Cardiff í júní í fyrra. Eiginlega verðlaun hans þaðan. Kristinn hittir fleiri úr keppninni í sumar, því í Buxton syngur líka Neil Archer tenór, sem tók þátt í Vardiff keppninni. Áður en Kristinn heldur til Bux- ton fer hann í tónleikaferð um ít- alíu með þýskri hljómsveit, Ober- land-hljómsveitinni. Það verður lagt upp með tvær efnisskrár. Kristinn syngur í tveimur óratóríum eftir Mozart og í Magnifícati Bachs. Og þessi ferð minnir okkur á að sumarið nálgast og ekki úr vegi fyrir tónlistarunnendur, sem ætla að vera í útlöndum í sumar, að huga að tónleikahaldi á fyrirheitnu stöðunum ... Evrópa bókstaflega ómar öll af stórkostlegri tónlist allt sumarið, helst að hún sé dauf við stórkostlegri tónlist allt sumarið, helst að hún sé dauf við strendum- ar, en jafnvel þaðan er skammt f menninguna. . . 47 . Garðabær: Ekkí beint í mark Píanótónleikar GÍSLI Magnússon, pianóleikari, heldur tónleika í safnaðarheimil- inu Kirkjuhvoli i Garðabæ. Tón- leikarnir, sem hefjast klukkan 16, eru á vegum Listasjóðs Tónlistar- skóla Garðabæjar, en allur ágóði af tónleikunum rennur til sjóðsins. Sjóður þessi var stofnaður til þess að veita framhaldsnemendum skól- ans ferðastyrki, svo og kennurum ferðastyrki til endurmenntunar, en auk þess hefur sjóðurinn á undanf- ömum ámm keypt listaverk sem ptýða veggi skólans. Gísli Magnússon er skólastjóri Tónlistarskóla Garðabæjar. Á efnis- skrá tónleikanna eru: Ensk svíta nr. 6 í d-moll eftir J.S. Bach, Sónata nr. 31 i As-dúr op. 110 eftir Ludwig van Beethoven og Tilbrigði og fúga um stef eftir Hándel op. 24 eftir Johannes Brahms. Aðgöngumiðar Gísli Magnússon píanóleikari eru seldir í Tónlistarskóla Garðabæj- ar, Smiðsbúð 6, og við innganginn. (Úr fréttatílkynningu) Strengjakvartettinn Classic Nouveau. Lækjartungl: „Kvartett Björns Thorodd- sen“ og „Classic Nouveau“ Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Beint í mark („Number One With a Bullet“). Sýnd í Laugarásbíói. Bandarísk. Leikstjóri: Jack Smight. Handrit: Gail Morgan Hickman, Andrew Kurtzman, Rob Riley og James Belushi. Framleiðendur: Menahem Golan og Yoram Globus. Kvikmynda- taka: Alex Phillips. Tónlist: Alf Clausen. Helstu hlutverk: Robert Carradine og Billy Dee WiUiams. Þeir sem héldu að smárisamir Golan og Globus hefðu alfarið orðið hámenningunni að bráð ættu að gefa myndinni Beint í mark („Num- ber One With a Bullet"), sem sýnd er í Laugarásbíói, gaum. Það er formúluhasar í ódýrari kantinum um tvo félaga í löggunni (en ekki hvað?) sem eiga í höggi við forríka eiturlyfjasala (en ekki hvað?) og beita lítt hefðbundnum ráðum til að vinna á þeim (en ekki hvað?). Þeir Robert Carradine og Billy Dee Williams em engir Mel Gibson og Danny Glover, leikstjórinn Jack Smight er langt frá því að vera eins góður og Richard Donner og „Number One With a Bullet" er engin „Lethal Wepon", en það ætti samt engum að dyljast hver fyrir- myndin er. Carradine er haldinn svipuðu tortýmingaræði og Gibson í sinni mynd og Williams, hinn eldri og reyndari, er mikið að róa hann nið- ur. Til að sýna hvað persónan er hörð af sér er Carradine t.d. látinn snæða hráa nautasteik. Málið er bara það að Carradine er alls ekki þessi harðjaxlamanngerð sem myndin vill að hann sé. Það er megingallinn við Beint í mark. Bræður Roberts, Keith og David, em fæddir töffarar en Robert er jmgstur þeirra og bamalegastur. Hann er ágætur í einhveiju létt- meti eins og Hefnd busanna eitt og tvö en verulega misráðinn hér. Hann hittir ekki beint í mark. Það em þó tvær hliðar á því máli eins og öðmm. Það er nefni- lega svolítið fyndið að sjá Carradine leika harðjaxl þegar hann svo aug- ljóslega hefur ekkert að gera með það. En tækifærið til að þróa það og láta það virka myndinni í hag er ekki nýtt. Enginn af öllum fjómm handritshöfundum þessarar veiga- litlu myndar hefur séð neitt fyndið við það. Einn af þeim er grínleikar- inn James Belushi og má vera að hann eigi brandarana sem fínna má hér og hvar á stangli út mynd- ina. Annars er hún er ekki burðar- meiri en svo að með sæmilegri klippingu gæti hún orðið ágætur sjónvarpsþáttur. í bíómyndarlengd vill teygjast óþægilega á hinni stöðl- uðu formúlu. JASSTÓNLEIKAR verða í Lækj- artungli nk. sunnudagskvöld, 28. febrúar, kl. 22 til 1. Þar koma fram „Kvartett Björns Thorodd- sen“ og strengjahljómsveitin „Classic Nouveau“. Kvartett Bjöms Thoroddsen er skipaður þekktum hljómlistarmönn- um sem hafa komið víða við á sínum ferli. Þeir em: Jóhann Ásmundsson á bassa, Kjartan Valdimarsson á hljómborð, Martin Von á trommur og Bjöm Thoroddsen á gítar. Strengjahljómsveitin Classic Nouveau er eingöngu skipuð konum er hafa numið klassísk tónfræði. Það má með sanni segja að þessi hljóm- sveit sé all nýstárleg og sérstök í íslenskri jassmenningu. Eingöngu er um strengjahljóðfæri að ræða og einsdæmi að ópemrödd sé blandað inn í jasstónlist. Classic Nouveau skipa Élsa Waage, söngur (contra- alt), Eva Mjöll Ingólfsdóttir og Berg- ljót Haraldsdóttir á fiðlur, Ásdís Runólfsdóttir á lágfíðlu og Bryngdís Björgvinsdóttir á selló. Auk þeirra kemur fram sem gestur bassaleikar- inn Richard Com. Blaðbemr óskast Símar 35408 og 83033 II f' . _ a A AA SKERJAFJ. nvenisgaxa 4-d^ Laufásveaur 58-79 o.fl. Einarsnes ÚTHVERFI SELTJNES Sæviðarsund hærritölur Látrastrond GARÐABÆR MIÐBÆR Mýrar Lindargata 39-63 o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.