Morgunblaðið - 27.02.1988, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988
Nýi kjarasammnguríiin
gildir til 18. marz 1989
HÉR fer á eftir í heild nýi kjara
samningnrinn milli Verkamanna-
sambands íslands og einstakra
aðildarfélaga þess annars vegar
og Vlnnuveitendasambands ís-
lands vegna aðildarfélaga þess og
einstakra meðlima og Vinnumála-
sambands samvinnufélaganna hins
vegar.
I. KAFLI
Gildistími
1. grein.
Allir kjarasamningar ofangreindra
aðiia framlengjast til 18. mars 1989
með þeim breytingum, sem í samn-
ingi þessum felast og falla þá úr gildi
án sérstakrar uppsagnar.
II. KAFLI
Um launabreytingar
2. grein.
Grunnlaunabreytingar;
Grunnlaun hækka sem hér segir:
Við gildistöku samnings þessa hækka
grunnlaun um kr. 1.525 á mánuði.
Bónus og aðrir kjaratengdir liðir
hækka hlutfallslega, eða um 5,1%.
3. grein.
Áfangahækkanir.
Á samningstímanum hækka
grunnlaun að öðru leyti sem hér segir:
l.júní 1988 3,25%
1. september 1988 2,5%
l.febrúar 1989 2,0%
4. grein.
Desemberuppbót.
Verkafólk sem á árinu skilar a.m.k.
1.700 dagvinnustundum í sama fyrir-
tæki og er við störf í fyrirtækinu í
desember skal eigi síðar en 15. des-
ember ár hvert fá greidda sérstaka
eingreiðsiu, desemberuppbót, kr.
4.500. Verkafólk í hlutastarfi sem
uppfyllir sömu skilyrði, en skilað hef-
ur 850 og að 1.700 dagvinnustundum
fær greidda hálfa uppbót. Framan-
greindar flárhæðir greiðast sjálfstætt
og án tengsla við laun.
5. grein.
Starfsaldurshækkanir skulu að
lágmarki vera eftirfarandi:
Eftir 1 árs starf 2,0%
Eftir 3 ára starf 3,0%
Eftir 5 ára starf 4,5%
Eftir 7 ára starf 6,0%
Eftir 12 árastarf hjá sama fyrirtæki
8,0%
Ofangreindar starfsaldurshækkan-
ir reiknast allar ofan á grunnlaun.
6. grein.
Þrátt fyrir ákvseði síðastgildandi
samninga um launahlutföll unglinga
skulu 15 ára unglingar hafa 85% af
byijunarlaunum og 14 ára 75% við
vinnu i fiskiðnaði, byggingariðnaði
og jarðvinnu.
7. grein.
Grein 1.7. orðist þannig:
Tímamæld ákvæðisvinna við ræst-
ingu:
Kl. 08:00—21:00 mánud. til fimmtud.
og kl. 08.00-18.00 föstud.:
kr. 291.29
Alla aðra daga vikunnar: kr. 351.32
_ Ræsting: Uppmæling — 5 daga vik-
unnar.
Gólfræsting — á ferm. á mánuði:
kr. 73.34
Fimleikahús og áhaldaherb. — á
ferm. á mánuði: kr. 63.59
Salemi — á ferm. á mánuði:
kr. 82.66
Ný grein 1.7.3. orðist þannig:
Þar sem gúrhmíhanskar eru ekki
lagðir til af vinnuveitanda skal greiða
kr. 160 á mánuði.
8. grein.
Laun fiskvinnslufólks.
A. Fastlaunahluti. '
Námskeiðsálag skal vera kr. 2.700
á mánuði.
Mánaðarlaun að meðtalinni hækk-
un sbr. gr. 2 verði sem hér segir:
Alm. taxti Sérhæft fiskvinnslu- fólk
Byijunarlaun 31.500 34.200
Eftir 1 árs starf 32.130 34.884
Eftir3 árastarf 32.445 35.226
Eftir 5 ára starf 32.918 . 35.739
Eftir 7 ára starf 33.390 36.252
Eftirl2árastarf
hjá sama fyrirtæki 34.020 36.936
Grein 8.2.2. orðist þannig:
Vinnuveitendur í fískiðnaði, sem
ekki leggja starfsfólki til hlífðarfatn-
að, skulu greiða verkafólki í fískvinnu
kr. 3,85 á hverja klukkustund sem
unnin er (greiddir neyslutímar inni-
aldir) sem þátttöku í kostnaði vegna
hlífðarfatnaðar (svuntur og vettling-
ar). Framangreind flárhæð taki sömu
breytingum á samningstímanum og
verða á byrjunarlaunum í fískvinnslu.
B. Um ákvæðisvinnu.
Aðilar eru sammála um að kannað-
ar verði nýjar' hugmyndir um fram-
leiðniaukandi launakerfi í fískvinnslu
með það að markmiði að auka verð-
mæti framleiðslunnar, laun og starfs-
ánægju.
Aðilar leggja til við félagsmenn
sína að komið verði á samstarfí
starfsmanna og stjómenda á hveijum
vinnustað til að fjalla um leiðir að
þessu marki.
III. KAFLI
Um umsjónarnefnd starfs-
menntunar
9. grein.
Samningsaðilar skipi þijá menn
hvor í nefnd, sem hafí það hlutverk
að skipuleggja og hrinda úr vör
starfsmenntun í þágu þeirra greina
atvinnulífsins, þar sem þarfímar em
brýnastar á hveijum tíma. Nefndin
hefji störf hið fyrsta og skal hún leita
eftir samstarfí við ráðuneyti mennta-
mála og aðrar þær opinberar stofnan-
ir og ráðuneyti, sem æskilegt er
hveiju sinni. Nefndin setji sér sjálf
starfsreglur.
IV. KAFLI
Um orlof
10. grein.
IV. kafli um orlof orðist þannig:
4.1. Lágmarksorlof skal vera 24
virkir dagar. Orlofsfé skal vera
10,17% af öllu kaupi, hvort sem er
fyrir dagvinnu eða yfírvinnu, og er
þá talin með yfírvinna verkamanna
á föstu kaupi.
4.1.1. Fiskvinnslufólk, sem unnið
hefur 10 ár hjá sama fískvinnslufyrir-
tæki skal eiga rétt á 25 virkum dög-
um í orlof og orlofsgreiðslum sem
nema 10,64%. Þetta gildir frá upp-
hafí næsta orlofsárs eftir að ofan-
greindum starfstíma er náð.
4.1.2. Þeir, sem samkvæmt ósk
vinnuveitanda fá ekki 21 dags sumar-
leyfí á tímabilinu 2. maí til 30. sepL
ember, skulu fá 25% lengingu á þeim
hluta orlofstímans, sem veittur er
utan ofangreinds tíma.
4.1.3. Stéttarfélögum er heimilt
að semja um þá framkvæmd við ein-
staka launagreiðendur að orlofslaun
séu jafnharðan greidd á sérstaka or-
lofsreikninga launþega hjá banka eða
sparisjóði. Skal í slíkum samningi
tryggt að sá aðili, sem tekur að sér
vörslu orlofslauna, geri upp áunnin
orlofslaun, þ.e. höfuðstól og vexti, til
launþega við upphaf orlofstöku. Skylt
er að afhenda félagsmálaráðuneytinu
þegar í stað eintak af slíkum samn-
ingi og tilkynna um slit hans.
4.1.4. Um orlof fer að öðru leyti
eftir ákvæðum laga um orlof á hveij-
um tíma.
V. KAFLI
Um vinnutilhögun
og-greiðslur
fyrir yfirvinnu
11. grein.
Gildistaka.
Val um nýja vinnutilhögun og
breyttar reglur um greiðslu yfírvinnu
skal fara fram í samræmi við gildi-
stökuákvæði þessa kafla, eftir að
samningurinn hefur verið samþykkt-
ur að öðru leyti.
Samþykki félagsfundar.
Ákvæði þessa kafla taka því aðeins
gildi, að þau hafí verið samþykkt á
almennum félagsfundi I viðkomandi
vehkalýðsfélagi. Að öðrum kosti gilda
ákvæði fyrri samnings óbreytt.
Samþykki verkamanna.
Séu tvö verkalýðsfélög á félagssvæð-
inu og verði niðurstaða atkvæða-
greiðslunnar ekki sú sama í báðum
félögunum, skal samningskaflinn
borinn undir atkvæði verkamanna til
samþykktar eða synjunar, í þeim fyr-
irtækjum þar sem félagsmenn beggja
starfa, en ekki þar sem aðeins vinna
félagsmenn annars félagsins.
Sé samningskaflanum hafnað við
atkvæðagreiðslu innan fyrirtækis,
geta verkamenn engu að síður ákveð-
ið síðar á samningstímabilinu að taka
upp þessa skipan.
Dagsetning gildistöku.
Hafí kaflinn verið samþykktur í
samræmi við ofangreindar reglur í
verkalýðsfélagi eða innan fyrirtækis
skal hin nýja skipan taka gildi þann
21. mars nk. (Sjá einnig yfírlýsingu
bls. 13.)
12. grein.
í stað eftir- og næturvinnu í samn-
ingi aðila komi yfirvinna.
Grein 1.8. orðist þannig:
Yfirvinnuálag.
Yfirvinna greiðist með tímakaupi
sem samsvarar 80% álagi á dagvinn-
utímakaup, þ.e. með 1,0385% af
mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.
Ný grein, 1.8.1. orðist þannig:
Yfirvinnuálag á stórhátíðardög-
um.
Öll aukavinna á stórhátíðardögum
skv. gr. 2.3. greiðist með tímakaupi,
sem er 1,375% af mánaðarlaunum
fyrir dagvinnu. Þetta gildir ekki um
reglubundna vinnu, þar sem vetrarfrí
eru veitt samkvæmt sérstökum samn-
ingum vegna vinnu á umræddum
dögum.
13. grein.
Grein 1.9. orðist þannig:
Útkall.
Þegar verkamaður er kvaddur til
vinnu, eftir að yfírvinnutímabil er
hafíð, skal hann fá greitt fyrir minnst
4 klukkustundir, nema dagvinna hefí-
ist innan tveggja klukkutfma frá því
að hann kom til vinnu.
Kvaðning til vinnu að morgni eftir
að dagvinnutfmabil er hafíð vari allt-
af til hádegis og minnst 4 klst
Grein 1.12. orðist þannig:
Fast vikukaup.
Nú hefur verkamaður unnið hjá
sama vinnuveitanda samfelit f 2 mán-
uði eða lengur, og skal honum þá
greitt óskert vikukaup þannig, að
samningsbundnir frídagar aðrir en
sunnudagar séu greiddir.
14. grein
Um vinnutíma, í stað gr.
2.1.—2.3.3. komi:
2.1. Dagvinna.
Virkur vinnutími í dagvinnu á viku
skal vera 37 klst. og 5 mín., þ.e. 7
klst. og 25 mín. á dag, mánudaga—
föstudaga.
Dagvinna skal unnin á tfmabilinu
frá kl. 07:00 til 17:00.
Upphaf dagvinnu getur verið
breytilegt fyrir alla eða einstaka verk-
þætti á tímabilinu kl. 07:00 til 08:00,
enda ákvarði vinnuveitandi slíka skip-
an til a.m.k. tfu vikna f senn eða til
heilla vertíða með a.m.k. tveggja
vikna fyrirvara m.v. vikuskil.
Breyta má fögtum dagvinnutíma
verkamanns með einnar viku fyrir-
vara.
Ef upphaf vinnutíma verkamanns
er flutt fram með minni fyrirvara en
einnar viku, greiðist sá tími sem
breytingunni nemur með yfirvinnu-
kaupi. Ef breyting á dagvinnutíma-
bili er tilkynnt með einnar viku fyrir-
vara falla slíkar greiðslur niður að
loknum tilkynningarfrestinum og
tekur þá nýtt upphaf dagvinnu gildi.
Dæmi: Upphafí vinnu er breytt frá
kl. 07:30 til 07:00 og greiðist þá V2 (
klst. í yfírvinnu fyrir hvem virkan
vinnudag sem þannig er unnið uns
vikufyrirvara er náð, en frá þeim tíma
telst dagvinna hefjast kl. 07:00.
2.1.1. Heimilt er að haga dagvinn-
utíma með öðrum hætti, ef vinnuveit-
andi og verkamenn koma sér saman
um það. Þó skal dagvinna ávallt unn-
in með samfelldri vinnuskipan á degi
hveijum.
2.2. Yfirvinna.
Samningsbundin yfírvinna hefst
þegar lokið er umsaminni dagvinnu,
7 klst og 25 mín. virkum vinnustund-
um á tfmabilinu 07:00 til 17:00,
mánudaga—föstudaga, sbr. þó grein
2.5.6.
2.2.1. Fýrir vinnu á Iaugardögum,
sunnudögum, og öðrum samnings-
bundnum frfdögum greiðist yfír-
vinnukaup.
2.2.2. Ef unnið er í matar- og
kaffítfma á dagvinnutfmabili, greiðist
það með yfirvinnukaupi.
2.3. Stórhátíðardagar teljast:
1. Nýársdagur
2. Föstudagurinn langi
3. Páskadagur
4. Hvítasunnudagur
5. 17. júní
6. Aðfangadagur eftir kl. 12:00
7. Jóladagur
8. Gamlársdagur eftir kl. 12:00
2.3.1. Aukahelgidagar:
Frídagar eru auk stórhátíðadaga:
Skírdagur, annar í páskum, 1. maí,
annar í hvítasunnu, annar í jólum,
og fyrsti mánudagur í ágúst.
Samningur þessi miðar við, að
uppstigningardagur og sumardagur-
inn fyrsti verði vinnudagar en frídag-
ar komi mánudaginn næsta á eftir.
Samningsákvæði þetta öðlast endan-
legt gildi þegar a.m.k. þijú landssam-
bönd innan Alþýðusambands íslands
hafa samþykkt slíka breytingu og
nauðsynlegar lagabreytingar hafa
náð fram að ganga. Yfirvinna á þess-
um dögum greiðist með yfirvinnu-
kaupi.
15. grein.
Grein 2.4.1. orðist þannig:
Verkamenn skulu hvflast 8 klst.
Séu þeir hins vegar sérstaklega beðn-
ir um að mæta til vinnu áður en 8
klst. hvíld er náð skal greiða yfir-
vinnukaup auk fastra dagvinnulauna.
Þegar um slíkt er að ræða á laug-
ar- eða sunnudögum skal auk unnins
tíma greiða 4 klst. dagvinnulaun sé
unnið til hádegis en 8 klst. sé einnig
unnið eftir hádegi.
16. grein.
Grein 2.5.6. orðist þannig:
Komi verkamaður of seint til vinnu,
á hann ekki kröfu til kaups fyrrir
þann tíma sem áður er liðinn. Yfir-
vinnu skal ekki greiða fyrr en samn-
ingsbundnum dagvinnustundum hef-
ur verið skilað. Þetta frestar þó aldr-
ei upphafí yfírvinnu um meira en 30
mínútur.
17. grein.
Matar- og kaffitímar f yfirvinnu.
Grein 3.2. orðist þannig:
Sé yfírvinna unnin, skulu mat-
artímar vera kl. 19.00—20.00 og kl.
03:00-04:00.
Grein 3.2.1. orðist þannig:
Kaffítímar í yfírvinnu skulu vera kl.
23:20-23:40 og 05:40-06:00.
Vinna í matar- og kaffitímum.
Grein 3.3. orðist þannig:
í matar- og kaffitímum skal því
aðeins unnið að verkamenn séu fúsir
til þess.
YFIRLÝSING
Samningur aðila um breytingar
á vinnufyrirkomulagi byggist á því,
að gott samstarf takist milli starfs-
manna og stjómenda um fram-
kvæmd breytinga. í þessu felst
m.a. að taka þarf tillit til persónu-
bundinna aðstæðna, sem kunna að
gera einstökum starfsmönnum erf-
itt um vik að breyta vinnutíma
sfnum. Hér ber sérstaklega að huga
að stöðu bamafólks, sem kann að
vera ógerlegt að mæta mjög
snemma til vinnu vegna bama-
gæslu.
VSÍ og VMS munu því beina
þeim eindregnu tilmælum til félags-
manna sinna, að við breytingar á
vinnutíma verði tekið tillit til mis-
munandi aðstæðna starfsmanna,
þannig að kostir sveigjanlegri vinn-
utíma nýtist sem best.
VI. KAFLI
Um kaupgreiðslur, fæðispen-
inga, innheimtu félagsgjalda og
fleira
18. grein.
Við grein 1.11. bætist ný máls-
grein.
Heimilt er með samkomulagi
verkafólks og vinnuveitanda að
breyta úr vikukaupi í tveggja vikna
launatfmabil.
19. grein.
Grein 3.5.1. orðist þannig:
Ef verkamönnum, sem vinna ut-
an flutningslínu, er ekki ekið heim
á máltíðum og þeim eki séð fyrir
fæði á vinnustað, skulu þeim
greiddir dagpeningar fyrir fæðis-
kostnaði, er séu mismunandi eftir
því, hvort þeim er ekið heim fyrir
eða eftir kvöldmatartíma. Fjárhæð
þessi skal vera kr. 420 á dag sé
um eina máltíð að ræða og kr.
735,50 á dag sé um tvær máltíðir
að ræða (þ.e. hádegis- og kvöld-
verð). Fjárhæðir þessar taki al-
mennum launahækkunum.
20. grein.
Grein 8.3. orðist þannig:
8.3. Tjón á fatnaði og munum.
Verði verkamaður sannanlega
fyrir tjóni á algengum nauðsynleg-
um fatnaði og munum við fram-
kvæmd vinnu sinnar, svo sem úrum
og gleraugum o.s.frv., skal það
bætt skv. mati.
8.3.1. Sama gildir, ef verkamað-
ur verður fyrir fatatjóni af völdum
kemiskra efna, þar á meðal rykk-
bindiefna (calciumcloride).
8.3.2. Verði verkamenn fyrir
tjóni (missi á hlífðarfatnaði o.fl.)
er orsakast af bruna á vinnustaðn-
um, skal það bætt eftir mati.
21. grein.
Grein 10.1.—10.1.1. orðist þann-
Vinnuveitendur taka að sér inn-
heimtu félagsgjalda aðal- og auka-
félaga viðkomandi verkalýðsfélags
í samræmi við reglur félagsins,
hvort sem um er að ræða hlutfall
af launum eða fast gjald. Þessum
gjöldum sé skilað mánaðarlega til
félagsins og er eindagi 15. næsta
mánaðar á eftir. Heimilt er að skila
félagsgjöldum samhliða lífeyris-
sjóðsiðgjöldum. Aðilar samningsins
rnunu beita sér fyrir því að reglum
um gjalddaga lífeyrisiðgjalda verði
breytt því til samræmis.
Verkalýðsfélögum er heimilt að
semja við stjómir lífeyrissjóða um
innheimtu orlofsheimilasjóðsgjalda
samhliða iðgjöldum lífeyrissjóðs-
gjalda.
22. grein.
Grein 6.2.
í stað orðsins bekkir komi stólar.
VII. KAFLI
Um tækjastjómendur við verk-
legar framkvæmdir
23. grein.
í stað XV. KAFLA (greinar
15.1.—15.8.) og greinar 6.6. komi
eftirfarandi ákvæði:
15.1. Ákvæði þessa kafla gilda
um stjómendur eftirtalinna tækja:
Jarðýtur hverskonar.' Bíl- og
beltakranar. Hjólaskóflur. Trakt-
orspressa. Borvagnar. Vibrovaltar-
ar (3 tonn eða stærri). Dráttarvélar
70 hestöfl eða stærri þyngd 4,5'
tonn. Traktorsgröfur. Hjóla- og
beltagröfur. Dráttarbflar með eða
án flutningsvagna með gámalyftu
eða vögnum til þungaflutninga.
Stórir byggingakranar (tumkran-
ar). Skurðgröfur. Dragskóflur.
Vegheflar. Steypudælubflar. Út-
lagningarvélar fyrir malbik og olíu-
möl. Vömbflar, sorpbflar, sérbyggð-
ir tjömdælubflar, sanddælubflar og
1 stórir asfaltfræsarar.
15.2. Dagvinnutími er 40 klst. á
viku eða 8 klst á dag, á tímabilinu
frá kl. 07:00 til 17:00, mánudag til
föstudags. (Virkur vinnutími er 37
klst. og 5 mín.) Innan framan-
greindra tímamarka er heimilt að
samræma vinnutíma starfsmanna á
sama vinnustað.
15.3. Heimilt er með samkomu-
lagi milli aðila að stjrtta hádegis-
matartíma niður í 30 mínútur enda
hefyist yfirvinna fyrr, sem því nem-
ur.
Heimilt er að veita hádegismat-