Morgunblaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 52
-52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 Brokkólí með möndlum. BROKKÓLÍ Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Brokkólí er nefnt spergilkál þeg- ar meira er haft við, en í sambandi við matargerð heyrist fyrmefnda nafnið oftar og við það verður not- ast hér. Brokkólí er káltegund í ætt við blómkál, ungar greinar og grænir blómhnappar jurtarinnar eru hafðir til matar. Því miður er þessi káltegund nokkuð dýr, á það sammerkt með mörgum öðrum teg- undum grænmetis. En það er sann- arlega freistandi að kaupa það enda afar ljúffengt meðlæti með hvers konar mat eða eitt sér. Brokkólí með möndlum 500 g brokkólí salt ‘/2 sítróna 75—100 g smjör (eða smjörlíki) 50 g möndlur í flögum. Brokkólíið er soðið í saltvatni þar til það er tæplega meyrt, safi úr hálfri sítrónu kreistur út í. Möndlu- flögur settar úr í heitt smjör á pönnu, látnar hitna með. Brokkólíið sett á heitt fat, möndlum og smjöri hellt yfír. Brokkólí með osta-„soufflé“ 500 g brokkólí IV2 matsk. smjörlíki MITSUBISHI LANCER 4WD SKUTBÍLL MED SÍTENGT ALDRIF, SEM HÆGT ER AD LÆSA □ Aflstýri □ Rafdrifnar rúöuvindur □ Rafstýröir útispeglar □ Samlæsing á huröum □ Rúllubílbelti í öllum sætum ■ \ ■ * v □ Barnalæsingar □ Hæöarstilling á ökumannsstól □ Snertulaus kveikja □ Dagljósabúnaöur (samkvæmt nýju umferðarlögunum) *v ■ * 0? '%* xggý Á‘, * Verö fra kr. 698.000 . Til afgreiðslu strax BILL FRA HEKLU BORGAR S/G HEKLAHF Laugavegi 170-172 Simi 695500 ■■■■■■■■■ 3 matsk. hveiti 3 dl mjólk 4 egg 3 dl rifínn ostur 1 tsk. salt */2 tsk. pipar. Bokkólíið snöggsoðið og látið síga vel af því á eftir, látið í smurða ofnfasta skál. Bakaður er upp jafningur úr smjörlíki, hveiti og mjólk, kældur, og þá er eggjarauðunum hrært saman við, einni í senn, þá er rifínn osturinn settur út í, bragðbætt að smekk, og að síðustu eru stífþeyttar eggjarauðumar settar varlega sam- an við. Hellt yfír brokkólíið í skál- inni, fatið sett í ofn og bakað í ca. 25 mín. við 200°C. Borið fram strax með brauði og smjöri. Brokkólí og núðlur 4 beikonsneiðar 1 meðalstór laukur, brytjaður 2 bollar, smátt skorið brokkólí 2 bollar soðnar núðlur salt og pipar Beikonið skorið í bita, sett á heita pönnu og steikt, tekið af og laukur- inn þá settur út í feitina og látinn mýkjast áður en brokkólíið er sett saman við, hreyft lítillega með sleif á meðan. Soðnar núðlumar settar saman við, salt og pipar eftir smekk og beikoni stráð yfír. Pönnukökur með brokkóli Bakaðar em litar pönnukökur, ósætar, innan í hveija köku er sett- ur stilkur af snöggsoðnu brokkólíi, kökumar vafðar upp, settar í ofn- fasta skál, rifínn ostur í ríflegu magni settur yfír og smjörbitar efst. Bakað í ofni þar til osturinn er bráð- inn. Brokkólí með ostasósu í botninn á ofnföstu fati er sett snöggsoðið brokkólí, smjörbitar of- an á það,. ofan á það má leggja pylsusneiðar (eða annað tilbúið kjötkyns) og tilbúinni ostasósunni hellt yfír. Ostasósa Ca. 3 dl mjólk smjörlíki hveiti salt og pipar V/2 dl rifínn ostur. Mjólkin hituð, smjörlíkisbiti sett- ur út í, hveitið hrært út með vatni eða mjólk og sett út í, að síðustu er osturinn settur saman við og bragðbætt að smekk. Sósuna má að sjálfsögðu baka upp ef vill. Bak- að í ofni í ca. 10 mín. við 230oC.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.