Morgunblaðið - 27.02.1988, Side 28

Morgunblaðið - 27.02.1988, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 Tíbet: Kínversk sljórnvöld viðurkenna að hafa skotið á mótmælendur Munkar sniðganga bænahátíð til að mótmæla framkomu stjórnvalda Lhasa, Reuter. Observer. PANCHEN Lama, talsmaður Pekingstjómarinnar í Tíbet, hefur opinberlega viðurkennt að kínverska lögreglan hafi skotið á mótmælendur i óeirðunum sem urðu í höfuðborginni Lhasa í október á siðsta ári. Yfirlýsing Lamans þykir sýna ótrúlega hugarfarsbreytingu kinverskra stjórnvalda, sem hingað til hafa neitað að lögregla hafi beitt valdi. Þykir þetta vera dæmi um kínverskt „glasnost". Munkar i Tibet hafa ákveðið að mótmæla framkomu kínverskra stjórnvalda með þvi að taka ekki þátt í stærsta trúarhátíð þeirra, Mon Lam bænahátiðinni, sem nú stend- ur yfir. Þegar uppþotin áttu sér stað síðastliðið haust, skömmu fyrir 13. þing kínverska kommúnista- flokksins, óttuðust stjómvöld að, rétt eins og stúdentaóeirðir, yrðu róstumar notaðar af harðlínu- mönnum í kínverska kommúnista- flokknum til að koma í veg fyrir lýðræðislegar breytingar flokks- formannsins Dengs Xiaopings. í raun hefur Deng haldið fram hinu gagnstæða og kennt gamalgrón- um vinstrimönnum um uppþotin í Tíbet í haust, að því er haft er eftir Panchen Lama í viðtali fyrir skömmu. Yfirlýsingar Kinverja stangast á Nú þegar Lamann hefur gefið út yfirlýsingar sem brjóta í bága við fyrri staðhæfíngar getur það reynst þrautin þyngri fyrir kínverska stjómmálamenn að út- skýra hvers vegna þeir hafa hald- ið því fram undanfama fjóra mán- uði að lögregla hafí ekki hleypt af byssuskotum í uppþotunum. Jafnvel enn skammarlegri en mótsagninar er sú staðhæfing þeirra að mannfallið í átökunum hafi orðið þegar Tíbetar þrifu byssur lögreglumanna og skutu samheija sína. Kínveijar eru þekktir fyrir annað en að sýna Tíbet-búum og menningu þeirra skilning, en að ætla að fólk trúi sögunni um að þeir hafi vísvitandi skotið hver á aðra er af og frá. Það sem er þó allra sneypulegast fyrir Kínveija er að fyrir fjórum vikum síðan gáfu þeir út formlega yfirlýsingu fyrir mannréttinda- nefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf þar sem þeir sögðu að ásakanir um að lögregla hefði skotið á mótmælendur væm staðlausir stafir. Ferðamenn hvattir til að heimsækja Tíbet Kaldhæðnislegast við atburðina í Lhasa, höfuðborg Tíbets, er að Kínveijar boðuðu áhorfendur. Þeir hafa viljað styrkja efna- hagslíf í Tíbet, en meðalárstekjur í landinu eru undir 4.000 krónum, og hafa talið helstu úrlausn efna- hagsvandans felast í auknum ferðamannaiðnaði í landinu. Þannig að þegar til átakanna kom var það fyrir augunum á tugum ferðamanna sem Kínveijar höfðu boðið velkomna til Tíbets. Mannréttindahreyfingum og mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur verið fenginn í hendur vitnisburður erlendra ferðamanna og blaðamanna sem voru í Lhasa í október. Mun verða um þá fjallað, þó vitað sé að svar fæst aldrei við spumingunni hvort Kínveijar hefðu nokkru sinni sagt sannleikann ef ekki hefði verið nema vegna útlendinganna sem vora vitni að atburðunum. Reuter Tveir pílagrímar úti fyrir Potala-höllinni. Mon Lam bænahátín var illa sótt að þessu sinni og ástæðan sú, að sumum pílagrímun- um var ekki leyft að fara inn i Lhasa og aðrir sniðgengu hana til að mótmæla framkomu stjórnvalda. Mon Lam bænahátíðin hefst í Lhasa Kínversk stjómvöld halda því fram að munkar í þrem stærstu klaustram Tíbets hafi ákveðið að taka ekki þátt í bænahátíðinni sem nú stendur yfir í Lhasa vegna þess að þeir vilji ekki verða valdir að uppþotum. Að sögn íbúa í Lhasa era hátíðarhöldin í ár fá- mennari en í fyrra bæði vegna fjarvera munkanna og vegna þess að lögregla hefur meinað pílagrímum aðgang að borginni. Þó hafa stjómvöld leyft völdum hópi blaðamanna að fara til höfuð- borgarinnar ril að fylgjast með hátfðarhöldunum. Enginn þeirra vestrænu fréttamanna sem vora í Lhasa í október hafa fengið leyfí til að snúa þangað aftur. 7 UTSALA Einstakttilboð! Seljum útlitsgallaða skápa og hús- gögn á stórlækkuðu verði. Komið Á Smiðjuveg 9 í Kópavogi og gerið ha<" stæð kaup. k SIÐASTI DAGUR Fataskáparnir frá AXIS henta allstaðar! k k k ASBCAPUM AXIS SMIÐJUVEGI 9, 200 KÓPAVOGI SÍMI 91 43500

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.