Morgunblaðið - 27.02.1988, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 27.02.1988, Qupperneq 50
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 50 Olafur Þorsteins- son - minning Fæddur 5. ágúst 1914 Dáinn 18. febrúar 1988 Aðfaranótt 18. febrúar andaðist á heimili sínu Ólafur Þorsteinsson, fyrrum framkvæmdastjóri Olíusam- lags Keflavíkur og nágrennis. Með Ólafí er horfínn af okkar lífssviði einn af allra mætustu sonum Keflavíkurbæjarfélags. Ólafur fæddist í Keflavík 5. ágúst, sonur þeirra merkishjóna Þorsteins Þorvarðarsonar fískmats- manns og konu hans, Bjargar Arin- bjamardóttur. Þorsteinn faðir hans var áður áraskipaformaður og skip- stjóri á fyrsta vélbát sem gerður var út frá Keflavík. Hét bátur sá Júlíus. Ólafur var yngstur þriggja bræðra. EJdri voru Friðrik og Ari Kristinn. Ólafur gekk í bamaskóla í Keflavík. Fimmtán ára hóf hann nám í Flensborgarskóla í Hafnar- fírði og bjó þá ásamt nokkrum öðr- um unglingum á neðri hæð hjá skólastjóranum. Hann kom einung- is heim um jól og páska. Að fara oftar heim þótti of dýrt. Þá kunni fólk að spara. Ólafur var algjör reglumaður alla ævi. Sama ár og Ólafur missti móður sína, 1930, hóf hann nám í Verslun- arskólanum. A sumrin vann hann heima, einkum við fískvinnu. Hann útskrifaðist úr Verzlunarskólanum að þrem vetmm liðnum, 1933, og fór að vinna skrifstofustörf með eldri bræðmm sínum. Nú tóku strax að hlaðast á Ólaf ýmis félagsstörf. Hann gekk í Ung- mennafélagið og var í stjóm þess í mörg ár. Félagið hafði forystu um byggingu Sundlaugar Keflavíkur og unnu félagamir mikla sjálf- boðavinnu. Síðar var byggt yfír sundlaugina og segja má að hvert verkið ræki annað í félagsmálum. Að hveiju sem Ólafur gekk fylgdi honum mikill starfskraftur og hann unni sér ekki hvíldar fyrr en hvert mál var komið í höfn. Hann var kosinn í bæjarstjóm Keflavíkur og var m.a. í nefnd er aflaði fjár fyrir sjúkrahúsið. Hann var formaður stjómar Sérleyfisbifreiða Keflavík- ur og þá er rætt var um byggingu húss fyrir þá starfsemi var deilt um hvort byggja ætti stórt og vandað hús, sem var tillaga Ólafs, eða lítið hús sem nægði til afgreiðslu. Fallist var á tillögu Ólafs og húsið byggt. Þar em nú m.a. til húsa skrifstofur bæjarstjómar Keflavíkur. Olafur var aðaldriftarmaður að stofnun byggðasafns. Vann hann í áratugi að söfnun muna og mynda og hefur bjargað þar miklum verð- mætum. Hann var einn af stofnend- um Sálarrannsóknarfélagsins og í stjóm þess félags. Hann var einnig einn af stofnendum Lionsklúbbs Keflavíkur. Hann var lengi í hópi ábyrgðarmanna við Sparisjóð Keflavíkur. Ólafur var endurskoð- andi Olíufélagsins hf. í Reykjavík um langt tímabil. Þótt margt sé nú upptalið af störfum Ólafs er þó enn ónefnt það sem kalla mætti hans aðal lífsstarf, en það vom störf hans í þágu OKusamlags Keflavíkur og ná- grennis. Olíusamlag Keflavíkur og nágrennis var stofnað 31. október 1938. í fyrstu stjóm þess vom kosn- ir ég undirritaður, Karvel Ög- mundsson, formaður, Þorgrímur St. Eyjólfsson, gjaldkeri, og Elías Þor- steinsson. Þessi stjóm starfaði í nærfellt 30 ár. Fyrsti og eini starfs- maður í byijun var Ólafur Þor- steinsson, ráðinn 1. febrúar 1939, um leið og félagið hóf starfsemi. Það var gæfa hins nýstofnaða fé- lags að njóta starfskrafta þessa afburða duglega, reglusama og fjöl- hæfa forstjóra sem Ólafur var. A þessum byijunarámm vom mörg Ijón á vegi þótt búið væri að stofna félagið. Stríðið braust út og við stjómarmenn urðum að sæta afarkostum með kaup á olíu frá þáverandi olíufélögum, BP og Shell. Töldu forstjórar þeirra félaga sig ekki hafa rétt til að selja olíusam- lögum olíu. Loks tókst fyrir milli- göngu Gísla Johnsen í Vestmanna- eyjum að fá olíu með skipum frá Hollandi. Dugði sú olía í eitt ár. Síðan urðum við að lúta því að skrifa undir nauðungarsamninga við forstjóra BP og Shell er gilda skyldu þar til sex mánuðum eftir stríðslok. Þeir kostir er okkur vom gerðir vom svo þröngir að talið var allt að því vonlaust að hægt yrði að drífa félagið við þau skilyrði og sama gilti um Olíusamlag Vest- manneyinga. Við fengum aðeins 54 krónur pr. tonn í allan dreifingar- kostnað og alla starfsemi félagsins. Það var fyrst og fremst fyrir frá- bæran dugnað, útsjón, hagsýni og sparsemi okkar unga og tápmikla framkvæmdastjóra, Ólafs Þor- steinssonar, að okkur tókst að starf- rækja félagið og halda saman okkar góðu félögum sem sýndu mikinn félagsþroska yfír þetta sjö ára erf- iða tímabil. Þegar við losnuðum undan okkar nauðungarsamningum eftir stríðið hafði Vilhjálmur Þór, forstjóri Sambands íslenskra sam- vinnufélaga, beitt sér fyrir stofnun nýs olíufélags með þátttöku félaga og einstaklinga frá öllum lands- hiutum. Það var Olíufélagið hf. Við gerðumst þá hluthafar í því félagi með 9% hlutafé og sama gerðu Vestmanneyingar. Strax á fyrsta ári gjörbreyttist aðstaða okkar til hins betra. Hagur Samlagsins fór batnandi ár frá ári og veitti góða og síaukna þjónustu, bæði til útgerðar og húshitunar um byggðir Suðumesja. Okkar ágæti framkvæmdastjóri, Ólafur, sýndi ávallt sömu hagsýni og sparsemi jafnt í meðlæti sem í mótlæti. Olíusamlag Keflavíkur og nágrenn- is er í dag talið eitt af fjárhagslega sterkustu félögum á Suðumesjum. Auk annarra eigna á það nú um 26 millj. krónur í hlutafé Olíufélags- ins hf. í Reykjavík. Eftir hálfrar aldar þjónustu er sem öllum þyki vænt um þetta félag, jafnt við- skiptavinum sem svokölluðum eig- endum þess. Þegar Ólafur hafði verið fram- kvæmdastjóri Samlagsins í 42 ár, óskaði hann eftir að hætta sem framkværndastjóri og var ráðinn Guðjón Ólafsson útgerðarmaður í hans stað. Ólafur starfaði áfram á skrifstofu Samlagsins og átti hann að baki 49 ára starfstímabil í þágu þess félags er hann dó. Hann hafði nýlokið við að ganga frá öllum reikningum tilbúnum til að leggja þá fyrir aðalfund síðasta kvöldið sem hann lifði. Árið 1940 giftist Ólafur Hallberu Pálsdóttur. Það var hamingjudagur í lífí Ólafs að eignast þessa stórglæsilegu og góðu konu. Þau hafa verið lífsförunautar í nær hálfa öld. Hallbera er dóttir Páls Jónsson- ar frá Hvammi í Kjós og konu hans, Vigdísar Jónsdóttur frá Brekkuhól í Borgarfírði. Páll faðir Hallberu var vélsmiður og sökum hæfíleika hans voru honum falin hin vanda- sömustu verk, m.a. setti hann upp þokulúður á Dalatanga sem leið- beindi skipum um áratugi. Þau Ólafur og Hallbera hófu búskap á Vallargötu 22 í Keflavík en árið 1964 fluttu þau á Túngötu 19 og hafa búið þar síðan í návist bama og bamabama. Auk heimilis- starfa og uppeldis barna hefur Hallbera sungið í kirkjukór Keflavíkur í 44 ár. Það er því æði mikið sem þessi hjón hafa sameigin- lega lagt af mörkum til menningar- þroska Suðumesjamanna. En sá er miklu fómar og sáir hinu góða sæði getur vænst mikillar uppskeru. Þau Ólafur og Halibera hafa notið mikillar hamingju heimilislífs í ljörutíu og átta ára farsælu hjóna- bandi. Þau hafa eignast þijú börn, tvær dætur og einn son og 12 bamaböm. Þau hafa notið þeirrar gæfu sem mest er talin, að njóta bamaláns. Elsta dóttir þeirra, Björg, starfar sem skrifstofustúlka hjá Olíusamlaginu. Hún er gift Ás- mundi Sigurðssyni vélsmið. Þau eiga fímm syni er heita Ólafur, Sig- urður, Stefán, Sverrir og Ari Páll. Næst er Sigrún hjúkrunarkona, gift Berki Eiríkssyni skrifstofustjóra hjá bæjarfógeta. Þau eiga þijá syni er heita Eiríkur, Starkaður og Styrm- ir. Yngstur er Þorsteinn efnafræð- ingur, vinnur hjá Sjöfn á Akureyri, giftur Katrínu Guðmundsdóttur. Þau eiga fjórar dætur er heita Sól- veig, Halla, Stella og Maris. Þau Ólafíir og Hallbera hafa notið í ríkum mæli ástúðar bama, tengda- bama og bamabama. Ólafur var mikill trúmaður og treysti á framhaldslíf á æðri lífssviðum. Þegar við nú nemum staðar við lok ævibrautar Ólafs birt- ist sú mynd hugans af lífsstarfi hans sem er björt og fögur. Við sjáum hinn hógværa og prúða at- hafna- og drengskaparmann, sem vildi hvers manns vanda leysa og leggja gott til allra framfaramála. Þótt nú skilji leiðir um stundarbil trúi ég því að hugur mannsins búi yfír orku sem líkja má við sendistöð og að sérhver bæn okkar fyrir dán- um ástvinum og vinum og sérhver kærleikshugsun leiti þeirra um óra- víddir eilífra lífssviða, uns fundin er sú sál er afli hugans er beint til. Einnig trúi ég að endurvarp þeirrar kærleiksorku er við sendum komi til okkar aftur sem bergmál frá þeirri sál er við sendum kær- ieikshugsun okkar til og skapi okk- ur andlega vellíðan. Ég votta konu Ólafs, bömum og bamabömum og öllum aðstandend- um og vinum innilega samúð. Karvel Ogmundsson Það er bjart yfír þeim minning- um, sem hugurinn geymir um marga þá menn, sem ég átti sam- leið með í vináttu og starfí á meðan vettvangurinn var suður með sjó. Sjálfsagt er það eðlilegt, að mönn- um sé bjart fyrir augum, þegar þeir em að hefja lífsstarf, sem þeir fínna sig kallaða til, og að birtan, sem ljómar þar yfír eigi rætur sínar í þeirri staðreynd. En frá góðum og traustum vinum stafar einnig geislum, sem leggja sinn stóra skerf til birtunnar, sem yfir minninga- myndinni vakir. Að þessu sinni beinist hugurinn sérstaklega að minningu Ólafs A. Þorsteinssonar, fyrrverandi for- stjóra Olíusamlags Keflavíkur. Hann hefír nú lokið lífsgöngu sinni og er í dag kvaddur frá Keflavíkur- kirkju. Ég segi aðeins „kvaddur", én ekki „kvaddur í hinsta sinni“, af því að það var hans og okkar beggja sameiginlega hjartans sann- færing, að hinsta kveðjan er ekki til. Svo bjargföst vr trúin hans á bjarta byggð á bakvið heljar- strauma og þar vissi hann, að ástríkar vinahendur mundu við sér taka. Ólafur A. Þorsteinsson fæddist í Keflavík hinn 5. ágúst árið 1914. Foreldrar hans voru hin valinkunnu merkis- og sæmdarhjón, Þorsteinn Þorvarðarson fískimatsmaður og Björg Arinbjömsdóttir. Þau bjuggu í Þorvarðarhúsi við Íshússtíg. Þau hjónin eignuðust fjóra syni og var Ólafur þeirra yngstur. Elstur bræðranna var Ragnar, sem lést í frumbemsku. Næstur honum var Friðrik, framkvæmdastjóri í Keflavík og organisti við Keflavík- urkirkju í áratugi, þá var Ari Krist- inn, síðast skrifstofumaður hjá Olíusamlagi Keflavíkur, og yngstur var Ólafur, eins og áður segir. Auk sonanna ólu þau hjónin í Þorvarðar- húsi upp systurdóttur Bjargar, Ög- mundínu Ogmundsdóttur. Hún var lengst af búsett í Reykjavík. Þau eru nú öll látin. Bræðumir önduð- ust báðir árið 1968 en Ögmundína árið 1970. Ólafur ólst upp hjá foreldrum sinum í Þorvarðarhúsi. Það kom snemma í ljós, að hann var góðum gáfum gæddur og mörgum þeim hæfileikum búinn, sem bentu til mikillar og farsællar framtíðar. Hann stundaði nám í Verslunar- skóla íslands og lauk þaðan prófí vorið 1934. Næstu árin þar á eftir gegndi hann ýmsum störfum í heimabyggð sinni. Árið 1938 var Olíusamlag Keflavíkur og nágrennis stofnað. Gerðist Ólafur fyrsti starfsmaður þess og vann þar upp frá því allt til síðasta dags. Fyrstu árin vann hann þar einn, en það gat þýtt þrot- laust starf mikinn hluta sólar- hringsins,_ ekki síst á vetrarvertíð- inni. En Ólafur brást aldrei. Hann var alltaf viðbúinn, þegar þörf var á þjónustu hans, alltaf jafn lipur og fús til að leggja Iið og greiða hvers manns götu. Olíufélagið var ört vaxandi fyrir- tæki og starfsmönnum fjölgaði fyrr en varði. Ólafur stýrði því af þeirri festu, árvekni og snilld, að fullyrt var af kunnugum manni fyrir fáum árum, að Olíufélagið ætti tilveru sína honum að þakka og engum öðrum. Ólafur var heill og óskiptur í hveiju því sem hann tók sér fyrir hendur. Honum var alltaf öruggt að treysta. Heilsteyptari maður en hann er áreiðanlega vandfundinn. Hinn 18. maí árið 1940 gekk Ólafur að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Hallberu Pálsdóttur frá Hafn- arfirði. Þau hafa búið í Keflavík alla sína samleiðartíð. Hallbera er góð og mikilhæf kona og manni sínum reyndist hún framúrskarandi lífsförunautur. Enda var hjónaband þeirra og heimilislíf fágætlega fag- urt og friðsælt. Þau eignuðust þijú böm og eru þau öll á lífí. Elst er Björg, húsmóðir í Keflavík, gift Ásmundi Sigurðssyni vélvirkja. Næst er Sigrún, hjúkrunarfræðing- ur og húsmóðir í Keflavík, gift Berki Eiríkssyni, skrifstofustjóra, og yngstur er Þorsteinn, efnafræð- ingur hjá Sjöfn á Akureyri, kvænt- ur Katrínu Guðjónsdóttur. Bama- bömin eru 12 og langafabömin 3 talsins. Ólafur var mikill og góður heimilisfaðir. Hann var ástríkur, umhyggjusamur og nærgætinn eig- inmaður, enda mun eiginkonan allt- af hafa skipað efsta sætið í lífí hans. Og bömunum var hann ekki aðeins góður faðir, heldur einnig félagi og vinur, sem fylgdist með þeim af lifandi áhuga föðurkærleik- ans. Og þegar vanda bar að hönd- um, þá var gott til hans að leita. Hann hafði svo djúpan og næman skilning á því sem erfitt var, og glöggskyggn var hann oft á góðar leiðir til lausnar. Það eitt, að vera í návist Ólafs Þorsteinssonar gat líka haft sín áhrif til góðs og þau ekki lítil. Svo dulmögnuðum, já- kvæðum persónuleika var hann gæddur, að ég hefí fáa eða enga þekkt honum líka á vettvanginum þeim. Hlédrægur var Ólafur að eðlis- fari, vildi aldrei trana sér fram eða láta á sér bera. Eigi að síður var hann félagslyndur og hafði brenn- andi áhuga á ýmsum félagsmálum. Á yngri árum var hann í forystu- sveit Ungmennafélags Keflavíkur og var einn traustasti máttarstólp- inn þar. Um alllangt skeið tók Ólafur virkan þátt í bæjarmálum. Hann sat í hreppsnefnd og í fyrstu bæjar- stjóm Keflavíkur átti hann sæti. Þá var hann um árabil formaður stjómar Sérleyfísbifreiða Keflavík- ur og stjórnaði fyrirtækinu að vem- legu leyti á miklum umbrotatímum í sögu þess. Þar sem annars staðar auðnaðist honum að leysa hin erfið- ustu mál á farsælan hátt. Byggðasafn Keflavíkur var sér- stakt áhugamál Ólafs og seinni árin helgaði hann því flestar tómstundir sínar. Þar kom hann upp frábæm myndasafni, sem um langan aldur mun bera dugnaði hans, skarp- skyggni og smekkvísi hið fegursta vitni. Ólafur Þorsteinsson var mikill gæfumaður í lífí sínu, fyrir margra hluta sakir. En mestu gæfuna hygg ég þó að hann hafí fundið í því að gleyma sálfum sér við að gleðja þá, sem hann átti samleið með og leggja þeim lið. Hjálpfysi hans var alveg einstök. Þess eiginleika hans fékk ég ríkulega að njóta eftir að leiðir okkar lágu saman og þess mun ég jafnan minnast með miklu og ein- lægu þakklæti. Vissulega beindist góðvild hans og góðhugur fyrst og fremst að fjölskyldunni, en þar áttu þó miklu fleiri hlut að máli. Sérstak- lega lét hann sér annt um þá sem vom einstæðingar eða höfðum á einn eða annan hátt borið skarðan hlut frá borði í Hfsbaráttunni. í sambandi við Ólaf kom hún oft fram í huga minn, þessi fagra og alkunna staka: Alla þá sem eymdir þjá er yndi að hugga og lýsa þeim sem ljósið þrá, en lifa í skugga. Þetta hefðu vel getað verið ein- kunnarorð hans. I Keflavík bjó háöldmð, einstæð kona í nágrenni Ólafs, er Helga Geirsdóttir hét. Hún var ein þeirra mörgu, sem Ólafur reyndist sannur vinur og áttu þau hjónin auðvitað bæði hlut að máli. Mér er vel kunn- ugt um, að sú hlýja og umhyggja, sem gamla konan naut hjá ðlafí og á heimili hans, var einn bjart- asti geislinn í lífí hennar. Hér er þó aðeins um að ræða eitt dæmi af mörgum, til þess að sýna og undirstrika hugarstefnu Olafs í garð þeirra, sem minni máttar vom. Ólafur var trúhneigður maður og hafði mikið yndi af að ræða, hug- leiða og kynna sér andleg mál. í trúarheimi hans var hátt til lofts og vítt til veggja. Hann var hrifnæm sál, opinn fyrir öllu því sem fagurt er og göfgandi. Guð kærleikans var ljósið og krafturinn í lífí hans, og afstaða hans til dauðans verður vart betur túlkuð en með þessum hendingum Matthíasar: Feigðin hún er skammvinnt skuggaspil. í skaparans hönd er enginn dauði til. Þess vegna veit ég, dauðinn var honum heimför um „lífsins Fögm- dyr“ í himin Guðs, til þess að tak- ast á hendur .það hlutverk, sem kærleikurinn kallaði hann til. Eiginkonu, bömum og öðmm ástvinum sendi ég einlægar samúð- arkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Guð blessi þau öll og styrki í bráð og lengd og gefí að geislar hinna björtu minninga um góðan og göfugan dreng megi lýsa upp framtíðarveginn þeirra. Björn Jónsson Aðfaranótt 18. febrúar varð bráðkvaddur á heimili sínu Ólafur A. Þorsteinsson. Hann fæddist í Keflavík 5. ágúst 1914 og átti heima þar allan sinn aldur. Fullu nafni hét hann Ólafur Arinbjöms- son. Foreldrar hans vom Þorsteinn Þorvarðarson fiskmatsmaður og kona hans, Björg Arinbjömsdóttir. Þau bjuggu allan sinn búskap í Þorvarðarhúsi við Ishússtíg. Ólafur var því einn fárra innfæddra Keflvíkinga á áttræðisaldrinum. Ungur fór Ólafur að vinna þau störf sem til féllu í fiskiþorpi eins og Keflavík var í þá daga. Hann fór í Flensborgarskólann og svo í Versl- unarskólann. Þaðan lauk hann prófi vorið 1933. Ólafur giftist eftirlif- andi konu sinni, Hallbem Pálsdótt- ur, 18. maí 1940. Hún varð honum sönn heilladís. Þau eignuðust þijú böm: Björg skrifstm., gift Ásmundi Sigurðssyni vélvirkja, Sigrún hjúkr- unarfræðingur, gift Berki Eiríks- syni skrifstofustjóra, og Þorsteinn efnafræðingur, giftur Katrínu Guð- jónsdóttur. Bamabömin eru 12 og barna- bamabömin 3. Öll em þau sem ein samhent og einhuga fjölskylda, og Ólafur var sannur ijölskyldufaðir alls hópsins. Ólafur gekk ungur í Ungmenna- félagið og valdist þar til forystu í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.