Morgunblaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 Fossinn Dynjandi í Arnarfirði Dynjandi í Arnarfirði. eftir Kjartan Olafsson í lok september á síðasta ári fór ég með Finnboga Hermannssyni, fréttamanni ríkisútvarpsins á ísafirði, um Amarfjörð og spjölluð- um við um eitt og annað frá fyrri tíð þar í fírðinum. Úr þessu spjalli okkar gerði Finnbogi síðan tvo út- varpsþætti, sem fluttir voru 25. desember og 2. janúar nú í vetur. í öðrum þessara þátta leyfði ég mér að andmæla nokkuð harðlega tilraunum, sem gerðar hafa verið á þessari öld, til að skipta um nafn á fossinum Dynjanda í Amarfirði, en foss þessi er mikil náttúruprýði og mestur allra fossa á Vestfjörð- um. Þeir nývillingar, sem reynt hafa að troða nýju nafni upp á hinn aldna foss, vilja nefna hann Fjall- foss og hafa náð svo furðulegum árangri að Fjallfossnafnið hefur jafnvel komist inn á landabréf og í kennslubækur. Öll rök hníga að því að upphafs- maður þessarar nafngjafar hafí verið séra Böðvar Bjamason, sem prestur var á Rafnseyri á árunum 1902 til 1941. Þann 19. þessa mán- aðar flutti Baldur Böðvarsson, son- ur séra Böðvars, erindi í ríkisút- varpið um ömefni í Amarfirði. Hélt hann þar fram Fjallfossnafninu og leitaðist við að hrekja þau orð, sem ég hafði áður látið falla á sama vettvangi. f máli sínu tilgreindi Baldur þó ekki eina einustu ritaða heimild og lét þess reyndar getið að engar þvílíkar heimildir væru til. Fyrst örfá orð mín um þetta mál hafa kallað fram svo eindregið andsvar get ég með engu móti und- an því vikist að gera nánari grein fyrir helstu rökum, sem að þvi hníga að Dynjandi hafi verið eina nafnið á umraeddum fossi allt fram á þessa öld, og aðrar nafngjafir því gjör- samlega út í hött. Kýs ég að biðja Morgunblaðið fyrir þá greinargerð, svo að sem flestir lesendur geti vegið hana og metið. Þar er þá fyrst til að taka að um Fjallfossnafnið hafa aldrei fundist nokkrar ritaðar heimildir frá fyrri tíð og má þó nærri geta hvort séra Böðvar og hans sporgöngumenn hefðu ekki teflt þeim fram, ef til hefðu verið. Frá nítjándu öld eru hins vegar til margar ritaðar frá- sagnir um ömefni og staðhætti í Amarfírði, sem öllum ber saman um að fossinn mikli, sem þar setur hvað mestan svip á landslag, heiti Dynjandi. Hér skulu nefndar nokkr- ar helstu heimildimar í þessum efn- um. Sóknarlýsing séra Sigurðar Jónssonar frá árinu 1839 Séra Sigurður Jónsson, faðir Jóns forseta, var fæddur árið 1776 eða 1777 og fluttist að Rafnseyri við AmarQörð um tíu ára aldur. Ólst hann þar upp síðan og átti þar heima til ellidaga. Að tiilögu Jónas- ar Hallgrímssonar, skálds og nátt- úrufræðings, ákvað Kaupmanna- hafnardeild Hins ísl. bókmenntafé- lags árið 1838 að leita til allra presta á íslandi með beiðni um að þeir semdu hver og einn nokkuð ítarlega lýsingu á sínum sóknum. Séra Sigurður á Rafnseyri brást vel við þessari málaleitan og undirritaði iýsingu sína á Rafnseyrarkirkju- sókn þann 13. ágúst 1839. Hann segir þar „Þegar komið er inn með þessu fjalli, er komið í hinn vestari botn fjarðarins að þeim bæ, sem heitir Dynjandi, hver eð tekur nafn af stórum fjallfossi árinnar, sem rennur hjá bænum. Hann má ýkju- laust vera 60—70 faðma hár.“ (Sóknalýsingar Vestfjarða II, Rvík 1952, bls. 19.) Hér fer ekkert á milli mála. Séra Sigurður segir skýrum orðum að bærinn Dynjandi, sem svo hefur heitið frá upphafí og heitir enn, taki nafn af fossinum. Augljóst er að þessi orð geta ekki falið í sér neina aðra merkingu en þá að foss- inn heiti Dynjandi, því að hvemig ætti bærinn Dynjandi að geta „tek- ið nafn" af fossi, sem héti t.d. Fjall- foss? Prestur lætur þess hins vegar getið í leiðinni að fossinn sé fjall- Kjartan Ólafsson foss, sem líka er laukrétt, þar eð hann fellur fram af fjallsbrún niður bratta hlíð. Hinir mörgu fjallfossar um land allt hafa hins vegar hver sitt nafn, líka Dynjandi, eins og séra Sigurður tekur fram. Er séra Sigurður ritaði sóknarlýsingu sína var hann liðlega sextugur að aldri og hafði átt heima á Rafnseyri í hálfa öld. Frá Rafnseyri blasir foss- inn Dynjandi við augum alla daga og dynur hans gleður eyru þeirra, sem þar búa. Séra Sigurður Jónsson var maður fastheldinn á fomar venjur, „gáfu- maður og lærður vel“ eins og Sig- hvatur Borgfirðingur tekur fram. Hann var manna ólíklegastur til að breyta nafni á þvílíku kennileiti sem Dynjandi er. Lýsing Kristians Kaalunds á Arnarfirði og leiðréttiiig Jóns forseta Maður var nefndur Peter Erasm- us Kristian Kaalund, danskur menntamaður, er festi sérstaka ást á íslandi. Hann kom hingað til lands árið 1872, þá 28 ára gamall. Til- gangur ferðarinnar var að afla efn- is og leggja drög að sérstakri ís- landslýsingu. Kristian Kaalund dvaldist hér í tvö ár, ferðaðist vítt um landið og lærði íslensku. Hann „Hér hafa nú verið sýndir vitnisburðir fjögurra merkismanna frá síðustu öld, sem all- ir eru sammála um nafnið á Dynjanda. Máske hefði verið mögulegt að einhver einn þeirra hefði ruglast í ríminu, en að slíkt hafi hent þá alla og fossinn borið eitt- hvert annað nafn, sem þó er hvergi skjalfest, er óhugsandi.“ var síðar í áratugi bókavörður við Ámasafn í Kaupmannahöfn. Á ár- unum 1877 til 1882 kom íslandslýs- ing Kaalunds út í Kaupmannahöfn, mikið rit í tveimur bindum, og hlaut Kaalund doktorstitil fyrir vissan þátt íslandslýsingar sinnar. Hið danska nafn á þessu ritverki Kaa- lunds er „Bidrag til en historisk- topografísk Beskrivelse af Island“. Nú fyrir fáum árum kom þetta rit Kaalunds út hér í íslenskri þýðingu dr. Haraldar Matthíassonar og nefnt íslenskir sögustaðir. Kaalund segir svo um Dynjanda: „Beint fyrir ofan bæinn steypist fossinn Dynjandi niður, um 90 faðma hár. Þrepaveggur ijallsins myndar þar marga hjalla og þar fellur fossinn, allbrattur, en þó ekki lóðrétt með öllu.“ (Kaalund: ísl. sögustaðir II, Rvík 1985, bls. 168.) Á sömu blaðsíðu lætur Kaalund þess einnig getið að bærinn Dynj- andi sé kenndur við fossinn. Um nafnið á fossinum villist Kaalund því í engum vafa. Kristian Kaalund ferðaðist um Vestfirði sumarið 1874 og kom að Dynjanda. Gisti- staðir hans í Auðkúluhreppi þann 8. og 9. ágúst vom Rafnseyri og Borg, sem er annar næsti bær við Dynjanda. (Kaalund: ísl. sögustaðir I, Rvík 1984, bls. XIII.) Bóndi á Borg þetta þjóðhátíðar- sumar var Kristján Guðmundsson, sem þar hafði lengi búið, fæddur árið 1813 og uppalinn á Auðkúlu, næsta bæ við Rafnseyri, hjá afa sínum og ömmu. Á Rafiiseyri hefur Kaalund hitt að máli séra Jón Ás- geirsson, er þá hélt staðinn, og hafði verið prestur á norðurströnd Amarfjarðar í 37 ár, er hér var komið sögu, en þar í sóknunum hafði hann einnig dvalist á yngri árum óvígður. Nær ugglaust má telja að fossinn hafi borist í tal í samræðum Kaalunds við Kristján á Borg og séra Jón og líklegt að þeir, eða aðrir gamlir Amfirðingar, séu heimildarmenn hans hvað varðar nafnið á Dynjanda. Hér verður einnig að geta þess að í eftirmála við framútgáfu ann- ars bindis íslandslýsingarinnar læt- ur Kaalund þess getið að frá Jóni Sigurðssyni forseta hafí hann feng- ið vissar leiðréttingar varðandi efni, í fyrra bindinu. (Kaalund: Bidrag til en hist.-topogr. Beskrivelse af Island II, Kph. 1879-1882, bls. 527). Á blaðsíðu 417 í frumútgáfu annars bindis kemur í ljós að það sem Jón hefur verið að leiðrétta varðar reyndar efni úr heimabyggð hans, Amarfírði, og birst hafði á sömu opnu í fyrra bindi verksins og orð Kaalunds um Dynjanda. Jón er þama að tala um Ey og Eyri en nærri má geta hvort hann hefði ekki séð ástæðu til leiðréttingar á fossnafninu á sömu opnu, ef Kaa- lund hefði farið þar rangt með. Sigurður Vigfússon fornfræðingur og Sigurður Símonarson frá Dynjanda Sigurður Vigfússon fomfræðing- ur ferðaðist um Vestfirði sumarið 1882 en hann var þá umsjónarmað- ur fomgripasafnsins í Reykjavík (nú Þjóðminjasafns). Sigurður fór vestur beinlínis í þeim tilgangi að kanna ömefni, einkum með tilliti til Gíslasögu.^ Skýrslu um ferð sína birti hann í Árbók Fomleifafélags- ins árið 1883 og getur þar fjölda ömefna. Sigurður Vigfússon segir: „Fyrir ofan Dynjanda steypist foss mikill ofan af fjallsbrúninni sem heitir Dynjandi; bærinn dregur nafn af honum; hann er bæði hár og breiður; fossinn hefur verið mældur og er hann á hæð 84 faðm- ar. Hjá Dynjanda er farið upp á heiðina, sem kölluð er Dynjandis- heiði." (Árbók Fomleifafél. 1883, bls. 41-42.) í þessari sömu skýrslu Sigurðar kemur einnig fram að hann hefur rætt sérstaklega um fossinn við Sigurð Símonarson, kunnan skip- stjóra, sem fæddur var árið 1830 á bænum Dynjanda í Amarfírði og átti þar lengi heima. Þorvaldur Thoroddsen vissi eins og allir hinir að fossinn héti Dynjandi Þorvaldur Thoroddsen náttúra-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.