Morgunblaðið - 27.02.1988, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 27.02.1988, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 35 Á myndinni eru: Aftari röð frá vinstri: Þorkell Sigurbjörnsson (fyr- ir Paul Zukofsky), Sören Larsen, Arnar Jónsson, Georg Guðni, Frið- rik Þór Friðriksson. Fremri röð frá vinstri: Ingibjörg Haraldsdóttir, Sigrún Ó. Einarsdóttir og Manfreð Vilhjálmsson. Menningarverð- laun D V af hent Menningarverðlaun DV fyrir árið 1987 voru afhent á fimmtudag í hádegisverðarboði í Þingholti, Hótel Holti, í tíunda sinn. Að þessu sinni hlutu verðlaunin: Ingibjörg Haraldsdóttir, rithöfund- ur, fyrir þýðinguu sína á „Fávitan- um“ eftir Dostojevský. Paul Zukov- sky, tónlistarmaður, fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar. Arnar Jónsson, leikari, fýrir leik sinn í „Kaj Munk“. Georg Guðni Hauks- son, myndlistarmaður, fyrir ný- sköpun í íslenskri myndlist. Man- freð Vilhjálmsson, arkitekt, fyrir Epal húsið við Faxafen. Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndagerðarmað- ur, fyrir mynd sína „Skyttumar". Sigrún Ó. Einarsdóttir og Sören Larsen, Gler í Bergvík, fyrir fram- lag sitt til íslenskrar listhönnunar. Sem endranær skipaði DV þriggja manna dómnefndir gagn- rýnenda og annarra sérfræðinga fyrir hverja listgrein, og tilnefndu þær listafólkið til verðlauna. Verðlaunagripina hannaði Mar- grét Jónsdóttir, leirlistarmaður á Akureyri. Morgunblaðið/Ólafur Bemódusson Sigrún, Hallveig og Dóra i hlutverkum sinum í „Öngstrætinu“ eftir Orn Bjarnason. Skagaströnd: Leikklúbburimi fruni- sýnir „Ongstrætið“ Skagaströnd. LEIKKLÚBBUR Skagastrandar frumsýnir leikritið Fyrsta öng- stræti til hægri í kvöld, laugar- dag, í félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd. Fyrsta öngstræti til hægri er 14. verkefni Leik- klúbbsins en hann var stofnaður árið 1976. Öngstrætið er eftir Örn Bjarna- son og fjallar í stuttu máli um unga stúlku sem verður fyrir þeirri ógæfu að bróðir hennar misnotar hana kynferðislega þegar hún er aðeins 14 ára gömul. Upp úr því leiðist stúlkan út í vítahring áfengis- og vímuefnaneyslu sem henni gengur illa að komast út úr aftur. Leikritið flallar um baráttu ungu stúlkunnar og einnig koma fleiri persónur við sögu sem eru utangarðs og eiga erfítt uppdráttar. 15 leikarar koma fram í sýning- unni en alls munu um 30 manns starfa við hana á einn eða annan hátt. Leikstjóri sýningarinnar er Þröstur Guðbjartsson en þetta er önnur sýningin sem hann setur upp með Leikklúbbnum því hann stjórn- aði uppsetningu á Síldin kemur og síldin fer á síðasta ári. Að sögn Bóelar Hallgrímsdóttur formanns Leikklúbbsins hafa æf- ingar staðið yfír í um það bil 6 vik- ur og hefur það verið erfíður tími en ánægjulegur. Bóel sagði að auk nokkurra sýninga á Skagaströnd væru fyrirhugaðar sýningar í ná- grannabæjunum á næstunni. - ÓB. Sýningarsalurinn Nýhöfn: Verk Ragnheiðar Jónsdóttur Ream NÝR sýningarsalur verður opn- aður í Hafnarstræti 18 í dag, laugardaginn 27. febrúar kl. 14. Salurinn hefur hlotið nafnið Ný- höfn. Nafngiftin er komin til af því að í Hafnarstræti 18 var uppúr alda- motunum rekin verzlun með þessu nafni. Nafnið festist við húsið og var það löngum kallað Nýhöfn. Að þessum sýningarsal standa þær Svala Lárusdóttir og Svava Aradóttir. Þessum sýningarsal er ætlað að verða innlegg í menningarlíf mið- bæjarins. Á veturna verða stöðugar einkasýningar, en á sumrin verða samsýningar. Ennfremur verða til sýnis og sölu verk eftir ýmsa nú- lifandi listamenn og gömlu meistar- ana í sýningarsal innaf aðalsalnum. Morgunblaðið/Júlíus Aðstandendur Nýhafnar. Hjálparsveitin hugsar málið. Morgunblaðið/Bemhard Jóhannesson Fyrsta sýningin í þessum nýja sýningarsal er á verkum Ragn- heiðar Jónsdóttur Ream. Ragnheiður fæddist í Reykjavík 10. september 1917 og lést árið 1977. Hún stundaði myndlistarnám við The American University í Was- hington 1954—’59 og fór í náms- ferð til Ítalíu 1958. Áður hafði Ragnheiður lokið námi í píanóleik og var hún því orðin fulltíða kona er hún sneri sér að myndlistinni enda þótti hún strax hafa til að bera mikinn þroska sem myndlistar- kona, en stárfstími hennar varð ekki mjög langur. Aðalsteinn Ingólfsson, listfræð- ingur, segir um Ragnheiði: „að hún hafi komið eins og ferskur andblær inní íslenska myndlist og borið með sér ný viðhorf og nýja myndsýn." Ragnheiður hélt margar einka- sýningar bæði í Bandaríkjunum og á Islandi og tók þátt í mörgum samsýningum. Hún rak um tíma sýningarsal í Washington ásamt félögum sínum og á íslandi var hún virk í félagsmálum listamanna. Á þessari sýningu, sem er sölu- sýning, eru 19 verk. Flest eru olíu- málverk en einnig eru klippimyndir og túsk-teikningar. Verkin eru frá árunum 1962 til 1975. Sýningin er opin virka daga fráv~ kl. 10.00-18.00 og frá kl. 14.00- 18.00 um helgar. Henni lýkur 16. Hjálparsveitiii“ frumsýnd Kleppjárnsreykjum. UNGMENNAFELAG Reykdæla frumsýnir í kvöld, laugardag leikri- tið „Hjálparsveitina" eftir Jón Stein- ar Ragnarsson, leikstjóri er Magnús Guðmundsson. Leikstarf Ungmennafélags Reyk- dæla hefur ætíð verið stór þáttur í starfi Ungmennafélagsins og er enn, sannast það á því hversu auðvelt er að fá fólk til að taka þátt í leik- starfí. Æfingar hófust 6. janúar og æft hefur verið flest kvöld síðan. Alls eru 18 leikarar sem koma fram í leikritinu en um 25 sem taka þátt í sýningunni. Höfundurinn, Jón Steinar Ragn- arsson, skrifaði leikritið „Hjálpar- UNDANFARNAR vikur hafa staðið yfir hjá Leikfélagi Flat- eyrar æfingar á leikritinu Fimm konur eftir Björg Vik í þýðingu Stefáns Baldurssonar i leikstjórn Oktavíu Stefánsdóttur. Frum- sýnt verður í dag, laugardaginn 27. febrúar en ráðgert er að leik- ritið verði sýnt á nokkrum stöð- um á Vestfjörðum á næstunni. Leikrit þetta var fyrst sett á svið á íslandi hjá Þjóðleikhúsinu árið 1975 en síðan hefur það ekki verið sett á svið fyrr en nú. Sjónvarpið sveitin" fyrir litla leikklúbbinn á ísafirði í tilefni af ári aldraðra 1982 og var það frumsýnt vestur á ísafirði sama ár. Jón var aðeins 19 ára þeg- ar hann skrifaði leikritið. . Leikstjórinn Magnús Guðmunds- son frá Norðfírði hefur leikstýrt um 40 leikritum víða um land og kann hann vel að stjórna áhugamanna leikhóp sem þessum. Næstu sýningar verða þriðjudag- inn 1. mars kl. 21.00 og þriðja sýn- ing föstudaginn 4. mars kl. 21.00. Miðapantanir eru í síma 93-51161. Hópar og félagasamtök geta fengið afslátt. hefur einnig sýnt uppfærslu á því frá Norska Teatern. Norski höfund- urinn, Björg Vik, hefur hlotið marg- ar viðurkenningar fyrir verk sín. Æfíngar hafa gengið vel og eins og fyrr segir er Oktavía Stefáns- dóttir leikstjóri og er þetta þriðja árið í röð sem hún stjórnar sýningu hjá Leikfélagi Flateyrar. Kannski má segja að verk þetta hafi orðið fyrir valinu vegna þess að burðarás Leikfélagsins eru kon- ur, þótti þeim þetta gott stykki og verðugt verkefni að glíma við. - Magnea mars. Photo WSOY Fínnski rithöfundurinn Leena Krohn. Norræna húsið: Kynning á nýútkomnum finnskum bókum KYNNINGAR á nýútkomnum bókum á Norðurlöndum hefst klukkan 16 í dag, laugardag, í Norræna húsinu með þvi að Timo Karlsson, sendikennari, kynnir finnskar bækur sem komu út í fyrra. Gestur á kynningunni verður finnski rithöfundurinn Leena Krohn og talar hún um verk sín og les úr bókum sínum á ensku. Hún hefur m.a. fengið H. C. Andersen-verðlaunin og bók hennar, Tainaron, var lögð fram til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1988. Nýútkomnar danskar bækur verða kynntar næsta laugardag, 5. mars, og gestur á þeirri kynningu verður danski rithöfundurinn Hen- rik Nordbrandt. Kynningarnar hafa verið árviss viðburður í starfi Norræna hússins. Nú er hins vegar ráðgert að hafa þær viðameiri en áður með því að leggja áherslu á að kynna bók- menntir eins lands á hvetju ári, auk hinna hefðbundnu bókakynninga. Að þessu sinni hafa norskar bók- menntir orðið fyrir valinu og verður sú kynning, Norskir bókadagar, haldin dagana 23. til 28. mars nk. og verður hún kynnt betur síðar, segir í fréttatilkynningu frá Nor- ræna húsinu. Morgunblaðið/Magnea Guðmundsdóttir Þátttakendur í uppfærslu Leikfélags Flateyrar á Fimm konum. Efri röð frá vinstri: Sigrún G. Gísladóttir, Magnea Guðmundsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir. Neðri röð frá vinstri: Oktavía Stefánsdóttir, leikstjóri, Soffía Ingimarsdóttir og Halldóra Gunnlaugsdóttir. Bernhard. Leikfélagið á Flateyri sýnir Fimm konur Flateyri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.