Morgunblaðið - 27.02.1988, Síða 63

Morgunblaðið - 27.02.1988, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 63 KÖRFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILDIN Um helgina HandboKi 1. deild karla Stjarnan-Þór.lau. kl. 14.00 Valur-UBK....su. kl. 18.00 FVam-FH......su. kl. 20.00 KR-ÍR...............su.kl. 21.15 1. deild kvenna Valur-Víkingur..lau. kl. 14.00 KR-Fram................lau. 15.15 Stjaman-FH....su. kl. 14.00 2. deild karla HK-Selfoss..lau. kl. 15.15 ÍBV-UMFN.....lau.kl. 13.30 Körfubolti Úrvalsdeiid ÍR-ÍBK.............lau.kl. 14.00 KR-Þór.......su. kl. 14.00 Fimleikar Meistaramót i fimleikastiga Meistaramót FSÍ í fimleika- stiga verður haldið í Laugar- dalshöllinni á morgun og hefst klukkan 15. Stúlkur keppa í 2., 3. og 4. þrepi, en piltar í 3. og 4. þrepi. Til að öðlast þátttökurétt þurfa keppendur að uppfylla skilyrði, sem tækninefndir FSÍ hafa sett, og keppa því aðeins fremstu fimleikamenn landsins. Glíma Bændaglíma milli Sunn- lendinga og Reykvíkinga Héraðsþing Skarphéðins verður haldið í Félagslundi, Gaulveijabæjarhreppi, um helgina. í kvöld verður kvöld- vaka og helsta atriðið bænda- glíma milli Sunnlendinga og Reykvíkinga, sem. hefst klukkan 21. Ólafur H. Jóns- son er bóndi Reykvíkinga en Már sigurðsson er heima- bóndi. Á meðal keppenda verða tveir glímukappar ís- lands, fjórir skjaldarhafar Ár- manns, tveir glímukappar Suðurlands og þrír skjaldar- hafar Skarphéðins. Blak Úrslitakeppni fslandsmótsins Þróttur-ÍS (ka)...lau. kl. 14.00 Þróttur-UBK (kv.) ...............lau.kl. 15.15 Víkingur-ÍS (kv.) ...............lau. kl. 16.30 Víkingur-ÍS (bikark. ka.) ..............má. kl. 19.30 Sund Sundmót Ármanns fer fram í Sundhöll Reykjavíkur á morg- un. Upphitun hefst klukkan 13 en mótið klukkan 14. Auk verðlauna fyrir fyrstu þrjú sætin í hverri grein verður veittur bikar fyrir 100 m skriðsund karla og fyrir stiga- hæsta einstakling samkvæmt stigatöflu. Ftjilsar Álafosshlaupið Álafosshlaup Aftureldingar fer fram í dag og hefst við Álafoss klukkan 14. Telpur, stelpur, piltar og strákar hlaupa 2,5 km; stúlkur, meyj- ar, drengir og sveinar hlaupa 5 km; konur og karlar hlaupa 6,5 km. Riöstefna íþróttir og auglýsingar í dag frá klukkan 9 til 17.20 verður haldin ráðstefna á veg- um Mannamóta sf í samvinnu við ÍSÍ um íþróttir og auglýs- ingar. Ráðstefnan, sem verður að Borgartúni 6, er ætluð for- svarsmönnum íþróttafélaga og samtaka þeirra, forsvars- mönnum fyrirtækja, bæja- og sveitafélaga, þeim sem starfa að ferðamálum og öðrum, sem áhuga hafa á efni ráðstefn- unnar. Morgunblaöið/Einar Falur ísak Tómasson lék frábærlega i gærkvöldi. ísak óstöðvandi og Njarðvík vann Hauka örugglega ÍSAK Tómasson var hreint óstöðvandi í gærkvöldi gegn Haukum — hann skoraði 36 stig, þar af 8 þriggja stiga körf- ur. ísak gerði 27 stig í fyrri hálfleik, þar á meðal 7 þriggja stigd körfur. Njarðvíkingar tóku strax foryst- una, höfðu örugga forystu í leikhléi og alveg fram í miðjan síðari hálfleik. Þá sofnuðu þeir illi- FráBimi lega á verðinum, Blöndal Haukar gerðu 15 iNjarövik stig gegn 2 á tíma- bili og minnkuðu muninn niður í 6 stig. Þá vöknuðu heimamenn upp við vondan draum, settu allt á fullt á nýjan leik og juku forskot sitt aftur. Eftir það var sigur þeirra aldrei í hættu. ísak var bestur Njarðvíkinga — var frábær, sérstaklega í fyrri hálfleik. Helgi og Teitur, sem tróð nokkrum sinnum með tilþrifum við mikinn fögnuð áhorfenda voru einniggóðir. Hjá Haukum var Henning bestur, skoraði mikið úr hraðaupphlaupum, og lék mjög vel að þessu sinni. Það bar lítið á Pálmari — hana gerði eina þriggja stiga körfu í fyrri háf- leik og tíu 'Stig í seinni. Sama má segja um Val Ingimundarson hjá UMFN - Haukar 89 : 79 fþrótthúsið í Njarðvík, úrvalsdeildin í körfuknattleik, föstudaginn 26. febúrar 1988. Gangur leiksins: 3:0, 9:8, 15:12, 23:18, 31:24, 39:27, 44:27, 52:37, 60:43, 63:50, 74:52, 74:58, 76:58, 78:72, 86:46, 89:79. Stig UMFN: ísak Tómasson 36, Helgi Rafnsson 15, Teitur Örlygsson 14, Valur lngimundarson 12, Sturla Örl- ygsson 6, Hreiðar Hreiðarsson 4, Ell- ert Magnúðson 2. Stig Hauka: Henning Henningsson 30, ívar Ásgrímsson 14, Pálmar Sigurðs- son 13, Ólafur Rafnsson 12, Tryggvi Jónsson 6, Ingimar Jónsson 4. Áhorfendur: 150. Dómarar: Gunnar Valgeirsson og Kristinn Albertsson og stóðu sig vel. Stadan Úrvalsdeildin í körfuknattleik UMFN......14 12 2 1235:1021 24 ÍBK.......13 10 2 943: 782 20 Valur.....13 8 5 1022: 883 16 Haukar....13 7 6 962: 920 14 KR........12 7 5 957: 851 14 UMFG......14 7 7 1024:1016 14 ÍR........12 5 7 871: 902 10 Þór.......13 1 12 957:1250 2 UBK.......13 1 12 712:1058 2 Njarðvík, hann hafði sig lítið í frammi. BADMINTON / HM Bæði liðin unnu BÆÐI íslensku liðin sigruðu andstæðinga sína á heims- meistaramótinu í badminton í Hollandi í gær. K arlaliðið sigraði Finna 3:2 og konurnar unnu Wales með sama mun. Úrslit í A-riðli karlakeppninnar urðu þau að Belgía sigraði Spán 5:0 og Danmörk lagði Wales_ 5:0. í B-riðli var aðeins viðureign íslend- inga og Finna en í C-riðli vann ír- land Mósambik 5:0 og Holland sigr- aði Vestur-Þýskalandi 4:1. í D-riðli vann Sviss Frakkland 3:2. Þá er það kvennakeppnin. Úrslit urðu þessi: í A-riðli sigraði Sviss Spán 5:0, Noregur vann Austurríki 4:1 í B- riðli og í C-riðli sigraði Frakkland Belgíu 4:1 og Sviar lögðu Skota með sama mun. í D-riðli voru tveir leikir: ísland vann Wales 3:2, sem fyrr segir, og Englendingar sigruðu íra 5:0. HASTÖKK INNANHUSS Heimsmet: 2,42 VESTUR-Þjóðveijinn Carlo Tránhardt setti í gær- kvöldi heimsmet í hástökki innahúss á móti í Vestur Berlín. Hann stökk 2.42 metra. Svíinn Patrik Sjöberg átti gamla metið, 2.41 m, en það setti hann í Aþenu í febrúar á síðasta ári. Sjöberg varð þriðji á mótinu í gær, stökk 2,34 m en ann- ar varð Ditmar Mögenburg, V-Þýskalandi, sem fór yfir 2.36 m. KNATTSPYRNA / ENGLAND Cotte fer hvergi WEST Ham hafnaði í gær tilboði frá Eyerton í Tony Cottee. Tilboðið hljóðaði upp á eina og hálfa miljón punda. Colin Harvey, framkvæmdastjóri Everton, vill fá Cottee til að leika við hlið Graeme Sharp í sókninni en John Lyall, stjóri West Ham, er ákveðínn í að sleppa honum ekki. Óvíst er ta- lið að Everton bjóði enn betut en félagið hefur nú þegar gert. HANDBOLTI Haukar burstuðu Aftur- eldingu Haukar sigruðu Aftureldingu með tfu marka mun, 31:21, að Varmá í gærkvöldi í 2. deildinni í handknattleik. Tveir aðrir leikir voru í deild- inni. Gróttumenn héldu sínu, strik í toppbaráttunni með því að sigra Fylki í íþróttahúsi Seljaskóla 22:17 og Reynir sigraði Ármann í Sandgerði með eins marks mun, 23:22. GOLF Fyrsta Islands- mótið í golfhermi FYRSTA íslandsmeistara- mótið i golf hermi hefst laug- ardaginn 12. mars og fer það fram í Keilusalnum við Öskjuhlíð, en þar er eini golf- hermir landsins. Leikinn verður 18 holu högg- leikur með og án forgjafar, en hæsta forgjöf, sem gefin verð- ur er 24. Mótið með forgjöf er jafnt fyrir konur sem karla. Konur munu leika á framteigum og karl- ar á klúbbteigum. Mótið án for- gjafar miðast eingöngu við klúbb- teiga. Sigurvegari án forgjafar hlýtur titilinn íslandsmeistari í golfhermi. íslandsmeistarinn verður annar af tveimur fulltrúum ísiands í fyrsta heimsmeistaramótinu í golfhermi, sem fram fer í Glen- eagles í Skotlandi 8. - 10. apríl. Hin keppandinn í liðinu verður valinn af umboðsaðilum golf- hermis á íslandi. Sigurvegari með forgjöf hlýtur ferð á sama mót sem áhorfandi. Verðlaunahafar í hvorum flokki í 2. - 6. sæti fá tíma í golfherminum í Keilusaln- um við Oskjuhlfð frá einni klukku- stund fyrir 6. sætið upp í 10 klukkustundir fyrir 2. sætið. Skráning- í mótið fer fram í Öskjuhltð og lýkur henni 10. mars. Asgelr Elíasson. Mm FOLK ÁSGEIR Elíasson, þjálfari meistaraflokks Fram í knatt- spymu, og Ólafur Magnússon, þjálfari 2. flokks og markamanna- þjálfari félagsins, fara á morgun til Danmörkur. Þeir dveljast hjá hinu þekkta félagi Bröndby í eina viku, fylgjast með æfingum liðsins og öðrum undirbúningi fyrir keppn- istfmabilið. Dvöl Ásgeirs og Ólafs lýkur með því að þeir fylgjast með æfíngaleik Bröndby gegn 3. deild- arliðinu B 1909, en með því leikur einmitt Friðrik Friðriksson, markvörður, sem áður var hjá Fram. I DAVID McKay fyrrum leik- maður Tottenham er nú fram- kvæmdastjóri Doncaster Rovers sem leikur í 3. deild. Liðinu hefur gengið mjög illa og er í næst neðsta sæti deildarinnar. McKay er ekki ánægður með árangur liðsins og í gær setti hann allt byijunarliðið á sölulista. ■ ARSENAL hefur grætt mikið á bikarleikjum sínum gegn Man- chester United og Everton. Að- gangseyrir á leik Arsenal gegn Everton nam 230.000 pundum, eða um 15. miljónum ísl. kr. Tekjumar af leik liðsins gegn Manchester United voru svipaðar. Það em reyndar aðeins tvö lið sem hafa fengið fleiri en 50.000 áhorfendur að meðaltali á leiki sfna i vetur, cn það em Arsenal og Manchester Unftod. ■ ALBERTO Tomba sigraði f risastórsvigi á Ólympíuleikunum í Calgary, í fyrrakvöld. í tilefni af því sendi Francesco Cossiga, for- seti Ítalíu, Tomba skeyti þar sem hann óskaði honum til hamingju og kallaði árangur Tomba „Há- punktinn á frábæmm árangri ítal- skra skíðamanna." ■ MaJcolm Allison enski þjálfari Setubal í 1. deildinni ( Portúgal, hefur verið bannað að koma nálægt hliðarlinunni f næstu sjö vikur. Hann móðgaði dómara f leik með Setubal og var dæmdur í 7 vikna bann, auk þess að þurfa að greiða 28.000 kr. í sekt. Allison verður þvf að sætta sig við það að fylgjast með leikjum úr áhorfendastúku, en hann mun reyna að koma skilaboð- um áleiðis handtalstöð. ■ RONNIE Whelan og Kevin McDonald eru í 16-manna hópi hjá Liverpool fyrir leikinn gegn Portsmouth í dag. Kevin McDon- ald hefur ekki leikið með Liverpo- ol í rúmt ár vegna meiðsla, og Whelan ekki leikið síðustu leiki af sömu ástæðum. ■ DÚSSELDORF liðið 8em Páll Ólafsson leikur með, á eftir að leika fjóra útileiki f v-þýsku deild- inni í handknattleik, en ekki þijá eins og við sögðum frá í gær. Liðið á eftir að leika gegn Grosswall- stadt, Essen, Dormagen og Schwabing.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.