Morgunblaðið - 27.02.1988, Side 64

Morgunblaðið - 27.02.1988, Side 64
FERSKLEIKI EIGNA MIÐUMN 277II t>INGHOlTSSTRÆTI 3 Svemr Kristinsson, sölustjóri - Þorieifur Guðmundsson, sölum. Þórólfur Halkfórsson, lögfr.- Unnsteinn Beck hri., simi 12320 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. „ Morgunblaðið/Ámi Sœberg. Gunnar J. Friðriksson formaður VSÍ og Guðmundur J. Guðmundsson formaður VMSÍ takast í hendur eftir undirskrift samningsins á fimmta tímanum aðfaranótt föstudags. A myndinni eru einnig Þórarinn V. Þórarinsson framkvæindastjóri VSÍ og Karvel Pálmason vara- formaður VMSÍ. Ríkisstjórnin á stöðugum fundum um helgina: Stefnt að samkomulagi um efnahagsaðgerðir á sunnudag Tólf ára fangelsi fyrir manndráp DOMUR var kveðinn upp í gær í Sakadómi Njarðvíkur yfir Einari Sigurjónssyni, 23 ára, sem varð Ingólfi Ómari Þorsteinssyni, 25 ára, að bana í verbúð í Innri- Njarðvík í lok ágúst á síðasta ári. Einar var dæmdur í 12 ára fang- elsi og gert að greiða allan máls- kostnað. Málavextir eru þeir, að laugardag- inn 29. ágúst 1987 kom til átaka milli mannanna í verbúð fiskvinnsl- unnar Brynjólfs í Innri-Njarðvík. Einar, sem var mjög undir áhrifum áfengis, dró upp hníf og stakk Ing- ólf Omar. Þegar lögreglan kom á staðinn var hann látinn. Rannsóknar- lögregla ríkisins annaðist frumrann- sókn málsins að mestu leyti, en ákæra var gefin út 23. nóvember. Auk þess sem Einar var ákærður fyrir manndráp var hann ákærður fyrir skjalafals og átta þjófnaði eða þjófnaðartilraunir. Héraðsdómarinn, Sigurður Hallur Stefánsson, komst að þeirri niður- stöðu að um ásetningsverk hefði ver- ið að ræða, sem varðar refsingu sam- kvæmt 21L grein almennra hegning- arlaga. Auðgunarbrotin töldust smá- vægileg og var Einar sýknaður af tveimur ákæruliðum varðandi þjófn- aði. Dómurinn hljóðaði upp á 12 ára fangelsi Einari var gert að greiða 167 þúsund krónur í skaðabætur og til að greiða málskostnað, þ.e. sak- sóknaralaun til ríkissjóðs, 60 þúsund krónur og málsvarnarlaun, 90 þús- und krónur. Flugvél lenti á öðrum hreyflinum HREYFILL bilaði í tveggja hreyfla bandariskri flugvél sem var á leið frá Frakklandi til ís- lands í gær. Tveir flugmenn voru um borð í vélinni, sem er af tegundinni ATR- 42, og lentu þeir henni heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli um sjöleytið í gærkvöldi. Slökkvilið og lögregla voru höfð til taks á vellinum ef eitthvað skyldi út af bregða. TVEIR ráðherrar úr hverjum stjórnarflokki, þeir Þorsteinn Pálsson, Friðrik Sophusson, Steingrímur Hermannsson, Halldór Asgrímsson, Jón Bald- vin Hannibalsson og Jón Sig- urðsson, hófu fundi í gærmorg- un um fyrirhugaðar efnahags- ráðstafanir ríkisstjórnarinnar og stóðu þau fundahöld fram eftir degi. Þar var farið yfir ýmis mál og síðan ákveðið að þessir ráðherrar hittust aftur í dag og auk þess kallaðir til ýmsir aðilar, svo sem frá Seðla- banka og Þjóðhagsstofnun. Einnig var óskað eftir fyllri upplýsingum frá samningsaðil- um. Búist er að því að ríkis- stjórnin komi sér saman um efnahagsráðstafanir á sunnu- dagskvöld eða mánudagsmorg- un komi ekkert óvænt fyrir en nýgerðir kjarasamningar Verkamannasambandsins og vinnuveitenda verða bornir upp á fundi í verkalýðsfélaginu Dagsbrún á sunnudag. Engar ákvarðanir hafa enn ver- ið teknar af hálfu ríkisstjórnarinn- ar um aðgerðir, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins, en ýmsar hugmyndir verið ræcldar. Ljóst þykir að gengisbreyting verði um og yfir 6%, og fulltrúar fiskvinnslu segjast hafa fengið loforð um að endurgreiddur verði uppsafnaður söluskattur, sem nemur um 650 milljónum króna. Rætt hefur verið um skuldbreytingu lána og breyt- ingu á dráttarvöxtum og vöxtum af afurðalánum. Einnig hefur ver- ið farið fram á niðurfellingu launa- skatts af útflutningsgreinunum en ekki er talið líklegt að af því verði. Af aðgerðum í aðhaldsátt og til að slá á þenslu hefur m.a. verið rætt um að hækka skatt á erlend- ar lántökur, sem núna er 3%. Þá mun fyrirhugað að draga úr opin- berum framkvæmdum eða slá þeim á frest, og hafa feijusmíðar og framkvæmdir Landsvii'kjunar einkum verið nefndar. Þá er búist við að sveitarfélög verði hvött til að draga úr fjárfestingaráformum. Fulltrúar fiskvinnslunnar og Vinnumálasambands samvinnufé- laganna skrifuðu undir samning- inn með fyrirvara um samþykki þar til ljóst væri til hvaða ráðstaf- ana ríkisstjómin ætlar að grípa til að tryggja rekstrarstöðu frysting- ar og minnka þenslu svo tryggt sé að verðbólgan hjaðni og samn- ingarnir haldi út tímabilið. Vinnu- veitendur lögðu mikla áherslu á ábyrgð ríkisstjórnarinnar, í sam- tölum við Morgunblaðið eftir að samningar höfðu náðst. Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ sagði að í Ijósi þess að þing- menn hefðu sámþykkt ríflega út- gjaldahækkun við fjárlaga- og lánsfjárlagagerð virtist það ekki vera ofurmannlegt fyrir ríkis- stjómina að skera niður útgjalda- áform um 1-1V2 milljarð króna. „Ef svo er virðist ólíkt ofurmann- legra að reka frystihús miðað við þær aðstæður sem ríkja núna,“ sagði Þórarinn. Kjarasamningur VMSI og vinnuveitenda er birtur í heild á blaðsíðum 42-45. Sjá einnig viðbrögð við kjara- samningnum bls. 32-34 og forystugrein. Viðræður á fullt skrið í næstu viku GERA má ráð fyrir að viðræð- ur um kjarasamninga við Landssamband íslenskra verslunarmanna og Landssam- band iðnverkafólks komist á fullan skrið í næstu viku í kjöl- far þess að tekist hafa kjara- samningar við Verkamanna- samband íslands. Nokkrir fundir hafa verið með aðilum undanfarnar vikur og boðað hefur verið til fundar með vinnuveitendum og Landssam- bandi iðnverkafólks á mánu- daginn kemur. Sama dag verð- ur fundur í undirnefnd LIV og vinnuveitenda og er búist við að boðað verði til samn- ingafundar fljótlega í fram- haldi af honum. Reiknað er með almennum félagsfundi í verkamannafélag- inu Dagsbrún á morgun, sunnu- dag eða á mánudag, þar sem kjarasamningarnir verða bornir undir atkvæði félagsmanna. Fé- lög hafa frest til annars mánu- dags, 7. mars, að samþykkja samningana. Verkakvennafélagið Snót í Vestmannaeyjum hefur boðað verkfall frá og með næstkomandi föstudegi, 4. mars. Félagið af- henti ekki VMSÍ samningsumboð sitt. Bifreiðatryggingar: Beiðni tryggingafélaganna um 60% hækkun samþykkt Boðin verður allt að 15 þúsund króna sjáifsábyrgð Tryggingaeftirlit ríkisins hefur samþykkt beiðni tryggingafé- laganna um 60% hækkun bifreiðatrygginga. Jafnframt hefur eftir- litið samþykkt að iðgjald vegna nýrrar slysatryggingar ökumanns og eigenda skuli vera 3.200 krónur, að iðgjöld framrúðutrygging- ar hækki um 39% og kaskóiðgjöld hækki um 28%. í öllum þessum liðum felst samþykki á hækkunarbeiðnum tryggingafélaganna. Jafnframt var í gær tilkynnt að í fyrra. dómsmálaráðuneytið hafi sett „Það er augljóst að þetta er al- reglugerð um að tryggingafélög- gjör lágmarkshækkun og fær varla unum sé heimilt að bjóða bifreiða- eigendum sjálfsábyrgð fyrir allt að 15 þúsund krónur. Sé full sjálfs- ábyrgð tekin þýðir það hækkun ábyrgðariðgjalds um 44% frá því staðist nema eitthvað dragi úr tjón- um,“ sagði Erlendur Lárusson for- stjóri Tryggingaeftirlits ríkisins. Að sögn Erlends er við áætlun ið- gjalda miðað við verðlag 1. mars næstkomandi og óbreytta tjóna- reynslu frá fyrra ári. „Það má segja að við höfum lækkað okkar útreikninga niður í 60% til að koma til móts við beiðnir félaganna," sagði Erlendur Lárusson. Erlendur kvaðst vilja skora á almenning að kynna sér þá uuknu vernd sem veitt væri með bótaregl- um nýrra umferðarlaga og hafa samband við neytendaþjónustu Tryggingaeftirlitsins ef upplýsinga væri óskað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.