Morgunblaðið - 27.02.1988, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988
'36
AKUREYRf
Morgunblaðið/GSV
Þóra Birgisdóttir Ungfrú Norðurland 1987 krýndi arftaka sinn
Kamillu Rún Jóhannsdóttur Ungfrú Norðurland 1988.
þurfti að gera fyrir keppnina. Eg
hef aldrei verið í sýningarstörfum
og erfíðast fannst mér að koma
fram á sundbol." Kamilla Rún
sagði að allir þátttakendumir
hefðu unnið mjög vel saman og
þær væru allar bestu vinkonur.
Hún tekur þátt í samkeppninni
um titilinn „Ungfrú ísland 1988“
sem haldin verður á Hótel íslandi
í maímánuði. „Ég er ekkert farin
að huga að þeirri keppni enn. Ég
vil ekki láta þetta raska mínu lífi
um of, heldur vil ég reyna að
halda mig við eigin áform," sagði
nýkjörin Ungfrú Norðurland.
Stúlkumar komu allar fram í eins samkvæmiskjólum á úrslitakvöldinu. Guðfinna Svavarsdóttir
saumaði alla kjólana, en hún er móðir eins keppandans, Fjólu Díönu Gunnarsdóttur frá Ólafsfirði.
„Atti alls ekki von á sigri“
— segir Kamilla Rún Jóhannsdóttir Ungfrú Norðurland
1988, besta ljósmyndafyrirsætan og vinsælasta stúlkan
ÁTJÁN ára Eyfirðingur, Kam-
illa Rún Jóhannsdóttir, var
kjörin Ungfrú Norðurland 1988
f Sjallanum á fimmtudags-
kvöldið. Jafnframt var hún
kjörin besta ljósmyndafyrir-
sætan af Ijósmyndumnum Frið-
þjófi Helgasyni og Guðmundi
Svanssyni og vinsælasta stúlk-
an af öðrum keppendum. Að-
eins einu sinni áður hefur sama
stúlkan hlotið alla þijá titlana.
Þeir féllu í hlut Hrafnhildar
Hafberg árið 1985.
Kamilla Rún á heima á bænum
Hleiðargarði í Saurbæjarhreppi
og er hún næst yngst fjögurra
systkina. Foreldrar hennar eru
Jóhann Þór Halldórsson og Auður
Eiríksdóttir. Hún stundar nám á
félagsfræðibraut Menntaskólans
á Akureyri og langar að loknu
stúdentsprófí í sálfræði- eða fé-
lagsfræðinám. í sumar ætlar
KamiIIa að starfa við Kristnesspít-
ala.
„Ég átti alls ekki von á sigri
og er engan veginn búin að átta
mig á þessu. Ég ætlaði alls ekki
í keppnina í fyrstu. Inga Haf-
steinsdóttir, framkvæmdastjóri
Sjallans, gaf mér góðan umhugs-
unarfrest og þegar ég vissi að
Þorgerður Kristinsdóttir ætti að
sjá um þjálfun ákvað ég að slá
til. Þetta hefur hinsvegar tekið
alltof mikinn tíma frá náminu.
Síðustu dagana hefur lítill tími
verið fyrir lestur þar sem ýmislegt
Loðdýrabændur fái aðstoð við
að skipta refnum út fyrir mink
„FYRST og fremst þarf að að-
stoða refabændur við að skipta
refnum út fyrir mink. í öðru
lagi þarf að taka á fóðurvanda-
málinu sérstaklega og í þriðja
lagi þarf að hvetja til arðsemis-
sjónarmiða i loðdýrabúskapnum.
Gefa þarf skinnaverkuninni mik-
inn gaum og loðdýrabændur
verða að fá að sitja við sama
borð hvað fjármögnun varðar,“
sagði Þorsteinn Már Aðalsteins-
son framkvæmdastjóri Pólarpels
á Dalvík.
IMÝOG
BETRISÓSA
kórónu
nm
Dreifingaraðili:
Heildverslun
Valdimars Baldvinssonar h/f,
Akureyri. Sími 96-21344.
Fæst i'öllum betri
matvöruverslunum.
Þorsteinn Már sagðist borga
hálfa til heila milljón með refarækt-
inni á hveijum mánuði og_ hefði
gert svo undanfarin tvö ár. Á móti
gæfí minkurinn vel af sér og hjálp-
aði til að greiða refínn niður. Hann
sagðist telja loðdýrabændur eiga
miklu meiri möguleika í minka-
ræktinni heldur en í refaræktinni
þrátt fyrir þá staðreynd að minkur-
inn væri miklu vandmeðfamari og
sjálfur væri hann alvarlega að
hugsa um að snúa sér alveg að
minkarækt. „Þó að refaverð hækki
um 100%, stendur hann minknum
langt að baki. Ég held að stjóm-
völd verði hreinlega að leggja á það
áherslu að bændum verði hjálpað
að skipta yfír í minkinn. Að öðrum
kosti blasir gjaldþrot við þeim
refabúum sem eftir em. Engin
ástæða er til að styrkja refaræktina
endalaust ef fram heldur sem horf-
ir á heimsmörkuðum enda standa
svo til nýstofnuð refabú ekki undir
slíkum verðsveiflum," sagði Þor-
steinn. Sjötti hver refabóndi hefur
nú sótt um styrk úr Bjargráðasjóði.
Mönnum var ýtt út í refaræktina
til að leysa vanda hefðbundins land-
búnaðar og vissulega hefur náðst
áfangi í þeim málum, að sögn Þor-
steins. „Hitt er þó annað mál að
bændur áttu þess ekki kost í upp-
hafí að fá til sin mink vegna sjúk-
dóma, heldur eingöngu ref. Núorð-
ið gengur vel í minkaræktinni og
verð á mörkuðum mjög gott. í kjöl-
farið þarf síðan rækilega að endur-
skoða fóðurkostnað. Aðskilja þarf
fóðurflutninga frá fóðurframleiðsl-
unni þannig að loðdýraræktin hafí
tilhneigingu til að byggjast nær
fóðurstöðvunum. Hátt í fjórðungur
framleiðslukostnaðar er flutningur
á fóðri og verið er að senda þessa
reikninga jafnt til þeirra bænda er
búa við hliðina á fóðurstöðvunum
og þeirra er búa í margra km fjar-
lægð frá þeim. Stjómvöld verða að
gera það upp við sig hvort æskilegt
megi teljast að byggja loðdýrabúin
langt uppi í afdölum og velta grein-
inni svona áfram eins og framsókn-
armenn eru vanir aðjgera án þess
að leita í arðsemina. I mörgum til-
vikum eru fóðurflutningamir orðnir
dýrari en það fóður sem flutt er
ef um langan veg þarf að fara.“
Þorsteinn sagðist þurfa að greiða
lögboðin sjóðagjöld af refaræktinni
til Stofnlánadeildar landbúnaðar-
ins. Hinsvegar fengi hann ekki
eyri út á refaræktina þaðan þar
sem búið þykir of stórt. „Ég þarf
því að taka mér Jánsfé á venjuleg-
um fjármagnsmarkaði sem er fímm
til sex sinnum dýrara en loðdýra-
bóndi við hliðina á mér, með minna
bú, þarf að borga.“ Hann sagði að
stórlega vantaði á skinnaverkun
og lítill skilningur væri á brýnni
uppbyggingarþörf fullkominna
skinnaverkunarstöðva. „Ég hejd
hreinlega að menn væm betur sett-
ir með að senda skinnin út óverk-
uð. Sérstaklega á þetta við min-
kinn,“ sagði Þorsteinn Már.
í minkabúi Pólarpels á Dalvík.
Morgunblaðið/GSV