Morgunblaðið - 27.02.1988, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988
13
Samleikur á gítar
Símon ívarsson, gítarleikari, hef-
ur undanfarin ár haldið tónleika
víða um iand og þegar getið sér
orð fyrir góðan gítarleik. Á mið-
vikudaginn var kom hann fram á
vegum Styrktarfélags íslensku
óperunnar í Gamla bíói ásamt
sænska _ gítarleikaranum Torvald
Nilson. Á efnisskránni voru gítarlög
eftir Dowland, Robinson (hann er
einn hinna ensku lútutónskálda,
sem ekkert er vitað um annað en
þau verk sem bera nafn hans), Vi-
valdi, Losy, Sor, Albeniz, Speight,
Castelnuovo-Tedesco og Granados.
Heldur var samleikur þeirra fé-
laga daufur og var að heyra helst
að því ylli frekast sá leikmáti er
Torvald Nilson hefur tamið sér og
kom vel fram í svítunni eftir Losy
og þætti úr „Espanola" svítunni
eftir Albeniz, en þessi verk flutti
Nilson einn. Gítarinn er ekki sérlega
hávaðasamt hljóðfæri en siík hlé-
drægni og deyfð sem einkenndi leik
Nilsons bætir þar ekki úr. í fjórum
bagatellum eftir John Speight, sem
Símon ívarsson flutti einn, var allt
annað uppi, því þá mátti heyra skýr-
an og skarpan leik í þessum áhuga-
verðu smástyklg'um eftir Speight.
í heild voru þetta undarlega
daufír samleikstónleikar en af flutn-
ingi Símonar á bagatellum Speights
mátti ráða ljóslega að þessi leik-
máti er ekki einkennandi fyrir
Símon ívarsson.
Kennar amenntunarnefnd
A
Háskóla Islands stofnuð
HÁSKÓLARÁÐ samþykkti á
fundi sinum nýlega að stofna
kennaramenntunarnefnd á veg-
um háskólans í þeim tilgangi að
efla þann þátt i starfi skólans er
lýtur að menntun verðandi og
starfandi kennara.
í nefndina voru skipaðir til
tveggja ára Andri ísaksson, próf-
essor, en hann er jafnframt formað-
ur hennar, Eggert Briem, prófess-
or, Eiríkur Rögnvaldsson, lektor,
Jón Torfí Jónasson, dósent og Pétur
Knútsson, lektor. Gerður G. Oskars-
dóttir, kennslustjóri í uppeldis- og
kennslufræðum, er starfsmaður
nefndarinnar.
Hlutverk nefndarinnar er að:
1. Efla tengsl og samvinnu þeirra
aðila innan háskólans sem sjá
um menntun í þeim greinum sem
eru kennslugreinar í skólum og
menntun í uppeldis- og kennslu-
fræðum.
2. Efla tengsl og samvinnu Há-
skóla íslands við framhaldsskóla
og eldri bekki grunnskóla svo
og við samtök og fagfélög kenn-
ara.
3. Stuðla að eftirmenntun kennara
á vegum HÍ.
4. Nefndin sé fulltrúi HÍ út á við
um kennaramenntun, eftir því
sem við á.
Nefndin hefur þegar hafíð störf
og eru fyrstu verkefni hennar að
stuðla að auknu námsframboði í
hinum ýmsu deildum háskólans á
sviði grunn- og endurmenntunar
kennara og einnig hefur verið haft
samband við Hið íslenska kennara-
félag og fagfélög innan þess um
kennslufræði greina.
(Fréttatilkynning)
★ Snerpa og einstakir aksturseiginleikar.
★ Farþegarýmið og þægindin slík, að menn trúa ekki að þeir sitji í smábíl.
★ Skipt, féllanleg aftursæti skapa alhliða skutbíl til sendiferða.
★ Bensíneyðsluna tekur varla að nefna.
★ Fullkomin sjálfskipting 4ra eða 5 gíra beinskipting.
★ Framhjóladrif eða 4x4.
★ Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum.
★ DAIHATSUGÆÐIOG ÞJONUSTA SEM ALLIR ÞEKKJA.
BRIMBORG H/F Ármúla 23. Símar: 685870 - 681733
ÚTLITIÐ - VÉLIN - TÆKNIN OG
INNRÉTTINGIN - ALLT ER BYGGT Á
SKYNSEMI, FEGURÐARSKYNIOG
UMFRAM ALLT JAPANSKRI
ÚTSJÓNARSEMIOG HUGVITI.