Morgunblaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 13 Samleikur á gítar Símon ívarsson, gítarleikari, hef- ur undanfarin ár haldið tónleika víða um iand og þegar getið sér orð fyrir góðan gítarleik. Á mið- vikudaginn var kom hann fram á vegum Styrktarfélags íslensku óperunnar í Gamla bíói ásamt sænska _ gítarleikaranum Torvald Nilson. Á efnisskránni voru gítarlög eftir Dowland, Robinson (hann er einn hinna ensku lútutónskálda, sem ekkert er vitað um annað en þau verk sem bera nafn hans), Vi- valdi, Losy, Sor, Albeniz, Speight, Castelnuovo-Tedesco og Granados. Heldur var samleikur þeirra fé- laga daufur og var að heyra helst að því ylli frekast sá leikmáti er Torvald Nilson hefur tamið sér og kom vel fram í svítunni eftir Losy og þætti úr „Espanola" svítunni eftir Albeniz, en þessi verk flutti Nilson einn. Gítarinn er ekki sérlega hávaðasamt hljóðfæri en siík hlé- drægni og deyfð sem einkenndi leik Nilsons bætir þar ekki úr. í fjórum bagatellum eftir John Speight, sem Símon ívarsson flutti einn, var allt annað uppi, því þá mátti heyra skýr- an og skarpan leik í þessum áhuga- verðu smástyklg'um eftir Speight. í heild voru þetta undarlega daufír samleikstónleikar en af flutn- ingi Símonar á bagatellum Speights mátti ráða ljóslega að þessi leik- máti er ekki einkennandi fyrir Símon ívarsson. Kennar amenntunarnefnd A Háskóla Islands stofnuð HÁSKÓLARÁÐ samþykkti á fundi sinum nýlega að stofna kennaramenntunarnefnd á veg- um háskólans í þeim tilgangi að efla þann þátt i starfi skólans er lýtur að menntun verðandi og starfandi kennara. í nefndina voru skipaðir til tveggja ára Andri ísaksson, próf- essor, en hann er jafnframt formað- ur hennar, Eggert Briem, prófess- or, Eiríkur Rögnvaldsson, lektor, Jón Torfí Jónasson, dósent og Pétur Knútsson, lektor. Gerður G. Oskars- dóttir, kennslustjóri í uppeldis- og kennslufræðum, er starfsmaður nefndarinnar. Hlutverk nefndarinnar er að: 1. Efla tengsl og samvinnu þeirra aðila innan háskólans sem sjá um menntun í þeim greinum sem eru kennslugreinar í skólum og menntun í uppeldis- og kennslu- fræðum. 2. Efla tengsl og samvinnu Há- skóla íslands við framhaldsskóla og eldri bekki grunnskóla svo og við samtök og fagfélög kenn- ara. 3. Stuðla að eftirmenntun kennara á vegum HÍ. 4. Nefndin sé fulltrúi HÍ út á við um kennaramenntun, eftir því sem við á. Nefndin hefur þegar hafíð störf og eru fyrstu verkefni hennar að stuðla að auknu námsframboði í hinum ýmsu deildum háskólans á sviði grunn- og endurmenntunar kennara og einnig hefur verið haft samband við Hið íslenska kennara- félag og fagfélög innan þess um kennslufræði greina. (Fréttatilkynning) ★ Snerpa og einstakir aksturseiginleikar. ★ Farþegarýmið og þægindin slík, að menn trúa ekki að þeir sitji í smábíl. ★ Skipt, féllanleg aftursæti skapa alhliða skutbíl til sendiferða. ★ Bensíneyðsluna tekur varla að nefna. ★ Fullkomin sjálfskipting 4ra eða 5 gíra beinskipting. ★ Framhjóladrif eða 4x4. ★ Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum. ★ DAIHATSUGÆÐIOG ÞJONUSTA SEM ALLIR ÞEKKJA. BRIMBORG H/F Ármúla 23. Símar: 685870 - 681733 ÚTLITIÐ - VÉLIN - TÆKNIN OG INNRÉTTINGIN - ALLT ER BYGGT Á SKYNSEMI, FEGURÐARSKYNIOG UMFRAM ALLT JAPANSKRI ÚTSJÓNARSEMIOG HUGVITI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.