Morgunblaðið - 27.02.1988, Side 25

Morgunblaðið - 27.02.1988, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 25 langt. Laufskrúð þetta situr í hvirf- ingu sem geislast út frá sama punkti á endanum á mjög löngum blaðstilk. Á yngri plöntum eru í byijun 3—5 smáblöð, sem fjölgar síðar í 7—12 á blöðum sem fram koma þegar plönt- ur eldast. Á ensku kallast geislatré umbrellatree og danska nafnið er paraplytræ. Geislatré þarf gott rými til þess að geta notið sín, þegar vöxt- ur þess sprettur úr spori. Inni á heimilum hentar þvi betur tegundin S. arboricola (mynd) sem sumir hér nefna regnhlífartré, en það er fjöl- greinóttur og smáblöðóttur runni sem er ættaður frá Formósu. Fingr- uð blöð hans 7 eða fleiri að tölu eru mjög stilkstutt öfugegglaga og dökkgræn. Þessi tegund er lang út- breiddust og á ört vaxandi vinsæld- um að fagna sem hýblýlagróður. Ég, kýs að nefna hana geislabrúsk eða geislahlíf f staðinn fyrir regnhlífar- tré. En hvað segja lesendur? Þriðja tegundin, sem komin er frá Nýja Sjálandi og virðist harðgerðust er geislakróna. Smáblöð hennar eru venjulega 7 að tölu, egglaga allt að því stilklaus og rendur þeirra bylgj- óttar, stundum aðeins gistenntar. Fagur gljái er á blöðum geislakrónu, en þrátt fyrir það er hún lítið ræktuð. Meðferð: Athuganir og reynsla hafa leitt í ljós að geislablöðkur eru skuggaþolnar og sætta sig vel við þann hita sem er í húsakynnum. Þær Schefflera arboricola. hafast því betur við inni en margar aðrar tegundir. Sérstaklega er gei- slabrúskur mjög skuggaþolinn. Eigi að síður veitir honum ekki af allri þeirri birtu sem berst inn að vetri og viðbótarljós myndi hann gjaman meta, því laufskrúð hans á það til að þoma þegar minnst er birtan. Plöntur meta háan loftraka, en virð- ast eigi að síður geta aðlagað sig býsna vel að þurru lofti. Vökva þarf ríflega frá vori og fram á haust, en forðast samt að halda mold rakri í lengri tíma, því þá deyja rætur og blöð gulna. Vökva mjög sparlega um hvíldartímann í skammdeginu. Næra plöntur vel frá því vöxtur hefst og uns honum lýkur að hausti. Umpotta ungplöntur árlega séu þær í ömm vexti, en á 2—3 ára fresti þegar þær fara að eldast. Fer senn að vera mál til að athuga þetta. Verði plönt- ur hávaxnar má stífa þær nokkuð. Geislatré greinir sig þó mjög sjaldan við slíka aðgerð. Oðru máli gegnir með geislabrúsk, sem er auðvelt að halda lágvöxnum, en algengt er að vissar greinar spretti úr spori á kostnað annarra. Geislablöðkum er jrfírleitt flölgað með sáningu. Und- antekning er þó með geislabrúsk, Sem auðvelt er að koma til með lið- og toppgræðlingum. En þar þarf góðan hita og plastskýli yfír graeðl- inga á meðan á myndum róta sendur. Óli Valur Hansson ONUSTA Skipuleg Jjármál, ekkert umstang, örugg umönnun. Reynsla okkar af því að veita þjónustu við ávöxtun peninga í verðbréfum hefur kennt okkur hvað fólk vill helst og spyr oftast um. Verðbréfareikningur VIB var fyrsta skref okkar til að verða við óskum viðskiptavina okkar. Eftirlaunareikningur VIB - fyrir þá sem vilja leggja reglulega fyrir - var það næsta. Jafnframt bjóðum við Sjóðsbréf VIB og allar algengar gerðir verðbréfa: Spariskírteini ríkissjóðs, bankabréf, skuldabréf traustra fyrirtækja, hlutabréf og verðbréf verðbréfasjóða. Starfs- fólk VIB veitir allar nánari upplýsingar. Síminn er 91-68 15 30 og afgreiðslan er að Ármúla 7. -^T d/ Með bestu kveðju, Sigurður B. Stefánsson •íP' sjs* vO J <3^ 5^- JV-*’ . & ^4 <\< Góðar stundir með MS sam- lokum -hvar og hvenær sem er. I Mjólkursamsalan Peorl dropt tannkrem með flúoride hreinsar burlo óhremindí eftír reylcingar, kaffi- og tedrykkju Með reglulegri notkun holdost tennur þínar perluhvítor og hreinar endo er maðurinn ó bak víð Peari drops tann- kremið einmítt tonníasknir. Tannkremið somonstendur af tveimur míldum hreinsi- efnum sem nó jafnve! að hreinso burtu erfðustu skón. Með daglegri notkun Peori drops tonnkrems og reglulegu eftírliti tonnlækn- is eru tennur þínor i oruag- um hondum Heildsölubirgðir: hf UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN Ingólfsstræti 12 Simi 61280C

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.