Morgunblaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 27.02.1988, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 Minning: Símon J. Helgason skipaeftirlitsmaður Fæddur 28. apríl 1909 Dáinn 16. febrúar 1988 Símon Helgason andaðist í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á ísafirði hinn 16. febrúar sl., á sjötugasta og níunda aldursári. Hann var fæddur 28. apríl 1909 í Súðavík. Foreldrar hans voru hjónin Helgi Jónsson sjó- maður og Pálína Sigurðardóttir. Símon ólst upp í Súðavík en átti allan sinn starfsaldur heima á ísafirði. Sjómennsku hóf hann um fermingu, fyrst í stað á opnum bát- um við Djúp, en síðar var hann á stærri bátum, m.a. með þeim Guð- mundi Júní og Þorsteini Eyfirðingi, alþekktum aflamönnum. Arið 1932 iauk hann hinu meira fiskimanna- prófí frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík eftir eins vetrar nám þar. Fágætt var þá að menn _hér vestra væru með þetta próf. Árið 1933 gerðist Símon nótabassi hjá Eistlendingum sem voru hér við land með síldarskip og stór móður- skip. Ekki ýkja löngu síðar sótti hann Hugann I. og var á honum - stýrimaður eða skipstjóri allt til ársins 1944 er hann tók við Gróttu. Með það skip var Símon næstu ár- in, m.a. í flutningum á ferskum fiski til Englands. Árið 1950 hætti Símon sjó- mennsku og fór í land. Þó tók hann að sér eftir þetta að sigla skipum á milli landa, m.a. nokkrum nýjum Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. ísfirskum skipum sem smíðuð voru erlendis. Einnig leysti hann iðulega af skipstjóra á Djúpbátnum Fagra- nesinu, allt fram á síðustu ár. Það var árið 1942 sem Símon tók í fyrsta skipti að sér að halda fjög- urra mánaða námskeið á vegum Fiskifélagsins, og gáfu þau 60 tonna skipstjómarréttindi. Þetta var í raun sama námið og enn er kennt til 1. stigs skipstjómarprófs. Frá þessum tíma og allt til dauða- dags var Símon aðalkennarinn í sjómannafræðum á Isafirði. Frá 1958 hefur þessi kennsla verið á vegum Stýrimannaskólans, og hef- ur hún farið fram samfellt frá 1972. Talið er að mest hafi hann kennt um 50 nemendum á sama vetri. Kennslan fór fram í húsakynnum Iðnskóla Ísaíjarðar til vors 1987, en fluttist á sl. hausti inn í húsa- kynni Menntaskólans á Isafirði. Kennslu stundaði hann allt þar til um 20. janúar sl., en hinn 23. jan- úar varð hann að leggjast inn á sjúkrahús. Kennaraferill hans spannaði þannig 46 ár. Auk þess sem Símon kenndi til 1. stigsins kenndi hann einnig flöldamörgum til 30 torina réttinda og lengi kenndi hann sjómennsku í gagnfræðaskólanum á ísafirði. Þeir Vestfírðingar sem nutu leið- sagnar Símonar í sjómannafræðum voru þannig geysilega margir. Enda þótt Símon hefði sjómanna- fræðsluna með höndum um langt skeið, var hún lengst af aukastarf hans. Hafnarvörður við Ísaíjarðar- höfn varð hann 1942, haftisögu- maður 1957 og skipaskoðunarmað- ur frá ársbyijun 1964. Af síðast- nefnda starfinu Iét hann 1. júní 1981. Kompásleiðréttingar stund- aði Símon um árabil, síðast eftir miðjan janúar sl., og var hann lög- giltur kompásleiðréttingamaður, sá eini á Vestflörðum. í sjórétti sat Símon margoft, síðast föstudaginn 22. janúar sl., daginn áður en hann lagðist inn á sjúkrahús. Símon rak gúmmíbátaþjónustu á ísafirði í rúmlega 20 ár, fyrst einn en síðan með Sigutjóni Hallgrímssyni. Hann var varabæjarfulltrúi á ísafirði 1946—50 og aðalbæjarfulltrúi 1950—62. í hafnamefnd sat Símon í marga áratugi, og síðast sat hann hafnamefndarfund 11. janúar 1988. Eins og sjá má af upptalningunni hér að ofan kom Símon um sína daga við sögu á flestum sviðum sem lúta að sjósókn og sjómennsku. Öllum þeim málum sýndi hann ein- stakan áhuga allt til hins síðasta, og má þar sérstaklega nefna mál- efni ísafjarðarhafnar. Hann var árrisull og með afbrigðum stundvís, enda hinn mesti starfsmaður. Ekki var það háttur Símonar að hugsa mjög um það, hve mikið hann fengi greitt í laun fyrir störf sín. Flestum geðjaðist mjög vel að honum, því að hann var ljúfur í geði og bjó yfir ósvikinni kímnigáfu. Nemendur hans dáðu hann og virtu svo mjög að óvenjulegt má telja, enda lagði Símon sig ætíð fram við kennsluna og hafði frábært vald á efninu. Símon Helgason kvæntist árið 1940 Elísu Elíasdóttur frá Nesi í Grunnavík. Hún lifir mann sinn ásamt Ijórum bömum þeirra hjóna, en þau era: Kristín Þuríður, maður hennar er Jóhann Hauksson; Sigríð- ur Rósa, gift Jóni Guðbjartssyni; Elísa, gift Ama Helgasyni, og Stef- án, kvæntur Steinunni Sölvadóttur. Símon byggði húsið á Túngötu 12 á ísafirði um 1943 og bjó þar alla tíð síðan. Við undirritaðir eram þakklátir fyrir að hafa fengið að kynnast Símoni Helgasyni. Við eram í eng- um vafa um, að hin giftudijúgu störf hans í þágu sjómannafrseðsl- unnar á ísafirði munu lengi verða í minnum höfð. Fjölskyldu hans og öðram vandamönnum vottum við innilega samúð. Björn Teitsson, Smári Haraldsson. Hinn 16. febrúar sl. lést í sjúkra- húsinu á Isafírði Símon Jóhann Helgason, skipaeftirlitsmaður, eftir skamma sjúkrahúslegu. Símon fæddist í Súðavík 28. apríl 1909, og vora foreldrar hans hjónin Helgi Jónsson, sjómaður, og kona hans, Pálína Sigurðardóttir. Símon ólst upp í Súðavík, og hóf sjóróðra við Isafjarðardjúp um fermingaraldur eins og algengt var um unglinga þar á þeim áram. Hann stundaði sjómennsku á ýms- um fískiskipum þar til hann hóf nám í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1931 og lauk þaðan skipstjómar- prófi vorið 1932. Eftir það starfaði hann sem skipstjóri og stýrimaður á fiskiskipum. Á stríðsáranum var hann um skeið skipstjóri í milli- landasiglingum með fisk, aðallega til Englands, við þær erfíðu aðstæð- ur og hörmungar sem stríðinu fylgdu. Arið 1950 hætti Símon sjó- mennsku og hóf störf sem hafn- sögumaður á ísafirði. Það sama ár hóf hann einnig umboðsstörf fyrir Siglingamálastofnun ríkisins, er hann tók að sér leiðréttingar og viðgerðir á áttavitum skipa á Vest- fjörðum. Því starfi sinnti hann allt til dauðadags. Með tilkomu gúmmí- björgunarbáta í íslensk skip um miðjan sjötta áratuginn tók Símon að sér eftirlit og viðhald gúmmí- björgunarbáta á Vestfjörðum í um- boði Siglingamálastoftiunar. Þeim störfum sinnti hann allt til 1. apríl á sl. ári. Hinn 1. janúar 1964 var Símon skipaður skipaeftirlitsmaður fyrir Vestfirði, og gegndi hann því starfi þar til hann hætti fyrir aidurs sak- ir árið 1981. Hann var þó ávallt reiðubúinn að aðstoða við eftirlit með skipum á Vestfjörðum, hvort sem var við afleysingar starfs- manna í fríum eða ef verkefnin kröfðust þess. Fjölmörg önnur trúnaðarstörf innti Símon af hendi, mörg vora tengd höfuðatvinnugreinunum, sjávarútvegi og siglingum, enda var áhugi hans og þekking á þeim málum einstæð. Af þessum störfum má nefna kennslu til skipstjómar- réttinda, bæði 30 rúmlesta skip- stjómarprófs og I. stigs skipstjóm- amáms, og sjóvinnunámskeið í unglingaskólum. Auk þess var hann um langt árabil og allt til dauða- dags meðdómari í sjó- og verslunar- dómi Isafjarðar. Símon tók einnig virkan þátt í félagsmálum á ísafirði. Hann var um tíma bæjarfulltrúi og átti um áratuga skeið setu í hafnamefnd kaupstaðarins. Hann var áhuga- maður um stangveiði og sat _um árabil í stjóm Stangveiðifélags ísa- fjarðar. Símon Helgason kvæntist árið 1940 eftirlifandi eiginkonu sinni, Elísu Elíasdóttur frá Nési í Grannavík. Böm þeirra era Kristín Þuríður, sambýlismaður Jóhann Hauksson, búsett á ísafírði, Sigríð- ur Rósa, gift Jóni Guðbjartssyni, búsett í Bolungarvík, Elísa, gift Áma Helgasyni, búsett í Hvera- gerði, og Stefán Kristján, kvæntur Steinunni Sölvadóttur, búsett á ísafirði. Símon Helgason hafði með hönd- um vandasamt og mikið starf fyrir Siglingamálastofnun ríkisins. Hann hafði yfiramsjón með öryggiseftir- liti skipa á öllum Vestfjörðum um hart nær tuttugu ára skeið oft, við mjög erfiðar aðstæður. Það var ekkert áhlaupaverk heldur verk sem þurfti að vinna, oft og tíðum með lagni, þrautseigju og þolinmæði ef árangri skyldi ná. Símon Helgason hafði þessa eiginleika til að bera, hann var að mínu áliti víðsýnn maður, gerði sér ávallt far um að kynna sér hlutina og taka faglega afstöðu, en var ákveðinn ef því var að skipta. Hann var alla tíð mjög áhugasamur um þau störf sem hann tók að sér fyrir stofnunina og lét einskis ófreistað til að bæta við þekkingu sína þannig að hann gæti sem best sinnt þessum störfum. Sótti hann mörg námskeið í þessum tilgangi, m.a. í meðferð gúmmí- björgunarbáta og viðhaldi áttavita. Öll þessi störf leysti Símon vel af hendi og ávann sér virðingu og traust bæði sjómanna og útgerðar- manna. Áhugi Símonar á öryggis- og menntunarmálum sjómanna var alla tíð mjög mikill og bera störf hans við skipstjómarfræðslu á ísafírði í rúm 45 ár þess gleggst vitni. Munu þeir skipstjómarmenn sem luku skipstjómarprófi undir handleiðslu hans skiptu hundraðum og era í þeim hópi margir af kunn- ustu skipstjóram á Vestfjörðum. Símon gerði sér snemma grein fyrir því að góð menntun skipstjóm- armanna væri forsenda þess að við- halda öflugum sjávarútvegi í landinu og æskilegt væri að vest- firskir sjómenn gætu numið skip- stjómarfræði sem næst heimahög- um sínum, og það varð síðan eitt af hans áhugamálum, sem hann beitti sér fyrir ásamt öðru. Það er fyrst og fremst áhuga og elju Símonar fyrir að þakka að nú era líkur til þess að komið verði upp til frambúðar fastri kennslu til I. stigs skipstjómamáms á ísafirði, og þurfa nú aðrir að taka við því starfi og fylgja því eftir. Við núverandi og fyrrverandi starfsmenn Siglirfgamálastofnunar ríkisins sendum eiginkonu, bömum og öðrum ástvinum Símonar Helga- sonar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góðan starfsfélaga mun lifa í hugum okkar. Magnús Jóhannesson Símon Jóhann Helgason, fyrrver- andi skipstjóri og hafnsögumaður, lést í Sjúkrahúsi IsaQarðar 16. febr- úar sl. Útfor hans verður gerð í dag frá ísafjarðarkapellu. + Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÓHANNA HERMANNSDÓTTIR, Ljósheimum 2, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. febrúar kl. 13.30. Adolf Birgir Kjartansson, Hermann Kjartansson, Jóna Kjartansdóttir, Auður J. Kjartansdóttir, Guðmundur Kjartansson, Bryndfs Kjartansdóttir, Kristján Hermann Kjartansson. Hildur Kristinsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Gunnar Kr. Finnbogason, Peter R. Vane, t Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, HERMANN BÆRINGSSON yfirvélstjóri, Barmahlíð 51, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 29. febrúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Ragna Eiríksdóttir, Sigursteinn Sævar Hermannsson, Anna Þórarinsdóttir, Jóhann Bragi Hermannsson, Guðrún Ingadóttir, Eiríkur Rúnar Hermannsson, Colleen Ann Hermannsson barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, ÓLAFUR A. ÞORSTEINSSON fyrrverandi forstjóri Olíusamlags Keflavíkur og nágrennis, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 27. febrúar kl. 14.00. Samkvæmt einlægri ósk hins látna eru blóm og krans- ar afbeöin, en þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Sjúkrahús Keflavíkur eða aðrar líknarstofnanir. Hallbera Pálsdóttir. t Útför föður míns, tengdaföður, afa og langafa, ÁGÚSTS NÚPDAL BENJAMÍNSSONAR, hefur farið fram i kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. Greta Ágústsdóttir. t Útför móður minnar, ömmu og systur, UNNAR ÁRNADÓTTUR MC DONALD, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 29. febrúar kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag islands. Fyrir hönd vandamanna. Jón Árni Hjartarson og dætur. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, JÓHANNS GUNNARS RAGUELS, Skálagerði 3, Akureyri. Jónína Raguels, Halldór Hannesson, Ellert R. Finnbogason, Gunnar Sigursteinsson, Magnús Jónsson, Vi'ðir Gunnlaugsson. Margrót Raguels, Sigurlína Raguels, Björg Raguels, Erna Raguels, Rósa Raguels, t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim fjölmörgu er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐMUNDAR JÓNASSONAR, Ási, Vatnsdal. Sigurlaug Guðlaugsdóttir, Eggert Guðmundsson, Ingunn Guðmundsdóttir, Jón Bjarnason og barnabörn hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.