Morgunblaðið - 27.02.1988, Síða 46

Morgunblaðið - 27.02.1988, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 I Úr tónlistarlífinu TEXTI: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR morgunkl. 17 verða tónleik- ar á vegum Musica Nova í Norræna húsinu. Blásarak- vintett Reykjavíkur spilar þar splúnkunýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson. Verkið heitir Fimm hjóla drif. „Sjáðu, þetta er allt svart!“ sagði Atli Heimir, þegar hann virti nót- umar fyrir sér um daginn. „Ég hélt ég yrði aldrei búinn ...“ Það er erfítt að sjá fyrir sér bíl með fimmhjóladrifi, en það er vel til fundið nafn á þetta nýja verk. „Þar er nefnilega allt á fullu, bara djöflast áfram. Auk þess reyni ég gjaman að finna verkum mínum fslensk nöfn.“ Verkið var pantað af Musica Nova, tileinkað Jóni Nordal sextug- um, skrifað á síðasta ári og því lok- ið í Flatey síðastliðið sumar. Um daginn, þegar Blásarakvintettinn fór í Svíþjóðarreisu, tók hann hluta verksins með og spilaði þar, en það er ^annars drjúglangt í heild. í sænskum umsögnum má lesa að þarlendum hafi þótt það ögrandi, talað um tjáningarríka tónlist, fulla af undarlegum innskotum sem und- irstriki hið listræna í henni. „Fín tónlist, dæmigerð fyrir tíðarand- ann,“ segir annars staðar. Einum þótti fyrri hlutinn nokkuð torveldur áheymar, en niðurlagið lagrænt og heillandi. En hvað segir tónskáldið um þetta verk sitt? „Það hefst í ómstríðri síbylju, en í öðru atriði er slegið upp nokkurs konar sirkusatriði. Gamalt listbragð að kúvenda svona, kallast á ensku „sudden choice". Þetta bragð er á ferðinni, þegar heimspekin snýst upp í kabarett, gamanleikurinn í harmleik, án nokkurrar ástæðu. Algengt í leikritum Shakespears og grísku harmleikjunum, svo eitthvað sé nefnt. Fyrst spila allir saman, en svo leysist verkið upp í einstaklinga. Byijað á klarínettusóló, síðan tekur óbó við og svo framvegis. Þama mega hljóðfæraleikaramir gjaman standa upp og taka sér stöðu á upplýstum palli, allt eftir því hvað þeir kjósa að gera úr þessu. Þama skiptast á sóló, tvi- og þrídansar. Þetta endar svo allt í einum alls- heijar fínale, sem á að spilast enn magnaðar en upphafið, ætlast til að þama sé spilað hratt, eins og hljóðfærin séu að springa, án þess að hugsa um nákvæmni í smáatrið- um. Þá kemur þögn og loks mjúkur kafji, hljómrænn og fjarrænn. Ég lauk við það í Flatey, hugs- aði það sem „homage" eða hyllingu til bandaríska tónskáldsins Mortons Feldmans. Ég hitti hann aldrei, en skrifaðist á við hann fyrir mörgum árum, vegna greinar sem ég skrif- aði um hann í Birting. Hann var þá á kafi í zen-búddisma, sem vafð- ist fyrir mér að koma til skila. Ég sökkti mér svolítið ofan í Feldman þama í Flatey, þó næðið væri ekki eins gott og oft áður, því það var verið að taka upp kvikmyndina um Nonna og Manna. í haust var ég svo í New York og hitti meðal ann- ars Paul Zukofsky, þann sem hefur stjómað Sinfóníuhljómsveit æsk- unnar hér. Hann var vinur Feld- mans og fer að segja mér að hann sé látinn, hafí dáið skyndilega. Þeg- ar ég innti eftir því hvenær, kom í ljós að hann dó einmitt þessa daga, sem ég lá yfir verkum hans og þessari hyllingu til hans þama úti í Flatey!“ Það er hægt að vinna við tónsmíðar á margvíslegan hátt og þar eins og víðar eru ýmsir famir að notast við tölvur. Ekki þó Atli Heimir. „Hluta af þessu verki hefði verið hægt að vinna í tölvu. Láta hana velja fyrir mig tóna, ákveðna gerð ferla, svo eitthvað sé nefnt. í byijun eru margar nótur sameigin- legar hjá hljóðfærunum, um 30% í byijun og 20% í lokin. Það væri hægt að láta tölvuna vinna ná- kvæmlega úr þessu. En ég gerði það ekki, því ég kærði mig ekki um að vinna verkið svo nákvæm- lega, svo ég lét mér nægja að nota litla reiknivél. Ég held að þessar vangaveltur séu óbeint sprottnar upp úr viðræðum við König, gamlan kennara minn, sem ég ræddi mikið Atli Heimir Sveinsson, „Ég þarf ekki að spila, þegar ég sem. Hugsa bara og er alveg eins fljótur." Blásarakvintett Reykiavíkur á tónleikum á morgun: Fimmhj óladrifið hans Atla Heimis Rætt við Atla Heimi Sveinsson tónskáld við, þegar ég var sumarlangt í Amsterdam fyrir tveimur árum. Þá spurði ég hann hvort ég ætti nú að nota tolvur, en hann svaraði að þetta væri einungis spuming um vinnuaðferðir. Þegar ég sem nota ég ekki píanó og hef því ekkert að gera við píanó, sem er tengt tölvu og hún svo prent- ara. Ég þarf ekki að spila, þegar ég sem. Hugsa bara og er alveg eins fljótur. Eg gæti kannski hugs- að mér að nota tölvu við nótna- skriftir, því hún getur komið býsna falleg úr tölvunni. En ég skrifa líka vel og það fylgir því viss fullnæging að ganga sjálfur frá verkinu. Ætli þetta sé ekki svipaður munur og að lesa einhveijum fyrir eða skrifa sjálfur. .. Sumir nota tölvur bara til nótna- skrifa. En það er áhugavert að tölv- an getur reiknað út ferli, er þá nokkurs konar framlenging hugar- flugsins. Hér eins og annars staðar er tölvan hvorki betri né verri en sá sem fóðrar hana og ekki batna verkin, þrátt fyrir tölvunotkun. Kannski hafa ekki verið samin betri ljóð, sögur eða leikrit en Davíðs- sálmar, Islendingasögur og grísku harmleikimir, þrátt fyrir ritvélar og tölvur. Stefnan í listum nú dreg- ur dám af þjóðfélaginu, stefnan tekin á meiri og meiri framleiðslu, þó gæðin fylgi ekki á eftir. í listum er það alltaf hið skapandi hug- myndaflug, sem skiptir máli, þegar allt kemur til alls, ekki vinnuþæg- indi.“ Atli Heimir hefur komið heil- miklu frá sér undanfarið. Auk kvintettsins áðumefnda var nýlega frumfluttur fíðlukonsert eftir hann í Finnlandi. Sturla er svo verk sem hann samdi við samnefnt ljóð eftir Matthías Johannessen fyrir ís- lensku hljómsveitina og nú er verið að taka upp fyrir sjónvarpið útsetn- ingu Atla Heimis á sálmalögum við Passíusálmana. Og um daginn bár- ust þær fréttir að Atla Heimi hefði verið falið að semja sjónvarpsópem, sem verður unnin af norrænum sjónvarpsstöðvum. „Óperan verður að vera til frá minni hendi í lok ársins. Ég er þeg- ar búinn með geysigóða undirbún- ingsvinnu, nákvæma starfs- og formáætlun, sem ég geri yfirleitt ekki, en er nauðsynleg, þegar er unnið með svona mörgum. Þetta er rétt eins og í kvikmyndagerð. Það taka fimm sjónvarpsstöðvar þátt í að koma óperunni á skjáinn. Það þarf að gera kostnaðaráætlun, áætlun um æfingar, upptökur og annað slíkt. Nú eru samstarfsmenn mínir að koma til sögunnar. Ég er afar ánægður með að hafa fengið Thor í lið með mér, hafði haft augastað Signrður I. Snoirason hlýtur lof- lega dóma erlendis Ihaust var sagt frá því hér á tónlistarsíðunni að út hefði komið plata með Sigurði I. Snorrasyni klarinettuleikara. Þar er að fínna klarinettkonsert eftir Pál P. Pálsson, þar sem Sigurður leikur með sinfóníuhljómsveitinni undir stjóm höfundar. Auk þess verk eftir Jón Nordal og austurríska tónskáldið Wemer Schulze fyrir klarinett og píanó, þar sem Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur með Sigurði. í 4. hefti 1987 af þýska tímarit- inu Die Klarinette, sem er fagrit fyrir klarinettuleikarar er mjög lof- legur dómur um plötuna. I upphafi er sagt að plötur frá fjarlægum stöðum séu alltaf áhugaverðar og plötur frá íslandi sjáist ekki dag: lega. Verkin þijú séu í klassískum stíl og ekki laus við töfra. Þau gefí klarínettuleikaranum ríkulega möguleika á að sýna hvað í honum búi. Þetta eigi ekki síst við um Sigurður I. Snorrason hefur hlotið loflega dóma fyrir plötu sína, þar sem hann flytur verk eft- ir Pál P. Pálsson, Jón Nordal og Wemer Schulze. konsert Páls. Síðan em sögð deili á Sigurði og ferli hans og að lokum þetta: Sigurður er afbragðs klarínettu- leikari sem ræður yfir traustri tækni, hefur fallegan tón og fram- úrskarandi styrkleikabreidd (dýna- mík). Það heyrist greinilega hve hann gefur sig allan í víðfeðm við- fangsefni sín og það á reyndar einn- ig við um íslensku sinfóníuhljóm- sveitina og píanóleikarann, Onnu Guðnýju Guðmundsdóttur. Kristinn Sigmundsson syngur erlendis í sumar Þessa dagana syngur Kristinn Sigmundsson hlutverk Don Giovannis í íslensku ópe- mnni við góðan orðstír eins og kunnugt er. En Kristinn horfir jafn- framt fram á viðburðarríkt sumar. Anthony Hose, sem er hljóm- sveitarstjórinn í'Don Giovanni, er tónlistarstjóri merkrar ópemhátíðar í Buxton í Englandi. Hátíðin er haldin að sumarlagi og þar em ein- göngu fluttar sjaldheyrðar ópemr eða ópemr, sem hafa verið fískaðar upp úr glatkistunni. Ein af óperun- um, sem verða settar upp í sumar, er Armida eftir Joseph Haydn. Hose hefur nú kallað Kristin Sig- mundsson og Gunnar Guðbjömsson tenór til liðs við sig, en Gunnar syngur hlutverk Don Ottavíós í Don Giovanni hér. í Armidu syngur Kristinn hlutverk skúrks að nafni Idreno, samkvæmt þeirri hefð að skúrkamir þykja best komnir í höndum, eða öllu heldur hálsi, barí- tóna. Sýningamar em til húsa í róm- antísku ópemhúsi eins og þau vom byggð um aldamótin. Húsið tekur þúsund manns. Þessi ópera verður sýnd um tíu sinnum í júlí og fram í ágústbyijun. Buxton er í Mið- Kristinn Sigmundsson í hlutverki Don Giovannis, sem hann syngur hér þessa dagana. í sumar syngur Kristinn m.a. á óperuhátíð í Buxton.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.