Morgunblaðið - 27.02.1988, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 27.02.1988, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 Ofbeldi í skólum: Þögn og afskiptaleysi Til Velvakanda. Ágæti lesandi. Ég ætla að biðja þig að íhuga með mér mál sem of lítið er rætt um í daglega lífínu, eitt af foldu málum þjóðfélagsins. Þetta mál er ofbeldi (einelti) í skól- um landsins og hygg ég að flestir skólar landsins þyrftu að líta undir teppin sín og sjá hvað þar er falið. Þú lesandi góður átt kannski sjálfur böm í skóla, bamabam, systkini, frænda eða frænku sem þú þekkir og veist að líður illa, já, mjög illa í sínum skóla. Er okkur kannski orðið sama, orðin sam- dauna því ofbeldi sem fjölmiðlar mata okkur miskunnarlaust á? Eig- um við að þegja og samþykkja of- beldið (eineltið) með þögn og af- skiptaleysi þó við vitum að það eru þeir minnstu, bömin okkar, sem líða og em kvalin hvem dag allt skóla- árið. Veistu orsökina fyrir lélegum námsárangri hjá þessu eða hinu baminu? Það skyldi þó ekki vera kvíði, hræðsla, ótti við einelti í skól- anum. Foreldrafélög, skólafélög, bæjar- fulltrúar, sveitarstjómir — takið höndum saman og vinnið að lausn vandans. Upphaf vandans er oft að leita á heimili þeirra bama sem Of mikið um endur- sýningar Til Velvakanda. Þótt ég leggi það ekki í vana minn að kvarta þá get ég ekki orða bundist vegna vonbrigða minna með Stöð 2, þeir státa sig af langri dagskrá og vissulega er það rétt en á kostnað svo tíðra endursýninga að nú er svo komið að mér fínnst ég alltaf vera að sjá sömu myndim- ar aftur og aftur. Ég veit að marg- ir em mér sammála í þessu og ergi- legir. Vinsamlegast takið þetta til at- hugunar og misbjóðið ekki áskrif- endum Stöðvar 2 með síendurtekn- ingum. Jenny Sigm. beita önnur böm ofbeldi (einelti). Orsakimar em margar. Óregla, sundurlyndi, afskiptaleysi o.fl. Með hjálp sálfræðinga, félagsfræðinga má komast fyrir rætur vandans, og trúið mér, það skilar sér svo sannar- lega í betri líðan og námsárangri bamanna okkar. Einhverjir skammsýnir munu þó telja eftir þann kostnað sem kæmi til við ráðningu fólks til lausnar þessum vanda. Minni skólar gætu hugsanlega sameinast um ráðningu sálfræðings og haft margs konar samvinnu um þetta mál. Orð em til alls fyrst, ræðið þetta og gerið svo eitthvað. Foreldri A Omerkt læða Þessi læða er í óskilum að Fífúseli 10 og hefur verið þar meira og minna sfðan í byijun desember. Hún er þrílit, hvít og svört á baki en gulbröndótt á baki. Eigandi hennar er beðinn að hringja í síma 72429. HEILRÆÐI Ofkæling er eitt það hættulegasta við að falla í sjó. Því er nauðsyn- legt að vita hvemig líkaminn bregst við kulda og þekkja ráð til að teija fyrir skaðvænlegum áhrifum hans. Sjómenn: Á neyðarstundu gefst ekki tími til að lesa leiðbeiningar. Lærið um ofkælingu og vamir gegn henni. HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar að mætti ætla að Reykvíkingar reiknuðu ekki með utanbæj- arbílum eða erlendum bílstjómm akandi um götur borgarinnar, svo slæmar em götumerkingar varð- andi akreinaskiptingu. Dæmi um þetta er t.d. í Hafnarstræti við götu- ljósin. Þar em tvær akreinar, önnur fyrir vinstribeygju (a.m.k. að mati Víkveija) en hin fyrir bifreiðir sem eiga leið upp Hverfisgötu. Þó hefur Víkveiji oft orðið vitni að bifreiðum sem em á vinstri akrein en fara beint upp Hverfísgötu. Annað dæmi er Nóatúnið í norður, þar mjókkar gatan þegar komið er framhjá Skip- holti og virðist ekki ljóst hvort bif- reiðir á hægri akrein eigi réttinn upp Nóatúnið eða hvort þeim sé ætlað að beygja vestur Skipholtið. Breiðholtsbrautin og Kringlumýrar- braut em einnig gott dæmi, þar væri ekki nema sjálfsagt að hafa merkingar fyrir ofan akbrautina, þannig að ökumenn geti áttað sig í tíma á hvaða akrein þeir eigi að halda sig, en þurfí ekki að skipta um akrein á síðustu stundu. Reynd- ar em íslenskir ökumenn orðnir lipr- ari með að hleypa bílum fram fyrir sig en þeir vom fyrir nokkmm ámm og er það vel. — Þá var það gott framtak hjá Ferðamálaráði fyrir nokkmm ámm, en þeir sáu til þess, ef Víkveiji man rétt, að koma upp skiltum með greinilegum nöfnum gatnanna. XXX Mikil vatnsherferð var farin fyr- ir skemmstu og ávallt er verið að ítreka að borða ekki mikinn syk- ur. Vinkona Víkveija gaukaði því að honum fyrir nokkmm ámm að í kökuuppskriftum væri yfirleitt alltof mikill sykur og að hún minnk- aði skammtinn nánast alltaf um helming eða þar um bil. Þetta ráð tók Víkveiji upp með góðum árangri. Bæði er það að annað bragð kemur betur í ljós og hitt er að þær verða ekki eins óhollar fyr- ir vikið. En þá kemur það vanda- mál að ef Víkveiji freistast til að kaupa kökur úr búð þá kemur í ljós að þær em yfírleitt alltof sætar — þannig má öllu venjast. Nú vill Víkveiji beina því til bakara að þeir hugsi þetta mál og athugi hvort ekki megi draga úr sykurmagni í kökum! Og fyrst verið er að ræða bakarí og bakara þá kemur í hug- ann, hvort rotvamarefni séu yfír- leitt í brauðum? Sum virðast geym- ast. ótrúlega lengi. Víkveiji hefur reyndar gmn um að svo sé yfirleitt ekki, en ef svo er, mætti ekki sleppa þeim? XXX Víkveiji var beðinn að koma á framfæri þakklæti til Stöðvar 2 fyrir íþróttir á þriðjudegi, en þær njóta ómældra vinsælda á hans heimili allt frá yngsta fjölskyldu- meðlim til hins elsta. Er það svo á fleiri heimilum sem Víkveiji þekkir til.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.