Morgunblaðið - 27.02.1988, Side 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988
Vetrarólympíuleikarnir
Schneider vanii
srtt annað gull
Guðrún H. Kristjánsdóttirliggurmeðflensu og keppti ekki
VRENI Schneider frá Sviss
hlaut í gær gullverðlaun í svigi
kvenna á Ólympíuleikunum.
• Mateja Svet, Júgóslavíu, hiaut
"**silfrið og vestur-þýska stúlkan
Christa Kinshofer-Guethlein
bronsið.
Guðrún H. Kristjánsdóttir frá
Akureyri keppti ekki í gær.
Hún er veik; liggur með inflúensu,
og læknir, sem skoðaði hana, bann-
aði henni að keppa.
Þetta eru önnur gullverðlaun Vreni
Schneider á leikunum — hún sigr-
aði einnig í stórsvigskeppni kven-
fólksins á miðvikudaginn. Hún
hafði nauma forystu eftir fyrri ferð-
ina í gær en keyrði síðan glæsilega
í síðari ferðinni og samanlagður
tími hennar var nærri því tveimur
sekúndum betri en þeirra sem næst-
ar komu.
Tími Schneider í fyrri ferð voru
48.41 sek. en seinni ferðina fór hún
á 47.88 sek. og því samanlagt á
1:39.69 mín. Tími Svet í öðru sæti
I Eróbik-
Reuter
Vreni Schnelder
leikfimi
var 1.68 sek. lakari en það var síðan
skammt í bronsverðlaunahafann því
tími Kinshofer-Guethlein var aðeins
3 sekúndubrotum lakari en tími
Svet.
Sænska stúlkan Camilla Nilson var
önnur eftir ferð en fór ólöglega
gegnum eitt hliðið í seinni ferð og
varð þar með úr leik.
Austurríska stúlkan Roswitha
Steiner, sem var í 10. sæti eftir
fyrri ferð, keyrði mjög vel í síðari
ferðinni,- fékk þá tímann 48.34 —
aðeins sigurvegarinn var þá með
betri tíma. Steinar endaði í 4. sæti.
ítalska stúlkan Paoletta Magoni-
Sforza, sem öllum á óvart varð
Olympíumeistari í þessari grein í
Sarajevo 1984, lenti í 7. sæti í
gær, 3.07 sek. á eftir Schneider.
Spánska stúlkan Blanca Fern-
andez-Ochoa, sem hafði forystu eft-
ir fyrri ferð stórsvigsins á miðviku-
daginn, missti aftur af verðlaunum,
varð nú fimmta.
Þess má geta að fjórir af þeim
fimmtán bestu eftir fyrri ferð,
keyrðu út úr brautinni í síðari ferð-
inni. Þeirra á meðal var svissneska
stúlkan Brigitte Oertli, en hún vann
silfur í brunkeppni leikanna.
Heilsuræktin Sólskin, sími 46055.
Námskeið hefjast 1. mars
15% afsláttur fyrir skólafólk.
Skíðaskotfimi:
Sovét-
ríkin unnu
gullið
Sovétmenn unnu í gær gullverð-
laun í 4 x 7,5 km skíðaskotfimi
á sjöttu Olympíuleikunum í röð!
Þeir hafa einokað þessa grein frá
upphafi — engin önnur þjóð hefur
náð að sigra í greininni á Ólympíu-
leikum síðan fyrst var keppt í henni
á leikunum 1968.
Allir liðsmenn sovésku sveitarinnar
gengu hratt og voru öryggið upp-
málið er þeir skutu á skífurnar í
gær. Sveitin fékk tímann 1 klukku-
stund, 22 mínútur og 30 sekúndur,
sem er hvorki meira né minna en
tæpum 12 mínútum betri tími en
sovéska sveitin fékk á síðustu vetr-
arólympíuleikum, í Sarajevo 1984.
Sovésku sveitina í gær skipuðu:
Dimitri Vasiliev, Sergei Tchepikov,
Alexander Popov og Valeri Medved-
tsev.
Vestur Þjóðvetjar urðu í öðru sæti
á 1:23.37 klst., ítalir þriðju á
1:23.51, Austurríkismenn fjórðu á
1:24.17,6 klst.
Næstu þjóðir:
Austur-Þýskaland..................1:24.28,4
Noregur...........................1:25.57,0
Svíþjóð...........................1:29.11,9
SPÁÐU í LiÐíN
SPiLAÐU MED
Hægt erað spá í leikina símleiðis og
greiða fyrirmeð kreditkorti.
Þessi þjónusta er veitt alla föstudaga frá kl. 9:00
til 17:00 og laugardaga frá kl. 9:00 til 13:30.
Síminn er 688 322
ÍSLENSKAR GETRAUNIR
- eini lukkupotturinn þar sem þekking
margfaidar vinningslíkur.
Þrefaldur
OG pottur
LEIKVIKA 26 Leikir 27. febrúar 1988 K
1 X 2
1 Derby - West Ham ? Newcastle - Chelsea 3 Portsmouth - Liverpool
4 Q.P.R. - Wimbledon 5 Sheffield Wed.-Tottenham 6 Watford - Coventry
7 Barnsley - Ipswich 8 Huddersfield - Birmingham 9 Leeds - Blackburn
10 Leicester - Manchester City 11 Middtesbro - Bradford 12 Swindon - Millwall
í Calgary 1988
Klæðnaður Witt vekur athygli
Austur-þýska skautadrottningin, Katarina Witt, hefur vakið mikla athygli fyrir
klæðaburð sinn á ísnum. Klæðaburður hennar hefur farið fyrir bijósið á mörg-
um siðprúðum sem segja að klæðaburður hennar gæti haft áhrif á dómarana.
Nú þegar stúlkurnar hafa lokið skyldu- og stuttuæfingunum er Witt í öðru sæti
á eftir Debi Thomas frá Bandaríkjunum. Síðasti hluti keppninnar, fijálsar æfing-
ar, fer fram í dag og er talið að Witt hafi þar mikla yfirburði. Debi Thomas
var best í skylduæfingunum, Kira Ivanova frá Sovétríkjum í öðru sæti og Witt
í þriðja. I fyrra kvöld var keppt í stuttum æfingum og var Witt þar efst og
Thomas í önnur. Thomas hefur 0,2 stiga forskot á Witt fyrir fijálsu æfingarnar
í dag. Elizabeth Manley frá Kanda er í þriðja sæti og Kira Ivanova í fjórða.
Ishokkýkeppnin:
Kanada burstaði
Vestur-Þýskaland
Kanadamenn gjörsigruðu
Vestur-Þjóðveija, 8:1, í
íshokkýkeppni leikanna í gær-
kvöldi. Þess má geta að í liði
Vestur-Þjóðveija voru fimm leik-
menn fæddir í Kanada!
Það var í annarri lotu sem
Kanadamenn lögðu grunn að ör-
uggum sigri sínum — komust þá
í 5:1 þrátt fyrir að vera tveimur
færri í 90 sekúndur. Tveir Ieik-
manna Kanada voru þá reknir af
velli.
Kanadamenn hafa ekki unnið til
verðlauna á Ólympíuleikum síðan
þeir hlutu bronsið í Grenoble 1968
og ekki eru líkur á að þeim takist
það að þessu sinni, því þeir hafa
aðeins 3 stig úr 4 leikjum.
Sergei Boisvert og Marc Habsc-
heid gerðu 2 mörk hvor fyrir
Kanada og Zarley Zalapski, Ken
Yaremchuk, Ken Berry og Wally
Schreiber gerðu 1 mark hver.
Dieter Hegen gerði mark Vestur-
Þjóðveija.