Morgunblaðið - 27.02.1988, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 27.02.1988, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 Vetrarólympíuleikarnir Schneider vanii srtt annað gull Guðrún H. Kristjánsdóttirliggurmeðflensu og keppti ekki VRENI Schneider frá Sviss hlaut í gær gullverðlaun í svigi kvenna á Ólympíuleikunum. • Mateja Svet, Júgóslavíu, hiaut "**silfrið og vestur-þýska stúlkan Christa Kinshofer-Guethlein bronsið. Guðrún H. Kristjánsdóttir frá Akureyri keppti ekki í gær. Hún er veik; liggur með inflúensu, og læknir, sem skoðaði hana, bann- aði henni að keppa. Þetta eru önnur gullverðlaun Vreni Schneider á leikunum — hún sigr- aði einnig í stórsvigskeppni kven- fólksins á miðvikudaginn. Hún hafði nauma forystu eftir fyrri ferð- ina í gær en keyrði síðan glæsilega í síðari ferðinni og samanlagður tími hennar var nærri því tveimur sekúndum betri en þeirra sem næst- ar komu. Tími Schneider í fyrri ferð voru 48.41 sek. en seinni ferðina fór hún á 47.88 sek. og því samanlagt á 1:39.69 mín. Tími Svet í öðru sæti I Eróbik- Reuter Vreni Schnelder leikfimi var 1.68 sek. lakari en það var síðan skammt í bronsverðlaunahafann því tími Kinshofer-Guethlein var aðeins 3 sekúndubrotum lakari en tími Svet. Sænska stúlkan Camilla Nilson var önnur eftir ferð en fór ólöglega gegnum eitt hliðið í seinni ferð og varð þar með úr leik. Austurríska stúlkan Roswitha Steiner, sem var í 10. sæti eftir fyrri ferð, keyrði mjög vel í síðari ferðinni,- fékk þá tímann 48.34 — aðeins sigurvegarinn var þá með betri tíma. Steinar endaði í 4. sæti. ítalska stúlkan Paoletta Magoni- Sforza, sem öllum á óvart varð Olympíumeistari í þessari grein í Sarajevo 1984, lenti í 7. sæti í gær, 3.07 sek. á eftir Schneider. Spánska stúlkan Blanca Fern- andez-Ochoa, sem hafði forystu eft- ir fyrri ferð stórsvigsins á miðviku- daginn, missti aftur af verðlaunum, varð nú fimmta. Þess má geta að fjórir af þeim fimmtán bestu eftir fyrri ferð, keyrðu út úr brautinni í síðari ferð- inni. Þeirra á meðal var svissneska stúlkan Brigitte Oertli, en hún vann silfur í brunkeppni leikanna. Heilsuræktin Sólskin, sími 46055. Námskeið hefjast 1. mars 15% afsláttur fyrir skólafólk. Skíðaskotfimi: Sovét- ríkin unnu gullið Sovétmenn unnu í gær gullverð- laun í 4 x 7,5 km skíðaskotfimi á sjöttu Olympíuleikunum í röð! Þeir hafa einokað þessa grein frá upphafi — engin önnur þjóð hefur náð að sigra í greininni á Ólympíu- leikum síðan fyrst var keppt í henni á leikunum 1968. Allir liðsmenn sovésku sveitarinnar gengu hratt og voru öryggið upp- málið er þeir skutu á skífurnar í gær. Sveitin fékk tímann 1 klukku- stund, 22 mínútur og 30 sekúndur, sem er hvorki meira né minna en tæpum 12 mínútum betri tími en sovéska sveitin fékk á síðustu vetr- arólympíuleikum, í Sarajevo 1984. Sovésku sveitina í gær skipuðu: Dimitri Vasiliev, Sergei Tchepikov, Alexander Popov og Valeri Medved- tsev. Vestur Þjóðvetjar urðu í öðru sæti á 1:23.37 klst., ítalir þriðju á 1:23.51, Austurríkismenn fjórðu á 1:24.17,6 klst. Næstu þjóðir: Austur-Þýskaland..................1:24.28,4 Noregur...........................1:25.57,0 Svíþjóð...........................1:29.11,9 SPÁÐU í LiÐíN SPiLAÐU MED Hægt erað spá í leikina símleiðis og greiða fyrirmeð kreditkorti. Þessi þjónusta er veitt alla föstudaga frá kl. 9:00 til 17:00 og laugardaga frá kl. 9:00 til 13:30. Síminn er 688 322 ÍSLENSKAR GETRAUNIR - eini lukkupotturinn þar sem þekking margfaidar vinningslíkur. Þrefaldur OG pottur LEIKVIKA 26 Leikir 27. febrúar 1988 K 1 X 2 1 Derby - West Ham ? Newcastle - Chelsea 3 Portsmouth - Liverpool 4 Q.P.R. - Wimbledon 5 Sheffield Wed.-Tottenham 6 Watford - Coventry 7 Barnsley - Ipswich 8 Huddersfield - Birmingham 9 Leeds - Blackburn 10 Leicester - Manchester City 11 Middtesbro - Bradford 12 Swindon - Millwall í Calgary 1988 Klæðnaður Witt vekur athygli Austur-þýska skautadrottningin, Katarina Witt, hefur vakið mikla athygli fyrir klæðaburð sinn á ísnum. Klæðaburður hennar hefur farið fyrir bijósið á mörg- um siðprúðum sem segja að klæðaburður hennar gæti haft áhrif á dómarana. Nú þegar stúlkurnar hafa lokið skyldu- og stuttuæfingunum er Witt í öðru sæti á eftir Debi Thomas frá Bandaríkjunum. Síðasti hluti keppninnar, fijálsar æfing- ar, fer fram í dag og er talið að Witt hafi þar mikla yfirburði. Debi Thomas var best í skylduæfingunum, Kira Ivanova frá Sovétríkjum í öðru sæti og Witt í þriðja. I fyrra kvöld var keppt í stuttum æfingum og var Witt þar efst og Thomas í önnur. Thomas hefur 0,2 stiga forskot á Witt fyrir fijálsu æfingarnar í dag. Elizabeth Manley frá Kanda er í þriðja sæti og Kira Ivanova í fjórða. Ishokkýkeppnin: Kanada burstaði Vestur-Þýskaland Kanadamenn gjörsigruðu Vestur-Þjóðveija, 8:1, í íshokkýkeppni leikanna í gær- kvöldi. Þess má geta að í liði Vestur-Þjóðveija voru fimm leik- menn fæddir í Kanada! Það var í annarri lotu sem Kanadamenn lögðu grunn að ör- uggum sigri sínum — komust þá í 5:1 þrátt fyrir að vera tveimur færri í 90 sekúndur. Tveir Ieik- manna Kanada voru þá reknir af velli. Kanadamenn hafa ekki unnið til verðlauna á Ólympíuleikum síðan þeir hlutu bronsið í Grenoble 1968 og ekki eru líkur á að þeim takist það að þessu sinni, því þeir hafa aðeins 3 stig úr 4 leikjum. Sergei Boisvert og Marc Habsc- heid gerðu 2 mörk hvor fyrir Kanada og Zarley Zalapski, Ken Yaremchuk, Ken Berry og Wally Schreiber gerðu 1 mark hver. Dieter Hegen gerði mark Vestur- Þjóðveija.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.