Morgunblaðið - 27.02.1988, Side 4

Morgunblaðið - 27.02.1988, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1988 Handleggsbrot í fangageymslum: Málíð sent rík- issaksóknara FRUMRANNSOKN Rann- sóknarlögreglu ríkisins á máli tvitugs Eskfirðings, sem kærði meðferð lögreglu á sér, er nú lokið. Málið var sent til ríkissaksóknara í gær. Kæra piltsins barst Rannsókn- arlögreglunni laugardaginn 13. febrúar. Þá um nóttina hafði pilt- urinn verið handtekinn. Hann var fótgangandi á ferð í miðbæ Reykjavíkur og rakst utan í bif- reið. Bifreiðareigandinn, afleys- ingamaður hjá lögreglunni í Reykjavík, taldi hann hafa skemmt bifreiðina verulega. Hann leitaði fulltingis föður síns, sem er einnig lögreglumaður og var á vakt þá um nóttina. Saman fóru þeir, við þriðja mann, heim til pilts- ins, sem var fluttur í fangageymsl- ur lögreglunnar. Það var í fanga- geymslum sem pilturinn varð fyrir slíkri meðferð í höndum lögreglu, að hann tvíbrotnaði á vinstri upp- handlegg. Vegna málsins var feðgunum vísað úr starfi þann 19. febrúar. Samkvæmt upplýsingum Rann- sóknarlögreglu ríkisins hefur bíleigandinn lagt fram bótakröfu vegna skemmda á bifreiðinni og hljóðar hún upp á rúmar 17 þús- und krónur. Starfsmenn RLR hafa hins vegar ekki getað séð neinar skemmdir á bifreiðinni. Að öðru leyti fengust ekki upplýsingar um málið, sem nú bíður afgreiðslu hjá embætti ríkissaksóknara. Starfsmenn Pósts og síma við lokafrágang sýningar í gær, talið frá vinstri: Karl Bender verk- fræðingur, Jóhann Hjálmarsson blaðafulltrúi, Jón Kr. Valdimarsson yfirtæknifræðingur, Thor Eggertsson rafeindavirki og Kristján Bjartmarsson yfirverkfræðingur. Opið hús hjá Pósti og síma Kynning fyrirtækja í tilefni norræns tækniárs heldur I nesi og jarðstöðinni Skyggni. Þar verður þjónusta áfram um helgina. Meðal annars verður Póstur og I stofnunarinnar kynnt og margvísleg tækni, sem notuð sími með opið hús á fjórum stöðum á morgun, sunnu- I er í þágu fyrirtækisins. dag, klukkan 14 til 18, í Múlastöð, Ármúla 27, Gufu- | Sjá kynningu norræns tækniárs á bls. 27. VEÐUR ÍDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR í DAG, 27.2.88 YFIRLIT í gær: Suður af landinu er víðáttumikil 1045 mb hæð, en 1012 mb smá lægö, á Grænlandshafi er önnur álíka skammt út af landinu, báðar á norðaustur-leið. Áfram verður hlýtt í dag og nótt, en tekur að kólna í fyrramálið. SPÁ: Á morgun verður vestlæg eða norðvestlæg átt á landinu, víðast kaldi eða stinningskaldi. Norðaustanlands verður hiti nálægt frostmarki og dálítil él en eins til 4ra stiga hiti annars staðar. Á Vesturlandi verður skýjað og dálítil súld, einkum framan af degi en bjart verður á Suðaustur- og Austurlandi. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAGR OG MÁNUDAG: Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað og Kklega dálítil súld vestanlands, en úr- komulaust að mestu annars staðar og bjart verður á Suðaustur- og Austurlandi. Sennilega vægt frost noröaustanlands en frost- laust í öðrum landshlutum. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað ■Á Hálfskýjað A SI(ýÍað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * -|0 Hitastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur ■ j- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavik hltl 8 4 veóur skýjaó rignlng Bergen +2 léttskýjaö Helslnki +6 skýjað Jan Mayen +2 snjókoma Kaupmannah. i snjókoma Narssarssuaq 3 snjókoma Nuuk +9 snjókoma Osló +2 Mttskýjað Stokkhólmur +2 þokumóða Þónhöfn 7 snjóél Algarve 13 léttskýjað Amsterdam 1 komsnjór Aþena 14 léttskýjað Barcelona 10 helðskfrt Berifn 1 snjókoma Chlcago +3 helðskfrt Feneyjar 7 helðskfrt Frankfurt 2 snjókoma Glasgow 7 alskýjaö Hamborg 1 komsnjór LasPalmas 18 alskýjað London 4 skýjað LosAngeles 12 mlstur Lúxemborg +1 snjókoma Madrfd 6 hálfskýjaö Malaga 15 léttskýjað Mallorca 9 skýjað Montreal +9 snjóél NowYork +4 helðskfrt Paris 4 •kýjað Róm 11 lóttskýjað Vfn 2 alskýjað Washlngton 44 háHskýjað Winnipeg 45 skýjað Valencla 10 léttskýjað Hraðfrystihús Breiðdælinga: Ollu starfs- fólki sagt upp HJÁ Hraðfrystihúsi Breiðdælinga hefur öllu starfsfólki, 55 manns, verið sagt upp störfum og lausráðnir úr þeirra hópi sendir heim án frekari fyrirvara, alls 20 manns. Ástæður þessara uppsagna eru rekstrarerfiðleikar frystihússins að sögn framkvæmdasfjórans. Heimir Hávarðsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Breiðdælinga sagði í samtali við blaðið, að reksturinn væri vonlaus við óbreyttar aðstæður, „Við treyst- um okkur ekki til að halda þessu gangandi lengur og urðum því að grípa til uppsagnanna. Við sendum þá heim, sem ekki voru fastráðnir, eins og við teljum okkur hafa heim- ild til. Við vonumst til að geta haf- ið starfsemi á ný eftir helgina, treystum á það að samningamenn okkar standi við það heit sitt, að skrifa ekki undir, nema rekstur okkar verði tryggður. Þar reynir á ríkisstjórnina og hennar efnahags- ráðstafanir," sagði Heimir. Hann sagði hart, að lenda í þessu nú, það aflaðist vel, en togari frystihússins hefði verið sendur í siglingu að þessu sinni og báturinn landaði í gáma í Vestmannaeyjum. Heimir sagði það óeðlilegt ástand, sem nú ríkti í fískvinnsl- unni. „Við erum svosem ekki ein á báti hér á Breiðdalsvík, þetta er almennt vandamál. Gengi krónunn- ar er allt of hátt skráð, við fáum ekki nóg verð fyrir afurðirnar, það þrátt fyrir að söluverð þeirra hafi aldrei verið hærra í erlendri mynt. Kostnaður hefur stórhækkað, eink- um þjónusta, sem við verðum að sækja til Reykjavíkur. Okkar rekst- ur hér er þar að auki þungur, við þurfum að taka við öllum fiskteg- undum sem berast á land, getum ekki losnað við neitt í gáma. Nú duga okkur engar reddingar, meira þarf að koma til, helst það, að reka öflugan áróður fyrir landsbyggðina og fiskvinnsluna. Þar þarf að koma til hugarfarsbreyting, gera fólki sem vill vera úti á iandi kleift að búa þar. Menn átta sig ekki á því í þessu'þjóðfélagi hvaðan tekjumar koma. Þess vegna þarf að gera fólki grein fyrir því, að þjóðfélag okkar þrífst ekki á því einu, að reisa Kringlur," sagði Heimir Hávarðs- son. Að sögn Heimis kemur þessi stöðvun hjá frystihúsinu verulega illa við Breiðdælinga. Þar er frysti- húsið þungamiðja atvinnulífsins. „Við höfum skyldum að gegna gagnvart fólkinu hér og treystum þess vegna á að okkur verði gert kleift að halda áfram, við óbreyttar aðstæður er það vonlaust og ekkert annað en lokun sem blasir við og það er um leið dauðadómur yfir þessu byggðarlagi," sagði Heimir Hávarðsson. Þjóðminjasafn íslands: Afmælishátíð í Há- skólabíói á morgun í TILEFNI af 125 ára afmæli Þjóðminjasafns íslands býður menntamálaráðuneytið til há- tiðarsamkomu í Háskólabíói sunnudaginn 24. febrúar kl. 16. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, menntamálaráð- herra, Birgir ísleifur Gunnarsson, og Þór Magnússon, þjóðminja- vörður, flytja ávörp. A dagskrá verða ýmis skemmtiatriði sem tengd eru sögu Þjóðminjasafns- ins. M.a. munu Kristinn Sig- mundsson og Jónas Ingimundar- son flytja lög og ljóð tengd Þjóð- minjasafninu, Sigurður Rúnar Jónsson leikur á gömlu íslensku fiðluna, sýnd verður kvikmynd frá uppgreftrinum í Skálholti 1954, íslenskir búningar frá liðnum öld- um verða sýndir með aðstoð Þjóð- dansafélags Reykjavíkur og Gunnar Egilsson mun leika á hljóðpípu Sveinbjamar Egilsson- ar. Húsið verður opnað kl. 15.30 og er öllum heimill aðgangur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.