Morgunblaðið - 12.03.1988, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988
ER VATNSKASSINN BILAÐUR?
Gerum við.
Seljum nýja.
WKKSMIÐJAN
Ameríska
evrópska
Ármúla 19, 128 Reykjavík.
Símar: 681877, blikksmi'Aaverkstœði.
681949, vatnskassaverkstæðið.
681996, skrifstofan.
0
Dansviðburður
íslandsmeistarakeppni
í samkvæmisdönsum
Keppt verður í öllum aldursflokkum í
suður-amerískum- og samkvæmisdönsum.
Dómarar eru frá Englandi
John Knight, Michael Sandham og Marie Pownall.
Danssýningar
Parið Michael Sandham og Marie Pownall sýna.
Einnig sýna nemendur jass og ballett.
Keppnin hefst laugardaginn 12. mars ð Hótel ísland
Kl. 10 f.h. Aldur 7 ára og yngri Latin/Standard
Aldur 8-9 ára Latin/Standard
Kl. 13 Aldur 10-11 ára Latin/Standard
Aldur 12-13 ára Standard
Aldur 14-15 ára Latin
Keppnin verður síðan í Laugardalshöll
sunnudaginn 13. mars.
Setningarathöfn og sýningar kl. 14.
Keppnin hefst kl. 14.15. Verðlaunafhending.
Seinni hluti hefst eftir hlé kl. 20.
Aldur 12-13 ára Dag. Latin Kvöld
Aldur 14-15 ára Standard Latin
Aldur 16-24 ára Standard Latin
Aldur 25-34 ára Latin Standard
Aldur 35-49 ára Standard Latin
Aldur 50 og eldri Latin Standard
Kennarariðill Standard Latin
Húsin opna 1 klst. fyrir keppni.
Miðaverð: Hótel ísland Börn Fullorðnir kr. 300.- kr. 400,-
Laugardalshöll Börn Fullorðnir kr. 300,- kr. 500,-
ViA þökkum bókabúð Braga lán á Amstrad
tölvum viö útreikninga á stigagjöf dómara.
DANSRÁÐ ÍSLANDS
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 42$. þáttur
Texti dagsins er úr Egils sögu
Skalla-Grímssonar, 78. kafla.
Segir þar m.a. frá því, er sögu-
hetjan ætlaði að svelta sig í hel
af harmi eftir sonu sína látna,
Böðvar og Gunnar. En Þorgerð-
ur Egilsdóttir kom til Borgar og
gekk í lokrekkjuna hjá föður
sínum. Nú ræðast þau við, feðg-
inin:
„Þá mælti Egill: „Vel gerðir
þú, dóttir, er þú vill fylgja feðr
þínum; mikla ást hefír þú sýnt
við mik. Hver ván er, at ek mun
lifa vilja við harm þenna?" Síðan
þögðu þau um hríð. Þá mælti
Egill: „Hvat er nú dóttir, tyggr
þú nökkut?" „Tygg ek söl,“ seg-
ir hon, því at ek ætla, at mér
muni þá verra en áðr; ætla ek
ella, at ek muna of lengi lifa.“
„Er þat illt manni?" segir Egill.
„Aliillt," segir hon, „villtu eta?““
Þegar Þorgerður Egilsdóttir
notar orðið allillt, er fyrri hluti
orðsins áhersluforskeyti (herð-
andi forsk.). Hún segir föður
sínum að söl séu mjög óholl.
Þessi áherslumerking í for-
skeytinu all hefur mjög bliknað
eða dofnað nú á dögum. Allillt
myndi nú merkja nokkuð illt,
fremur illt, ekki gott. Þá erum
við komin að því alþekkta fyrir-
bæri mannlegs máls, að áherslu-
orð (eða orðhlutar) og ýmiss
konar sterkyrði, t.d. bölv og
ragn, slitna með árunum og þó
einkum við ofnotkun. Þetta gæt-
um við kallað bliknun.
Tilefni þessa formála er bréf
frá Jóni Á. Gissurarsyni í
Reykjavík, þar sem hann minn-
ist á hversu merking orðsins
ágætur hafí dofnað í seinni tíð.
Þessa gætir einkum meðal yngra
fólks, og dugir nú ekki lengur
að gefa bömum eða unglingum
einkunnina „ágætt“, þegar mik-
ið skal viðhafa. Það myndu þau
skilja „sæmilegt" eða svona í
þolanlegu meðallagi. Hyggjum
aðeins betur að báðum þessum
orðum, því að örlög þeirra eru
hin sömu.
Sæmilegur var upphaflega
sterkyrði, dregið af sómi. Það
merkti þá þann sem var til (mik-
ils) sóma eða sæmdar. Eg set
því til staðfestingar frægan
kafla úr Jóns sögu Ögmundar-
sonar eftir Gunnlaug Leifsson
(d. 1218):
„ísleifr byskup, meistari
rninn," sagði hann [Jón], „var
allra manna vænstr, manna
snjallastr ok bezt at sér um alla
hluti.“ Þeir svöruðu þá, sem hjá
váru, eftirspyijandi, hverr þá
hefði getit Isleifs byskups. Inn
heilagi Jóhannes [=Jón] svaraði:
„Hans skal ek í hvert sinn at
góðu geta, þá er ek heyri góðs
manns getit.“ Má af slíku
marka, hversu góðr ok mikils
háttar ísleifr byskup hefír verit,
er svá heilagr maðr bar honum
svá^ sæmiligan vitnisburð."
Ágætur er dregið af þriðju
kennimynd sagnarinnar að geta,
gátum, með áhersluforskeytinu
á. Það hefur því merkt: sá sem
mikið er getið um (að góðu).
Sama hugsun er í frægur, eigin-
lega sá sem miklar (og góðar)
fregnir fara af.
Aður en lýkur þessum efnis-
þætti, má minna á viðskeytið
na. Það var áður til áherslu.
Hér-na, nú-na, svo-na merkti
t.d. „nákvæmlega hér“ ná-
kvæml. nú og nákvæml. svo,
o.s.frv. Þegar merking þessa
viðskeytis bliknaði, brugðu sum-
ir á það ráð að bæta öðru „na“
við og sögðu þá til áherslu hérn-
ana, núnana, svonana. Ein
þessara orðmynda er athuga-
semdalaus í Orðabók Menning-
arsjóðs.
★
Jón Á. Gissurarson minntist
líka á það orðalag, að veður
gengi yfir í þeirri merkingu að
því hefði slotað. Líkaði honum
það ekki alls kostar, en bætti
þó við, að bjartsýnismenn hefðu
sagt sem svo, meðan veðurofsi
var í algleymingi: þetta gengur
yfir. Það hefði verið spá um
betri tíma. Erfítt mun vera að
halda þessu í sundur. Sjálfur
segi ég gjarna um óveður, sem
slotar, að það gangi niður, en
mér finnst að ég gæti líka sagt
að það gengi yfir.
★
Reynir Eyjólfsson í Mosfells-
bæ er enn að hugsa um nýyrði
yfír „robot" og skrifar svo:
„Sæll vertu, Gísli.
Aðeins örfá orð í viðbót um
róbótana. Það hlýtur að vera
hægt að finna raunverulegt
íslenskt nýyrði á þessi tæki
fremur en að reyna að bjargast
við að gefa gamalkunnu orði enn
eina merkinguna í viðbót. Að
mínu mati bætir það síður en
svo úr skák að orðið skuli líka
minna á útlenda orðið robot.
Eg væri ekki sæll með orð eins
og kommi eða kompa yfir enska
orðið computer!
Nú er það kunnara en frá
þurfí að segja, að róbótamir em
nokkurs konar afsprengi tölvu
og vélar. Ég ætla því að hætta
á að bera fram aðra tillögu um
íslenskt heiti á þá. Það er kven-
kynsorðið vélva (beygist eins og
tölva), sem á að minna á þetta
samhengi: tölvan er stjórnstöð
allrar vélarinnar (róbótsins) á
sama hátt og limirnir dansa eft-
ir höfðinu í mannheimi.
Kær kveðja."
Ég þakka Reyni kærlega fyrir
bréf hans og áhuga. Ég bið ykk-
ur nú að segja álit ykkar á þessu
máli öllu saman, en sjálfur hef
ég ekki enn skipt um skoðun.
★
Gott er til þess að vita hversu
mikið er nú talað við börn í sjón-
varpi. Ég þykist vita að það fólk,
sem býr til texta og les fyrir
bömin, vandi sig sem allra best,
bæði að orðalagi og framburði.
Ég óska því velfamaðar í starfi.
Ábyrgð þess er afar þung. Á því
læra bömin málið, að það er
fyrir þeim haft, og nú er sjón-
varpið að verulegu leyti komið
í stað afa og ömmu. Sveinbjöm
Egilsson þýddi í Ilíonskviðu:
„Tunga dauðlegra manna er
vökur. Á henni liggja margar
og ýmiss konar ræður, og vítt
er rúmsvæði orðanna. Þau orð,
sem maður öðrum segir, þau orð
fær hann aftur að heyra.“
P.s. Hvað merkir orðasam-
bandið að gera einróið með
eitthvað?
Amerísk vika á Holiday Inn
AMERÍSK vika verður haldin á
Hótel Holiday Inn dagana 13.
til 19. mars. Kynntir verða vin-
sælir amerískir réttir í veitinga-
sölum hótelsins; Lundi og Teigi.
Að kynningunni standa Holiday
Inn - Reykjavík ásamt Columbia
Gorge og Oregon hótelunum.
Tveir bandarískir matreiðslu-
menn munu stýra matseldinni,
annar í Lundi og hinn í Teigi. I
Lundi verða léttir réttir á boðstól-
um allan daginn og má þar nefna
kúfísksúpu, glóðarsteiktan kjúkl-
ing að hætti Pauls Newman og
núðlu- og fískrétti. í Teigi verður
m.a. boðið upp á Villbráðarpaté,
grillaða styiju og steik að hætti
New York-búa.
í frétt frá Holiday Inn segir að
til að ná réttri stémningu hafi
nokkrum innflytjendum bandarí-
skrar vöru verið boðið að kynna
vöru sína og þjónustu. Ennfremur
verða anddyri og matsalir hótelsins
með amerískum blæ og munu
amerískir skemmtikraftar koma
fram.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins verða til viðtals í
Valhöll, Háaleitisbraut 1, á
laugardögum frá kl. 10-12. Er
þar tekið á móti hvers kyns
fyrirspurnum og ábendingum
og er öllum borgarbúum boðið
að notfæra sér viðtalstíma
þessa.
Laugardaginn 12. mars verða til viðtals Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar og formaður Innkaupa-
stofnunar Reykjavikurborgar, Haraldur Blöndal, formaöur umferðarnefndar og Þórunn Gestsdóttir, formaður
jafnréttisnefndar, varaformaður ferðamálanefndar Reykjavikur og í stjórn umhverfismálaráös.