Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ, 1988 19 / Umsjón Sigurður H. Richter Ráðstefna um sjálfvirkni fyrir framleiðslufyrirtæki Verkfræðingafélag íslands efnir föstudaginn 18. mars til ráð- stefnu um sjálfvirkni fyrir framleiðslufyrirtæki. Ráðstefnan er haldin í tengslum við Norræna tækniárið 1988. Ráðstefnan fer fram á Hótel Loftleiðum og stendur allan daginn. Sem dæmi um efni sem mæld eru má nefna: — blóðsykur er mældur til að greina og fylgjast með sykursýki — skjaldkirtilshormón eru mæld til að greina sjúkdóma í skjaldkirtli — þvagefni í blóðvökva er mælt til að meta útskilnaðarhæfni nýma — ensím í blóðvökva eru mæld til að greina og fylgjast með vefja- skemmdum í líffærum, svo sem hjarta, lifur o.fl. ísótópastofa (1) Á ísótópastofu er fólk rannsakað með geislavirkum efnum. Megin- þátturinn er sá flokkur rannsókna, sem nefndur hefur verið ísótópa- skönnun. Aðferðin felst í því að geislavirkt efni er gefíð inn í líkam- ann og dreifíng þess um einstök líffæri og líffærakerfi könnuð með geislanemum. Af dreifíngu efnisins má ráða hvort líffærið starfar eðli- lega. Blóðmeinafræðideild (1) Hér fer fram greining á mismun- andi tegundum hvítblæðis og hinar ýmsu tegundir blóðleysis eru að- greindar. Á storkurannsóknastof- unni eru greindar truflanir á storku- kerfínu eins og t.d. blæðingarsjúk- dómamir dreyrasýki, von Wille- brandssjúkdóur eða tilhneiging til hins gagnstæða, blóðtappamyndun- ar. Þar fara og fram svokallaðar pp-mælingar sem notaðar em til stýringar á blóðþynningarmeðferð. Blóðbankinn (4) Meirihluti alls blóðs sem safnað er úr blóðgjöfum er tekið í Blóð- bankanum en rúmum þriðjungi þess er safnað í blóðsöfnunarferðum í samvinnu við Rauða kross íslands. í Blóðbankanum er haldin skrá um alla blóðgjafa og í hana em færðar niðurstöður rannsókna á blóðgjöfum eins og blóðflokka- og mótefna- rannsóknir. Ymis smitvamarpróf em framkvæmd á blóðinu sem safnað er og meðal þeirra em skimpróf fyr- ir eyðnimótefni og lifrarbólguveim B. Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði (5) og (6) Rannsóknastofa Háskólans skipt- ist í 5 megingreinar: Veflarannsókn- ir, kmfningar, litningarannsóknir, fmmulíffræði, réttarlæknisfræði. Vefjarannsóknir og litningarann- sóknir verða til sýnis almenningi. 1) Vefjarannsóknir: Flest krabbamein sem greind em á landinu em greind með vefjagrein- ingu við þessa stofnun. 2) Litningarannsóknir: Legvatns- rannsóknir em nú meiri hluti verk- efna þessarar deildar en legvatns- rannsóknir em gerðar til þess að kanna ástand fósturs með tilliti til arfgengra sjúkdóma og vanskapnað- ar. Tölvudeild (1)' Deildin hefur yfímmsjón með öll- um tölvumálum ríkisspítala. Helstu verkefnin em: 1) Hönnun og uppsetning tölvu- kerfa fyrir allar deildir ríkisspítala. 2) Rekstur tölvukerfanna og þjónusta við notendur þeirra. 3) Umsjón með vali og kaupum á öllum tölvubúnaði og rekstrarvör- um vegna tölvuvinnslu. 4) Ráðgjöf til notenda og stjóm- enda um val á búnaði og tölvukerfum og aðstoð við notendur við lausn margvíslegustu verkefna með aðstoð tölvu. Eldhús Landspítala (1) Eldhúsið er stærsta eldhús lands- ins og hefur að jafnaði um 1.000 manns í fullu fæði á hveijum degi. í eldhúsinu vinna 40 manns í fullu starfi. Eldhúsið rekur einnig sitt eig- ið bakarí. í eldhúsbyggingunni er borðstofa starfsfólks og verður þar boðið upp á kaffi og meðlæti meðan á opnu húsi stendur. Aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, Guðrún Zoéga, verkfræðingur, mun ávarpa ráðstefnugestina. Ráð- stefnustjóri er Ragnar S. Halldórs- son, forstjóri ÍSAL hf. Ráðstefna þessi er áhugaverð fyrir alla þá sem hafa með hag- ræðingu og sjálfvirknivæðingu framleiðslufyrirtækja og físk- vinnsluhúsa að gera. Þrír erlendir fyrirlesarar Þrír erlendir fyrirlesarar munu fljrtja fjögur erindi á ráðstefnu Verkfræðingafélagsins. Þeir munu flytja erindi sín á ensku. Mats Lager frá Allen Bradley- tölvufyrirtækinu mun flytja erindi um „Sjálfvirknivæðingu fram- leiðslufyrirtækja í framtíðinni“ eða Future Factory Automation. Anders Holm frá Nobel Chemic- al, stærsta efnavinnslufyrirtæki Svíþjóðar, mun flytja erindi um „Bætta hagkvæmni fyrirtækja með aukinni sjálfvirknivæðingu" eða The Benefits of Increased Factory Automation. Göran Ridderström frá MHU Robotics mun fjalla um „Notkun róbóta í sjálfvirknivæðingu fyrir- tækja" eða Robots in Factory Au- tomation. Að lokum mun Mats Lager frá Allen Bradley fjalla um „Tölvu- vædda sjálfvirknivæðingu með iðnt- ölvum" eða Computerized Autom- ation By PLC System. íslenskir fyrirlesarar munu einnig miðla af reynslu sinni Á ráðstefnunni munu átta íslenskir fyrirlesarar flytja erindi um sjálfvirknibúnað framleiðslufyr- irtækja og miðla af reynslu sinni í sambandi við notkun sjálfvirknibún- aðar í íslenskum og erlendum fram- leiðslufyrirtælcjum. Þeir munu flytja erindi sín á íslensku. Einar Jóhannesson, verkfræð- ingur frá IBM, mun fjalla um notk- un rafknúna róbóta í sjálfvirkni- væðingu verksmiðja. Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM, mun fjalla um samtengd tölvukerfí fyrir framleiðslufyrirtæki og Einar Jóhannesson, verkfræð- ingur, mun í þessu sambandi fjalla um tölvuvædda framleiðslu eða IBM CIM-tölvukerfíð. Jón Hjaltalín Magnússon, verk- fræðingur og framkvæmdastjóri JHM, mun fjalla almennt um sjálf- virknibúnað fyrir íslensk fram- leiðslufyrirtæki. Fyrirtæki hans hefur eins og kunnugt er hannað róbóta fyrir ÍSAL hf. og er að vinna að nokkrum áhugaverðum sjálf- virkniverkefnum fyrir íslensk fyrir- tæki. Bjarni Jónsson, verkfræðingur, mun fjalla um sjálfvirknivæðingu ÍSAL í Straumsvík og hvemig reynsla þeirra er af iðntölvustýring- um og öðmm sjálfvirknibúnaði. Davíð Scheving Thorsteinsson, forstjóri Sól hf., mun fjalla um umfangsmikla sjálfvirknivæðingu fyrirtækisins. Jón Scheving, verk- fræðingur, mun einnig lýsa sjálf- virknibúnaði Sól hf. og reynslu þeirra af búnaðinum. Dr. Þorsteinn _ Hannesson, efnafræðingur hjá íslenska jám- blendifélaginu hf., mun fjalla um sjálfvirknibúnað verksmiðjunnar og margvíslegar endurbætur á búnað- inum að tillögum íslenskra starfs- manna fyrirtækisins. Víglundur Þorsteinsson, form- aður Félags íslenskra iðnrekenda, mun hugleiða sjálfvirknivæðingu framleiðslufyrirtækja á íslandi í framtíðinni. í lok ráðstefnunnar mun ráð- stefnustjórinn Ragnar S. Halldórs- son, forstjóri ÍSAL hf., stjórna umræðum. Að ráðstefnunni lokinni munu ráðstefnugestir þiggja boð iðnaðarráðherra. MikiII áhugi meðal íslenskra fyrirtækja Þegar hafa mörg fyrirtæki sýnt mikinn áhuga á ráðstefnu Verk- fræðingafélagsins og tilkynnt þátt- töku margra starfsmanna sinna. Þeir sem hafa áhuga á þessari ráð- stefnu eru því vinsamlegast beðnir um að tilkynna þátttöku sem fyrst vegna takmarkaðs húsrýmis. Þátt- taka tilkynnist til skrifstofu Verk- fræðingafélagsins í síma 688511 eða til skipuleggjenda ráðstefnunn- ar, Mannamót sf., Ráðstefnumið- stöð Reykjavíkur, í síma 621062. Ráðstefna á næstunni Hinn 29. apríl verður haldin ráð- stefna í tengslum við Norrænt tækniár og mun hún Ijalla um „Tæknibreytingar og sjálfvirkni í atvinnulífinu". Þessi ráðstefna er einkum ætluð stjómmálamönnum, stjómendum fyrirtækja og forystu- mönnum launþegasamtaka. Frá þessari ráðstefnu verður nánar greint síðar. Hitamælinga- miðstöðvar Fáanlegar fyrir sex, átta, tíu, tólf, sextán, átján eða tuttugu og sex maelistaði. Ein og sama miðstöðin getur tekið við og sýnt bæði frost og hita, t.d. Celcius+200+850 eða 0+1200 o.fl. Hitaþreifarar af mismunandi lengdum og með mismunandi skrúfgangi fáanlegar. Fyrir algengustu rið- og jafnstraumsspennur. Ljósastafir 20 mm háir. Það er hægt að fylgjast með afgashita, kælivatns- hita, smurolíuhita, lofthita, kulda í kælum, frystum, lestum, sjó og fleira. VESTURGÖTU )6 SÍMAR 14680 - 21480 Sundfatnaður og strandfatnaður frá Livia Nýkomið glœsilegt úrval Gott verð NA hb ^4/ A A ja J útiuf Glæsibæ, sími 82922.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.