Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 29 36. ÞING NORÐURLANDARAÐS I OSLO rGEGN SIAÐGREIÐSLU-i Ólafur G. Einarsson formaður íslensku sendinefndarinnar: Vinstri flokkarnir vildu ræða utanríkismál annarra landa Ósló, frá Steingrími Sigurgeirssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. Norðurlandaráðsþinginu i Ósló lauk síðdegis í gær. í lok þingsins voru fjárlög fyrir næsta ár samþykkt en þau hljóða upp á 600 milljónir danskra króna. Deiltum farsíma FARSÍMAR ollu nokkrum deilum á Norðurlandaráðs- þinginu nú í vikunni. Nokkrir þingmenn frá norrænu vinst- riflokkunum, m.a. Guðrún Helgadóttir, höfðu lagt þá tillögu fyrir þingið að bannað yrði að aka bifreið og tala í farsíma samtímis. A þetta vildu þó ekki allir þingmenn fallast. Tillagan olli nokkrum deilum og varð tilefni snarpra orða- skipta. Wiggo Komstedt frá sænska Hægriflokknum mót- mælti þessu harkalega og sagði að alveg eins væri þá tilefni til þess að banna fóstrum að passa böm og útbúa matinn handa þeim samtímis eða að banna þingmönnum á Norðurlandar- áðsþingi að lyfta glasi og semja lagafrumvörp. Eftir að tillagan hafði farið til meðferðar í samgöngumála- nefndinni var hún samþykkt all nokkuð breytt. Samþykkt var með 39 atkvæðum gegn 12 að auka upplýsingastreymi um farsíma og hvetja framleið- endur til þess að hanna útbúnað er væri öruggari í umferðinni. Næsta Norðurlandaráðsþing verður haldið í Stokkhólmi og hefst það hinn 27. febrúar 1989. „Almenna umræðan einkenndist af þrýstingi frá vinstri hópunum á þinginu um að utanríkismál annarra landa en Norðurlanda yrðu rædd á þinginu, en Anker Jörgensen hóf þar umræðu um málefni Vestur- bakkans og herteknu svæðanna í ísrael," sagði Ólafur G. Einarsson, formaður íslensku sendinefndarinn- ar, þegar Morgunblaðið spurði hann hvað hefði helst einkennt þingið. Ólafur G. Einarsson sagðist ekki telja það rétt að fara út í umræðu um slík mál á þessum vettvangi. Hann lagði áherslu á að Norður- landaráð ætti að vera vettvangur landanna til að vinna saman að því að draga úr ýmsu sem skildi þjóð- imar að og reyna að styrkja sam- vinnu og ná árangri. Með því mark- verðasta er samþykkt hefði verið á þinginu taldi hann vera samstarfs- áætlun á sviði menningar- og æsku- lýðsmála. Samstarfsáætlunin var sam- þykkt síðastliðið fimmtudagskvöld og greiddi Guðrún Helgadóttir at- kvæði gegn áætluninni ásamt nokkrum öðrum þingmönnum. Guð- rún er m.a. andvíg þeirri breytingu sem áætlað er að gera á Tónlistar- verðlaunum Norðurlandaráðs. EB og Norðurlöndin „Það var ljóst þegar áður en þingið hófst að Norðurlöndin og Evrópubandalagið yrðu eitt höfuð- málið á þinginu," sagði Matthías Á. Mathiesen, samstarfsráðherra Norðurlanda, þegar Morgunblaðið spurði hann álits á þinginu. „Enda kom í ljós að þetta var aðalmálið í almennu umræðunum." Hann sagði Ólafur G. Einarsson að þó einstök Norðurlönd hefðu ekki gert upp hug sinn í þessu máli hefði hin sameiginlega niður- staða verið sú, að löndin ættu með öllum hætti að ná samræmingu í viðskiptamálunum og norrænn heimamarkaður, sem hefði verið á dagskrá undanfarin ár, væri mikil- vægari en nokkru sinni fyrr. Matt- hías sagði íslendinga leggja áherslu á sérstöðu okkar vegna fiskveiði- mála og mikilvægi fríverslunar með fisk. Ávallt væri rætt um Norræna fjárfestingarbankann á þessum þingum en sérstaklega nú þegar ákveðið hefði verið að stofna sér- stakan þróunarsjóð til að auka möguleika Norðurlandanna til sam- eiginlegra verkefna utan þeirra. Þetta væri mál sem Norðurlandaráð hefði átt frumkvæði að og gert væri ráð fyrir að slíkur samstarfs- samningur yrði til umræðu á þjóð- þingunum nú f haust. Það væri enginn vafi á því, að hans mati að NIB hefði sannað gildi sitt, en ís- lendingar hefðu einmitt stutt þá hugmynd vel á sínum tíma. Göng undir Álasund Matthías Á. Mathiesen sagði að áður en Norðurlandaráðsþingið hófst, hefði hann farið til Álasunds og fengið þar tækifæri til að skoða ný göng undir sundið og ræða við þá aðila sem hefðu staðið að því verki. Það væri athyglisvert að þessi framkvæmd hefði verið fjármögnuð af einkafýrirtækjum en eftir að kostnaðargreiðslum væri lokið yrði mannvirkið eign norska ríkisins. „Að sjálfsögðu getum við dregið lærdóm af þessum vinnubrögðum þó að jarðvegur sé sjálfsagt öðru- vísi í Noregi en hjá okkur." 3.000 bílar fara um þessi göng á dag. Matthías Á. Mathiesen: A Aætlun um alþjóð- leg íþróttamót Norðurlöndin og hafréttarlög BJAJRNE Mörk Eidem, sjávarút- vegfs- og samstarfsráðherra Nor- egs, svaraði á Norðurlandaráðs- þinginu í gær fyrirspurn frá Guðrúnu Helgadóttur um af hveiju Danmörk, Svíþjóð, Finn- land og Noregur hefðu ekki enn staðfest Alþjóða hafréttarsátt- málann. Eidem sagði að löndin hefðu mik- inn áhuga á því að sáttmálinn yrði samþykktur af sem flestum þjóðum. Við staðfestingu á þessum sáttmála sem öðrum alþjóðlegum sáttmálum, skipti þó miklu máli hvaða afstaða yrði tekin af þeim löndum sem oft- ast hefðu svipaða afstöðu í málum af þessu tagi. Enn sem komið væri hefðu einungis íslendingar staðfest sáttmálann í þessum hópi. Önnur ástæða fyrir því að löndin væru í biðstöðu væri að ennþá ríkti óvissa um efnahagslegar afleiðing- ar hinna nýju reglna um yfirráða- rétt á hafsbotninum. Nánari skil- greining á þessu atriði væri nú í vinnslu hjá nefnd skipaðri af Sam- einuðu þjóðunum og væri þeirri vinnu langt frá því lokið. MATTHÍAS Á. Mathiesen, sam- starfsráðherra Norðurlanda, lagði það til á Norðurlandaráðs- þinginu, að Norðurlöndin myndu sameiginlega gera 20 ára áætlun um alþjóðleg íþróttamót, haldin á Norðurlöndunum. „Ferðaþjónusta hefur verið vax- andi grein á Norðurlöndunum und- anfarið," sagði Matthías í samtali við Morgunblaðið. „Norðurlöndin eru með framúrskarandi íþrótta- menn á mörgum sviðum og ég tel að við eigum að nýta það sameigin- lega, til þess að ná í ýmis alþjóðleg mót hingað, í stað þess að keppa um það hvert við annað.“ Hann sagðist hafa lagt þetta til í fram- haldi af tillögu, sem samþykkt hefði verið á Norðurlandaráðsþingi fyrir tveimur árum um samvinnu Norð- urlandanna á íþróttasviðinu, en Eið- ur Guðnason spurðist fyrir ,um framkvæmd þeirrar tillögu á þing- inu. FLUGLEIÐIR Kaupum og seljum hlutabréf Flugleiða gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 2.700,- fyrir hverjar 1.000,- kr. nafnverðs. HluLabréfamarkaóurinn hf. Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík. rGEGN SIAÐGREIÐSLU-i Matthías sagði að 20 ára áætlun af þessu tagi yrði ein mesta auglýs- ing sem Norðurlöndin gætu fengið og mikilvæg fýrir ferðamannaiðn- aðinn sem atvinnugrein. Hann sagði það ljóst að íslendingar sæktust eftir því að halda heimsmeistara- keppnina í handbolta árið 1994, en Svíar sem haldið hefðu þessa keppni tvisvar, sæktust einnig eftir því að fá að halda hana í þriðja sinn. Einn- ig væri ágreiningur milli Norð- manna og Svía um hver ætti að halda næstu vetrarólympíuleika. Matthías sagðist hafa rætt þetta við hina samstarfsráðherrana og að auki einstaka þingmenn og ráð- herra. „Það eru allir sammála um að slík samstarfsáætlun yrði þýð- ingarmikil, bæði vegna samstarfs á íþróttasviðinu og þess kynningar- gildis sem hún myndi hafa fyrir Norðurlöndin í heild.“ Bandaríkjunum: Gary Hart hættir kosn- ingabaráttu í annað sinn Denver, Reuter. GARY Hart tilkynnti í gær að hann væri hættur þáttöku í kosningabaráttunni í Banda- ríkjunum. Þetta er í annað sinn í þessari kosningabaráttu sem hann tilkynnir að hann sé hætt- ur, hið fyrra sinnið var í fyrra- sumar er hann varð uppvis að hjúskaparbroti. Hart sagði á blaðamannafundi í Denver að hann hefði lagt það í hendur þjóðarinnar að ákveða hvort hann ætti að halda áfram að keppa að útnefningu til forseta- embættis og nú væri ljóst að fólk vildi að hann hætti. „Þjóðin hefur dæmt og ljóst er að ág á ekki að halda áfram baráttunni," sagði hann. Hart hvatti tilvonandi for- setaefni til dáða og bað þá að vera málefnalega en ekki karpa VKRZUJNRRBRNKI fSLRNDS Hf Kaupum og seljum hlutabréf Verslunarbanka íslands gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 1.350,- fyrir hverjar 1.000,- kr. nafnverðs. Hlulabréfamarkaóurinn h(. Skólavörðustíg 12, 3.H., 101 Reykjavík. -GBGN MGREIÐSLGn EIMSKIP Kaupum og seljum hlutabréf Eimskips gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 4.000,- fyrir hverjar 1.000,- kr. nafnverðs. Hlulabréíamarkaóunnn hf. Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík. ■GEGN SIAÐGREIÐStU- TOLLVÖRU GEYMSIAN Kaupum og seljum hlutabréf Tollvörugeymslunnar gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 1.140,- fyrir hverjar 1.000,- kr. nafnverðs Hlutabréíamarkaóunnn hl. Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavik. um persónur hvors annars. Gary Hart er fyrrum öldungar- deildarþingmaður demókrata frá Colorado. Hann tók þátt í forvali flokks síns fyrir forsetakosning- amar 1984. Honum var spáð miklu gengi þegar hann tilkynnti þátt- töku sína í kosningaslagnum í apríl á síðasta ári. Mánuði síðar var hann neyddur til að viðurkenna að hafa átt í ástarsambandi við fýrirsætuna Donnu Rice og til- kynnti hann í kjölfar þess að hann væri hættur. Hann tók upp þráð- inn á ný í desember undir kjörorð- inu „látum þjóðina ákveða," en nú þykir honum ljóst að hún hafi gert upp hug sinn hvað hann varð- ar og tilkynnir öðru sinni að hann sé hættur. rGEGN SIAÐGREIÐSLlh HAMPIOJAN Kaupum og seljum hlutabréf Hampiðjunnar gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 1.380,- fyrir hverjar 1.000,- kr. nafnverðs. Hlutabréfamarkaóunnn hf Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík. rGEGN STAÐGREIÐSELh Iðnaðarbanki íslands hf. Kaupum og seljum hlutabréf Iðnaðarbanka íslands gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 1.570,- fyrir hverjar 1000,- kr. 1 nafnverðs. Hlutabréfamarkaóurinn hl. Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.