Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988
43
ÚRVAUFERÐIR
UM FJARLÆC LÖHD
PERÚ
Þann 3. júní leggjum við upp
í 18 daga ferð til Perú sem er
heillandi heimur mannlífs og
náttúru.
Þar leggjum við mikla áherslu á
að skoða stórkostlegar minjar
hinnar fornu menningar Inkanna
og förum t.d. til „týndu borgarinn-
ar“ Machu Picchu sem er í 2300
metra hœð. Þangað flúðu Inkar
undan Spánverjum.
Við heimsœkjum einnig frum-
skóga Amazon, skoðum höfuð-
borgina Lima og kynnumst sér-
stœðu mannlífi við Titicaca vatnið.
Fararstjóri er Sigurður Hjart-
arson sagnfrœðingur, sérfrœðing-
ur í sögu rómönsku Ameríku.
Verð 98.000 kr*
Innifalið í verði: Flug, gisting í
tveggja manna herb., morgunverð-
ur, skoðunarferðir, 5 hádegisverðir
og 3 kvöldverðir. íslensk farar-
stjórn.
Tœplega þriggja vikna ferðir
til Rómar og Sorrento á Ítalíu.
Við hefjum ferðina í Róm og
skoðum borgina eilífu á 4 dögum.
Hvern langar ekki að sjá staði
eins og Kolosseum, Kapitólhœð-
ina, Péturskirkjuna,
Sixtínsku kapelluna og Forum
Romanum?
Frá Róm ökum við til Sorrento
við Napólíflóann. Þangað hafa
menn leitað hvíldar og endurnœr-
ingar öldum saman. í Sorrento
dveljum við í tæpar tvœr vikur.
Meðal staða í nágrenni Sorr-
ento sem Erna Sigurðardóttir,
fararstjóri Úrvals, skipuleggur
skoðunarferðir til eru eldfjallið
frœga, Vesúvíus; Pompei, sem
grófst í ösku í eldgosi árið 79 e. Kr.
og er nú meðal frœgustu fornleifa
sem til eru - og gleymum ekki
Kaprí, eyjunni yndislegu sem
liggur skammt undan Sorrento-
skaga. Þessa staði œttu Úrvalsfar-
þegar ekki að láta hjá líða að
heimsœkja.
Verð frá 63.300 kr.*
Innifalið í verði: Flug, gisting í
tveggja manna herb., morgunverð-
ur, akstur til og frá flugvelli erlend-
is. íslensk fararstjórn.
Brottför: 24. júní, 11. júlí og 19.
ágúst.
THAILAND
Þann 25. október höldum við
í þriggja vikna ferð til Thai-
lands. / þessu austrœna œvintýra-
landi skoðum við okkur vel um
undir öruggri fararstjórn Jóhannes-
ar Reykdal.
Við byrjum í höfuðborginni
Bangkok og höldum þaðan
norður í land og heimsœkjum
Chiang Mai sem var höfuðborg
fyrsta thailenska konungsríkisins.
Og enn förum við norðar, til
Chiang Rai.
Undir lok ferðarinnar dveljum
við í rúma viku á Pattaya bað-
ströndinni. Þaðan heimsœkjum við
t.d. orkídeubúgarð í Chonbury,
safírnámur við Chantabury,
'FRDASKRIFSrOFAN ÚRVAL
- fólk sem kann sitl tae'
Pósthússtrœti 13 - Sími 26900
menntasetur búddamunka í Djitta
Bhavn og skoðum brúna yfir
Kwaifljótið.
Verð 90.300 kr.*
Innifalið í verði: Flug, gisting í
tveggja manna herb., morgunverð-
ur, flutningur til og frá flugvöllum
erlendis og íslensk fararstjórn.
MIÐ-EVRÓPA
Þann 16. ágúst hefst 15 daga
ferð um Luxembourg og fegurstu
svœði Þýskalands, Frakklands
og Sviss. Ferðast er í fýrsta flokks
loftkœldum hópferðabíl og gist á
góðum hótelum.
Meðal annars heimsækjum við
Móseldalinn og Svartaskóg,
Heidelberg, Basel, Lindau við
Bodensee, Munchen og Trier.
Þessi ferð er tvímœlalaust sú
rétta fyrir þá sem vilja sœkja heim
marga af fegurstu stöðum Evrópu
en vera lausir við að aka sjálfir.
Friðrik G. Friðriksson er
fararstjóri en farþegar hans úr fyrri
rútuferðum Úrvals róma einstaka
fararstjórn hans.
Verð 67.200 kr.*
Innifalið í verði: Flug, gisting,
morgunverður, 10 kvöldverðir,
skoðunarferðir og íslensk farar-
stjórn.
* Verð miðast við staðgreiðslu í
reiðufé.
Komdu við og fáðu bœkling-
inn eða hringdu og við sendum
þér hann. í Úrvalsbœklingnum ’88
finnur þú úrval sérferða í allar
áttir.
IALLAR ATTIR
YDDA F12.22/SÍA