Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 51 HÖSKULDUR JÓNSSON Hef ekkert samviskubit ennþá brögðum aðdáenda og gagnrýn- byrjun vandist hann kvikmyndavél- hins eina og sanna Busters allt til enda. Skýringin er sú að eftir erfiða inni vel og naut dyggilegs stuðnings síðustu töku. — Það er ekki mér að kenna þótt verið sé að leika lög með Látúns- barkanum. Madeleine heitir yngri dótt- ir sænsku konungshjón- anna. Höskuldur Jónsson, viðskipta- fræðingur, hefur geght for- stjórastarfi hjá~Áfengis- og tó- baksversiun ríkisins í tæplega tvö ár. Hann var inntur eftir hvort aukin neysla landsmanna á áfengi og tóbaki í forstjóratíð hans væri honum gleðiefni. „Ekki stríðir ennþá gegn betri vitund að viðskiptin gangi vel, ég hef ekki samviskubit enn sem komið er. I sjálfu sér hef ég eng- an metnað tii að stuðla að auk- inni áfengisneyslu á íslandi. Hins vegar er staðreynd að þegar út- sölustöðum áfengis fjölgar eykst heiidardrykkjan. Aðalskýringin er auðvitað sú að það verður auð- veldara fyrir fólk að ná sér í áfengi. ÁTVR hefur þá stefnu að fara að viija íbúa sveitarfélaga sem hafa tjáð sig um hvort þeir vilja vínbúð eða ekki og uppfylla óskir þeirra í skynsamlegri röð.“ Höskuldur bætir því við að ekki þurfí opnun nýrrar áfengisútsölu alltaf að þýða aukna drykkju. „Það er nefnilega aðeins hægt að reiða sig á söiutöiur áfengis að vissu rnarki," segir Höskuldur, „tökum Ólafsvík sem dæmi. Áður en við opnuðum verslun þar sögð- ust heimamenn ætla að hætta samkeppni við ÁTVR. Hafi þeir staðið við það er ólíklegt að drykkjan hafi aukist þótt svo gæti virst af hærri söiutölum hjá okkur." Hvemig skýr- ir þú samdrátt í sölu léttra vína og aukna sölu sterkra? „Það er ekki langt síðan ís- lendingar fóru að drekka léttvín með mat. Vegna , breytts tíðar- anda, tísku og hagstæðs verð- lags miðað við sterkara áfengi varð aukning i sölu léttvina fyr- ir áratug og náði hámarki 1984. Við fórum hratt af stað og nú hefur orðið dálít- ill afturkippur í neyslu léttra Höskuldur Jónsson forstjóri Áfengis- og vina. Þó ekki tóbaksverslunar ríkisins. inn genever." Höskutdur kveðst hafa viljað auka fjölbreytnina í léttum vínum og bjóða upp á fleiri tegundir af betra taginu. I því skyni var sa- mið við sænsku einkasöluna árið 1986 um að fá vín af svokölluðum sérlista hennar. Milli tíu og tutt- ugu kassar, sem þykir harla lítið, voru sendir frá Svíþjóð og er vínið geymt hér við sérstakar aðstæð- ur; í myrkri og við fast hitastig. Þratt fyrir að þessi völdu vín hafí verið á boðstólum í rúmt ár eru aðeins örfáar tegundir uppseldar og á öðrum er lítil hreyfing. „Fólk virðist hafa takmarkaðan áhuga á að reyna eitthvað nýtt. Þetta eru ekld svo dýr vín, en verið gæti að fáir viti af þeim,“ segir 'Höskuldur. Sérpöntuð vín Hann talar um að hins vegar sé talsverður áhugi á að sérpanta vín. Frá áramótum hafa á miili 500 og 600 kassar, eða 6000 til 7000 flöskur, verið sérpantaðir. Aðallega eru það léttvín sem ÁTVR pantar sérstakiega fyrir veitingahús og einstaklinga og tekur fyrir tíu krónur á flösku, auk telexgjalds. Venjulega kaupa hótel og veitingahús að minnsta kosti fimm til tíu vínkassa í einu, en oft kaupa einstaklingar einn meiri en svo að á síðasta ári skol- uðu landsmenn niður fleiri léttvínslítrum en til að mynda á árinu 1982.“ Minni rómantík „Fyrir örfáum árum þótti hæfa að drekka léttvín með ostum og kexi við kertaljós. Ég held að þessi rómantík sé ekki eins út- breidd nú og hún var um tíma, hugsanlega hafa menn étið yfir sig af kexi og osti. Eldri sonur minn er af kynslóð kertaljósa og rauðvíns, en sá yngri lítur ekki við léttu víni.“ „Af sterkum vínum er greini- lega mest aukning í vodka- drykkju. Sfðasta ár seldust 801.000 lítrar af vodka hérlendis. Ekki veit ég hvemig menn drekka vodkað, að minnsta kosti virðist ekki meira dmkkið af kokkteilum en verið hefur. Ætli því sé ekki bara blandað í appetsínusafa eða kók uppá gamla móðinn. Annars gengur neysla sterkra vína í hringi. Nýlega var romm vinsæl- ast, æ meira er keypt af gini, en á mínum stúdentsárum var dmkk- til tvo kassa sem pantaðir hafa verið sérstaklega. Enn eitt bjórfmmvarpið liggur nú fyrir Alþingi og ýmsir telja það líklegra til að hljóta samþykki en fyrri frumvörp. í því er gert ráð fyrir að sala áfengs öls heQist í verslunum ÁTVR 1. mars 1989. Höskuldur kveðst ætla að bíða með að leggjast undir feld og huga ítarlega að málinu meðan frumvarp um bjórsölu hefur ekki verið samþykkt. „Mér þykir þó frekar ólíklegt að Áfengisverslunin myndi bmgga bjór,“ segir Höskuidur. „Þá yrði að byggja bmgghús og eðlilegra væri að þau tvö bmgg- hús sem fyrir em í landinu víkki út starfsemi sína. Eflaust verður mikið flutt inn af bjór þegar þar að kemur. Giska mætti á að um átta til tíu milljónir Htra af sterku öli muni seljast hér á ari og til samanburðar má geta þess að árlega er dreift þremur og hálfri milljón litra af áfengi.“ STOKKHÓLMUR Konungsfjölskyldan á selasöngleik Karl Filippus Svíaprins. Karl Gústaf Svíakonungur, Silvía drottning og bömin þeirra þijú vom nýlega viðstödd söngleik í Stokkhólmi sem haldinn var af alþjóðlegum umhverfísvemd- arsjóði. Tilefiiið var fjársöfnun til vemdar selum í Austursjó, sem taldir em í útrýmingarhættu. Flytj- endur söngleiksins vom böm og unglingar. Fylgdust systkinin Mad- eleine, Karl Filippus og Viktoría með af hrifningu, að því er segir í sænskri tímaritsgrein. Nokkrir brosleitir og myndarlegir pandabimir tóku á móti systkinun- um og vísuðu þeim til sætis. Prins- essumar þóttu sérdeilis fínar í fjólu- bláum blómakjólum með blúndu- krögum. Bróðir þeirra var einnig í sínu fínasta pússi; tvíhnepptum jakka, víðum buxum og með þvers- laufu. Silvía klæddist flauelskjól í svipuðum lit og á kjólum Madeleine og Viktoríu, en Karl Gústaf féll hálfþartinn í skuggann eins og svo oft áður. Þó má hann eiga það að hann setti á sig fjólublátt bindi til að tolla í tísku kvöldsins. Sænska konungsfjölskyldan ásamt einiun pandabjarnanna. Á innfelldu myndinni er krónprins- essan, Viktoría.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.