Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 Samningaviðræður á Austurlandi: Slitnaði upp úr eftir að kröfugerð var lögð fram Fundur hjá ríkissáttasemjara á mánudag ^ Egilsstöðum. Á STUTTUM samningafundi Al- Kraf: þýðusambands Austurlands og vinnuveitenda á Austurlandi sem haldinn var á Egilsstöðum í gær, slitnaði upp úr samningaviðræð- um. Ríkissáttasemjari hefur boð- að deiluaðila á fund í Reykjavík næstkomandi mánudag. Verka- lýðsfélögin á Austurlandi hafa ákveðið að hafa samflot í samn- ingunum og létu fulltrúar ASA bóka harðorð mótmæli við þessa málsmeðferð, en sögðust sætta sig við úrskurðarvald ríkissátta- semjara. Guðlaugur Þorvalds- son, ríkissáttasemjari, sagði að þessi tilhögun væri fyrst og fremst af tæknilegum ástæðum. VSÍ og VMS hefðu aðeins skipað eina samninganefnd og því væri ekki hægt að hafa samningavið- ræður í gangi á mörgum stöðum samtímis. Á fundinum lagði Alþýðusam- band Austurlands fram kröfur sínar og eru þær í anda Verkakvennafél- agsins Snótar í Vestmannaeyjum. fa um grunnkaupshækkun var ekki lögð fram í upphafi og mun það bíða uns ljóst verður hveijar niðurstöður annarra liða kröfugerð- arinnar verða. Aðrir helstu liðir kröfugerðarinnar eru, að áfanga- hækkanir verði 3% á þriggja mán- aða fresti út samningstímabilið, sem er til 1. febrúar 1989. ASA setur fram kröfur um 2 til 20% starfsaldurshækkanir eftir 1-9 ára starfstíma. Fyrir hönd fískvinnslu- fólks er farið fram á, að við undir- skrift fastlaunasamnings fái verka- fólk 800 kr. á mánuði. Að loknum námskeiðum hækki kaup um 1900 krónur og sérhæft fískvinnslufólk fái til viðbótar 500 krónur, eða 3200 krónur alls. Einnig er farið fram á persónuuppbót í desember, 8000 krónur fyrir fólk í fullu starfi og verkafólk í hlutastarfi fái þessa uppbót í hlutfalli við vinnutíma. Fimm rauð strik eru í kröfugerð- inni, með tveggja mánaða millibili og má framfærsluvísitala ekki hækka meira en 3,2% milli fyrstu viðmiðana og 1,5% á milli tveggja síðustu. Eftir að upp úr slitnaði á fundin- um sagði Hrafnkell A. Jónss^n, formaður verkamannafélagsins Ár- vakurs á Eskifírði, að staðan væri verri eftir þennan fund. Bjöm Grét- ar Sveinsson, formaður Jökuls á Höfn, sagði að þessi framkoma vinnuveitenda mundi flýta fyrir verkfallsboðun ef eitthvað væri. Það væri neyðarbrauð fyrir Austfirð- inga að fara til Reykjavíkur til að semja við Austfírðinga. Alþýðusam- Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Farið yfir gögnin á samningafundinum á Egilsstöðum í gær. band Austurlands hefur skipað sjö manna samninganefnd til að fara suður og getur hún kallað sér til aðstoðar fleira fólk ef þurfa þykir. Eiríkur Sigurðsson, fjármálastjóri Kaupfélags Austur-Skaftfellinga, sagði að ekki kæmi til greina annað en að semja undir merki Vinnuveit- endasambandsins og Vinnumála- sambands samvinnufélaganna. Verkalýðsfélagið Árvakur á Eskifírði heldur fund í dag þar sem næstu aðgerðir verða ákveðnar. Líklegt er að fleiri félög á Aust- Qörðum taki ákvarðanir um fram- haldið nú um helgina. Björn. Rannsókn á sjúkraskrám í Árbæ: Um einn lækni að ræða og fyllsta trúnaðar gætt Sigurður Örlygsson við verk sitt Fyrirmæli óskast. • • Sigurður Orlygsson sýnir á Kjarvalsstöðum Sigurður Örlygsson listmálari opnar í dag, laugardag 12. mars, sýningu í Vestursal Kjarvalsstaða. A sýningunni eru 7 stór myndverk, öll unnin í vetur í akríl- og olíuliti. Að sögn Sigurðar eru verkin á þessari sýningu afrakstur viðleitni hans til að tengja saman málverk og skúlptúra. Hugmyndir fá fyrst á sig form í málverki en þróast síðan áfram yfir í hreina skúlp- túra. Viðfangsefni Sigurðar eru að hans sögn landslag og tíminn, samspil hins gamla og nýja og hin stöðuga togstreita milíi nú- tímans og framúrstefnunnar. Þetta er 15. einkasýning Sigurðar en einnig hefur hann tekið þátt í mörgum samsýningum, bæði hér heima og erlendis. Sýningin á Kjarvalsstöðum er opin daglega kl. 14 - 22 og lýkur 27. mars. - segir Gunnar Ingi Gunnarsson, yfirlæknir GUNNAR Ingi Gunnarsson, yfir- læknir f Heilsugæslustöð Árbæjar, hafði samband við Morgunblaðið og óskaði eftir að það kæmi fram, að opinber rannsókn, sem nú hef- ur verið fyrirskipuð á sjúkra- skrám stöðvarinnar, nær aðeins til eins læknis af þremur og verð- ur þess gætt að trúnaður við sjúkl- inga verði ekki brotinn. Sá Iækn- ir, sem hér um ræðir, lætur af störfum um næstu mánaðamót. Gunnar Ingi kvaðst ávallt hafa verið þeirrar skoðunar að aldrei hafí verið tekið almennilega á brotum lækna varðandi reikningagerð. Hins vegar hafi hann talið, þegar óskað var eftir aðgangi að gögnum Heilsu- gæslustöðvarinnar, að það samrýmd- ist ekki lögum og siðareglum lækna. „Það var vegna þessarar afstöðu minnar sem ég vildi fá úrskurð dóm- stóla um málið, þegar ríkisendur- skoðun óskaði eftir innsetningargerð hjá fógeta," sagði hann. „Því var ég mjög óánægður, þegar ríkisendur- skoðun lagði kröfu sína fram á þann veg, að ekki var hægt að taka af- stöðu til þessara atriða. Eftir að fóg- eti hafnaði kröfunni sneri ríkisendur- skoðun sér til ríkissaksóknara með ósk um opinbera rannsókn. Því hlýt- ur rökstuddur grunur um misferli þessa eina læknis að hafa verið fyrir hendi þegar málið kom til kasta fóg- eta.“ Gunnar Ingi sagði, að Læknafélag íslands hefði samþykkt nýja aðferð við skoðun á sjúkraskýrslum, þar sem þess væri gætt að trúnaður væri ekki brotinn og eftirlit fram- kvæmt án tafa. „Eftirlitið fer þannig fram, að fulltrúar Tiyggingastofnun- ar ríkisins leita til viðkomandi lækn- is og bera saman, með hans aðstoð, efni reikninga og skýrslur sjúkl- inga,“ sagði hann. „Þeir fá hins veg- ar aðeins þær upplýsingar sem nauð- synlegar eru reikningsins vegna, en ekki upplýsingar um hagi sjúklings að öðru leyti. Ef læknir hefur skrifað verk í sjúkraskrá, en aldrei fram- kvæmt það, þá verða reikningar hans augljóslega í ósamræmi við reikninga starfsbræðra hans og þá verður leit- að til sjúklinga til að fá það staðfest að þessi verk hafí verið unnin. Þessi samþykkt Læknafélagsins er einmitt það sem ég vildi fá fram í þessu máli. Það er hins vegar annað mál, aðeinn læknir við heilsugæslustöðina í Árbæ er grunaður um misferli og hann hefur óskað eftir að hætta störfum frá næstu mánaðamótum. Hins vegar er slæmt ef við liggjum allir undir grun og þetta hefur gert mér og hinum lækninum hér, Gunn- ari Rafni Jóhannessyni, erfítt fyrir. Því vildi ég koma því á framfæri, að hér er aðeins um einn lækni að ræða og við rannsókn á hans máli verður þess gætt. að trúnaður við sjúklinga verði ekki brotinn á neinn hátt,“ sagði Gunnar Ingi Gunnars- son, yfírlæknir í Heilsugæslustöð Árbæjar að lokum. Sauðárkrókur: Samningaviðræð- ur um lögsögu- mál sigla í strand Fiskverð á uppboðsmðrkuðum 11. mars. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hsesta Lmgsta Meðal- Magn Heildar- varð vorð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 44,00 30,00 40,09 41,146 1.649.558 Þorskurlósl.) 43,00 30.00 39,00 35,289 1.423.197 Ýsa 53,00 35,00 42,33 12,913 546.622 Ýsa(ósl.) 66,00 35,00 16,80 3,984 242.254 Karfi 19,50 15,00 .18,57 11,226 208.518 Langa 17,00 15,00 15,80 1,250 19.750 Samtals 36,74 116.089 4.265.278 Selt var aöallega úr Stokksey, Sigurjórri Arnljótssyni, Stakkavik, Guðrúnu GK og Sturlaugi Böðvarssyni. Nk. mánudag verður seldur bátafiskur, 20 tonn af ýsu úr Krossvik og 20 tonn af ufsa frá Suðurvör. FAXAMARKAÐUR hf í Reykjavík Þorskur 41,00 38,00 40,25 3,750 150.950 Ýsa 46,00 44,00 45,56 4,500 205.000 Samtals 42,76 8,717 372.727 Selt var úr netabátum og slægð ýsa úr Ottó N. Þorlákssyni. I dag verður selt úr netabátum á fjarskiptauppboði klukkan 13. FISKMARKAÐUR VESTMANNAEYJA hf. Þorskurfósl.) 40,00 40,00 40,00 17,000 680.000 Samtals 38,86 18,250 709.250 Selt var úr Suðurey VE. I dag verður a.m.k. selt úr Suðurey VE. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA Þorskur(ósL) 46,00 38,50 43,50 53,000 2.305.500 Ýsafósl.) 66,50 35,00 52,72 7,4 388.767 Ufsifósl.) 17,00 13,00 15,20 14,000 211.975 Karfi 13,00 7,00. 9,25 2,600 23.654 Keila 16,00 14,00 14,89 2,7 40.200 Steinbítur 10,00 5,00 9,55 -T,3 31.500 Samtals 35,56 83,000 3.037.614 Selt var úr dagróðrabátum. 1 dag verður selt úr dagróðrabátum og hefst uppboðið klukkan 14.30. OENGISSKRÁNINQ Nr. 50. 11. mars 1988 Kr. Kr. Toll- Eln. Kl. 09.16 Kaup Sala gangl Dollari 38,92000 39,04000 39,52000 Sterlp. 71,78800 72,00900 69,97000 Kan. dollari 30,96100 31,05700 31,29400 Dönsk kr. 6,10370 6,12250 6,12590 Norsk kr. 6,13400 6,15290 6,21920 Sænsk kr. 6,57040 6,59070 6,59990 Fi. mark 9,68520 9,71510 9,68980 Fr. franki 6,86120 6,88230 6,91280 Belg. franki 1,11770 1,1211 1,11800 Sv. franki 28,28490 28,37210 28,41840 Holl. gyllini 20,819000 20,88310 20,84770 V-b. mark 23,41120 23,48340 23,40750 It. líra 0,03141 0,03150 0,03176 Austurr. sch. 3,33110 3,34130 3,33080 Port. escudo 0,28500 0,28590 0,28570 Sp. peseti 0,34660 0,34770 0,34700 Jap. yen 0,30454 0,30548 0,30792 írskt pund 62,52500 62,71800 62,38800 SDR (Sérst.) 53,50990 53,67490 53,78320 . ECU, evr. m. 48,37760 48,52670 48,35070 Sauðárkróki. AÐ undanförnu hafa staðið yfir samningaviðræður milli hrepps- nefndar Skarðshrepps og bæjar- stjórnar Sauðárkróks um breyt- ingar á lögsögumörkum sveitarfé- laganna. Fyrir skömmu ákvað hreppsnefnd Skarðshrepps að slíta einhliða þessum viðræðum. Í framhaldi af tilkynningu hrepps- nefndar Skarðshrepps um viðræðu- slit, kom bæjarstjóm Sauðárkróks saman til fundar til umfjöllunar um þetta mál. Eftirfarandi tillaga var borin upp og samþykkt með 9 sam- hljóða atkvæðum: „í framhaldi af bréfí oddvita Skarðshrepps, dags. 2. mars sl., þar sem einhliða er slitið viðræðum við bæjarstjóm Sauðárkróks um samein- ingu sveitarfélaganna, eða aðra breytingu á lögsögumörkum sveitar- félaganna, sbr. einnig viðtal við odd- yitann í dagbl. Degi 3.3. sl., óskar bæjarstjóm Sauðárkróks eftir því við þingmenn kjördæmisins, að þeir flytji nú þegar frumvarp á Alþingi um stækkun lögsagnammdæmis Sauð- árkróks. Krafa Sauðárkróks um stækkun lögsögu er að undir lögsögu Sauðárkróks komi Borgarsveit. Bent er á ítrekuð erindi Sauðárkróksbæjar til þingmanna, síðast í október 1987. Þar sem bæjarstjóm Sauðárkróks telur þetta mál mjög brýnt óskar hún eftir skjótum viðbrögðum þing- manna. Óskað er eftir fundi með þing- mönnum hið allra fyrsta hér á Sauð- árkróki um þetta mál.“ í samtali við Þorbjöm Ámason, forseta bæjarstjómar Sauðárkróks, kom fram að næsta skref í máli þessu verði að koma á viðræðum við þing- menn kjördæmisins, þar sem þessu máli verði fylgt eftir því öllum sé nú ljóst hversu mjög Sauðárkróks- bær sé orðinn aðþrengdur með land. Virðist þetta vera endir á viðræð- um þessara tveggja sveitarstjóma um lögsögumál, sem nú hafa staðið með formlegum hætti allt frá árinu 1981. Lýsti Þorbjöm því að sér þætti það sorgleg staðreynd að málinu skuli ljúka með þessum hætti, og að ekki sé meiri skilningur og velvild í garð Sauðárkróks innan hrepps- nefndar Skarðshrepps en raun ber vitni. - BB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.