Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 45 Minning: Sigurlaugur Egils- son, Olafsvík Fæddur 13. febrúar 1953 Dáinn 7. mars 1988 I dag verður borinn til grafar góður drengur og innilegur vinur, Sigurlaugur Egilsson, eða Laugi, eins og hann var kallaður í daglegu lífi. A stundu sem þessari megna orð svo lítils og sársauki yfir vina- missi umlykur alla þá sem þekktu hann. Við urðum þeirrar gæfu aðnjót- andi að þekkja Lauga og fjölskyldu hans. Margar stundimar áttum við með honum og alltaf var glatt á hjalla þegar Laugi var annars veg- ar. Hlýlegar kveðjur og trygg vin- átta vom aðalsmerki hans. Stutt í brosið og ávallt reiðubúinn til hjálp- ar ef á þurfti að halda. Laugi starfaði sem kokkur um borð í Skálavík SH-208 hjá bræðr- unum Þorgrími og Rúnari Benja- mínssonum og verður hans sárt saknað í róðmm á nýju Skálavík- inni, sem nýkomin er til landsins frá Póllandi en Laugi var einn þeirra sem fóm til Póllands til þess að sækja bátinn sem var í smíðum þar. Mikil tilhlökkun ríkti við að sigla á miðin á nýjum og vel búnum bát en skjótt skipast veður í lofti og á einu augnabliki breytist allt. Laugi var kvæntur Guðnýju B. Gísladóttur og áttu þau sitt heimili í Ólafsvík. Þau eignuðuSt þrjú börn, Þuríði 16 ára, Hafdísi 10 ára og Gísla 4 ára. 011 eiga þau nú um sárt að binda og mikil eftirsjá er að eiginmanni og föður. Laugi hefur siglt á önnur og fjar- lægari mið en nokkurt okkar átti von á. Með fátæklegum orðum vilj- um við þakka fyrir þær stundir sem við áttum með honum og kveðjum í hinsta sinn góðan vin og í sorg minnumst við piltsins sem ætíð fylgdi gleði og kátína. Því hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann ann- að en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og óíjötraður gengið á fund guðs síns? (Spámaðurinn) Elsku Guðný, Þurí, Hafdís og Gísli. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og óskum þess að guð gefi ykkur styrk í þessari miklu raun. Benni, Dísa, Sigrún og Ólína. Mig langar með nokkrum orðum að minnast bróður míns, Lauga, eins og allir kölluðu hann. Hann var fæddur 13. febrúar 1953 og því nýlega orðinn 35 ára þegar hann kveður þennan heim. Hann og skipsfélagar hans voru á leið til íslands þegar afmælis- dagur hans rann upp, þeir voru að koma frá Póllandi með nýjan bát, sem vinnuveitendur hans, Grímur og Rúnar Benjamínssynir, voru að kaupa. En það er nýja Skálavíkin SH 208, en hann var búinn að vera í mörg ár með þeim bræðrum til sjós á gömlu Skálavíkinni, eða frá árinu 1974. Þegar þeir loks komu heim, eftir tíu daga erfiða sjóferð, var mikill fögnuður. Ég fór ásamt eftirlifandi konu hans, Guðnýju Gísladóttur, og börn- um þeirra þeim Þuríði Magneu, Hafdísi Öldu og Gísla Anton, að taka á móti honum og skipsfélögum hans. Hann ljómaði allur af gleði þegar hann sá fjölskylduna, eins og alltaf. Og þegar búið var að tollafgreiða bátinn fengu allir að fara um borð og tekið var vel á móti öllum. Laugi hafði frá mörgu að segja úr ferðinni og var mjög hrifinn af hve báturinn reyndist vel í alla staði í þessari erfiðu sjóferð. Laugi var lífsglaður maður, síkátur og sagði sögur, söng og fékk alla í gott skap. Hann vildi hjálpa öllum og gefa allt sem hann gat. Þegar ég flutti hingað til Ól- afsvíkur árið 1977 var Laugi búinn að búa hér frá árinu 1971. Hann kom hingað til Ólafsvíkur til Magn- úsar Þorsteinssonar móðurbróður okkar og Þuríðar Ottósdóttur til að fara á sjó. Tóku þau honum opnum örmum og gáfu honum alla sína blíðu og ástúð eins og hann væri þeirra eigin sonur. Hér í Ólafsvík kynntist hann Guðnýju og hófu þau búskap árið 1972 á heimili Magga og Þuru. Síðar keyptu þau sér sína eigin íbúð, rishæð í Brautarholti 7, árið 1973 og eignuðust þrjú börn. Laugi var sjómaður í húð og hár, á sjónum leið honum vel og í faðmi fjölskyldu sinnar, hann dýrk- aði börnin sín. En nú er hann farinn til betri heima. Hann var vanur að kalla mig systurhöndina og sagðist ég vera hans hægri og hann mín vinstri vegna þess að hann var örvhentur en ég rétthent. Ég sakna hans mikið vegna þess að það var góður samgangur og systkinabönd á milli okkar, maka og barna okkar. Við systkinin öll höfðum gott samband og gáfum hvort öðru styrk þegar við misstum móður okkar, Gabríelu, í júní á sl. ári og ömmu Brynhildi í september, það var mik- ill missir fyrir okkur öll. Ég vil nú kveðja bróður minn hann Lauga og biðja guð að geyma hann og gefa honum eilífa hvíld. Megi guð vaka yfir eiginkonu hans og börnum, systkinum okkar, afa, Magga, Þuru og eftirlifandi eigin- manni móður okkar, Ragnari Axels- syni, og öðrum aðstandendum og gefa þeim styrk og kraft í sorginni. Guð blessi minningu elsku bróður míns. Friðbjörg Egilsdóttir ... Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glað- ur, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín... (Spámaðurinn, Kahlil Gibran) Vinur okkar, Laugi, er látinn. Ég þekkti Lauga úr Kópavogin- um, við áttum þar heima sem böm. Það var síðan vorið 1977, á 1. maí skemmtun í gamla félagsheimilinu í Ólafsvík að snaggaralegur strákur vindur sér að mér og segir: „þú hér“ og slær svo á lærið á sér og skellihlær, svo var hann þotinn. Seinna fluttum við að Brautarholti 10, þá átti hann heima á sjöunni og þar varð ég heimagangur hjá Guðnýju og Lauga, og allir mínir. Ekki man ég hvemig, en það bara varð. Það voru ófáar ferðimar sem Laugi kom með í soðið handa okk- ur, og veit ég að fleiri hafa sömu sögu að segja. Hann átti betra með að gefa en þiggja. Væri einhver að mála, smíða, byggja eða bara vant- aði eitthvað, þá var hann mættur og kominn að hjálpa eða bara til að halda „húmornum“ í lagi. Svo vorum við alltaf að flytja og fjölga og þroskast, og nú síðast átti hann heima á tíunni og við flutt upp á holt. Síðasta sinn er við sáum hann, var Laugi að biðja mig að taka pakka suður. Það var á sunnudegi. I dymnum í þvottahúsinu hjá okkur stóð hann þennan sunnudag lengi og kvaddi okkur glaður og hress. Þannig viljum við muna hann. Viku síðar var hann dáinn. Tíminn er svo fljótur að líða. Um leið og við þökk- um honum allar góðu samvem- stundimar, biðjum við algóðan Guð að hjálpa og styrkja ykkur elsku Guðný, Þurí, Hafdís og' Gísli. Aðstandendum öllum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Eg hræðist ekki hafsins gný, né hvíta brim á flæðargrynni. En ég er klökkur, kvíði — því nú kveð ég þig í hinsta sinni. (Sigurður Einarsson) Kolbrún Þ. Björnsdóttir og fjölskylda Systursonur minn, Sigurlaugur Egilsson, sem andaðist sunnudag- inn 6. mars, verður jarðsunginn í dag, laugardaginn 12. mars, frá Ólafsvíkurkirkju. Sigurlaugur var fæddur í Kópa- vogi 13. febrúar 1953. Foreldrar hans vom hjónin Gabríela Þor- steinsdóttir og Egill Þorgeirsson og em þau bæði látin. Bjuggu foreldr- ar hans í nábýli við móðurforeldra Sigurlaugs og var hann alla tíð mjög hændur að þeim. Brynhildur amma hans lést á síðastliðnu ári, en Þorsteinn afí hans verður níræð- ur á þessu ári. Foreldrar hans skildu þegar Sigurlaugur var í bernsku og ólst hann upp til 16 ára aldurs hjá móður sinni í hópi sjö systkina. Hann dvaldi tíðum hjá okkur hjón- um í Ólafsvík og kom alkominn til okkar þegar hann var 16 ára gam- all. Sigurlaugur byijaði sjómennsku 15 ára gamall á togara fyrir sunnan og í Ólafsvík stundaði hann sjó- mennsku á vertíðarbátum, lengst af með Þorgrími Benjamínssyni, skipstjóra, nú síðast á Skálavíkinni. Var skipshöfnin nýkomin frá því að sækja nýtt skip til Póllands og höfðu netin verið lögð í fyrsta skipti daginn áður en hann lést. Sigurlaugur var harðduglegur til allra verka, léttur í lund og bóngóð- ur með afbrigðum. Hann kynntist eiginkonu sinni, Guðnýju Gísladótt- ur, árið 1971 og bjuggu þau fyrstu tvö árin á heimili okkar hjóna og fæddist eldri dóttir þeirra, Þuríður Magnea, árið 1972. Árið 1973 fluttu þau í eigin íbúð í Ólafsvík og fæddust þeim síðan 2 börn, dótt- irin Hafdís Álda árið 1977 og sonur- inn Gísli Anton árið 1983. Nú á kveðjustund viljum við hjón- in og böm okkar þakka samvistim- ar á liðnum ámm og votta Guðnýju, bömunum og öðmm aðstandendum okkar innilegustu samúð. Minning um góðan dreng mun ætíð lifa. Magnús Þorsteinsson og fjölskylda. í dag, laugardaginn 12. mars, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkur- kirkju vinur okkar og skipsfélagi, Sigurlaugur Egilsson. Það var um hádegisbilið sl. sunnudag 6. mars að okkur bámst þau tíðindi að vinar okkar væri saknað. Hófum við strax leit að honum. Síðdegis þann dag fengum við þá hörmulegu fregn að Sigur- laugur hefði fundist látinn. Við viljum í fáum orðum hér minnast þessa vinar okkar, Lauga, eins og hann var oftast kallaður. Reyndar er varla hægt að skrifa í fáum orðum um svo góðan og fórn- fúsan dreng sem svo skyndilega er rifínn frá okkur þegar allt lífið svo bjart blasti við honum og fjölskyldu hans í blóma lífsins. Því ætíð hafði hann svo mikið að gefa öðmm, rétti hveijum hjálparhönd sem var hjálp- arþurfí en þáði lítið í staðinn. Laugi var fæddur í Kópavogi og ólst þar upp með sex systkinum sínum. Foreldrar hans voru frá Seyðisfirði, þau Egill Þorgeirsson, sem lést árið 1964 og Gabríella Þorsteinsdóttir, en hún lést á síðast- liðnu sumri. Til Ólafsvíkur kom Laugi fyrst árið 1971. Upp frá því hófust okkar kynni. Árið 1974 gerðist hann svo skipsfélagi okkar þegar við bræð- umir keyptum bátinn Skálavík og ætíð síðan hefur hann verið okkur allt í senn, skipsfélagi, vinur og bróðir. Slík var vinátta þessa drengs okkur og öðmm í þessu byggðar- lagi. Einu gilti hvaða verk þurfti að vinna, hvort sem var á landi eða sjó, alltaf bauð Laugi fram aðstoð sína. Það er til merkis um góðvild hans og dugnað í garð annarra, að þegar tengdafaðir annars okkar lenti í slysi og átti erfitt uppdráttar sl. sumar kom Laugi strax á vett- vang og bauð aðstoð sína. Slíkt og hið sama bauð hann til annarra heimila. Á sjó og í landi hefur Laugi gegnt öllum störfum er tengjast útgerð fiskiskips nema skipstjórn. Var hann einstök persóna í hvetju því starfí er hann tókst á hendur. Aldr- ei fór hann svo frá borði skips að hann hefði ekki gengið úr skugga um að allt væri í stakasta lagi og þess vegna oftast síðastur okkar upp á bryggju eftir róður. Laugi gegndi störfum sínum af stakri trú- mennsku og áhuga. Hvort sem bát- urinn var á sjó eða í landi ellegar ekki væri hægt að sækja sjó vegna brælu eða annarra orsaka, þá var Laugi ætíð á sínum stað, reiðubúinn til starfa hvenær sem þess gerðist þörf. Til að mynda gætti hann þess ávallt þegar landlega var að láta okkur vita ef hann þyrfti að skreppa frá heimili sínu til að hægt væri að ná í hann til starfa ef þörf krefði. Finnst okkur að við höfum aldrei nægilega getað þakkað honum fyr- ir fórnfúsa vinnu hans í okkar þágu, bæði á sjó og í landi, hvort sem var frídagur eða ekki. Laugi var sómi sinnar stéttar, ávallt reiðubúinn að aðstoða við hin margvíslegustu störf sem sneru að félagsmálum sjómanna hér í Ól- afsvík. Minnast margir Ólafsvíking- ar starfa hans við undirbúning og framkvæmd hátíðarhaldanna á sjó- mannadaginn ár hvert en hann hef- ur starfað í sjómannadagsráðinu hér í bæ um árabil sem fulltrúi sjó- manna í verkalýðsfélaginu Jökli. Fyrir mörg og þýðingarmikil störf á þeim vettvangi færum við honum og konu hans, sem oftast starfaði við hlið hans við þau verk, okkar bestu þakkir og bæjarbúa allra. Laugi giftist eftirlifandi konu sinni, Guðnýju Gísladóttur, og stofnuðu þau myndarlegt og hlýlegt heimili hér í Ólafsvík sem ætíð var öllum opið. Eignuðust þau þtjú myndarleg börn, Þuríði Magneu, 16 ára, Hafdísi Öldu, 10 ára og Gísla Anton, 5 ára. Mörg önnur orð mætti hafa um mannkosti hins góða drengs því margar eru minningarnar góðu sem sækja á við vinarmissinn en við kjósum að hafa lokaorð í kveðju okkar þessi: Æ, velkominn oss vertu þá, er vorar syndir tókst þig á. Oss Jesús, kem að þakka þér, að þínir bræður urðum vér.“ (Stef. Tnor.) Við vottum eiginkonu hans, Guðnýju Gísladóttur, bömum, systkinum og ástvinum okkar dýpstu samúð. Megi góður Guð blessa ykkur öll. Þorgrímur, Kristín, Rúnar og Ragnhildur. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi. JÓN ÞÓRÐARSON, Fálkagötu 9, verður jarðsungir.n frá Neskirkju þriðjudaginn 15. marz kl. 14.00. Laufey Stefánsdóttir, Guðrún F. Jeffries, Marvin L. Jeffries, Árni L. Jónsson, Stefán Jónsson, Guðrún S. Sigurðardóttir, Kristján Þ. Jónsson Luna Jacobsen, Þórður Jónsson, Ástriður Bjarnadóttir, Smári Jónsson, Jóhanna Sigurjónsdóttir, Geir Jónsson, Elína Kristjánsdóttir, Guðiaug Jónsdóttir Viðar Finnsson og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, BJARGAR HELGU SIGMUNDSDÓTTUR, Breiðvangi 32, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11-G Landspítalanum. Gústaf Magnússon. Heiða Björg, Ágúst og Sigurlín. TIL SÖLU Dodge Ram 1985 Einn með öllu. Ekinn 20 þús. km. Upplýsingar í símum 45571 og 651670.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.