Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 27 Hótel ísland: Nýr salur opnaður með tónleikum „NORÐUR salur" Hótels íslands verður opnaður sunnudaginn 13. mars nk. kl. 21. Breska popphljómsveitin Elec- trical Theatre skemmtir gestum ásamt íslenskum, dönskum og bandarískum hljómlistarmönnum. Einnig koma fram Tríó Guðmundar Ingólfssonar, söngkonan Andrea Gylfadóttir, danski saxistinn Mikael Hove og bandaríski trompetleikar- inn Jeff Davies. (Fréttatilkynning) Tónleikar í Háteigskirkju KAMMERSVEIT Háteigskirkju heldur tónleika i Háteigskirkju sunnudaginn 13. mars kl. 16. Á efnisskránni eru verk frá bar- okktímanum: Kanon og Gigue eftir J. Pachelbel og konsert fyrir hljóm- sveit og sembal í f-moll og einnig svíta fyrir hljómsveit og einleiks- flautu í h-moll, hvort tveggja eftir J.S. Bach. Einleikari á flautu er Martial Nardeau, konsertmeistari er Sean Bradley en Orthulf Prunner stjómar og leikur á sembal. (Fréttatilkynning) Lækjarskóli í Hafnarfirði: Opin vika vegna 60 ára afmælis BJÖRN Ólafsson, skólastjóri Lækjarskóla í Hafnarfirði, sagði í samtali við Morgunblaðið að í tilefni af 60 ára afmæli skólans stæði nú yfir opin vika i skólan- um og þema hennar væri „Við Lækinn í 60 ár“. Opna vikan byrjaði sl. fimmtudag og eru nemendurnir t.d. með daglega þætti i Útvarpi Hafnarfjarðar. Bjöm sagði að í útvarpsþáttunum væru meðal annars viðtöl sem nem- endumir tækju sjálfir. „Allir 570 nemendur og 37 kennarar skólans taka á einhvem hátt þátt í opnu vikunni," sagði Bjöm. „Nemend- umir taka til dæmis fyrir lífríki Lækjarins, skólann og lífshætti fólksins. Næstkomandi föstudag og laugardag verður svo sýning á handavinnu nemenda, þeir sýna leikþætti og kór syngur á sal,“ sagði Bjöm. Föstuvaka í Hafnaifjarðarkirkju FÖSTUVAKA verður haldin í Hafnarfjarðarkirkju sunnudag- inn 13. mars og hefst hún kl. 20.30. Ræðumaður verður séra Sigfinn- ur Þorleifsson sjúkrahúsprestur og flytjendur tónlistar Eiður Ágúst Gunnarsson óperusöngvari, Hlíf Siguijónsdóttir og kór Hafnarfjarð- arkirkju undir stjóm Helga Braga- sonar organista kirkjunnar. Fastan er tími íhugunar í kirkj- unni. Hún horfír þá til Krists á krossgöngunni, fómar hans og elsku, sem leið lausnar og friðar fyrir mannlífíð allt. Tónar og töluð orð á föstuvöku beina athyglinni til friðar hans og blessunar, sem lífsgleði skapar. Mættu sem flestir njóta góðrar stundar á föstuvöku í Hafnarfjarð- arkirkju. (Fréttatilkynning) Nú eru aðeins nokkrir mánuðir síðan hinn nýi MAZDA 626 kom á markaðinn og er ekki of- sögum sagt að fáir nýir bílar hafi fengið eins lofsamlegar umsagnir og viðurkenningar og hann. Héreru nokkrar: auto motor sport * Kjörinn„HEIMSINS BESTI BÍLL“ af lesendum „AUTO MOTOR UND SP0RT“ Nú 5. árið í röð kusu lesendur þessa virta þýska bílatímarits MAZDA ,626 „HEIMSINS BESTA BÍL“ í millistærðar- flokki innfluttra bíla. Á annað hundrað þúsund kröfuharðir Þjóðverjar tóku þátt I þessari árlegu kosningu og sigraði MAZDA 626 með yfirburðum í sínum flokki. Blaðamenn AUTO M0T0R UND SPORT höfðu áður gert samanburðarprófun á 5 vin- sælum bílum I millistærðar- flokki á þýskum markaði. Úr- slit urðu: 1. MAZDA 626 GLX 2. Audi 80 1.9E 3. Ford Sierra 2.0i GL 4. Peugeot 405 SRi 5. Renault 21 GTX „Sögulegur viðburður" sagði Auto Motor und Sport, því þetta er I fyrsta skiptið, sem japanskur bíll vinnur slíka samanburðarprófun. AUtO ZEITUNG EUROPA POKAL Árlega efnir þýska bílatímarit- ið „AUTO ZEITUNG“ til sam- keppni um „Evrópubikarinn". Til keppninnar þetta ár voru valdar 12 gerðir bíla, sem kepptu 13 riðlum. í dómnefnd- inni voru 8 bílagagnrýnendur og gefa þeir stig fyrir samtals 60 atriði. Úrslit urðu: 1. BMW 318i 2. MAZDA 626 GLX 3/4. Audi 80 3/4. Peugeot405 5/6. Opel Ascona 5/6. Volkswagen Passat 7. Renault 21 8. Mercedens Benz 190 9/10. HondaAccord 9/10. Mitsubishi Galant 11. Ford Sierra 12. Citroen BX Munurinn á stigum BMW 318i, sem er dýrari bíll, og MAZDA 626 var þó vart mark- tækur því að hann var innan við þriðjungur úr prósentu- stigi! freie fahrt KLUBJOURNAL DES ARBÖ 1. gullverðlaun hjá FREIE FAHRT MAZDA 626 hlaut 1. gullverð- laun i samkeppni, sem fram fer árlega á vegum „FREIE FAHRT" sem er gefið út af fé- lagi bifreiðaeigenda I Austur- ríki. í dómnefndinni voru 43 einstaklingar, þar á meðal hinn heimsfrægi kappaksturs- maður Niki Lauda, en að auki höfðu lesendur blaðsins at- kvæðisrétt. 9 bílar kepptu í ár: MAZDA 626, Toyota Corolla, Honda Prelude, Honda Civic, Daihatsu Charade, Opel Sena- tor, Peugeot 405, Citroen AX og Rover 825. MAZDA 626 sigr- aði keppinauta sína með mikl- um yfirburðum og má geta þess að þetta er I fyrsta skipt- ið, sem japanskur bíll hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun! Fyrstu 3 sætin skipuðu: 1. MAZDA 626 2. Peugeot 405 3. Citroen AX Mikið hrós ekki satt? En MAZDA 626 á það skilið! Því ekki að kynnast MAZDA 626 af eigin raun? Við bjóðum ykkur að koma og skoða þennan frá- bæra bíl. Verðið mun svo koma ykkur þægilega á óvart, það er frá aðeins 710 þús. krónum. (Gengisskr. 04.03 88 stgr.verö Sedan 1.8L 5 gira m/vökvast.) Opið laugardaga frá kl. 1-5 3 BÍLABORG HF. FOSSHALSI 1. S.68 12 99. MAZDA 626 JIEIMSINS BESTIBILL!! I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.