Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 53 Þorvaldur Helga- son — Minning Það var sunnudaginn 28. febrúar sem ástkær afi okkar kvaddi þenn- an heim. Var hann búinn að eiga við veikindi að stríða í nokkur ár, þótt ekki hafí hann haft mörg orð um það. Núna þegar við, barnabörnin 9, hugsum til baka, eru okkur öllum minnisstæðar stundimar góðu sem við áttum með afa. Alltaf tók hann jafnvel á móti okkur þegar við kom- um í heimsókn, gaf sér ætíð góðan tíma. Ýmis voru erindi okkar svo sem hvort hann nennti að spila við okkur eða hvort hann gæti komið hjólunum okkar í lag, og var það þá gert í hvelli. Já, það var gott að _eiga afa að. Ófáar berjaferðimar fóm þau afi og amma í á haustin og tóku okkur þá oft með, ekki lét hann það á sig fá þótt hann væri með fullan bíl af ærslabelgjum, alltaf jafn þolin- móður. Ekki voru svo móttökur afa síðri þegar langafabömin fóm að sækja hann heim, var kominn í leik með þeim um leið og þau birtust. Áttu þau með honum margar ánægju- stundir og héldu, öll sem eitt, mikið upp á „Valda afa“, eins og við köll- uðum hann öll. Afí vann í mörg ár hjá Hitaveitu Hveragerðis og skýr er í huga okk- ar, eins og eflaust margra Hvera- gerðinga, mynd af afa að hamast ofan í einhveijum skurðinum, að moka og gera við leiðslur. Em allir sem þekkja til sammála um að þar hafí ósérhlífinn maður unnið. Og segja má að það hafí einkennt hans líf meira og minna. Oft og iðulega var hann kallaður út um miðjar nætur. Var þá allt orðið kalt á einhveijum bænum, af því mátti hann ekki vita og dreif sig orðalaust í gallann sinn og af stað. Þetta þótti okkur orðið til- heyra og kipptum okkur ekki upp við það að afí þyrfti að yfirgefa hálfnuð fjölskylduboð. Árin liðu, við uxum úr grasi og eins og forðum var alltaf jafngott að koma til afa og ömmu. Fyrir u.þ.b. 6 ámm varð afi að láta af störfum sökum heilsubrests. Vom það erfíð tímamót í lífí hans, eftir að hafa unnið hörðum höndum alla tíð. En eigi var við ráðið, heils- an leyfði ekki meira. Upp frá þessu hafa afí og amma eytt flestum sínum stundum á heim- ili sínu, haft mikinn félagsskap hvort af öðm, stutt hvort annað og hjálpast að. Óg sem fyrr, samtaka í að fylgjast með okkur og samgleðj- ast þegar vel gekk. Mánudaginn 22. febrúar tjáði amma okkur að afi hafi verið flutt- ur á Landspítalann. Okkur brá í brún. Líklega hefur það verið vegna þess hvað afi bar sig alltaf vel og vildi ekkert um veikindi sín tala, að við gerðum okkur ekki grein fyrir því hvað við ættum eftir fáar stundir með honum. Eftir nokkurra daga baráttu á sjúkrahúsi var elsku afí leystur frá þrautum. Eitt er víst að ávallt mun lifa í hjörtum okkar allra, minning um góðan afa, og biðjum við algóðan guð að styrkja og styðja hana ömmu, sem hann afí okkar bar svo mikla umhyggju fyrir. „Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt Æ, virzt mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt“. (S. Egilsson.) Barnabörn og barnabarnabörn Konica UBIX UÓSRITUNARVÉLAR SKIPTIBORÐ 685100, FORD 689633, FIAT 688850, SUZUKI 689622
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.