Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 Israel: Gód fréttagrein Til Velvakanda Það vakti mér mikin fögnuð að lesa greinina Af erlendum vett- vangi: „Þegar ísrael var ungur fékk ég ást á honum“ i Morgun- blaðinu hinn 10. mars. Myndirsem birtar eru með greininni eru einn- ig öllum orðum ofar. Það varð mér sár harmur þegar ísraelskir hermenn fóru að beita hefndum gegn Palestínumönnum fyrir ör- fáum árum. Þessi fræga og göfuga menningarþjóð, sem Israelsmenn hafa verið um árþúsundir, hefur lítt beitt hefndum þrátt fyrir of- sóknir og fjöldamorð sem hún hef- ur orðið að þola, hrakin og tvístruð, pínd og kúguð, um heim allan um árþúsundir. Þar er mann- kynssagan sjálf sígilt vitni. Ég vona og óska að ísrael skilji fram- vegis eins og áður að hefndir og refsingar bjarga engu til hins betra. Mér hefur fundist sárt og svívirðilegt að heyra fréttaflutning frá Landinu helga hin síðustu ár, ekki síst í útvarpinu. Ég bið og vona að því megi linna, það er okkur íslendingum til forsmánar. En heiðniðu landar mínar og bræður: Ég bið ykkur lesa þessa yfírlætislausu grein, sem ég minni á hér, oft og mörgum sinnum. Hún vitnar um staðreyndir um ísrael í þf HttíNDUm V* JJfANDRÉSllAGírtlSSON rnurodufv®^ Pegarlsraelvarung- u- fékk ég ást á honum a • 1 _ ss’iSáSir mörgum heimsblöðum og sannar að allt níð gegn ísraelspiönnum er hræðilegt, enda þýðir orðið „ísrael“ ljós Guðs. Árelíus Níelsson Þessir hringdu . . Nýjan Gullfoss Kona hringdi: „Mér fínnst að Eimskipafélagið hafí brugðist okkur sem verið höfum hluthafar lengi með því að hafa ekki farþegaskip í förum. Fyrir bragðið höfum við ekkert val og verðum að fljúga ef við ætlum til útlanda. Ég þrái að sigla yfír hafíð í stað þess að fljúga og ég veit um ijölmarga sem eru sama sinnis. Það er svo mikil hvíld að ferðast á sjónum. Ég trúi ekki öðru en það sé hægt að reka farþegaskip með hagnaði nú eins og áður, þótt rekstur þess þyrfti að sjálfsögðu að vera með öðru sniði en var. Vonandi taka Eim- skipafélagsmenn þetta til athug- unar og hefja rekstur farþega- skips sem fyrst." Illa farið með aldraða Sveinn hringdi: „Allt er á sömu bókina lært hjá Jóni Baldvin, hann talaði áður um að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld en virðist nú vera orðinn virkilegur gamalmennahrellir. Matarskatturinn einn sér var mik- ið áfall fyrir aldraða en nú á að gera okkur gamla fólkinu ófært að eiga smábfl til að komast í búðina til að borga matarskattinn. Mánuðartekjur mínar hrökva varla fyrir tryggingaiðgjaldinu einu. En mér er spum: þó trygg- ingafélögin hafí þurft á hækkun að halda vegna mikilla tjóna, var þá þörf á að hækka söluskattinn einnig í sama hlutfalli? Hefði ekki verið hægt að lækka söluskatts- prósentuna?" Gott eríndi Kona hringdi: „Mig langar til að þakka Önnu Ingólfsdóttur fyrir frábært erindi í þættinum Um daginn og veginn sl. mánudag. Þetta erindi hennar á erindi til allra landsmanna og ættu blöðin að fá það til birting- ar.“ Kvengleraugu Rauðbrún kvengleraugu fund- ust fyrir ofan Stjömubíó fyrir nokkm. Eigandi þeirra getur hringt í síma 78960. Lækkið af- notagjöldin Til Velvakanda. Hvenær ætlar ráðamönnum ríkisútvarpsins að skiljast að einka- rétti þess er lokið? Á bara að hækka og hækka afnotagjöld eftir því sem stöðvum fjölgar? Þetta eru engar smáhækkanir og samt er það á hausnum eða því sem næst. Það stóð aldrei til að greiða niður sam- keppnina rétt eins og hveija aðra landbúnaðarvöru, maður hélt að ríkisútvarpið drægi saman þar sem aðrir hafa tekið við. Annað hefur komið á daginn, það er vælt og veinað yfír tekjumissi rétt eins og einhveijir vondir kallar hafí stolið einhveiju frá ríkisútvarpinu og svo skulum við borga. Það er stundum gott að vera einn í heiminum en þegar aðrir koma til sögunnar verða ríkisfyrirtæki eins og önnur fyrir- tæki í þessu landi að sníða sér stakk eftir vexti. Það þýðir ekki að hjakka í sama farinu og biðja skattborgar- ana um meiri aur ef illa gengur. Ég mótmæli þessum óþörfu hækk- unum á afnotagjöldum alveg skil- yrðislaust vegna þeirrar einföldu staðreyndar að fleiri aðilar gegna því hlutverki sem ríkisútvarpið stóð eitt að áður fyrr. K.R. á nokkrum notuðum bílum í eigu umboðsins: Verð áður Verð nú Toyota Carina árg. ’83 Fiat Panda árg. ’82 Fiat 131 árg. ’79 Volkswagen Golf árg. ’84 Volvo 244 árg. '78 Suzuki bitabox árg. '82 Honda Civic Station árg. '82 Daihatsu Charade árg. ’80 Mitsubishi Lancer árg. ’80 Nissan Sunny árg. ’83 380.000 340.000 120.000 100.000 90.000 60.000 260.000 220.000 230.000 180.000 160.000 130.000 260.000 230.000 120.000 95.000 180.000 110.000 220.000 180.000 FJöldl annara bíla & staðnum. Oplð laugardaga fré kl. 1-5 ÐILAÐORG HF. FOSSHÁLSI 1. S 68 12 99. VIÐ BJÓÐUM ÞESSA ELDHÚS- INNRÉTTINGU Á VERÐIFYRIR GENGIS- FELLINGU AUK15% AFSLÁTTAR í TILEFNIAF AFMÆLIFYRIRTÆKISINS. VERIÐ VELKOMIN!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.