Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1988næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    282912345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 64
Mtöi'Á REYNIR EIGNA MIÐUMN 27711 MNGHOLTSSTRÆTI 3 Svemr Kristinsson, sölustjóri - Þorieífur Guðmundsson, sölum. Þórótfur Halldórsson, lögfr - Unnsteinn Beck hrl., simi 12320 LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Akranes: Eldri maður lést í hörðum árekstri ELDRI maður lést í hörðum árekstri tveggja bifreiða á Akranesi síðdegis í gær. Slysið varð skömmu fyrir kl. 18, á þjóðvegi 51 innan bæjar- marka Akraness. Óvíst er hvað olli árekstrinum, en bifreiðimar skullu hvor framan á annarri. Við áreksturinn lést ökumaður annarr- ar bifreiðarinnar, sem var 88 ára gamall, samstundis. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar slapp án telj- andi meiðsla. Hinn látni var bú- settur í nágrenni Akraness. Ekki er unnt að birta nafn hans að svo stöddu. Johann og Karpov hittust í Linares Ræddu um hugsanlegan mótsstað og tímasetningu fyrir einvígi þeirra JÓHANN Hjartarson og Anatoly Karpov hittust stuttlega og ræddu saman eftir síðustu um- ferðina í Liqares á Spáni í síðustu viku. Þeir ræddu um hugsanleg- an mótsstað og tímasetningu ein- vígis þeirra i áskorendakeppn- inni um heimsmeistaratitilinn i skák. Karpov kom til Spánar og fylgd- ist með síðustu umferðinni sem tefld var á mótinu í Linares. Að sögn Leifs Jósteinssonar, aðstoðarmanns Handriðið nær klauf bíl í tvennt HANN slapp vel, ökumaðurinn, sem ók bifreið sinni á brúar- handrið við ána Stemmu, austan Jóhanns í Linares, voru þeir nokkuð sammála um að æskilegt væri að einvígið færi annað hvort fram í ágúst á þessu ári eða í janúarmán- uði á því næsta. Belgar og Júgóslavar hafa þegar sýnt áhuga á að halda einvígið og yrði það þá annað hvort í Brussel eða Antwerpen í Belgíu eða í Dubrovnik í Júgóslavíu. Þá var það haft eftir Jóhanni og Karpov í spönskum fjölmiðlum að Spánn kæmi vel til greina sem einvígis- staður, ef tilboð bærist þaðan. Karpov er mjög upptekinn á þessu ári, þar sem hvert stórmótið rekur annað hjá honum. Ef einvígið færi fram í ágúst yrði það á sama tíma og sovéska meistaramótið fer fram. Áskorendaeinvígi þeirra Jans Timmans og Lajos Portisch hefur þegar verið ákveðið. Það fer fram í Brussel dagana 13.-24. ágúst. Verðlaunin eru 32 þúsund Banda- ríkjadalir og fær sá sem sigrar 5/s af verðlaunaupphæðinni. Morgunblaðið/Börkur Ungir skákmenn við upphaf móts UM 500 þátttakendur eru á IBM skákmóti barna og unglinga, sem hófst í gær og er þetta fjölmenn- asta skákmót sem haldið hefur verið hér á landi. Fyrstir til leiks mættu yngstu keppendurnir, 6-9 ára og er myndin tekin í Breiðagerðisskóla, þegar skákmennirnir ungu biður spenntir eftir að byrja. Mótinu lýkur með verðlaunaafhendingu á sunnudag. Dótturfyrirtæki SH með tilraunavinnslu í Englandi Hag'kvæmara að frysta og salta íslenskan fisk á Humbersvæðinu en hér á landi við Jökulsárlón. Handriðið gekk langt inn í bifreiðina og má segja að það hafi nær klofið hana i tvennt. Ökumaðurinn slapp ómeiddur. Ohappið varð um kl. 15 í gær. Ökumaðurinn, sem var einn á ferð, missti bifreiðina út af veginum og rann hún stjómlaust tæpa 100 metra, áður en hún skall á brúar- handriðinu. Handriðið gekk inn í bifreiðina, í gegnum framsæti, aftursæti og aftur í farangurs- geymsiu. Ökumaðurinn, sem var ekki í öiyggisbelti, skall fram í rúðu, en varð ekki meint af. Bif- reiðin, sem er af gerðinni Mazda, er gjörónýt. HAGKVÆMARA er að láta frysta og salta fisk á Humber- svæðinu í Englandi en hér á landi, samkvæmt athugun sem Icelandic Freezing Plants Ltd., dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Grimsby, vinnur að. Undanfarnar vikur hefur verið í gangi tilrauna- vinnsla á vegum IFPL. Fiskurinn er að mestu leyti íslenskur, keyptur á fiskmörkuðunum í Englandi. Að sögn Ingólfs Skúlasonar framkvæmdastjóra Icelandic Freez- ing Plants hefur þessi tilraun til vinnslu í Bretlandi verið gerð til að bregðast við harðri samkeppni sem vinnsla breskra frystihúsa úr íslenskum ísfiski veitir framleiðslu íslensku frystihúsanna. Hefur mikið framboð af ísfíski valdið því að sala á frystum afurðum frá íslandi hefur dregist saman. Ingólfur sagði að erfítt væri fyr- ir íslensku frystihúsin að keppa við þau bresku. Stafaði það einkum af lágum tilkostnaði við vinnsluna í Bretlandi. Til dæmis væru vinnu- laun í fískiðnaði þar lægri en hér- lendis. Einnig væri fjárfesting í húsum og vélakosti lítil, auk þess sem fjármagnskostnaður væri mun lægri og aðbúnaður verkafólks stæðist ekki samanburð við íslensk- ar aðstæður. Hann sagði að bresku fyrirtækin stæðu betur að vígi vegna lausráðningar verkafólks og mikillar sérhæfíngar. Þá mætti nefna að verðbólga hefði verið lítil í Bretlandi undanfarin ár á meðan tilkostnaður hefði hækkað verulega á íslandi án þess að gengið hefði verið leiðrétt tilsvarandi. „Viðskiptasambönd og viðskipta- vild fyrirtækisins er í hættu ef því tekst ekki að bjóða vörur á sam- keppnishæfu verði," sagði Ingólfur. „Svo_ virðist sem hráefnisframboð frá íslandi fari vaxandi á þessu ári, þannig að stór hluti fískvinnsl- unnar geti flust til Bretlands. Er því nauðsynlegt að vemda við- skiptahagsmunina með því að gera ráð fyrir slíkri þróun og að tryggja hráeftii til verksmiðjureksturs Ice- landic Freezing Plants," sagði hann. Stíflugrunnar við Blönduvirkjun: Hagvirki með lægsta tilboð Yfir 100 milljóna króna munur á lægsta og hæsta tilboðinu HAGVIRKI hf. átti lægsta til- boðið í gerð stíflugrunna og frágangs þeirra við Blöndu- virkjun. Tilboð voru opnuð í gær og reyndist vera meira en 100 milljóna króna munur á hæsta og lægsta tilboði. Tilboð- in verði tekin til athugunar hjá Landsvirkjun og ráðgjöfum hennar, en miðað er við að framkvæmdir hefjist í sumar. Tilboð Hagvirkis hf. hljóðaði upp á rúmar 63 milljónir. Næst- lægsta tilboðið kom frá Straum- taki hf. eða 96 milljónir. Sameig- inlegt tilboð kom ft-á norsku fyrir- tækjunum Astrup-H.Oyer og AF- Special Prosjekt AS ásamt Ellert Skúlasyni hf. og hljóðaði það upp á 124 milljónir. Istak hf., Loftorka hf., danska fyrirtækið E. Phil og san AS og sænska fyrirtækið Skanska AB gerðu tilboð upp á 147 milljónir. Hæsta tilboðið kom frá þýska fyrirtækinu GKN Keller eða 164 milljónir. í áætlun Landsvirkjunar og ráðgjafa hennar var gert ráð fyr- ir að verkið kostaði 94 milljónir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 60. tölublað (12.03.1988)
https://timarit.is/issue/121701

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

60. tölublað (12.03.1988)

Aðgerðir: