Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 64
Mtöi'Á REYNIR
EIGNA
MIÐUMN
27711
MNGHOLTSSTRÆTI 3
Svemr Kristinsson, sölustjóri - Þorieífur Guðmundsson, sölum.
Þórótfur Halldórsson, lögfr - Unnsteinn Beck hrl., simi 12320
LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988
VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR.
Akranes:
Eldri maður lést
í hörðum árekstri
ELDRI maður lést í hörðum
árekstri tveggja bifreiða á
Akranesi síðdegis í gær.
Slysið varð skömmu fyrir kl.
18, á þjóðvegi 51 innan bæjar-
marka Akraness. Óvíst er hvað
olli árekstrinum, en bifreiðimar
skullu hvor framan á annarri. Við
áreksturinn lést ökumaður annarr-
ar bifreiðarinnar, sem var 88 ára
gamall, samstundis. Ökumaður
hinnar bifreiðarinnar slapp án telj-
andi meiðsla. Hinn látni var bú-
settur í nágrenni Akraness. Ekki
er unnt að birta nafn hans að svo
stöddu.
Johann og Karpov
hittust í Linares
Ræddu um hugsanlegan mótsstað og
tímasetningu fyrir einvígi þeirra
JÓHANN Hjartarson og Anatoly
Karpov hittust stuttlega og
ræddu saman eftir síðustu um-
ferðina í Liqares á Spáni í síðustu
viku. Þeir ræddu um hugsanleg-
an mótsstað og tímasetningu ein-
vígis þeirra i áskorendakeppn-
inni um heimsmeistaratitilinn i
skák.
Karpov kom til Spánar og fylgd-
ist með síðustu umferðinni sem tefld
var á mótinu í Linares. Að sögn
Leifs Jósteinssonar, aðstoðarmanns
Handriðið
nær klauf
bíl í tvennt
HANN slapp vel, ökumaðurinn,
sem ók bifreið sinni á brúar-
handrið við ána Stemmu, austan
Jóhanns í Linares, voru þeir nokkuð
sammála um að æskilegt væri að
einvígið færi annað hvort fram í
ágúst á þessu ári eða í janúarmán-
uði á því næsta.
Belgar og Júgóslavar hafa þegar
sýnt áhuga á að halda einvígið og
yrði það þá annað hvort í Brussel
eða Antwerpen í Belgíu eða í
Dubrovnik í Júgóslavíu. Þá var það
haft eftir Jóhanni og Karpov í
spönskum fjölmiðlum að Spánn
kæmi vel til greina sem einvígis-
staður, ef tilboð bærist þaðan.
Karpov er mjög upptekinn á
þessu ári, þar sem hvert stórmótið
rekur annað hjá honum. Ef einvígið
færi fram í ágúst yrði það á sama
tíma og sovéska meistaramótið fer
fram.
Áskorendaeinvígi þeirra Jans
Timmans og Lajos Portisch hefur
þegar verið ákveðið. Það fer fram
í Brussel dagana 13.-24. ágúst.
Verðlaunin eru 32 þúsund Banda-
ríkjadalir og fær sá sem sigrar 5/s
af verðlaunaupphæðinni.
Morgunblaðið/Börkur
Ungir skákmenn við upphaf móts
UM 500 þátttakendur eru á IBM skákmóti barna og unglinga, sem hófst í gær og er þetta fjölmenn-
asta skákmót sem haldið hefur verið hér á landi. Fyrstir til leiks mættu yngstu keppendurnir, 6-9
ára og er myndin tekin í Breiðagerðisskóla, þegar skákmennirnir ungu biður spenntir eftir að
byrja. Mótinu lýkur með verðlaunaafhendingu á sunnudag.
Dótturfyrirtæki SH með
tilraunavinnslu í Englandi
Hag'kvæmara að frysta og salta íslenskan fisk á Humbersvæðinu en hér á landi
við Jökulsárlón. Handriðið gekk
langt inn í bifreiðina og má
segja að það hafi nær klofið
hana i tvennt. Ökumaðurinn
slapp ómeiddur.
Ohappið varð um kl. 15 í gær.
Ökumaðurinn, sem var einn á ferð,
missti bifreiðina út af veginum og
rann hún stjómlaust tæpa 100
metra, áður en hún skall á brúar-
handriðinu. Handriðið gekk inn í
bifreiðina, í gegnum framsæti,
aftursæti og aftur í farangurs-
geymsiu. Ökumaðurinn, sem var
ekki í öiyggisbelti, skall fram í
rúðu, en varð ekki meint af. Bif-
reiðin, sem er af gerðinni Mazda,
er gjörónýt.
HAGKVÆMARA er að láta
frysta og salta fisk á Humber-
svæðinu í Englandi en hér á
landi, samkvæmt athugun sem
Icelandic Freezing Plants Ltd.,
dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna í Grimsby,
vinnur að. Undanfarnar vikur
hefur verið í gangi tilrauna-
vinnsla á vegum IFPL. Fiskurinn
er að mestu leyti íslenskur,
keyptur á fiskmörkuðunum í
Englandi.
Að sögn Ingólfs Skúlasonar
framkvæmdastjóra Icelandic Freez-
ing Plants hefur þessi tilraun til
vinnslu í Bretlandi verið gerð til að
bregðast við harðri samkeppni sem
vinnsla breskra frystihúsa úr
íslenskum ísfiski veitir framleiðslu
íslensku frystihúsanna. Hefur mikið
framboð af ísfíski valdið því að sala
á frystum afurðum frá íslandi hefur
dregist saman.
Ingólfur sagði að erfítt væri fyr-
ir íslensku frystihúsin að keppa við
þau bresku. Stafaði það einkum af
lágum tilkostnaði við vinnsluna í
Bretlandi. Til dæmis væru vinnu-
laun í fískiðnaði þar lægri en hér-
lendis. Einnig væri fjárfesting í
húsum og vélakosti lítil, auk þess
sem fjármagnskostnaður væri mun
lægri og aðbúnaður verkafólks
stæðist ekki samanburð við íslensk-
ar aðstæður. Hann sagði að bresku
fyrirtækin stæðu betur að vígi
vegna lausráðningar verkafólks og
mikillar sérhæfíngar. Þá mætti
nefna að verðbólga hefði verið lítil
í Bretlandi undanfarin ár á meðan
tilkostnaður hefði hækkað verulega
á íslandi án þess að gengið hefði
verið leiðrétt tilsvarandi.
„Viðskiptasambönd og viðskipta-
vild fyrirtækisins er í hættu ef því
tekst ekki að bjóða vörur á sam-
keppnishæfu verði," sagði Ingólfur.
„Svo_ virðist sem hráefnisframboð
frá íslandi fari vaxandi á þessu
ári, þannig að stór hluti fískvinnsl-
unnar geti flust til Bretlands. Er
því nauðsynlegt að vemda við-
skiptahagsmunina með því að gera
ráð fyrir slíkri þróun og að tryggja
hráeftii til verksmiðjureksturs Ice-
landic Freezing Plants," sagði hann.
Stíflugrunnar við Blönduvirkjun:
Hagvirki með lægsta tilboð
Yfir 100 milljóna króna munur
á lægsta og hæsta tilboðinu
HAGVIRKI hf. átti lægsta til-
boðið í gerð stíflugrunna og
frágangs þeirra við Blöndu-
virkjun. Tilboð voru opnuð í
gær og reyndist vera meira en
100 milljóna króna munur á
hæsta og lægsta tilboði. Tilboð-
in verði tekin til athugunar hjá
Landsvirkjun og ráðgjöfum
hennar, en miðað er við að
framkvæmdir hefjist í sumar.
Tilboð Hagvirkis hf. hljóðaði
upp á rúmar 63 milljónir. Næst-
lægsta tilboðið kom frá Straum-
taki hf. eða 96 milljónir. Sameig-
inlegt tilboð kom ft-á norsku fyrir-
tækjunum Astrup-H.Oyer og AF-
Special Prosjekt AS ásamt Ellert
Skúlasyni hf. og hljóðaði það upp
á 124 milljónir. Istak hf., Loftorka
hf., danska fyrirtækið E. Phil og
san AS og sænska fyrirtækið
Skanska AB gerðu tilboð upp á
147 milljónir. Hæsta tilboðið kom
frá þýska fyrirtækinu GKN Keller
eða 164 milljónir.
í áætlun Landsvirkjunar og
ráðgjafa hennar var gert ráð fyr-
ir að verkið kostaði 94 milljónir.