Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 VEÐUR Afmælisleikur Samvinnuferða: Fengu 200 þúsund króna ferð fyrir fjölskylduna á 50 krónur Selfossi. „ÞETTA ER alveg æðislegt. Ég trúi ykkur ekki,“ sögðu hjónin Ingveldur Ragnarsdóttir og Guð- mundur Theodórsson á Selfossi þegar þau tóku á móti óvæntum vinningi í afmælisleik Samvinnu- ferða-Landsýnar. Þau voru með- al þeirra fimm aðila sem fengu vinning í gær í fyrri umferð af- mælisleiksins og fengu ferðir sínar á 10 krónur. Guðmundur staðfesti ferð fjöl- skyldunnar, þeirra hjóna og þriggja sona, til Hollands klukkan kortér í Ijögur í fyrradag, rétt fyrir lokun. Hann hafði áður farið þtjár ferðir til að leita að umboðinu á Selfossi en ekki fundið það, en þau hjónin eru nýflutt á Selfoss og Guðmundur sagðist vera frekar ókunnugur þar ennþá. Þegar hann svo hringdi til að bóka í ferðina var umboðsmaður- inn veikur. Þá hringdi hann í aðal- skrifstofuna í Reykjavík.„Þá var ég bara að hugsa um að hætta við og ganga frá þessu á mánudaginn,“ sagði Guðmundur. „Eg var reyndar búinn að hugsa um að hringja allan daginn en komst ekki í símann. Auðvitað hugsaði maður um lukku- pottinn og það ýtti nú á að ég stað- festi þetta á fimmtudaginn, svo vorum við líka hrædd um að það yrði uppselt á besta tímanum." „Ég fæ þetta þá bara á fimmtíu- kall,“ sagðist Guðmundur hafa sagt við afgreiðslustúlkuna í símann þegar hún var að reikna út verðið á ferðinni. Og það gekk eftir. í stað þess að borga um 200 þúsund fyrir ferð til Hollands í sumarhús í Kemp- ervennen kostar ferðin 50 krónur, 10 krónur á mann. Auk fjölskyldunnar frá Selfossi fengu tvær stúlkur úr Reykjavík vinning, ferð til Rimini í þijár vik- ur, tveir strákar frá Höfn í Homa- firði fengu ferð til Rhodos í tvær vikur, þriggja manna Qölskylda frá Húsavík fékk ferð til Mallorca í þrjár vikur og hjón úr Kópavogi ferð til Rimini í þijár vikur. Þann 10. maí verða aftur dregin fimm númer úr öllum staðfestum bókunum hjá Samvinnuferðum- Landsýn. Sig. Jóns. Fjölskyldan heima í stofu með heldur á Stefáni Erni 5 ára tvíbura, Theodór 8 ára er á anna og Guðmundur heldur á hinum tvíburanum, Gunnari Inga. Að fylgja eftir leiðtogafundi: Nefnd ráðheira hefur enn ekki skilað áliti STEINGRÍMUR Hermannsson, utanríkisráðherra, skipaði nefnd eftir leiðtogafundinn hér, 11. og 12. október 1986, til að koma með tillögur um hveraig hægt væri að fylgja fundinum eftir með ráð- stefnuhaldi hérlendis. Helgi Ágústsson, skrifstofustjóri i ut- anríkisráðuneytinu og formaður nefndarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann ætti von á að niðurstöður nefndarinnar lægju fljótlega fyrir. f grein, sem birtist í Ferðablaði Lesbókar Morgunblaðsins í dag og Oddný Björgvinsdóttir skrifaði, segir m.a. að aðrar þjóðir hafi orðið fyrri til að nota þemað „ferðaþjón- usta er leið til friðar“. „Það er náttúrlega ekki nógu gott að nefndin skuli ekki vera búin að skila áliti," sagði Helgi. „Það hafa hins vegar verið miklar annir hjá mér sem hafa valdið því að þetta verk hefur tafist. Við höfum þó unn- ið að þessu máli og haldið nokkra fundi og ég á von á að niðurstöður nefndarinnar liggi fljótlega fyrir. Auk mín eru í nefndinni Jón Hákon Magnússon, Baldvin Jónsson, Birgir Þorgilsson, og Þráinn Þorvaldsson," sagði Helgi. I grein Oddnýjar Björgvinsdóttur segir m.a. að vegna leiðtogafundar- ins hafi íslendingar haft stærsta tækifæri aldarinnar til að markaðs- setja og flytja út ferðaþjónustu og stuðla að öðrum útflutningi. Aðrar þjóðir hafi hins vegar orðið fyrri til að grípa tækifærið og nýta þemað „ferðaþjónusta er leið til friðar". írar hafi t.d. haldið alþjóðlega ferðamálaráðstefnu í Shannon á írl- andi í maí í fyrra og þeir hafi í hyggju að byggja Shannon upp sem alþjóðlegan ráðstefnustað. Megin- þema fundarins hafi verið að al- þjóðleg ferðaþjónusta væri ein áhrifaríkasta leiðin til að stuðla að betri skilningi milli þjóða. Þá ætli Kanadamenn að halda alþjóðlega ráðstefnu, helgaða sama þema, í Vancouver í október næstkomandi. Sjá nánar í Ferðablaði Les- bókar. Páll Þorsteinsson ráðinn útvarpsstjóri Bylgjunnar PÁLL Þorsteinsson hefur verið ráðinn útvarpsstjóri á stöðvum íslenska útvarpsfélagsins h.f., Bylgjunni og Ljósvakanum. Páll tekur við starfinu af Einari Sig- urðssyni, sem hefur gegnt starfi útvarpsstjóra hjá íslenska út- varpsfélaginu frá því Bylgjan tók til starfa haustið 1986. Einar mun taka við ýmsum sérverkefnum fyrir stjóra íslenska útvarpsfé- lagsins. Páll Þorsteinsson hefur verið dag- skrárstjóri Bylgjunnar og starfsmað- ur hennar frá upphafi. Hann starfaði áður við ríkisútvarpið og er tónlistar- kennari að mennt. Hann er kvæntur Rögnu Pálsdóttur og eiga þau eina dóttur. Páll Þorsteinsson. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Hjónin Guðmundur Theodórsson og Ingveldur Ragnarsdóttir taka á móti blómvendi og farseðlum hjá Kristinu Jónsdóttur og Auði Björas- dóttur frá Samvinnuferðum-Landsýn, sem komu þeim hjónum að óvörum með vinninginn í gær. IDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR í DAG, 12.3. 1988 YFIRLIT í gær: Yfir Grænlandi er 1040 mb. hæfi. 995 mb. iægða- svæfii yfir Skandinavíu sem þokast austur. Norðanlands verður 6—11 stiga frost en nokkru mildara sunnantil. SPÁ: Norðaustanátt — smá él á norðaustur- og austurhluta lands- ins, og annesjum norðan- og norðvestanlands. Annarsstaðar úr- komulaust. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Á sunnanverðu landinu verður all hvöss austanátt með snjókomu en norðaustanátt og él um landiö norðan- og austanvert. Vestanlands verður víöast bjart- viðri. Dregur úr frosti. TAKN: Heiðskírt Lettskyjað Hálfskýjað Skyjað Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hftastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V El- — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur . —j. Skafrenningur [T Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gœr að ísl. tíma hltl voflur Akureyri +« alskýjað Reykjavík +3 skýjað Björgvin 1 léttskýjað Helsinki 0 snjókoma Jan Mayen +11 snjóél Kaupmannah. 4 léttskýjað Narssarssuaq 3 skúrtr Nuuk +4 alskýjað Ósló 3 léttskýjað Stokkhólmur 2 skýjað Þórshöfn 1 snjóél Algarve 17 helðskfrt Amsterdam 6 rígning Aþena vantar Barcelona 14 mlstur Berffn 5 hálfskýjað Chicago 1 léttskýjað Feneyjar 8 þokumóða Frankfurt 6 skýjað Glasgow 9 rígnlng Hamborg 5 skúrír Las Þalmas 24 heiðskirt London 10 skýjað Los Angeles 11 heiðskírt Lúxemborg 4 skýjað Madrfd 13 helðskirt Malaga vantar Mallorca 15 léttskýjað Montreal +9 léttskýjað New Vork 1 heiðskfrt Perís 8 alskýjað Róm 13 heiðskfrt Vín 6 hálfskýjað Washington 2 léttskýjað Winnipeg 4*6 snjókoma Valencía 17 heiðskfrt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.