Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA DEILDIN „Við réðum ekkert við flug- eldasýningu Michael Jordan“ - sagði Jabbar í viðtali við Morgunblaðið, eftirtap Lakers, 107:128, í Chicago „LEIKMENN Chicago léku frá- bærlega vel gegn okkur og eru vel að sigrinum komnir. Við náðum ekki að stöðva Michael Jordan," sagði Pat Riley, þjálf- ari Los Angeles Lakers, eftir að félagið hafði tapað, 107:128, fyrir Chicago Bulls í æsispenn- andi og skemmtilegum leik í Chicago, þar sem 20 þús. áhorfendur skemmti sér kon- unglega. Þetta var fjórði leikur okkar á fímm dögum, það hafði sitt að segja. Við hefðum eflaust leikið betur ef þeir Michael Cooper og „Magic“ Johnson Frá hefðu leikið með,“ Einarí sagði Riley í viðtali Bollasym við Morgunblaðið lCh,ca9° eftir leikinn. Leikurinn var í einu orði sagt frá- bær. Staðan í leikhléi var 65:62, fyrir Chicago Bulls, sem gerði út um leikinn í þriðju lotunni - náði þá tólf stiga forskoti, 101:89. Jord- an var stórkostlegur, skoraði 38 stig og þá lék Charles Oakley, sem skoraði 28 stig, vel. Hann var val- inn maður leiksins. Byron Scott skoraði flest stig fyrir Lakers, eða 20. Cooper lék ekki með - er togn- aður á ökkla. „Magic“ Johnson meiddist á læri í fyrstu lotunni. Nýliðinn Milton Wagner tók stöðu hans og lék vel. Skoraði fjórtán stig. „Allt fram í miðjjan leik áttum við möguleika, en þá hófst flugeldasýn- ing Jordan. Það réðum við ekki við og áttum aldrei möguleika eftir það,“ sagði Kareem Abdul-Jabbar í samtali við Morgunblaðið. Þetta var fyrsti sigur Bulls yfir Lakers síðan í janúar 1982. Pétur Guðmundsson og félagar hans hjá San Antonio Spurs komu hingað í gær og leika gegn Bulls í dag. Pat Riley, hinn kunni þjálfari Los Angeles Lakers. SPÁÐU / LIÐIN SP/LAÐU MED Hægt er að spá í leikina símleiðis og greiða fyrirmeð kreditkorti. Þessi þjónusta er veitt alla föstudaga frá kl. 9:00 til 17:00 og laugardaga frá kl. 9:00 til 13:30. Síminn er 688 322 ISLENSKAR GETRAUNIR - eini lukkupotturinn þar sem þekking margfaldar vinningslíkur. iVlKA Sp Lelklr 12. mara 1988 1 X 2 1 Arsenal - Nott'm Forest1 2 Luton - Porstmouth1 3 Wimbledon-Watford1 4 Charlton - West Ham* 5 Chelsea - Everton^ 6 Man. United - Sheff. Wed,- 7 Southampton - Coventry2 8 Aston Villa - Leeds3 9 Barnsley - Leicester-'1 10 Ipswich - Hullð 11 Millwall - Crystal Palace3 >12 Oldham - Swindom’ 4 i ! „Góðan daginn!" - sagði Kareem Abdul-Jabbar á íslensku, við fréttamann Morgunblaðsins, eftirleik Eftir leik Chicago Bulls og Los Angeles Lakers, mættu þeir Heimir Karlsson, íþróttafrétta- maður Stöðvar 2, og Einar Bolla- son inn í búningsklefa Lakers. Þá heilsaði kappinn Jabbar þeim og sagði: „Góðan daginn!" á íslensku. Heimir og Einar voru undrandi, en Jabbar sagði þeim að Pétur Guðmundsson hafi kennt honum að segja góðan daginn á íslensku, þegar Pétur lék með Lakers. Heimir og Einar gáfu Pat Riley, þjálfara Lakers, eina flösku af íslensku brennivíni eftir leikinn. Hann þakkaði fyrir sig og sagði: „Þetta kemur sér vel eftir þennan spennandi leik. Ég mun fá mér eitt staup þegar ég kem inn á hótel okkar.“ Krattinikill siiiáhíll með ótoúlegt rvmi • 1000cc4rastrokka vél. • Beinskiptur 4ra — 5 gíra. • Framhjóladrifinn að sjálfsögðu. • Eyðslugrannur með afbrigðum. • 3ja ára ábyrgð. Betri smábíll finnst varla. Greiðslukjör við allra hœfi. -25% útb. eftirstöðvar á 2 1/2 ári. Verð frá kr. 359 þús. Ingvar Helgason hf. Sýningarsalurinn, Rauöagerði Simi: 91 -3 35 60 íþróttir helgarinnar Badminton Reykjavíkurmótið fer fram í TBR- húsinu í dag og á morgun. Keppni hefst kl. 15.30 í dag og kl. 10.00 á morgun. Glíma Bikarglfma íslands og Flugleiða fer fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans í dag, laugardag, kl. 14.00. Blak Laugardagur: Hagask. kl. 15.15 Þróttur—Vík. (kv.fl.) Sunnudagur: Hagaskóli kl. 13.30 ÍS-Víkingur (kv.fl.) Digranes kl. 15.45 UBK-Þróttur (kv.fl) Digranes kl. 17.00 HK-Þróttur (k.fl.) Borðtennis Unglingamót KR f tvfliðakeppni og einliðaleik í KR-húsinu um helgina. Frjálsar Selfosshlaupið fer fram á morgun, sunnudag. Hlaupið hefst kl. 15.00 við Heilsusport. Keppt verður í karla, kvenna, drengja og meyjaflokki. Handbolti Laugardagur: Laugard. kl. 14.00 Fram-ÍR (l.d. ka.) Digranes kl. 14.00 HK-Grótta (2.d. ka.) Vestma. kl. 13.30 ÍBV-Fylkir (2.d. ka.) Varmá kl. 14.00 UMFA-Árm. (2.d. ka.) Laugard. kl. 15.15 KR-Valur (l.d. kv.) Laugard. kl. 16.30 Þróttur-FH (l.d kv.) Digranes kl. 15.15 Stj.-Vík. (l.d. kv.) Sunnudagur: Akureyri kl. 14.00 KA-Þór (l.d. ka.) Digranes kl. 14.00 UBK-FH (l.d. ka.) Hafnarf. kl. 14.00 Hauk.-Self. (2.d. ka.) Digranes kl. 20.00 Stj.—KR (l.d. ka.) Hafnarf. kl. 15.15 Hauk.-Fram (l.d. kv.) Mánudagur: Hlfðarendi kl. 18.00 Val.-Vfk. (l.d. k) Körfuknattleikur Einn leikur verður f úrvalsdeildinni um helgina. Valur og Njarðvík mæt- ast að Hlfðarenda kl. 20.00 á sunnu- dagskvöld. Leik Hauka og ÍR hefur, sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað. Skíði Á ísafirði verður keppt 1 alpagreinum fullorðinna og norrænum greinum fullorðinnr og unglinga. Á Akureyri verður keppt f alpagreinum unglinga 15-16 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.