Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 47 Minning: Sigurveig Guðbrands- dóttirfrá Loftsölum Fædd 13. apríl 1898 Dáin 4. mars 1988 í dag verður Sigurveig Guð- brandsdóttir frá Loftsölum jarðsett frá Víkurkirkju í Mýrdal. Sigurveig var fædd 13. apríl 1898 og vantaði því rúman mánuð í nírætt. Það hefur margt verið rætt og ritað um aldamótakynslóðina svo- kölluðu; fólkið sem hefur með vinnu sinni staðið undir þeim lífshátta- breytingum sem gerst hafa á Islandi síðastliðna hálfa öld og búið svo vel í haginn fyrir okkur sem erum mið- aldra og yngri. Þetta fólk hefur ver- ið sterkt og þrautseigt, hert af þeim kjörum sem það bjó við í æsku. En enginn fær hindrað gang lífsins. Allra dagar enda að kvöldi. Sigurveig fæddist á Höfðabrekku í Mýrdal, elst þeirra 15 bama Elínar Bjömsdóttur og Guðbrands Þor- steinssonar, sem upp komust. Um aldamótin fluttust þau að Loftsölum. Þar bjuggu þau hjón í hálfa öld og þrátt fyrir það að Sigurveig flyttist úr föðurgarði rúmlega tvítug voru Loftsalir alltaf hennar „heima". Margir Reykvíkingar eru félagar í átthagasamtökum hinna ýmsu hér- aða landsins þar sem foreldrar þeirra eða langfeðgar voru fæddir. Það er ekki víst að þeir skilji hvað það er að eiga alltaf heima á litlum bletti langt uppi í sveit, hvar sem menn eru búsettir. Elsta systir í hópi 15 systkina hefur, eins og að líkum lætur, þurft að taka til hendinni. Það hefur líka þurft að halda vel á spöðum til að sjá 15 bama fjölskyldu farborða í upphafi aldarinnar. Guðbrandur var vitavörður og þekktur formaður og sigmaður. Hann nýtti því vel hlunn- indin, fugl og fisk, sem fylgdu Loft- sölum, annars lítilli jörð í annarra eigu. Og bömunum hefur af móður sinni verið kennt að nýta vel það sem aflað var. Nýtni var dyggð í þá daga, en hefur orðið fómarlamb eyðsl- usamfélagsins. íbúum stórhýsa nút- ímans er líka óskiljanlegt hvemig hátt á annan tug heimilismanna rúmuðust í litlum bæ á Loftsalahóln- um. En þar hefur ríkt góður andi sem entist Sigurveigu til ástar og virðingar á foreldrum og æskustöðv- um alla ævi. við sig. Fjölskylduböndin sterku frá Loftsölum héldust með systrunum sem bjuggu í Reykjavík og þau hafa haldist með dætrum Sigurveigar og íjölskyldum þeirra, jafnvel þó heims- höf hafi skilið. Heimili hennar var sjálfsagður samkomustaður fjöl- skyldunnar á stórhátíðum og af sér- stöku tilefni. Meðan Sigurveig hélt heimili, bæði austur í Vík og í Reykjavík, gátu þeir alltaf leitað til hennar sem minna máttu sín í þjóð- félaginu. Og þó að hún væri oft eins og á verði gagnvart ókunnugum, gegndi allt öðru máli um þá sem áttu bágt. Hún vildi gæta vel að sínu og sínum og var fremur seintek- in til kunningsskapar eða vináttu. En hún var mikill vinur vina sinna og sérstaklega vinsæl á vinnustöðum og meðal sambýlisfólks. Þar hefur sjálfsagt átt sinn þátt meðfætt skaft- fellskt hæglæti og hógværð í fram- komu. „Skaftfellsk" var hún líka alla tíð til orðs og æðis. Halldór Laxness segir um Vestur-Skaftfell- inga að það sé „fólk sem eitthvert fegurst viðmót hefur og sannkurteis- ast líklega í heimi svo og vandaðast í orðum“. Vonandi er að Islands orðabókarmenn hafi náð að skrá- setja hin skemmtilegu orðtök skaft- fellsku aldamótakynslóðarinnar áður en hún er öll. Sigurveig var ekki mikið fyrir skemmtanir í nútímamerkingu þess orðs. En hún hafði yndi af söng, söng vel sjálf og kunni mikið af lög- um og textum. Hún h'afði líka mikla ánægu af ferðalögum. Jafnvel sunnudagsbílferð um Reykjavík og nágrenni var mikils virði. Hinar ár- legu fjallaferðir Loftsalasystra og afkomenda voru stórviðburðir og margra vikna tilhlökkunarefni. Þeg- ar Sigurveig var 67 ára gömul fór hún í fýrsta skipti til útlanda til að heimsækja Margréti dóttur sína og systur sina, Önnu, í Ameríku. Hún fór þangað aftur 5 árum síðar og hún fór tvisvar til Svíþjóðar að heim- sækja dótturdóttur sína og nöfnu, í seinna sinnið 81 árs gömul. Hún naut þessara ferða út í æsar. Það skiptir ekki öllu máli að kunna skil á nöfnum og sögulegum staðreynd- um, ef menn njóta þess sem fyrir augu ber. Nú er Sigurveig lögð í sina síðustu langferð. Eg held að hún hljóti að eiga góða heimvon ef æviferill og breytni mannanna ræður þar nokkru um. Og hvíldin var jafnvel kærkom- in eftir langa og stundum stranga ævi. Ég held að hún hafi verið sátt við líf sitt þrátt fyrir áföll. Við sem nú minnumst Sigurveigar með þakk- læti fyrir samveruna, ættum að hafa það í huga. Björn Dagbjartsson Vitrir menn hafa sagt að lán hvers manns sé að vera í sátt við sjálfan sig og guð sinn. Þessi sannindi koma okkur systkinunum í hug nú þegar við kveðjum elskulega ömmu okkar. Á Kambsvegi 1, „Kambó“, þar sem amma hafði með eljusemi og dugnaði komið sér upp heimili, mun- um við fyrst eftir henni. Dætur henn- ar fjórar voru að stofna sín heimili og bamabömin vom mörg og smá. Öll vomm við tíðir gestir á Kambó og hafði heimilislífíð á sér blæ liðins tíma, þar sem þijár kynslóðir mnnu saman í eina heild. Amma átti að baki langa ævi og oft stranga. Elst í stómm systkina- hópi þurfti hún snemma að axla ábyrgð og aðstoða við uppeldi og heimilishald. í blóma lífsins mátti hún sjá á bak tveimur eiginmönnum. Ætla má að þá hafi hún sótt styrk í trú sína og hið jákvæða lífsviðhorf sem fylgdi henni alla tíð. Trúin skip- aði stóran sess í lífí hennar, sem einkenndist af hógværð, lítillæti og æðmleysi. Við teljum okkur lánsöm að hafa fengið að njóta samvista við ömmu, svo lengi sem raun bar vitni, því fáir höfðu meiru að miðla til kom- andi kynslóða en hún. í ys og þys daganna gaf amma okkur það vega- nesti sem við búum enn að. Hún bjó yfir eðlislægri' hlýju og ró þess sem er vinur alls sem lifir. „Hafðu þökk fyrir ðll þín spor. Það bezta sem fellur öðrum í arf, er endurminning um gðfugt starf.“ (D. St.) Ragnheiður, Snorri og Halla Sigrún. Þann 4. mars sl. lést á Öldmnar- lækningadeild Landspítalans Sigur- veig Guðbrandsdóttir eftir nokkra sjúkdómslegu. Sigurveig varð tæp- lega níræð að aldri. Hún var Skaft- fellingur að ætt og uppmna og ólst upp í stómm systkinahópi að Loft- sölum í Mýrdal. Fyrri maður Sigur- veigar var Þorsteinn Friðriksson, kennari í Vík í Mýrdal. Þau eignuð- ust tvær dætur, Margréti sem bú- sett er í Bandaríkjunum og Elínu, sem býr hér í Reykjavík, gift Sæ- mundi Nikulássyni. Þorsteinn lést ungur. Seinni maður Sigurveigar var Valdimar Jónsson en hann var einn- ig kennari í Vík. Þau eignuðust tvær dætur, Höllu, sem gift er Erni Æv- ari Markússyni og Sigrúnu, sem gift er Bimi Dagbjartssyni. Þær em báð- ar búsettar í Reykjavík. Bamaböm Sigurveigar em 9 og bamabama- bömin em orðin 12. Valdimar lést um aldur fram og fluttist þá Sigurveig búferlum til Reykjavíkur fyrir 40 ámm. Hún bjó lengst á Kambsvegi 1, en síðustu 15 árin bjó hún hjá dóttur sinni Sig- rúnu, í Kúrlandi 13. Ég kynntist Sigurveigu um líkt lejdi og eiginkonu minni, sem er dótturdóttir hennar og nafna, en hún var samvistum við ömmu sína fram á fullorðinsár og var samband þeirra alla tíð mjög náið. Sigurveig var rólynd kona og bar tilfinningar sínar ekki á torg. Hún var elst 15 systkina sem komust uþp og lagði ríka áherslu á sameiningu systkina sinna. Hún bar hag fjöl- skyldunnar mjög fyrir bijósti og það vakti strax athygli mín a hversu samheldin þessi stóra fjölskylda er. Heimili Sigurveigar var ávallt opið gestum og árlega hefur Ijölskyldan farið saman í ættarferð eina helgi til að skoða landið og treysta ættar- böndin. í þessum ættarferðum, sem nú em orðnar fjölmargar, hafa skap- ast tengsl milli fjölskyldna, sem ella hefðu orðið minni. Sigurveig lét sig aldrei vanta í þessar ferðir meðan heilsan entist. Eftirtektarverðast í fari Sigur- veigar var sú góðvild sem geislaði af henni. Hún var ekki margmál en öll hennar framkoma var með þeim hætti að fólki leið vel í návist henn- ar. Henni féll sjaldan verk úr hendi meðan heilsan leyfði. Hún var mikil hannyrðakona og liggja eftir hana mörg falleg verk sem bera þess glöggt merki. Hún þurfti að leggja á sig mikla vinnu um ævina, eins og svo margir af hennar kynslóð. Tvisvar mátti hún sjá bak eigin- mönnum sínum og hvíldi því uppeldi dætranna á hennar herðum. Þegar í æsku lagði hún sig fram um að hjálpa til á bammörgu heim- ili foreldra sinna á Loftsölum. Hún gekk til allra þeirra starfa sem vinna þurfti heima fyrir og jafnframt að- stoðaði hún föður sinn við vitastörf í Dyrhólaey, hvort heldur þurfti að kveikja á vitanum eða færa honum nesti þegar svo bar undir. Faðir Sig- urveigar var um langt árabil vita- vörður í Dyrhólaey og seinna tók bróðir hennar, Þorsteinn, við því starfí. Hún hafði yndi af því að fræða okkur yngra fólkið um líf og störf þess fólks, sem byggði þetta land á fyrri hluta aldarinnar. Sérstaklega er mér minnisstæð lýsing hennar á því þegar Kötlugos hófst. Hún var þá tuttugu ára gömul og var fagran dag að sinna verkum úti á túni. Lýsing hennar á því hvemig þessi fagri dagur breyttist, sem hendi væri veifað í koldimma nótt, líður mér seint úr minni. Valdimar, seinni maður Sigur- veigar, var frá Hemm í Skaftár- tungu. Var hann skólastjóri í Vík á vetuma en stundaði jafnframt bú- skap á ættaróðali sínu og dvaldi fjöl- skyldan þar á summm. Var gest- kvæmt á báðum stöðum og ávallt veitt af rausn. Eftir lát Valdimars tók hún að sér ráðskonustarf á summm hjá vega- gerðarmönnum um árabil. Hún minntist þess tíma oft með mikilli ánægju. I Reykjavík vann hún ýmis störf en hún hætti störfum sjötug. Sigurveig ferðaðist nokkuð til út- landa á efri ámm. Hún heimsótti dóttur sína og systur í Bandarflq'un- um og rúmlega áttræð kom hún tvisvar í heimsókn til okkar hjónanna þegar við vomm við nám í Svíþjóð. Síðustu árin var hún orðin heilsu- tæp og naut þá umönnunar Sigrúnar dóttur sinnar og fjölskyldunnar. Dvaldi hún heima í skjóli þeirra, þar til tveimur mánuðum áður en hún lést. Sigurveig hefur nú fengið hvfld eftir langa og viðburðaríka ævi. Hennar er saknað af okkur sem eft- ir lifum. En minningin um þessa góðu konu mun lifa meðal okkar. Blessuð sé minning hennar. Sveinn Hjörtur Hjartarson Það er vissulega fallegt á Loftsöl- um í góðu veðri. Náttúruundrin, Dyrhólaey og Reynisdrangar, blasa við og jökullinn gnæfír yfír Mýr- dalnum, grænustu sveit landsins. En hrifning yfír náttúmfegurð er eitt og ást á föðurhúsum og æsku- stöðvum annað. Þegar hvort tveggja fer saman verður tilfínningin sterk, taugin römm. Aldrei mátti hún missa af veðurskeytum frá Loftsölum einn einasta dag og hún mátti ekki heyra það nefnt, að mest rigndi í Mýrdaln- um á öllu landinu. Sigurveig þótti falleg ung stúlka og hún giftist ung Þorsteini Friðriks- syni frá Litlu-Hólum í Mýrdal, kenn- ara í Vík og fluttist frá æskuheimili sínu um tvítugt. Þorstein mann sinn missti Sigurveig fyrir aldur fram vorið 1933 frá dætmnum Margréti og Elínu. En það átti fyrir henni að liggja að verða ekkja tvisvar sinnum. Þegar seinni maður hennar, Valdi- mar Jónsson, kennari frá Hemm, Skaftártungu, lést á besta aldri 1948, vom dætur þeirra, Halla og Sigrún, bamungar. Þá biðu Sigurveigar margar erfið- ar ákvarðanir. Hún vildi standa á eigin fótum og vinna fyrir sínu heim- ili og það var óneitanlega auðveldara í Reykjavík en á öðmm stöðum ís- lands þeirra daga. Það hefur verið erfitt að taka sig upp, selja allt sitt og byija upp á nýtt í framandi um- hverfí. Með vinnusemi, þrautseigju og spamaði tókst Sigurveigu samt að koma sér fyrir eins og hún vildi hafa það, í eigin húsnæði, óháð öllum og fær um að veita sínum nánustu nokkra aðstoð ef á þurfti að halda. Hún vildi hafa sitt fólk í námunda Kóreanskt bílafyrirtœki óskar ejtir oð rdða öflugan dreiftngaraðila Fyrirtækið okkar er umboðsaðili á Norðurlöndum fyrir kóreanska bílaframleiðslufyrirtækið SSANGYONG MOTOR CO. LTD. og erum við nú að leita að vel stæðu og öflugu fyrirtæki, sem hefur áhuga á að gerast dreifingaraðili okkará íslandi. Innan 3ja ára munum við eiga á lager jeppa, pallbíla, litla sendi- ferðabíla og fólksbíla. Ef þið haf- ið áhuga, þá vinsamlegast send- ið okkur upplýsingar á ensku um fyrirtækið ykkar og við munum hafa samband. Ullern Allé 41,0311 Oslo 3, Norway Telefax(02)391763.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.