Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988
„ 'é.g yer'i p\g ab e.ink&.-obstobcwr*o«ni
'íian'ic|s/ \pcK)rgdb tiL honum er batndb i •faetiruim'-'
v
*
Ast er ...
TM Rðfl. U.S. Pat. Off.-all rights reserved
€> 1986 Los Angeles Times Syndicate
... símtal til þess að létta á
hjarta þínu.
Með
morgnnkaffinu
Gleymdir að heilsa!
HÖGNI HREKKVISI
„LOSUM OKkXlK FyK!ST V/E> OKALLAKASPÓANN."
Er gatnamálasljóri enn sömu
skoðunar varðandi nagladekk?
Til Velvakanda.
Ég hef veitt því eftirtekt, að í
dálkum Velvakanda hefur oftlega
verið fjallað um notkun negldra
hjólbarða. Hefur mönnum sýnst
sitt hvað í þeim efnum, en sem
kunnugt er hefur gatnamálastjór-
inn í Reykjavík barist með oddi og
egg gegn notkun nagladekkja og
hvatt Reykvíkinga óspart til að
leggja slík dekk af.
I blaðagrein sem ég skrifaði í
septembermánuði sl. varaði ég við
þessum áróðri gatnamálastjóra og
taldi mjög hæpið, að við íslenzkar
aðstæður að vetrarlagi væri hægt
að aka um götur borgarinnar með
sæmilegu öryggi, án þess að nota
nagladekk. Það sýndi sig líka
þriðjudaginn 8. mars sl. hvers kon-
ar öngþveiti getur skapast í um-
ferðinni, þegar snögg veðraskipti
eiga sér stað, og menn aka á van-
búnum bifreiðum. Árekstrar þann
dag í Reykjavík og nágrenni voru
A gitnanAtuai SkipholU o* BrmuUrfcoha I gmr. Þmr urðu Mtr ■_____
þrátt fyrir mð okki •* g*rt rið fyrir þv( I brryttu. umferðmriagum. I
þ^r ekki er um ■UrfoUt .i*iuOjAo ró« mriðoli á fálkL
■ •jálf um mtlod akýnhigcrð við ótópp.
Nær 100 árekstrar í umferðaröngþveiti
7LSF íff*1 ■Ak“™ "ú4 nikiHi hálku. Alk wi
■kráðir h>á ISgngJuani I R.ykjavlk C2 árekatnr frá þri uai klukk-
ZZZ'iZSznzSSí* -1
breyttuin umferðariögum þarf nú ekki að kalk tii lög-
reglu vWl árekatrm nemrn ure meiðri á fðiki aé að neða eða mikið eigna-
tjón. i flestum tflvikum hefði fóik þvi ekki áU að hríngja I lögregi-
una, heldur ganga frá málunum aamkvemt nýju lögunum að aögn
Iðgregiunnar. Með þri mðti hef&i kraftar hennar nýtzt til að liðka
fyrír umferðinnL
Frá þvf breytingaroar á umferðariögunum töku gildi fyrata maro
ríðaatliðinn heflir verið nýög Iftið um það að lögregtunni beríst tilkynn-
ingar um árekstra nema í g*r. Þvi mi faatlega reikna með talavert
fleiri árekstrum en tilkynntir hafa verið og að hátt á annað hundrað
bflar hafl skemmzt.
100 talsins, samkvæmt frásögn
Mbl.
Spyija má, hvort gatnamála-
Lánskj ar aví sitöl-
una úr sambandi
Til Velvakanda.
Ég tók tvö lífeyrissjóðslán í nóv-
ember 1981. Ánnað lánið var
67.500 krónur en hitt 120.000
krónur. Þau báru 2% vexti og láns-
kjaravísitölu. í dag eru vextir af
þeim 8,7%. Vextir af þeim hafa
því hækkað um 435%. Af fyrra
láninu á ég eftir að borga 308.000
krónur og af því seinna 627.000
kr. Sem sé eftirstöðvar lánanna
hafa hækkað um 600% þrátt fyrir
að búið sé að borga af þeim 6 sinn-
um, um 350.000 krónur samtals.
Svo koma viðskiptaráðherra og
fleiri hávaxtamenn fram fyrir al-
þjóð og veija þetta kerfí, þykjast
vera að tryggja hag sparifjáreig-
enda. Nei, lánskjarasvísitöluna úr
sambandi. Það virðist enginn
hugsa um hagsmuni okkar sem
skuldum.
S.B.
stjóri sé enn sömu skoðunar og
hann var sl. haust, þegar hann
stóð fyrir áróðursherferð sinni
gegn nagladekkjum? Raunar má
spyija, hvort Reykjavíkurborg sé
ekki skaðabótaskyld, þegar emb-
ættismaður í hennar nafni hvetur
Reykvíkinga til að draga úr öryggi
í vetrarakstri?
Hins vegar skil ég vel áhyggjur
gatnamálastjóra af miklum kostn-
aði vegna mikils slits á götum
borgarinnar. í þeim efnum væri
e.t.v. skynsamlegra að nota sterk-
ara slitlag en gert er í dag. En í
framtíðinni getum við minnkað
notkun nagladekkja, þegar ráðist
verður í það verkefni að leggja
hita í götur borgarinnar. Hef ég
lagt fram tillögu þess efnis í borg-
arstjóm. Slíkt verkefni er til
margra ára, en fljótlega þarf að
byija, þar sem aðstæður eru örðug-
astar, t.d. í Breiðholtsbrekkunum,
Fossvogi og víðar.
Alfreð Þorsteinsson
Yíkverji skrifar
Eftir áratuga loftkastalasmíði,
skýrslugerðir og málþóf virðist
svo sem hugmyndin um norrænt
gervihnattasjónvarp sé að deyja
drottni sínum, ef marka má fréttir
frá síðasta þingi Norðurlandaráðs.
Þetta gerist á sama tíma og gervi-
hnattasjónvarp er að verða að veru-
leika víða í Evrópu.
Hið grátbroslega við andlát hug-
myndarinnar um norrænt gervi-
hnattasjónvarp er að þegar farið
var að ræða um Nordsat fyrst fyrir
um það bil tveimur áratugum var
slíkt gervihnattasjónvarp virkilega
róttæk framtíðarsýn. Með því að
vinna markvisst að framgangi
málsins áttu Norðurlöndin þannig
um tíma möguleika á því að verða
raunverulegir brautryðjendur gervi-
hnattasjónvarps, amk. í Evrópu, um
leið og það hefði e.t.v. getað þjapp-
að frændþjóðunum í norðri saman
áður en holskefla annars erlends
sjónvarpsefnis utan úr himingeimn-
um helltist yfír þær.
I þess stað kafnaði Nordsat í
endalausu þrefi og dó að lokum en
upp reis Tele-x, sem virðist nú ætla
að hljóta sömu örlög. Það er e.t.v.
eins gott, því að eins og þróunin er
í evrópskum gervihnattamálum um
þessar mundir, er ljóst að tækifæ-
rið er gengið Norðurlandaþjóðunum
úr greipum og norrænt gervihnatta-
sjónvarp yrði aldrei fugl né fískur
í þeirri samkeppni — sérstaklega
ekki ef sú afdalamennska sem lýsir
sé í deilu Svía við Finna um auglýs-
ingar í gervihnattasjónvarpi á að
vera ráðandi.
XXX
Víkvetji verður sannast sagna
alltaf jafn undrandi þegar
hann kemur í nýju flugstöðina á
heimleið frá útlöndum og lendir
eilíflega í sömu vandræðum með
að finna kerru undir töskur sínar.
Þó kastaði tólfunum á dögunum
þegar Víkveiji lenti í því að vera í
flugstöðinni meðal farþega úr
tveimur flugvélum sem aðallega
fluttu heim Islendinga úr skíðaferð-
um í Austurríki. Annarri eins örtröð
er erfitt að lýsa og eins og nærri
má geta hrökk kerrufloti flugstöðv-
arinnar skammt í því tilfelli.
Það hvarflaði hins vegar að
Víkveija þama mitt í allri þrönginni
að auðvitað ætti að miða kerruflota
flugstöðvarinnar við álagstoppa af
þessu tagi — tvær fullar flugvélar
af skíðafólki með allt það hafurtask
sem því fylgir. Þá ætti um leið að
vera nægilegt framboð á kerrum í
öllum öðrum tilvikum.
Hvað sem því líður þá er ljóst
að of lítið er af kerrum í flugstöð-
inni við núverandi aðstæður. Vel
má vera að kerruijoldinn sé í sam-
ræmi við viðurkennda staðla en það
dugar skammt hér á landi, því að
eins og allir vita ferðast íslendingar
þungklifjaðri milli landa en flestar
aðrar þjóðir.
Sú árátta íslendinga er auðvitað
ekkert annað en sveitamennska og
önnur saga.
XXX
Einhver skemmtilegasta uppá-
koman í íslensku leikhúslífi um
þessar mundir er gróskan meðal
hinna svokölluðu fijálsu leikhópa.
Hver leikhópurinn á fætur öðrum
hefur sprottið fram á sjónarsviðið
og hver leiksýningin rekið aðra. Án
þess þó að Víkveiji hafi haft tök á
því að sjá allar þessar sýningar,
virðist honum þó að þær hafí þótt
misjafnar að gæðum, misjafnlega
vel leiknar og misjafnlega vel leik-
stýrt — alveg eins og gerist og
gengur í atvinnuleikhúsunum. Það
er þó athyglisvert að í þeirri sýning-
unni af þessu tagi sem hvað mesta
athygli vakti, þ.e. Heimkomunni
eftir Harold Pinter, voru burðarás-
amir í sýningunni einmitt sóttir til
atvinnuleikhúsanna. Þess vegna
kemur það óneitanlega leikhúsá-
hugamönnum spánskt fyrir sjónir
að sjá skrif á borð við þau er lesa
mátt í Morgunblaðinu hér fyrr í
vikunni eftir Ólaf Sveinsson, sem
taldi blóma íslensks leikhúsfólks að
finna innan fijálsu leikhópanna en
fann stofnanaleikhúsunum flest til
foráttu. Varla eru öfgar af þessu
tagi fijálsum leikhópum og íslensku
leikhúslífi almennt til framdráttar.