Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 -i atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Vélavörður Vélavörð vantar á mb. Sigurvon ÍS-500 sem er á línuveiðum. Upplýsingar í síma 94-6215 og 985-20561. Fasteignasalar ath.l Vanur sölumaður í fasteignasölu, 8 ára starfsreynsla, óskar eftir starfi sem fyrst. Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl. merkt: „Ár - 58“. Vélvirki - Vélstjóri Traust fyrirtæki, utan Reykjavíkur, óskar að ráða fjölhæfan vélstjóra eða vélvirkja til framtíðarstarfa. Starfið felst í viðhaldi véla, viðgerðum og nýsmíði, á verkstæðinu og utan þess. Húsnæði fyrir hendi. Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf og menntun sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Vélaverkstæði -4949“ sem fyrst. Tannfræðingur Þekkt heildverslun í Reykjavík óskar eftir að ráða tannfræðing til starfa hið fyrsta. Verksvið: 1. Kynning og fræðsla á tannhreinsivörum fyrirtækisins. 2. Sala á tannhreinsivörum til endurseljenda. Umsóknum skal skilað fyrir 17. mars til aug- lýsingadeildar Mbl., merktar: „T - 6642“. Atvinnusölumaður 33ja ára iðnlærður sölumaður leitar eftir vel launuðu starfi. Hef u.þ.b. 6 ára reynslu af persónulegri síma- og vettvangssölu. Er mjög þjónustulundaður. Sérsvið: Vélar og tæki og efni til járniðnaðar. Áhugasvið: Sala á nýjum bílum, tækjabúnaður, neysluvara, en allt kemur til greina. Er félagi í FAS (Félag atvinnusölumanna). Ef frekari upplýs- inga er óskað, hafið þá samband í síma 77962 eftir kl. 18.30 eða leggið inn fyrir- spurnir og/eða tilboð á auglýsingadeild Mbl. merkt: „FAS - 33“. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Vestmannaeyja vill ráða hjúkrunar- fræðinga nú þegar eða eftir samkomulagi. Ennfremur óskast hjúkrunarfræðingar til sumarafleysinga. Kynnið ykkur launakjörin. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 98-1955. SPARI5JÓÐUR HAFNARFJARÐAR Gagnaskráning Sparisjóður Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða sem fyrst starfsmann vanan gagnaskrán- ingu. Vinnutími frá kl. 13.00-19.15. Launakjör eru samkv. samn. SÍB og bankanna. Umsóknareyðublöð fást í Sparisjóðnum, Strandgötu 8-10 og Reykjavíkurvegi 66. Umsóknarfrestur er til 21. mars. Tónlistarskóli Færeyja auglýsir eftir kennurum í eftirtöldum greinum frá 1. sept. 1988: Píanó, orgel/rafmagnsorgel, fiðla, selló, kontrabassi, rafmagnsbassi, tré- og málm- blásturshljóðfæri, gítar/rafmagnsgítar, söng- ur, blokkflauta, trommur/slagverk, hljóm- borð, tónfræði, tónheyrn og tónsmíðar. Umsækjendur, sem geta kennt tvær eða fleiri greinar eða stjórnað kór/hljómsveit, hafa forgang. Kennsluskyldan er 20 klukkutímar á viku. Byrjunarlaun eru í dag Dkr. 15.636,54 á mánuði og hæstu laun Dkr. 17.935,63. Umsækjendur skulu hafa lokapróf frá tónlist- arháskóla (Konservatorium) eða aðra sam- bærilega menntun. Umsóknir ásamt prófskírteinum og öðrum skjölum ber að senda í seinasta lagi 1. maítil: Föroya Musikskúli Landsskúlafyrisitingin Postrúm 379 FR-110 Tórshavn Föroyar. Nánari upplýsingar fást hjá yfirmanni Tónlist- arskólans, OlaviHátún, ísíma 90-298-1-5555 (millikl. 10og 12)eða 1-5811 (heima). Trésmiðir - byggingamenn Byggingadeild Hagvirkis óskar að ráða vana menn til eftirtalinna starfa: Trésmiði í mótavinnu o.fl., verkamenn í bygg- ingavinnu og kranamenn á byggingakrana. Vinsamlega hafið samband við Olaf Pálsson í síma 673855 eða Valþór Sigurðsson í síma 27382. M M HAGVIRKI HF Háseti Háseta vantar á 180 tonna bát sem gerður er út á net frá Grindavík. Upplýsingar í símum 985-22076 og 92-68370 hjá skipstjóra, 92-68216 á skrifstofutíma. Bændaskólinn á Hvanneyri óskar að ráða tvo menn til starfa, annan í fjós og hinn í refahús, á bú bændaskólans. Búfræðimenntun æskileg. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 93-70000 og hjá bústjóra í síma 93-71502 í hádegi og á kvöldin. Vélavörður Vélavörð vantar á 57 tonna togbát, sem gerð- ur er út frá Grindavík og Vestmannaeyjum. Upplýsingar í símum 985-22885 og 94-4402. Z Hafnarhvoli v/ Tryggvagötu. sími 29500. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar | fundir — mannfagnaðir | Aðalfundur Félags hárgreiðslu- og hárskerasveina verð- ur haldinn mánudaginn 21. mars 1988 kl. 19.00 í Baðstofunni, Ingólfsbæ, Ingólfsstræti 5. Venjuleg aðalfundarstörf. Borgfirðingafélagið í Reykjavík Árshátíðin verður í Hótel Borgarnesi laugar- daginn 19. marz og hefst kl. 21. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 19. Miðapantanir og upplýsingar í símum 38174 og 24713. Pantið tímanlega. Stjórnin. Vorfagnaður F.R.-félaga Vorfagnaður F.R.-félaga verður haldinn í Ris- inu, Hverfisgötu 105, 4. hæð, 26. mars 1988 kl. 19.00. Félagar, sýnum samstöðu og mætum með góða skapið. Allar nánari upp- lýsingar á Radíó 5000 í síma 36888. Stjórnin. Aðalfundur Félags starfsfólks í veitingahúsum verður haldinn þriðjudaginn 22. mars 1988 kl. 17.00 í baðstofunni, Ingólfsbæ, Ingólfsstræti 5. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin BORGARA FLOKKURIM -ílokkur með framtið Undirbúningsnefnd. þjónusta Þingmenn og stjórn kjördæmisfélags Borg- araflokksins á Reykjanesi boðar til almenns fundar í safnaðarheimilinu í Kirkjuhvoli í Garðabæ sunnudaginn 13. marz kl. 15.00. Glæsilegt kaffihlaðborð. Stjórnin. Bifreiðaeigendur! Stórbílaþvottastöðin veitir hraðþjónustu. Vægt verð. Kynnið ykkur nýja verðskrá og afsláttarkort. Opið alla daga. Sími 688060. -i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.