Morgunblaðið - 12.03.1988, Page 38

Morgunblaðið - 12.03.1988, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 -i atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Vélavörður Vélavörð vantar á mb. Sigurvon ÍS-500 sem er á línuveiðum. Upplýsingar í síma 94-6215 og 985-20561. Fasteignasalar ath.l Vanur sölumaður í fasteignasölu, 8 ára starfsreynsla, óskar eftir starfi sem fyrst. Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl. merkt: „Ár - 58“. Vélvirki - Vélstjóri Traust fyrirtæki, utan Reykjavíkur, óskar að ráða fjölhæfan vélstjóra eða vélvirkja til framtíðarstarfa. Starfið felst í viðhaldi véla, viðgerðum og nýsmíði, á verkstæðinu og utan þess. Húsnæði fyrir hendi. Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf og menntun sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Vélaverkstæði -4949“ sem fyrst. Tannfræðingur Þekkt heildverslun í Reykjavík óskar eftir að ráða tannfræðing til starfa hið fyrsta. Verksvið: 1. Kynning og fræðsla á tannhreinsivörum fyrirtækisins. 2. Sala á tannhreinsivörum til endurseljenda. Umsóknum skal skilað fyrir 17. mars til aug- lýsingadeildar Mbl., merktar: „T - 6642“. Atvinnusölumaður 33ja ára iðnlærður sölumaður leitar eftir vel launuðu starfi. Hef u.þ.b. 6 ára reynslu af persónulegri síma- og vettvangssölu. Er mjög þjónustulundaður. Sérsvið: Vélar og tæki og efni til járniðnaðar. Áhugasvið: Sala á nýjum bílum, tækjabúnaður, neysluvara, en allt kemur til greina. Er félagi í FAS (Félag atvinnusölumanna). Ef frekari upplýs- inga er óskað, hafið þá samband í síma 77962 eftir kl. 18.30 eða leggið inn fyrir- spurnir og/eða tilboð á auglýsingadeild Mbl. merkt: „FAS - 33“. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Vestmannaeyja vill ráða hjúkrunar- fræðinga nú þegar eða eftir samkomulagi. Ennfremur óskast hjúkrunarfræðingar til sumarafleysinga. Kynnið ykkur launakjörin. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 98-1955. SPARI5JÓÐUR HAFNARFJARÐAR Gagnaskráning Sparisjóður Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða sem fyrst starfsmann vanan gagnaskrán- ingu. Vinnutími frá kl. 13.00-19.15. Launakjör eru samkv. samn. SÍB og bankanna. Umsóknareyðublöð fást í Sparisjóðnum, Strandgötu 8-10 og Reykjavíkurvegi 66. Umsóknarfrestur er til 21. mars. Tónlistarskóli Færeyja auglýsir eftir kennurum í eftirtöldum greinum frá 1. sept. 1988: Píanó, orgel/rafmagnsorgel, fiðla, selló, kontrabassi, rafmagnsbassi, tré- og málm- blásturshljóðfæri, gítar/rafmagnsgítar, söng- ur, blokkflauta, trommur/slagverk, hljóm- borð, tónfræði, tónheyrn og tónsmíðar. Umsækjendur, sem geta kennt tvær eða fleiri greinar eða stjórnað kór/hljómsveit, hafa forgang. Kennsluskyldan er 20 klukkutímar á viku. Byrjunarlaun eru í dag Dkr. 15.636,54 á mánuði og hæstu laun Dkr. 17.935,63. Umsækjendur skulu hafa lokapróf frá tónlist- arháskóla (Konservatorium) eða aðra sam- bærilega menntun. Umsóknir ásamt prófskírteinum og öðrum skjölum ber að senda í seinasta lagi 1. maítil: Föroya Musikskúli Landsskúlafyrisitingin Postrúm 379 FR-110 Tórshavn Föroyar. Nánari upplýsingar fást hjá yfirmanni Tónlist- arskólans, OlaviHátún, ísíma 90-298-1-5555 (millikl. 10og 12)eða 1-5811 (heima). Trésmiðir - byggingamenn Byggingadeild Hagvirkis óskar að ráða vana menn til eftirtalinna starfa: Trésmiði í mótavinnu o.fl., verkamenn í bygg- ingavinnu og kranamenn á byggingakrana. Vinsamlega hafið samband við Olaf Pálsson í síma 673855 eða Valþór Sigurðsson í síma 27382. M M HAGVIRKI HF Háseti Háseta vantar á 180 tonna bát sem gerður er út á net frá Grindavík. Upplýsingar í símum 985-22076 og 92-68370 hjá skipstjóra, 92-68216 á skrifstofutíma. Bændaskólinn á Hvanneyri óskar að ráða tvo menn til starfa, annan í fjós og hinn í refahús, á bú bændaskólans. Búfræðimenntun æskileg. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 93-70000 og hjá bústjóra í síma 93-71502 í hádegi og á kvöldin. Vélavörður Vélavörð vantar á 57 tonna togbát, sem gerð- ur er út frá Grindavík og Vestmannaeyjum. Upplýsingar í símum 985-22885 og 94-4402. Z Hafnarhvoli v/ Tryggvagötu. sími 29500. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar | fundir — mannfagnaðir | Aðalfundur Félags hárgreiðslu- og hárskerasveina verð- ur haldinn mánudaginn 21. mars 1988 kl. 19.00 í Baðstofunni, Ingólfsbæ, Ingólfsstræti 5. Venjuleg aðalfundarstörf. Borgfirðingafélagið í Reykjavík Árshátíðin verður í Hótel Borgarnesi laugar- daginn 19. marz og hefst kl. 21. Farið verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 19. Miðapantanir og upplýsingar í símum 38174 og 24713. Pantið tímanlega. Stjórnin. Vorfagnaður F.R.-félaga Vorfagnaður F.R.-félaga verður haldinn í Ris- inu, Hverfisgötu 105, 4. hæð, 26. mars 1988 kl. 19.00. Félagar, sýnum samstöðu og mætum með góða skapið. Allar nánari upp- lýsingar á Radíó 5000 í síma 36888. Stjórnin. Aðalfundur Félags starfsfólks í veitingahúsum verður haldinn þriðjudaginn 22. mars 1988 kl. 17.00 í baðstofunni, Ingólfsbæ, Ingólfsstræti 5. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin BORGARA FLOKKURIM -ílokkur með framtið Undirbúningsnefnd. þjónusta Þingmenn og stjórn kjördæmisfélags Borg- araflokksins á Reykjanesi boðar til almenns fundar í safnaðarheimilinu í Kirkjuhvoli í Garðabæ sunnudaginn 13. marz kl. 15.00. Glæsilegt kaffihlaðborð. Stjórnin. Bifreiðaeigendur! Stórbílaþvottastöðin veitir hraðþjónustu. Vægt verð. Kynnið ykkur nýja verðskrá og afsláttarkort. Opið alla daga. Sími 688060. -i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.