Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 Minning: Ingibjörg Helga- dóttirf Stykkishóhni Fædd 26. mars 1901 Dáin 4. mars 1988 Merk og góð kona hefir kvatt okkur í bili. Kona sem um áratugi stýrði einhvetju svipmesta heimili í Stykkishólmi og við Breiðafjörð, og átti ítök í svo mörgum góðum mál- um á vaxtarskeiði Hólmsins. Vissu- lega stóð hún traust og örugg við hlið síns góða manns, Sigurðar Ágústssonar, fylgdi eftir góðum málum og örfaði. Þessa minnast þeir sem urðu þar heimilisvinir. Og aldrei var önnin svo mikil að ekki væri hægt að taka á móti þeim sem að garði bar. Og viðmótið sveik engan. Ég kynntist þessu ágæta heimili fljótt eftir komu mína í Hólminn og þangað lágu mörg spor. Svo eftir stofnun míns heimilis bárust góðir straumar húsa á milli. Ég kom í Stykkishólm frá Eski- fírði, fæðingarstað frú Ingibjargar, þekkti mikið hennar föðurfólk og þeirra kosti. Karlsskálaheimilið var stórt heimili og hátt skrifað meðan það var og hét. Á því heimili fengu ótal margir sína fyrstu uppörfun til dáða og þar var að vissu leyti undir- búningur undir skóla lífsins. Ingi- björg átti trausta stofna í báðar ættir. Starfs hennar hér í bæ, dugn- aðar og góðvildar er gott að minn- ast og því eru þessar fáu línur á blað festar til að koma áleiðis þökk- um fyrir trausta og góða samfylgd. Þakka það sem þessi góða kona og trausta var mér og mínu heimili. Á helgum stundum heimilis míns var hún viðstödd, svo sem við skím bamanna, brúðkaup okkar hjóna o.fl. Þess skal líka minnast. Þegar líður á daginn, og hópur sá sem hélt vel saman áður, þynnist, fer ekki hjá því að söknuðurinn segir sína ■ sögu. Margs er að sakna og margs að minnast, og eitt er víst að allar góðu minningamar eru ljós á veginum. Um leið og ég þakka góðum guði fyrir að hafa fengið að deila með Ingibjörgu skemmtilegum stundum á liðinni tíð, lýk ég þessum orðum með kveðju frá okkur hjónum og bömunum okkar. Góður guð glessi hana og varð- veiti á nýjum leiðum ljóss, lífs og kærleika. Árni Helgason Við andlát mágkonu minnar, Ingibjargar Helgadóttur, ekkju Sig- urðar Ágústssonar, alþingismanns í Stykkishólmi, ieita margar minning- ar á hugann. Síðasta ferð hennar til Reykjavík- ur var 20. janúar sl. er hún kom til að fylgja til grafar sinni yngstu systur. Stóð hún þá ein uppi af 7 bömum þeirra Helga Eiríkssonar, bakarameistara frá Karlsskála v/Reyðarfjörð, og Sesselju Áma- dóttur, prests frá Kálfatjöm. Ingibjörg fæddist á Eskifírði 26. mars 1901. 1911 flyttjast þau hjón til ísafjarðar og dveljast þar til vors- ins 1921, er þau setjast að um skeið í Stykkishólmi. Frá þeim tíma er fróðlegt að rifja upp örstutta sögu. Jón heitinn Maríusson, seðlabanka- stjóri, var skólabróðir Sigurðar Ágústssonar í verslunarskóla í Dan- mörku. Þaðan brautskráðist Sigurð- ur 1917 með hæstu einkunn er tek- in var það vor. Jón hafði líka kynnst Ingibjörgu á ísafírði og þegar skip- ið, sem flutti fjölskylduna til Stykk- ishólms, leysti landfestar á ísafírði, sagði Jón: „Þama fer brúðarefni Sigurðar Ágústssonar." Þau höfðu þá aldrei sést, en Jón hafði kynnst báðum og var fyrirfram sannfærður um, að sökum mannkosta og glæsi- mennsku beggja myndu þeirra kynni reynast örlagarík. Hann reyndist sannspár. Tveim ámm síðar stóð þeirra brúðkaup og hjóna- band þeirra í rösk 52 ár reyndist farsælt og til fyrirmyndar. Sigurður var um sína daga einn umsvifamesti atvinnurekandi á Snæfellsnesi og viðriðinn flest fram- faramál í sinni heimabygg og mörg við Breiðafjörð. Sigurður var feikilega gestrisinn maður og hélt uppi af mikilli rausn allskonar heimboðum. Þessi eigin- leiki Sigurðar fékk notið sín'til fulln- ustu, vegna þess að kona hans var mikilhæf húsmóðir. Hún hafði stundað nám á hússtjómarskóla í Danmörku og var mjög snjöll í matreiðslu og kunni einnig að dúka borð af listfengi og hagnýta fagran borðbúnað. Heimili Sigurðar og Ingibjargar í einu af elstu húsum Stykkishólms var mjög sérstætt. Þetta gamla hús frá öldinni sem leið fannst mér allt- af hafa mjög sterkan „karakter", ef svo má að orði komast. Það var mettað af gamalli og gróinni menn- ingarhefð. Ýmsir gamlir listmunir vom úr búi foreldra Sigurðar frá þeim tíma er þau bjuggu í þessu húsi. Þó að lágt væri til lofts í stof- unum á efri hæðinni virtist það gefa húsgögnunum og ýmsum kjörgrip- um aukið gildi. Það var unun að njóta gestrisni þeirra hjóna, sem er ógleymanleg öllum, sem sóttu þau heim. Áður en hótelrekstur hófst í Stykkishólmi virtist mér heimilið á Skólastíg 1 gegna því hlutverki að taka á móti ýmsum virðulegum gestum, sem sóttu kauptúnið heim og flesta daga var haldið þar uppi risnu fyrir einhveija af þeim mikla Qölda, sem áttu margháttuð erindi við Sigurð. Hann var óumdeildur héraðs- höfðingi í nær hálfa öld og á 75 ára afmæli Ingibjargar var tækifærið notað til að gera hann að heiðurs- borgara Stykkishólms. Áður hafði faðir hans verið einn af þrem, sem þessa heiðurs höfðu orðið aðnjótandi og er mér til efs að slíkt hafí áður „gengið að erfðum". Að sjálfsögðu gustaði stundum í kringum Sigurð eins og ævinlega vill verða í pólitíkinni en vinsældir hans voru slíkar að í alþingiskosn- ingum sótti hann ávallt verulegt fylgi inn í raðir andstæðinganna. Hann var fljótur að gleyma mis- gjörðum og hörðum atlögum and- stæðinga á stundum. Þar var Ingi- björgu öfugt farið. Hún átti mjög erfítt með að fyrirgefa, ef hún taldi einhvern hafa ráðist ódrengilega að Sigurði. Þegar Sigurður Ágústsson tók sæti á alþingi 1949—1967 urðu samgöngur á milli heimila okkar tíðar hér í Reykjavík. Við höfðum öll mikla ánægju af brids-spila- mennsku. Fór Sigurður mjög á kost- um við spilaborðið og var þá oft spaugsamur. Hér áður fyrrum hitt- ist fjölskyldan stundum við Straum- fjarðará og hafði Ingibjörg mikla ánægju af laxveiði og stundaði hana kappsamlega. Sigurður hafði oftast ekki tíma til að koma fyrr en á eftir- miðdögum og voru þau jafnan feng- sæl. Heimsókn til þeirra hjóna í Stykk- ishólm var ávallt mikið tilhlökkunar- efni. Hennar yngstu systur, sem oft hafði í æsku dvalið langdvölum hjá þeim hjónum fannst hún alltaf vera „að koma heim“ þegar Breiðafjörð- urinn og Stykkishólmur blöstu sýn úr Kerlingaskarði. Hvergi var hægt að hugsa sér betri móttökur og ánægjulegri gistingu en á heimili þeirra. Sólargeislinn í lífi þeirra hjóna var einkasonurinn Ágúst. Eftir að hann giftist sinni frábæru konu Rakel Olsen úr Keflavík, bjuggu þau í mörg ár ásamt bömum sínum á neðri hæðinni á Skólastíg 1. Vakti það oft aðdáun mína hvemig Rakel með mörg böm og störf í íjölskyldu- fyrirtækinu gat alltaf verið með heimili sitt hreint og snyrtilegt og var þó eldhúsið í miðri íbúðinni. Það er eins og flest hafí hljóðan og far- sælan framgang, þar sem hún er í forsvari. Það hefír verið ánægjulegt að fylgjast með, hve fyrirtækjum þeim, sem Sigurður lagði grunninn að hefír famast vel undir forstöðu Ágústar og eiginkonu hans og hve mikla ræktarsemi þau hafa sýnt gömlum húseignum. Það er eins og gamli og nýi tíminn eigi alltaf far- sæl stefnumót undir foiystu þeirra hjóna. Faðir Rakelar tengdadóttur Ingi- bjargar, Ole Olsen, var færeyskur. Ifyrir nokkmm árum fóru þær Ingi- björg saman í heimsókn til Færeyja. Tvær systur frá Karlsskála höfðu gifst til Færeyja, Pálína, sem giftist H. Mohr skipstjóra og Guðný, sem giftist Jóhannesi Patursson, kóngs- bónda í Kirkjubæ. Átti Ingibjörg því einnig stóran frændgarð í Færeyj- um. Þegar Erlendur Patursson frétti að Ingibjörg væri stödd í Þórshöfn kallaði hann saman frændliðið, sem til náðist og hélt „Karlsskálamót" í Þórshöfn, en slík mót em haldin hér í Reykjavík á nokkurra ára fresti. Var gaman að heyra hana rifja upp sögur frá þessum fagnaði og átti hún Iista yfir alla sem mótið sóttu. Orlögin haga því svo að undirrit- aður og Ágúst einkasonur þeirra hjóna eiga sama afmælisdag á miðju sumri. Ákveðið var að halda upp á okkar sameiginlega 100 ára afmæli og ferðast með þær systur sem heið- ursgesti, þar sem Ingibjörg átti sín æskuár á Isafírði en Gróa (Gógó) fæddist þar en fluttist þaðan í fmm- bemsku. Þetta ferðalag var fyrir 11 ámm og mikil uppriflun gamalla minninga. Spaugilegt þótti mér að það var helst niður við höfnina að Ingibjörg hitti viðtalshæfa menn um gömlu góðu árin þar vestra. Ingibjörg var svipmikil og glæsi- leg kona. Mér fannst hún hafa ætt- armót af fomum kvenhetjum. Eftir fráfall Sigurðar Ágústsson- ar gat ég ekki annað en dáðst að því, hvemig hún kunni og gat sigr- að harm sinn og tekið því óhjá- kvæmilega með þeirri tignu ró og sálarstyrk, sem fáum er gefin. Ef til vill hefír það verið henni nokkur harmabót, hve fullkomlega hún helgaði líf sitt og störf því að gera veg Sigurðar sem mestan. Og eftir að heilsu hans hnignaði vakti hún yfír hveiju hans fótmáli eins og vemdarengill. Ingibjörg var svo lánsöm að geta búið í gamla húsinu sínu alveg fram til þess síðasta, enda mátti hún ekki til þess hugsa að flytja þaðan. Gerðu hennar nánustu allt sem hægt var til að þessi ósk hennar rættist. Systkini Ingibjargar voru: Sigríð- ur, f. 1903, kaupkona, maki Hjálm- ur Konráðsson, verslunarstjóri; Klara, f. 1905, maki Kristján H. Magnússon, listmálari; Eiríkur, f. 1907, rafvirkjameistari, maki Unn- ur Jónsdóttir; Steinunn, f. 1912, maki Haraldur Ágústsson, stór- kaupmaður; Hansína, f. 1914, maki Baldur Jónsson, framkvæmdastjóri; Gróa, f. 1917, maki Guðmundur Guðmundarson, framkvæmdastjóri. Öll systkinin em látin en 2 makar eru á lífí. Ingibjörg bar nafn móðurömmu sinnar, Ingibjargar Sigurðardóttur frá Þemey, eiginkonu Árna Þor- steinssonar frá Úthlíð í Biskups- tungum. Hann var af skaftfellskum ættum. Langafi sr. Áma var Þor- steinn bóndi Steingrímsson bróðir Jóns prófasts Steingrímssonar. Föð- urættin, „Karlsskálaættin", er mjög fjölmenn og var hún í 2. lið frá þeim Karlsskálahjónum Eiríki Bjömssyni og Sigríði Pálsdóttur. Fjölskyldan öll kveður Ingibjörgu með miklum söknuði. Blessuð , sé hennar minning. Guðmundur Guðmundarson Árið 1958 fór 12 ára bekkur G í Melaskóla I skólaferðalag til Stykk- ishólms ásamt kennara sínum. Hlakkaði undirrituð mikið til, enda komin á „heimaslóð", til frænku og frænda í Hólminum. Þessi ferð verð- ur mér líka alltaf minnisstæð, því þá var ég virkilegur „túristi", það eina skiptið. Þegar komið var í Kerlingar- skarð, kallaði kennari, í mig, og sýndi ég bekkjarfélögum mínum, stolt, kerlinguna margfrægu. Sann- leikurinn er þó sá, að ég sem lítil stelpa, hélt alltaf að kerlingin hefði orðið að steini, þegar hún fór með físk í soðið til Ingibjargar, enda ekkert skrítið, á svo gestkvæmu heimili, sem var alltaf hjá þeim hjón- um. Að hafa átt bemskudaga í Hólm- inum hjá Ingibjörgu frænku, er okk- ur öllum systkinabömunum örugg- lega ómetanlegt. Það var sama hvort við væmm fleiri en eitt í einu, alltaf hafði hún tíma fyrir okkur sem einstakling. Guð blessi yndislega frænku, hafí hún þökk fyrir allt og allt. Helga Guðmundsdóttir í dag er tengdamóðir mín, frú Ingibjörg Helgadóttir, kvödd hinstu kveðju frá Stykkishólmskirkju. Ingibjörg fæddist á Eskifírði, 26. marz 1901. Foreldrar hennar vom Sesselja Ámadóttir, prests á Kálfa- tjöm, Þorsteinssonar og Helgi Eiríksson, bakarameistari, frá Karlsskála við Reyðarfjörð. Þegar Ingibjörg er ársgömul flytja foreldrar hennar til Keflavík- ur. Þangað komu ungu hjónin ekki tómhent, því þau fluttu með sér stórt og fallegt hús, er þau höfðu átt og búið í á Eskifírði. Endurreistu þau þetta myndarlega tvílyfta hús við Hafnargötuna, rétt við Klapparstíg- inn. Á neðri hæðinni var brauðgerð- arhús, ásamt sölubúð og skrifstofu. Efri hæðin var öll notuð til íbúðar. í húsinu var einnig póstafgreiðsla og hafði Helgi Eiríksson hana á hendi. Var því mikið um mannaferð- ir í þetta hús. Þau hjón þóttu mikið mannkosta- fólk. Helgi vel gefínn, prúðmannleg- ur, glettinn og snjall í tilsvömm. Frú Sesselja var ljómandi falleg, höfðingleg og ljúf í framkomu. Hún var afar starfsöm kona, listhneigð og hugkvæm. En vem þeirra í Keflavík lauk með sviplegum hætti. Fallega húsið þeirra brann til kaldra kola 1908. í Keflavík hafði þeim fæðst 3 böm. Síðar flytja þau frú Sesselja og Helgi Eiríksson til ísa- fjarðar og býr fjölskyldan þar í 10 ár. 3 böm bætast þar í hópinn. Þá búa þau í Stykkishólmi í nokkur ár og síðast í Reykjavík. Ingibjörg á því sín unglingsár á ísafírði. Vom þeir tímar henni afar kærir og gam- an var að heyra hana rifja upp minn- ingar frá þeim dögum. Böm frú Sesselju og Helga Eiríkssonar vom auk Ingibjargar: Sigríður Helga- dóttir, setti á stofn hljóðfæraverzlun í Reykjavík, maki Hjálmur Konráðs- son, framkvæmdastjóri, Klara Helgadóttir, maki Kristján Magnús- son, listmálari, Eiríkur Helgason, rafvirkjameistari, maki Unnur Jóns- dóttir, Steinunn Helgadóttir, maki Haraldur Ágústsson, stórkaup- maður, Hansína Helgadóítir, maki Baldur Jónsson, stórkaupmaður, Gróa Helgadóttir, maki Guðmundur Guðmundarson, forstjóri, Ingibjörg lifði öll sín systkini, síðast kvaddi hún Gróu systur sína, sem lést nú í janúar. Tengdamóðir mín var mjög ætt- rækin kona og bar ávallt hag allra í fjölskyldunni fyrir bijósti. Minn- ingu foreldra sinna var hún ævi- langt bundin föstum tryggðarbönd- um. Vera fjölskyldu Helga Eiríksson- ar í Stykkishólmi átti eftir að reyn- ast Ingibjörgu örlagarík. Hér kynn- ist hún eiginmanni sínum, Sigurði Ágústssjmi. Sigurður var fæddur og uppalinn í Stykkishólmi, sonur frú Ásgerðar Arnfínnsdóttur og Ágústar Þórarinssonar, verzlunar- stjóra hjá verzlun Tang og Riis. Brúðkaup Ingibjargar og Sigurðar var haldið 27. október 1923. Var hjónaband þeirra í 52 ár fádæma hamingjuríkt og farsælt. Sigurður gerðist hér umsvifamik- ill athafnamaður við útgerð, físk- vinnslu og verzlun. Hann var al- þingismaður Snæfellinga og síðar vesturlands í 19 ár. Greiðvikni Sig- urðar við samferðamenn sína voru lítil takmörk sett. Hlóðust á hann margs konar fyrirgreiðsla öðrum til handa. Honum voru falin flest hugs- anleg trúnaðarstörf, sem tengdust hagsmunum kjördæmis hans eða starfsbræðrum í útgerð, verzlun og fískvinnslu. Hann var ótrúlega af- kastamikill og einstaklega reglu- samur með allt sem hann innti af hendi. Sigurður fór ekki dult með það að konu sinni átti hann það að þakka að hann gat svo óskiptur sinnt hugðarefnum sínum. Ingibjörg var stórkostleg hús- móðir og var ótrúlegt hvað hún gat töfrað fram með engum fyrirvara þegar gesti bar að garði. Heimili þeirra var áratugum saman eins og hótel, þar sem gestir komu og fóru á öllum tímum sólarhringsins. Bæði voru þau hjón fádæma kurt- eis oggestrisin, allir fundu sig hjart- anlega velkomna á heimili þeirra. Það fór ekki hjá því að ég, ung kona, nýgift einkasyni þeirra, Ágústi, fyndi til kvíða þegar við hófum heimilisrekstur í sama húsi og tengdaforeldramir. En ástæðu- laus reyndist kvíði minn. Ingibjörg var lagin við að auka sjálfstraust mitt við heimilishaldið og allt ann- að, sem ég tók mér fyrir hendur. Sambýli okkar í Clausens-húsi stóð í 15 ár og aldrei bar þar skugga á. Samband Ágústar og foreldra hsn einkenndist a kærleika og umhyggju hvert fyrir öðru, þess naut ég einn- ig og bamabömin þegar þau komu til sögunnar. Það er ómetanlegt fyr- ir þau, í dag, að hafa alist upp í skjóli afa og ömmu í gamla húsinu þeirra, þar sem allt angar af sögu frá öldinni sem leið. Sigurður andað- ist 1976, 79 ára að aldri. Síðustu æviár Ingibjargar voru friðsæl. Hún naut návista við bama- bömin og skyldulið. Síðustu tvær vikumar dvaldi hún á sjúkrahúsi St. Fransiskussystra umvafín hjálp- semi og hlýju systranna og starfs- fólksins alls. Hún lést að kvöldi 4. marz nær 87 ára að aldri. Ég kveð tengdamóður mína með trega og þakklæti. Ljúf umhyggja hennar fylgdi mér, Ágústi og böm- um okkar hvar sem við fórum. í hugum okkar mun alltaf verða birta og gleði yfír minningu hennar. Rakel Olsen Kveðja frá Sjálfstæðis- félaginu Skildi, Stykkis- hólmi. Við fráfall frú Ingibjargar Helga- dóttur er brostinn einn þeirra strengja, er tengja nútíð við fortíð. Frú Ingibjörg stóð við hlið eigin- manns síns, Sigurðar Ágústssonar alþingismanns, og saman beittu þau áhrifum sínum um langa ævi til framgangs góðra mála. Þó svo að frú Ingibjörg sé okkur horfín, þá er það vissulega svo, að enn þann dag í dag gætir áhrifa ævistarfs þeirra hjóna. Það var samfélaginu hér í Stykk- ishólmi dýrmætt að eiga slíkt fólk, sem þau hjónin voru, innan sinna vébanda. Með látleysi sínu og prúð- mennsku urðu þau samferðafólkinu sú fyrirmynd er enn þann dag setur svipmót sitt á þennan bæ. Frú Ingibjargar er saknað af öll- um þeim er hana þekktu, jafnt ung- um sem öldnum. Fjölskyldu hennar færum við inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Ingibjargar Helgadóttur. Sjálfstæðisfélagið Skjöldur, Stykkishólmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.