Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 Áburðarverksmiðjan; Borgarráð vill kanna þjóðhagslega hagkvæmni Líklegt að notkun gamla geymisins verði ekki leyfð Ok aftan á sendibíl KONA slasaðist nokkuð þegar hún ók bifreið sinni aftan á kyrrstæða sendibifreið á Kringlumýrarbraut í gærmorg- un. Slysið varð um kl. 8.80. Stórri sendibifreið hafði, vegna biíunar, verið lagt út f kant brautarinnar. Konan 6k Lada-bifreið sinni aftan á vinstra afturhom hennar og var áreksturinn mjög harður. Þykir mesta mildi að enginn farþegi var í framsæti bifreiðar konunnar, því hom sendibifreiðarinnar gekk inn í bifreiðina, að aftursæti. Konan var flutt á slysadeild og munu áverkar þeir er hún hlaut vera umtalsverðir. Hún er þó ekki í lffs- hættu. Bifreið hennar er gjörónýt. BORGARRÁÐ hefur samþykkt að beina þeim tilmælum til ríkis- stjómarinnar að nefnd kanni þjóðhagslega hagkvæmni Aburðarverksmiðju rikisins í Gufunesi. Morgunblaðið/Sverrir Stjómendur Amarflugs kynna starfsemi félagsins á aðalfundi. F.v.: Þórður Jónsson, Kristinn Sigtryggsson, Magnús Oddsson og Halldór Sigurðsson. Hlutafé Arnarflugs aukið um 100 milljónir Tæplega 4,8 milljóna króna hagnaður á síðasta ári TÆPLEGA 4,8 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Arnar- flugs hf. á síðasta ári, samkvæmt ársreikningum sem lagðir vom fram á aðalfundi flugfélagsins í gær. Árið áður var rúmlega 169 milljóna króna tap af rekstrin- um. Skuldir em umfram eignir samkvæmt efnahagsreikningi og er eigið fé félagsins neikvætt um rúmlega 228 milljónir kr. Á aðal- fundinum var samþykkt tillaga stjómar um að auka hlutafé fé- lagsins um rúmar 100 milljónir kr. og stjóra félagsins endurkjör- in. Kristinn Sigtiyggsson fram- kvæmdastjóri Amarflugs hf. sagði Nýr kjarasamn- ingur blaðamanna Lagður fyrir félagsfund á mánudag UNDIRRITAÐUR hefur verið nýr kj arasamningur á milli Blaðamannafélags íslands ann- ars vegar og Félags íslenska prentiðnaðarins og Vinnuveit- endasambands íslands hins veg- ar. Tekur hann til þeirra blaða- manna sem starfa hjá blaðaút- gefendum innan FÍP. Samning- urinn verður borinn upp á f élags- fundi í Blaðamannafélaginu sem haldinn verður á Hótel Borg næstkomandi mánudag klukkan 12. Samningurinn gerir ráð fyrir sömu Iaunahækkunum og eru í samningi Verkamannasambands íslands og Vinnuveitendasam- bandsins, það er 5,1% frá undirrit- un, 3,25% 1. júní, 2,5% 1. septem- ber og 2% 1. febrúar 1989. Samn- ingurinn gildir til 31. mars 1989. Samkvæmt nýja samningnum eiga blaðamenn á fimmta starfsári kost á tiu daga vetrarorlofi gegn því að stytta sumarleyfi um fimm daga. Þá var tæknikafli samningsins end- urskoðaður og gerðar bókanir um menntamál og starfsmat. Samning- urinn er jafnframt fastlaunasamn- ingur þannig að launataxtar eru færðir nær raunverulega greiddum launum blaðamanna. á blaðamannafundi fyrir aðalfund- inn í gær að vonast væri til að jafn- vægi kæmist á eignir og skuldir með hlutafjáraukningunni og með því að félagið nýtti sér kauprétt á Boeing 737-205 flugvél sem félagið hefur á leigu. Kristinn sagði að horfur í rekstri fyrir árið 1988 væru nokkuð góðar. í skýrslu sinni til aðalfundarins sagði Kristinn að á árinu 1987 hefði verið vendipunktur í sögu Amar- flugs. Það hafi verið fyrsta árið frá stofnun félagsins sem tilvera þess væri nær eingöngu byggð á áætlun- arflugi á milli Islands og megin- lands Evrópu. Reksturinn hefði því dregist nokkuð saman og veltan minnkað úr 781 milljón í 548 millj- ónir kr. Á árinu 1987 flutti Amarflug samtals 40.065 farþega f áætlun á milli landa og er það 23,6% aukning frá árinu á undan. Flutt voru 2.559 tonn af vömm.og pósti og er það 73% aukning frá árinu 1986. Á árinu störfuðu að meðaltali 78 starfsmenn hjá félaginu og námu launagreiðslur samtals um 100 millj. kr. Að sögn Magnúsar Oddssonar markaðsstjóra Amarflugs hf. er búist við 50% aukningu á farþega- flutningum félagsins á þessu ári. Það byggist m.a. á nýrri flugvél, aukinni ferðatíðni og nýjum áfanga- stað, Mflanó á ítalfu. Utanríkismálanefnd: Þrír nefnd- armenn í boði breska þingsins FYRIR nokkra barst boð til formanns utanríkismálanefndar Alþingis um að hann og tveir nefndarmenn aðrir kæmu til London í boði breska þingsins. Ákveðið var að þiggja boð þetta og stendur það frá 14.—16. mars. Til Bretlands fara Eyjólfur Konráð Jónsson, Guðmundur G. Þórarinsson og Kristín Einars- dóttir. Fundir verða með þingmönnum, þ. á m. utanríkismálanefnd þingsins og embættismönnum, alla dagana. Meðal þess sem rætt verður eru öryggis- og vamarmál, afstaðan til Evrópubandalagsins, viðskipta- og umhverfismál, en síðast en ekki síst hagsmunagæsla þjóðanna á Hott- on-Rockall-svæðinu. Verður þar sérstaklega rætt um með hvaða hætti þjóðimar geti hagað umflöll- un og samningum um málið. (Fréttatilkynning') í bókun, sem samþykkt var á fundi borgarráðs í gær, segir: „Borgarráð samþykkir með vísan til fyrri upplýsinga uin áhættu sem tekin er með rekstri Áburðarverk- smiðjunnar í Gufunesi að beina þeim eindregnu tilmælum til ríkis- stjómarinnar að fela þegar í stað sérstakri nefnd með aðild Reykja- víkurborgar að gera allsheijarút- tekt á þjóðhagslegri hagkvæmni verksmiðjunnar." Ákvörðun um afstöðu til um- sóknar verksmiðjunnar um bygg- ingarleyfi fyrir nýjan ammóníaks- geymi hefur verið frestað. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að almannavamanefnd Reykjavík- ur myndi hittast næstkomandi mánudag og að borgarráðsfundur yrði haldinn næstkomandi þriðju- dag. Yrði þar rætt um þessi mál, m.a. um það hvort áframhaldandi notkun á gamla geyminun kæmi til greina. „Sé ég rejmdar ekki að borgarráð taki aðra ákvörðun en þá að engin áhætta verði tekin, þ.e.a.s. að ekki verði leyfð áfram- haldandi notkun gamla geymis- ins.“ Davíð Oddsson benti enn- fremur á að það þýddi alls ekki stöðvun verksmiðjunnar þó notkun geymisins yrði hætt: verksmiðjan notaði samtals 11.000 tonn af ammóníaki á ári, 9.000 framleiddi hún sjálf en afgangurinn væri fluttur inn. Hefði þetta því aðeins nokkum samdrátt í framleiðslu verksmiðjunnar í för með sér. Halldís fegnrst á Vesturlandi HALLDÍS Höskuldsdóttir, 20 ára, frá Laugagerði { Dalasýslu, var kjörin fegurðardrottning Vestur- lands á Hótel Stykkishókni á mið- nætti í nótt. Halldóra Bima Jónsdóttir, 19 ára gömul fóstra frá Stykkishólmi, var kjörin ljósmyndafyrirsæta Vestur- lands og Kristín Maggý Erlingsdótt- ir, 18 ára fiskvinnslumær frá Ól- afsvík, var kosin vinsælasta stúlkan. Húsfyllir var á Hótel Stykkishólmi í gærkvöldi og þótti hátíðin takast vel. Alþjóðlega skákmótið á Akureyri: Jóhann vann Polug- aevskíj í 3. umferð JÓHANN Hjartarson vann Pol- ugaevskíj eftir 60 leiki i 3. um- ferð alþjóðlega skákmótsins á Akureyri í gær. Polugaevskíj bauð Jóhanni jafntefli eftir um 20 leiki, sem Jóhann hafnaði. Önnur úrslit urðu þau að Mar- geir Pétursson vann Jón Garðar Viðarsson, Helgi Ólafsson vann- Ólaf Kristjánsson. Jafntefli varð hjá Karli Þorsteins og Adoijan, hjá Tisdal og Joni L. Áraasyni og einnig hjá Dolmatov og Gure- vitsj. Staðan eftir þijár umferðir er því sú að Helgi Ólafsson er efstur með tvo vinninga, eftir tvær skákir, en hann á eina skák eftir óteflda við Jóhann. Einnig eru þeir Margeir Karl, Dolmatov og Tisdal með 2 vinninga. Fjórða umferðin fer fram í Verkmenntaskólanum við Þórunn- arstræti og hefst taflmennskan kl. 14 í dag. Þá eigast við Dolmatov og Helgi, Gurevítsj og Jón L., Jón Garðar og Polugaevskíj, Ólafur Kristjánsson og Margeir, Karl og Jóhann og Tisdal teflir við Adoijan. Á morgun sunnudag hefst tafl- mennskan kl. 14 í Alþýðuhúsinu og verður þá tefld fimmta umferð. Þá tefla saman Margeir og Dol- matov, Helgi og Gurevitsj, Jóhann og Tisdal, Olafur og Polugaevskíj, Jón Garðar og Karl og Jón L. og Adoijan. Keppendur eiga frí á mánudag, nema þeir Jóhann og Helgi Ólafsson, sem áttu að tefla saman í fyrstu umferð. Kona slasaðist þegar hún ók bifreið sendibifreið í gærmorgun. jHorgunhlahih í dag i.KMr MORQUNBLAÐ8 i n s JHorfiunWofcik mr ~.—.B BEUYS, Morgunblaóið/Amór Ragnarsson sinni aftan á kyrrstæða blaðB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.