Morgunblaðið - 12.03.1988, Síða 2

Morgunblaðið - 12.03.1988, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 Áburðarverksmiðjan; Borgarráð vill kanna þjóðhagslega hagkvæmni Líklegt að notkun gamla geymisins verði ekki leyfð Ok aftan á sendibíl KONA slasaðist nokkuð þegar hún ók bifreið sinni aftan á kyrrstæða sendibifreið á Kringlumýrarbraut í gærmorg- un. Slysið varð um kl. 8.80. Stórri sendibifreið hafði, vegna biíunar, verið lagt út f kant brautarinnar. Konan 6k Lada-bifreið sinni aftan á vinstra afturhom hennar og var áreksturinn mjög harður. Þykir mesta mildi að enginn farþegi var í framsæti bifreiðar konunnar, því hom sendibifreiðarinnar gekk inn í bifreiðina, að aftursæti. Konan var flutt á slysadeild og munu áverkar þeir er hún hlaut vera umtalsverðir. Hún er þó ekki í lffs- hættu. Bifreið hennar er gjörónýt. BORGARRÁÐ hefur samþykkt að beina þeim tilmælum til ríkis- stjómarinnar að nefnd kanni þjóðhagslega hagkvæmni Aburðarverksmiðju rikisins í Gufunesi. Morgunblaðið/Sverrir Stjómendur Amarflugs kynna starfsemi félagsins á aðalfundi. F.v.: Þórður Jónsson, Kristinn Sigtryggsson, Magnús Oddsson og Halldór Sigurðsson. Hlutafé Arnarflugs aukið um 100 milljónir Tæplega 4,8 milljóna króna hagnaður á síðasta ári TÆPLEGA 4,8 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Arnar- flugs hf. á síðasta ári, samkvæmt ársreikningum sem lagðir vom fram á aðalfundi flugfélagsins í gær. Árið áður var rúmlega 169 milljóna króna tap af rekstrin- um. Skuldir em umfram eignir samkvæmt efnahagsreikningi og er eigið fé félagsins neikvætt um rúmlega 228 milljónir kr. Á aðal- fundinum var samþykkt tillaga stjómar um að auka hlutafé fé- lagsins um rúmar 100 milljónir kr. og stjóra félagsins endurkjör- in. Kristinn Sigtiyggsson fram- kvæmdastjóri Amarflugs hf. sagði Nýr kjarasamn- ingur blaðamanna Lagður fyrir félagsfund á mánudag UNDIRRITAÐUR hefur verið nýr kj arasamningur á milli Blaðamannafélags íslands ann- ars vegar og Félags íslenska prentiðnaðarins og Vinnuveit- endasambands íslands hins veg- ar. Tekur hann til þeirra blaða- manna sem starfa hjá blaðaút- gefendum innan FÍP. Samning- urinn verður borinn upp á f élags- fundi í Blaðamannafélaginu sem haldinn verður á Hótel Borg næstkomandi mánudag klukkan 12. Samningurinn gerir ráð fyrir sömu Iaunahækkunum og eru í samningi Verkamannasambands íslands og Vinnuveitendasam- bandsins, það er 5,1% frá undirrit- un, 3,25% 1. júní, 2,5% 1. septem- ber og 2% 1. febrúar 1989. Samn- ingurinn gildir til 31. mars 1989. Samkvæmt nýja samningnum eiga blaðamenn á fimmta starfsári kost á tiu daga vetrarorlofi gegn því að stytta sumarleyfi um fimm daga. Þá var tæknikafli samningsins end- urskoðaður og gerðar bókanir um menntamál og starfsmat. Samning- urinn er jafnframt fastlaunasamn- ingur þannig að launataxtar eru færðir nær raunverulega greiddum launum blaðamanna. á blaðamannafundi fyrir aðalfund- inn í gær að vonast væri til að jafn- vægi kæmist á eignir og skuldir með hlutafjáraukningunni og með því að félagið nýtti sér kauprétt á Boeing 737-205 flugvél sem félagið hefur á leigu. Kristinn sagði að horfur í rekstri fyrir árið 1988 væru nokkuð góðar. í skýrslu sinni til aðalfundarins sagði Kristinn að á árinu 1987 hefði verið vendipunktur í sögu Amar- flugs. Það hafi verið fyrsta árið frá stofnun félagsins sem tilvera þess væri nær eingöngu byggð á áætlun- arflugi á milli Islands og megin- lands Evrópu. Reksturinn hefði því dregist nokkuð saman og veltan minnkað úr 781 milljón í 548 millj- ónir kr. Á árinu 1987 flutti Amarflug samtals 40.065 farþega f áætlun á milli landa og er það 23,6% aukning frá árinu á undan. Flutt voru 2.559 tonn af vömm.og pósti og er það 73% aukning frá árinu 1986. Á árinu störfuðu að meðaltali 78 starfsmenn hjá félaginu og námu launagreiðslur samtals um 100 millj. kr. Að sögn Magnúsar Oddssonar markaðsstjóra Amarflugs hf. er búist við 50% aukningu á farþega- flutningum félagsins á þessu ári. Það byggist m.a. á nýrri flugvél, aukinni ferðatíðni og nýjum áfanga- stað, Mflanó á ítalfu. Utanríkismálanefnd: Þrír nefnd- armenn í boði breska þingsins FYRIR nokkra barst boð til formanns utanríkismálanefndar Alþingis um að hann og tveir nefndarmenn aðrir kæmu til London í boði breska þingsins. Ákveðið var að þiggja boð þetta og stendur það frá 14.—16. mars. Til Bretlands fara Eyjólfur Konráð Jónsson, Guðmundur G. Þórarinsson og Kristín Einars- dóttir. Fundir verða með þingmönnum, þ. á m. utanríkismálanefnd þingsins og embættismönnum, alla dagana. Meðal þess sem rætt verður eru öryggis- og vamarmál, afstaðan til Evrópubandalagsins, viðskipta- og umhverfismál, en síðast en ekki síst hagsmunagæsla þjóðanna á Hott- on-Rockall-svæðinu. Verður þar sérstaklega rætt um með hvaða hætti þjóðimar geti hagað umflöll- un og samningum um málið. (Fréttatilkynning') í bókun, sem samþykkt var á fundi borgarráðs í gær, segir: „Borgarráð samþykkir með vísan til fyrri upplýsinga uin áhættu sem tekin er með rekstri Áburðarverk- smiðjunnar í Gufunesi að beina þeim eindregnu tilmælum til ríkis- stjómarinnar að fela þegar í stað sérstakri nefnd með aðild Reykja- víkurborgar að gera allsheijarút- tekt á þjóðhagslegri hagkvæmni verksmiðjunnar." Ákvörðun um afstöðu til um- sóknar verksmiðjunnar um bygg- ingarleyfi fyrir nýjan ammóníaks- geymi hefur verið frestað. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að almannavamanefnd Reykjavík- ur myndi hittast næstkomandi mánudag og að borgarráðsfundur yrði haldinn næstkomandi þriðju- dag. Yrði þar rætt um þessi mál, m.a. um það hvort áframhaldandi notkun á gamla geyminun kæmi til greina. „Sé ég rejmdar ekki að borgarráð taki aðra ákvörðun en þá að engin áhætta verði tekin, þ.e.a.s. að ekki verði leyfð áfram- haldandi notkun gamla geymis- ins.“ Davíð Oddsson benti enn- fremur á að það þýddi alls ekki stöðvun verksmiðjunnar þó notkun geymisins yrði hætt: verksmiðjan notaði samtals 11.000 tonn af ammóníaki á ári, 9.000 framleiddi hún sjálf en afgangurinn væri fluttur inn. Hefði þetta því aðeins nokkum samdrátt í framleiðslu verksmiðjunnar í för með sér. Halldís fegnrst á Vesturlandi HALLDÍS Höskuldsdóttir, 20 ára, frá Laugagerði { Dalasýslu, var kjörin fegurðardrottning Vestur- lands á Hótel Stykkishókni á mið- nætti í nótt. Halldóra Bima Jónsdóttir, 19 ára gömul fóstra frá Stykkishólmi, var kjörin ljósmyndafyrirsæta Vestur- lands og Kristín Maggý Erlingsdótt- ir, 18 ára fiskvinnslumær frá Ól- afsvík, var kosin vinsælasta stúlkan. Húsfyllir var á Hótel Stykkishólmi í gærkvöldi og þótti hátíðin takast vel. Alþjóðlega skákmótið á Akureyri: Jóhann vann Polug- aevskíj í 3. umferð JÓHANN Hjartarson vann Pol- ugaevskíj eftir 60 leiki i 3. um- ferð alþjóðlega skákmótsins á Akureyri í gær. Polugaevskíj bauð Jóhanni jafntefli eftir um 20 leiki, sem Jóhann hafnaði. Önnur úrslit urðu þau að Mar- geir Pétursson vann Jón Garðar Viðarsson, Helgi Ólafsson vann- Ólaf Kristjánsson. Jafntefli varð hjá Karli Þorsteins og Adoijan, hjá Tisdal og Joni L. Áraasyni og einnig hjá Dolmatov og Gure- vitsj. Staðan eftir þijár umferðir er því sú að Helgi Ólafsson er efstur með tvo vinninga, eftir tvær skákir, en hann á eina skák eftir óteflda við Jóhann. Einnig eru þeir Margeir Karl, Dolmatov og Tisdal með 2 vinninga. Fjórða umferðin fer fram í Verkmenntaskólanum við Þórunn- arstræti og hefst taflmennskan kl. 14 í dag. Þá eigast við Dolmatov og Helgi, Gurevítsj og Jón L., Jón Garðar og Polugaevskíj, Ólafur Kristjánsson og Margeir, Karl og Jóhann og Tisdal teflir við Adoijan. Á morgun sunnudag hefst tafl- mennskan kl. 14 í Alþýðuhúsinu og verður þá tefld fimmta umferð. Þá tefla saman Margeir og Dol- matov, Helgi og Gurevitsj, Jóhann og Tisdal, Olafur og Polugaevskíj, Jón Garðar og Karl og Jón L. og Adoijan. Keppendur eiga frí á mánudag, nema þeir Jóhann og Helgi Ólafsson, sem áttu að tefla saman í fyrstu umferð. Kona slasaðist þegar hún ók bifreið sendibifreið í gærmorgun. jHorgunhlahih í dag i.KMr MORQUNBLAÐ8 i n s JHorfiunWofcik mr ~.—.B BEUYS, Morgunblaóið/Amór Ragnarsson sinni aftan á kyrrstæða blaðB

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.