Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1988næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    282912345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 Álafoss hf.: Góðar horfur á ullarsamningi Álafossmenn á leið austur B.IARTAR horfur eru nú á því að samning-ar takist við sovéska ríkisfyrirtækið Razno um kaup á islenskum ullarvörum í kjölfar samningagerðar hér á landi í síðustu viku við sovéska sam- vinnusambandið. Sá samningur er um fjórðungur þess magns sem vonir standa til að Sovét- menn kaupi af íslendingum. Aðalsteinn Helgason aðstoðar- forstjóri Álafoss heldur væntan- lega til Moskvu um miðja næstu viku til viðræðna við fulltrúa Raz- noexport, en samkvæmt ramma- samningi þjóðanna má gera ráð fyrir ullarvörusamningi við það upp á fímm til sex og hálfa milljón dollara, eða sem svarar til 200-250 milljóna íslenskra króna. Menn hafa síðustu dagana verið að ræða um verðlag ullarvaranna og sam- kvæmt upplýsingum sem Morgun- blaðið afíaði sér hjá Álafossi í gær ber nú lítið í milli. Þegar upp úr viðræðum slitnaði í janúar sl. er Álafossmenn voru fyrir austan höfðu Sovétmenn boðið sama verð og í fyrra, en eins og komið hefur fram í fréttum er það stefna nýja Álafoss hf. að hækka verð sitt á erlendum mörkuðum um 20-40%. Vonir stóðu til að viðskipta- samningur við sovéska samvinnu- sambandið næði um þremur millj- ónum dollara, eða sem svarar til 120 milljóna íslenskra króna. í síðustu viku var eingöngu samið um kaup á Álafoss-peysum fyrir um 90 milljónir króna. Hinsvegar á eftir að ganga frá treflasamn- ingi við samvinnusambandið, en þreifingar eru enn í gangi á milli aðila. Gamli Lundur: Fyrirlestur um sið- fræði og mannlífið Dr. Vilhjálmur Árnason mælir fyrir sam- ræðusiðfræði Dr. Vilhjálmur Arnason flyt- ur fyrirlestur um siðfræði og mannlífið í Gamla Lundi á Ak- ureyri á morgun, sunnudag, kl. 15.00. í honum mun Vilhjálmur setja fram gagnrýni á þá hefð- bundnu siðfræði, sem mótuð er annaðhvort af hugmyndum fé- lagshyggju eða einstaklings- hyggju og mæla þess í stað fyr- ir leiðum er hann nefnir „sam- ræðusiðfræði" og skírskotar heiti fyrirlestursins beint til þeirra hugmynda. Fyrirlesturinn er annar í fyrir- lestraröðinni um siðfræði og til- gang lífsins, en þann fyrsta flutti dr. Páll Skúlason. Vilhjálmur Ámason fæddist og ólst upp á Neskaupstað. Hann lauk stúdents- prófí frá Menntaskólanum á Laug- arvatni, BA-prófí í heimspeki og einnig uppeldis- og kennslufræði Passíukórinn: Vöfflutón- leikar í Lóni Vöfflutónleikar Passíukórs- ins verða haldnir á morgun, sunnudag, kl. 15.30 í Lóni við Hrísalund. Eins og nafnið bend- ir til verða þetta tónleikar með léttu yfirbragði, kaffi og ijómavöfflum. Einnig verður sýndur tískufatnaður frá Tísku- verslun Steinunnar. Á efnisskránni eru létt lög af ýmsu tæi, meðal annars þjóðlög frá ýmsum löndum, lag úr Vesal- ingunum og sígild dægurlög. Nokkrir hljóðfæraleikarar annast undirleik. Stjómandi verður Roar Kvam. frá Háskóla íslands og síðar dokt- orsgráðu í heimspeki frá Purdue- háskólanum í Bandaríkjunum árið 1982. Hann er nú kennari við heimspekideild HÍ og hafa erindi hans og greinar birst í blöðum og tímaritum hér á landi og erlendis. Fyrirlesturinn er skipulagður í samvinnu forráðamanna Gamla Lunds og Háskólans á Akureyri. Þór Valtýsson og Þorbjörg dóttir hans. Morgunblaðið/GSV Polugaevski bauð mér jafntefli — segir Þorbjörg Þórsdóttir 12 ára Sovéski stórmeistarinn Lev Polugaevski tefldi fjöltefli við fjörutíu Norðlendinga áður en alþjóðlega skákmótið á Akur- eyri hófst. Þar tókst Þór Val- týssyni kennara við Gagn- fræðaskóla Akureyrar að sigra stórmeistarann og tólf ára dótt- ir hans, Þorbjörg, náði jafn- tefli við meistarann ásamt sex öðrum. Þór sagðist í samtali við Morg- unblaðið taka yfírleitt þátt í þeim fjölteflum, sem haldin væru á Ákureyri. Fyrir tíu árum tefldi hann við Polugaevski, sem þá kom til Akureyrar, og lyktaði skák þeirra með jafntefli. Þorbjörg sagðist ekki hafa not- að nein sérstök brögð í skák sinni, heldur hefði hún aðeins teflt eftir hendinni. Hún sagði að mikill skákáhugi væri á heimilinu og tefldi öll fjölskyldan, mamman, pabbinn, bróðirinn Palli og hún sjálf. Nokkrum sinnum áður hefur hún tekið þátt í fjölteflum, síðast við Ljubojevich, en hún hafði tap- að þá.„Skákin stóð hátt í tvo tíma og endaði með því að Polugaevski bauð mér jafntefli. Ég sættist á það, enda vildi ég ekki hætta á að glata stöðunni." Þorbjörg sagði að skákin væri ekki eina áhugamálið. Hún hefði mjög gaman af samkvæmisdöns- um og færi vikulega í danstíma. Á laugardögum sagðist hún síðan fara á skákæfingar og einnig hefði hún gaman af skautaíþrótt- um. Þorbjörg sagði að vinkonur sínar væru lítið fyrir skákina, en henni hefði þó tekist að draga eina þeirra með sér á skólaskák- mót, sem haldið var fyrir skömmu í Bamaskóla Akureyrar. Á því móti sigraði Páll Þórsson, 10 ára bróðir Þorbjargar. Útgerðarfélag Akureyringa: Löndunarmenn hjá UA í yfirvinnuverkfalli Löndunarmenn hjá Útgerðar- félagi Akureyringa hafa tekið sig saman um að vinna ekki eftir- vinnu, heldur aðeins dagvinnu frá 8 til 17 á virkum dögum. Þeir hófu yfirvinnubannið fyrir um tíu dögum, eða miðvikudag- inn 2. mars. Vilhelm Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri ÚA, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að enginn starfsmaður væri skyldugur að vinna eftirvinnu, heldur gæti hver og einn ráðið því sjálfur, en óneitan- lega væru þetta samantekin ráð. Starfsmennirnir væru að þessu til að leggja áherslu á auknar kaup- kröfur. Átján löndunarmenn starfa hjá fyrirtækinu og eru þeir allir innan raða verkalýðsfélagsins Ein- ingar á Akureyri sem er stærsta verkalýðsfélagið norðanlands með hátt á fjórða þúsund félagsmenn. Vilheím sagði að engir fundir hefðu verið haldnir innan fyrirtæk- isins varðandi þessi mál, heldur gerði hann ráð fyrir að löndunar- mennimir fylgdu rneð í heildar- kjarasamningunum. Hann sagði að afgreiðsla togaranna tæki mun lengri tfma nú en ella, en að öðm Unnið við löndun úr Svalbak i gærmorgun. Morgunblaðið/GSV leyti hefði yfírvinnubann löndunar- manna engin áhrif á rekstur fyrir- tækisins. I gærmorgun var unnið við löndun úr Svalbak. Áður hafði Opið kl. 1-3 og 5-7 e.h. rJEfl Fasteignasalan hf l~=J Gránufélagsgötu 4 efri hœö, sími 21878 Bakkahlíö: Einbhús á tveimur á tveimur hæðum ásamt bílsk, samt. um 300 fm. Mjög gott hús. Steinahlíö: 5 herb. raöh. m/bílsk., samt. um 200 fm. Amarsíöa: 4 herb. raðh. m/bílsk., samt. um 200 fm. Hermann R. Jónsson, sölumaöur. Helgarsími 96-25025. Fasteignasalan Brekkugötu 4, Sími 21744. Opiö alla virka daga frá kl. 9-18. Gunnar Sólnes hri., J6n Kr. Sólnes hrl. og Árni Pálsson hdl.______ Sýnishorn úr söluskrá: Glæsi. einbhús á s-brekku, samt. m. bílsk. um 256 fm. Höfðahlíð: Mjög góö 5 herb. sérhæö í þríbhúsi, um 133 fm. Smárahlíð: Góö 3ja herb. endaíb. á 1. hæö í fjölbh., um 84 fm. Stapasíða: Mjög gott einbhús á tveimur hæöum ásamt bílsk. Sam- tals um 305 fm. Sölustj. Sævar Jónatansson. Fasteigna-Torgið Geislagðtu 12, Akureyri Sími: 21967 Sölustj. Bjöm Kristjánss. 0pi4 frá 17-18 alla daga JÖRVABYGGÐ: Glæsil. einbhús 207 fm + 47 fm bilsk. Verð ca 11,5 millj. LITLAHLÍÐ: Raðhús 133 fm + 25 fm bílsk. Verð ca 5,7 millj. EYRALANDSVEGUR: 129 fm e.h. Mikið ávh. Gott útsýni. Verð ca 3,3 millj. GLERÁRGATA: 400 fm versl- húsn. á 1. hæð. Mikil lofthæð. IÐNAÐARHÚSNÆÐI: 230 fm á jarðhæð v/Ráðhústorg. Áhv. 4 millj. Verð ca 6,5 millj. SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI V/GLERÁRGÖTU 28 á 2., 3. og 4. hæð 355 fm x 3. Verð ca 12 millj. hver hæð. EIGNAKJ0R Fastelgnasala Halnaratrætl 108. Slml26441 Höfum mikið úrval eigna á söluskrá, m.a.: • 4 raöhús á brekkunni. • íbúöir í fjölbýlishúsum í Glerárhverfi og á brekkunni. • íbúðir í næsta áfanga í fjölbýlishúsi viö Hjallalund. Teikn. fyrir hendi. 147 tonnum úr Sólbak verið komið á land, 150 tonnum úr Hrímbak, 198 tonnum úr Kaldbak og 235 tonnum úr Harðbak. Bifreiðastjórar: Hafið bílbænina í bílnum og orð hennar hugföst þegarþiðakið i Drottinn Guó, veit mér vernd þina, og lát mig minnast ábyrgðar minnar er ég ek þessari bifreið. I Jesú nafni. Amen. Fæst í Kirkjuhúsinu, Klapparstíg 27, í verslun- inniJötu, Hátúni2a, Reykjavík og í Hljómveri, i Akureyri. Verð kr. 50,- Orð dagsins, Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 60. tölublað (12.03.1988)
https://timarit.is/issue/121701

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

60. tölublað (12.03.1988)

Aðgerðir: