Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 37 _X Ranka sýnir í Gall erí Svart á hvítu Athugasemd frá lög- reglunni í Reykjavík í dag, laugardaginn 12. mars, kl. 14.00 verður opnuð i Gallerí Svart á hvítu, Laufásvegi 17, sýning á verkum Rönku (Ragn- heiðar Hrafnkelsdóttur). Þetta er þriðja sýning Rönku hér á landi en hún sýndi fyrst í Nýlistasafninu 1983 ásamt Píu Rakel Sverrisdóttur og hélt síðan einkasýningu þar 1987. Einnig hefur hún tekið þátt í samsýning- um erlendis. Ranka er fædd 1953. Ilún stundaði nám við Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn 1978—1982 í frjálsum textíl. Á PER Kleppe, framkvæmdastjóri Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA), kemur ásamt eiginkonu sinni i þriggja daga heimsókn til íslands á simnudaginn. Per Kleppe mun m.a. hitta að máli forseta íslands, forsætisráð- herra, utanríkisráðherra, Qármála- ráðherra og viðskiptaráðherra. Á hádegisverðarfundi á vegum Útflutningsráðs íslands og samtaka er eiga fulltrúa f ráðgjafanefnd EFTA (Verslunarráð íslands, Félag íslenskra iðnrekenda, Samband íslenskra samvinnufélaga, Vinnu- veitendasamband íslands, Alþýðu- samband íslands)_ mánudaginn 14. mars kl. 12.15 í Átthagasal Hótels Sögu. Mun Per Kleppe fjalla um Dýrfirðingafélagið i Reykjavík heldur sinn árlega „kaffidag" í Bústaðakirkju sunnudaginn 13. mars. Dagurinn hefst með messu í kirkjunni kl. 14 og að henni lokinni verður kaffídryklq'a í samkomusal kirkjunnar. Allur ágóði rennur til árunum 1982—1984 var hún við nám í Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam í málun og skúlptúr. Á sýningunni í Gallerí Svart á hvítu verða verk unnin með bland- aðri tækni á pappír, málverk og skúlptúr. Ranka hefur einnig unnið fyrir leikhús; leikmynd og búninga fyrir Feijuþulur eftir Valgarð Egilsson sem sýnt var hjá Alþýðuleikhúsinu 1985. Sýning Rönku í Gallerí Svart á hvítu stendur frá 12. mars til 27. mars. Sýningin er opin frá kl. 12—18 alla virka daga og um helg- ar. Lokað mánudaga. „samruna Evrópuríkja" (European Integration Process) og svara fyrir- spumum þar að lútandi. Kl. 17.15 sama dag mun Per Kleppe halda fyrirlestur á vegum viðskiptadeildar Háskóla íslands í stofu 101 í Odda, húsi viðskipta- og félagsvísindadeilda. Fyrirlestur- inn er á ensku og nefnist „The Dynamics of European Integrat- ion“. Öllum er heimill aðgangur. Þetta er kveðjuheimsókn, en Per Kleppe sem verið hefur fram- kvæmdastjóri EFTA undanfarin 7 ár lætur af þeim störfum um miðjan næsta mánuð. Við embætti hans tekur Georg Reisch, sendiherra og núverandi fastafulltrúi Austurríkis hjá EFTA. (Fréttatilkynning) byggingar dvalarheimilis aldraðra í Dýrafirði, sem þegar er hafin. Félagsmönnum 70 ára og eldri er boðið. Allir velunnarar félagsins og Dýrafjarðar velkomnir. Mætum sem flest og styrkjum vináttubönd- in. (Fréttatilkynmng) LÖGREGLAN í Reykjavík hef- ur beðið Morgunblaðið að birta eftirfarandi athugasemd: Athugasemdir vegna greinar í dagblaðinu Tímanum þann 9 þ.m. undir fyrirsögninni „Eiga smákrimmar frítt spil gegn lög- reglunni?“. I téðri blaðagrein kemur m.a. fram að brotist hafi verið inn á mann um helgina í Vesturbænum og hann hafi kallað á lögreglu þá um nóttina, eftir að hafa komið fólkinu út sjálfur, en þá hafði m.a. verið otað að honum hnífi og hon- um hótað lífláti. Einnig að honum hafi ekki verið veitt sú aðstoð sem hann bað um, þ.e. að farið yrði af stað og fólkið leitað uppi, og því verið borið við af hálfu lögregl- unnar að ekki væri nema einn maður á vakt í rannsóknarlögregl- unni. Honum hafí í staðinn verið boðin sú þjónusta að litið yrði eft- ir húsi hans eftir efnum og ástæð- um þá um nóttina og hafi hann sætt sig við þá afgreiðslu eins og málum var komið. Samtal það sem umræddur maður átti við lögregluna þegar hann á að hafa beðið um ofan- greinda aðstoð var hljóðritað á segulband, svo og þau símtöl sem síðar komu, og liggja orðaskipti milli hans og viðkomandi lögreglu- manna á fj arskiptamiðstöð lög- reglunnar því fyrir. Samkvæmt þeim gögnum var atburðarásin þessi: Símhringing til lögreglunnar 7.3. 1988, kl. 4:41. Umræddur maður hringdi á fjarskiptamiðstöð lögreglunnar kl. 4:41 þann 7.3. 1988. Tjáði hann lögreglunni að ókunnugt fólk hafí komið inn í íbúðina til sín, meðan hann svaf, en sennilega hafi úti- hurð íbúðarinnar ekki alveg verið lokuð. Fólkinu hafí hann komið út og hann sjái ekki að neitt hafi horfíð. Ekki kom fram hjá honum, að otað hafí verið hnífí að honum né að honum hafí verið hótað lífláti. Orðaskipti þar sem hnífur kemur til talsins voru þannig: Tilkynnandi: „Og þeir réðust á mig.“ Lögreglumaður: „Já.“ Tilkynnandi: „Þeir voru með skæri og ég held að þeir hafí ver- ið með hnífa líka.“ Lögreglumaður: „Sér eitthvað á þér?“ Tilkynnandi: „Nei, ekki á mér en þetta varð mér svona dálítið áfall." Lögreglumaður sá er ræddi við tilkynnanda í umrætt sinn bauð honum að senda lögreglu á staðinn og ítrekaði það síðan tvívegis, en tilkynnandi óskaði ekki eftir að- stoð þar sem hann sæi ekki að neitt hefði horfíð — sagðist bara vilja láta vita af þessu ef þetta kæmi fyrir aftur. í þriðja og síðasta skiptið í samtalinu voru orðaskiptin þannig: Lögreglumaður: „Nú, en þú vilt ekki að við komum á staðinn til þín“ Tilkynnandi: „Ja, þið eruð vel- komin ef þið viljið." Lögreglumaður: „Já.“ Tilkynnandi: „En, ég meina ég sé ekki að það vanti neitt.“ Lögreglumaður: „Nú, þá myndirðu bara hringja í mig á morgun ef þú sérð eitthvað sem vantar." Orðaskipti þar sem tilkynnanda er boðið að svipast verði um nærri húsi hans voru þannig: Lögreglumaður: „Við verðum að vita hvort við sjáum þetta fólk.“ Tilkynnandi: „Já, reyna, ef þið vilduð vera svo góð sko að héma að kannski að keyra hérna fram- hjá einhvem tímann." Rannsóknarlögreglumaður var aldrei orðaður í þessu samtali en rétt er að taka fram að tilkynn- andi hefur síðar borið að hann hafi, áður en símtal þetta átti sér stað, verið búinn að hringja til Rannsóknarlögreglu ríkisins, en það kom hins vegar ekki fram í símtali hans við fjarskiptamiðstöð lögreglunnar í Reykjavík. Tilkynnandi hefur síðan ekki frekar samband við lögreglu fyrr en með eftirfarandi símhringingu, né lagði fram formlega kæru: Símhringing til lögreglunnar 8.3. 1988, kl. 1:07. Enn hringdi umræddur maður á fjarskiptamiðstöð lögreglunnar kl. 1:07 þann 8.3. 1988. Hann byrjar á að kynna sig og segist hafa hringt sl. nótt út af því að það hafí verið brotist inn hjá honum og honum ógnað með hníf og fleiru. Segist hann vera staddur í Abracadabra og annar mannanna, sem brotist hafi inn hjá sér sl. nótt sé þar staddur. Tilkynnandi lýsir atburðarás næturinnar á undan enn frekar og var honum sagt að lögreglan verði send á staðinn og hann beð- inn um að taka á móti lögreglu- mönnunum þama við Abracada- bra. Kl. 1:09 lauk samtalinu. Lögreglubifreið var hins vegar ekki send á staðinn. Símhringing til lögreglunnar 8.3. 1988, kl. 1:26. Umræddur maður hringdi á fjarskiptamiðstöð kl. 1:26 og kvartaði undan því að lögreglan væri ekki komin á staðinn, en fram kom hjá honum að hann væri bú- inn að halda manninum þama fyr- ir utan. I skýrslu þess lögreglumanjis sem stjómaði í fjarskiptamiðstöð þegar ofangreindar tvær síðustu símhringingar bárust kemur fram, að málfar tilkynnanda hafi verið þvöglulegt og á stundum óskýrt. Erindi hans hafí verið að fá lög- reglu til að koma að Laugavegi 116, Abracadabra, vegna þess að hann hefði séð þar mann er hann taldi hafa brotist inn á heimili sitt nóttina áður. Að loknu samtalinu (kl. 1:07) hafí verið leitað í dagbók fjarskipta um útkall að heimili til- kynnanda nóttina áður en ekkert hafí fundist bókað um slíkt og upplýsingar um að hringt hefði verið þaðan voru ekki til staðar. í skýrslu lögreglumannsins kemur hinsvegar fram að eftir síðara símtalið (kl. 1:26) hafi lög- reglubifreiðin R-20017 verið send á staðinn, en enginn hafí gefíð sig fram á vettvangi. Koma tilkynnanda á lög- reglustöðina við Hverfisgötu 8.3. 1988, kl. 1:30. Samkvæmt skýrslu varðstjóra kom tilkynnandi á stöðina á ofan- greindum tíma og ræddi þar við hann, en erindið var að kæra af- greiðslu sem tilkynnandi hafí fengið nóttina áður en hann hringdi í neyðarsíma lögreglunnar.*- Sagðist tilkynnandi kominn til að ‘ kæra það að lögregla hafi ekki komið heim til hans nóttina á und- an. Kæruefni tilkynnanda varðaði þá afgreiðslu sem hann hafí feng- ið er hann hringdi í lögregluna 7.3. 1988, kl. 4:41. Ofangreinda samantekt hefi ég gert samkvæmt beiðni lögreglu- stjóra. Guðmundur Guðjónsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn. + Bróðir minn, - JÓHANN MARTEINN HJELM frá Eskifirði, lést í Kristiansund í Noregi 27. febrúar. Jarðarförin hefur farið fram. Fyrir hönd vandamanna. Sigmar Hjelm. + Eiginmaður minn, PÁLL ÞORSTEINSSON, bóndi, Álftártungu, andaðist á heimili sínum 8. mars. Jarðsungið verður frá Álftártungukirkju 15. mars kl. 14.00. Rútu- ferð frá Aðalstöðinni í Keflavik kl. 10.00 og BSI kl. 11.00. Gróa Guðmundsdóttir. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR G. EINARSDÓTTUR, Silfurgötu 11, Isaflrði. Guðmundur Halldórsson, Dómhildur Gottliebsdóttir, Sesselja Halldórsdóttlr, Tómas Enok Thomsen, Hermannia Halldórsdóttir, Theodór Theodórsson, Ásta Halldórsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson og barnabörn. (Fréttatilkynning) Per Kleppe í heimsókn Kaffidagur Dýrfírðingafélagsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.