Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Augiýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónssbn. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Hlutabréf og skattheimta Breytingamar á íslensk- um peningamarkaði hafa verið örar á undanföm- um ámm. Hraðinn hefur í sumum tilvikum verið svo mikill, að hefðbundnar pen- ingastofnanir eiga fullt í fangi með að dragast ekki aftur úr nýjum keppinautum. Almenningur hefur sýnt nýj- ungunum verðskuldaðan áhuga. Afram þarf að halda á sömu braut. í viðskiptablaði Morgun- blaðsins á fimmtudag birtust viðtöl við Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra, og Olaf ísleifsson, efnahagsráðunaut ríkisstjómannnar, undir fyr- irsögninni: íslenskur hluta- bréfamarkaður er í fæðingu. Þar er í upphafí bent á, að eignatekjur almennt séu skattfrjálsar með tveimur undantekningum, tekjum af hlutabréfum og húsaleigu. Segir Olafur Isleifsson að þama sé að fínna megin- ástæðuna fyrir því að hér þrífíst hvorki hlutabréfa- markaður né markaður fyrir leiguhúsnæði. Jafnframt minnir Ólafur á, að sl. haust samþykkti ríkisstjómin að ryðja úr vegi skattalegum hindmnum þess að almenn- ingur sparaði með því að fjár- festa í hlutabréfum. í Morgunblaðsviðtalinu færir Friðrik Sophusson ýmis rök fyrir því, að markvisst verði steftit að almennum viðskiptum með hlutabréf. Hann segir: „í fyrsta lagi er það áhugamál mitt að koma á hlutabréfamarkaði. Ég tel að með slíkum markaði skap- ist skilyrði fyrir því að hluta- bréf gangi kaupum og sölum og þannig orðið almennings- eign. Frá mínum bæjardyrum séð er það mikilvægt mark- mið að sem flestir geti orðið eignaraðilar að fyrirtækjum og eru ástæðumar fyrir því margvíslegar. I fyrsta lagi gæti það ýtt undir aukna eig- infjármyndun fyrirtækjanna. í öðru lagi myndi það dreifa efnahagslegu valdi í þjóð- félaginu yfír á fleiri hendur. Slíkt myndi styrkja sjálfstæði einstaklinganna á svipaðan hátt og almenn íbúðareign. í þriðja Iagi myndi það hafa í för með sér almennari og betri skilning á atvinnu- rekstri og vonandi minni átök milli launþega og atvinnurek- enda ef sem flestir launþegar eignast hlut. í fjórða lagi gæti hlutabréfaeign orðið spamaðarkostur fyrir al- menning. Til að svo geti orð- ið þarf að breyta skattalög- unum og samræma reglur um hlutafé og arð og sparifé og vexti. Það er að mínu mati stjómmálalegt markmið að koma valdinu til fólksins." Undir þessi orð iðnaðar- ráðherra skal tekið. Hvar- vetna þar sem almenningi hefur verið gert kleift að gerast eigendur að fyrirtækj- um hefur festa skapast í at- vinnu- og efnahagslífi. Með þessum hætti er skynsamleg- ast að skapa þá kjölfestu, sem best dugar til að hindra kollsteypur þjóðarskútunnar. Víðtæk þátttaka almennings er skynsamlegri kostur í þessu efni en miðstýrt vald í höndum stjómmálamanna og embættismanna. Miðstýring- arríki em að hörfa fyrir markaðsþjóðfélögum. Bæði iðnaðarráðherra og efnahagsráðunautur ríkis- stjómarinnar nefna, að sam- ræmi þurfi af vera í skatt- lagningu á arði af hlutabréfí um og vöxtum á sparifé. í þessum orðum þeirra felst vonandi ekki ósk um að lagð- ir verði skattar á vexti á sparifé. Samræming af hálfu hins opinbera hlýtur að geta orðið á annan veg en þann að lagðar séu álögur á þá, sem engar bera. Löngum hefur verið alið á tortryggni í garð almenn- ingseignar á hlutabréfum. Stefna Morgunblaðsins hefur verið skýr og eindregin í marga áratugi: almennings- hlutafélög eru sá kostur, sem líklegastur er til að treysta undirstöður atvinnustarf- seminnar og auka velmegun. Næsta stóra breytingin á fjármála- og verðbréfamark- aðnum á að vera sú að stofna til íslensks hlutabréfamark- aðar. Ríkisstjórnin hefur sett sér ákveðið markmið í því skyni, áherslur stjómarflokk- anna kunna að vera mismun- andi, þær misfellur þarf að jafna og stíga boðuð skref. Otto von Habsburg: Sameining Evrój helsta áhugamál Sonur síðasta keisara Austurríkis ræðir um innrás Þjóðverjj Kurt Waldheim og sameinaða Evrópu í samtali við Morgunb OTTO VON Habsburg, sonur Karls I síðasta keisara Austurríkis, var í útlegð i París fyrir Smmtíu árum þegar her Adolfs Hitlers hélt innreið sína í Austurríki og landið var innlimað í Þýskaland. Hann hvatti Kurt Schuschnigg, þáverandi kanslara, til að veita Þjóðveijum viðnám en kanslarinn skellti skolleyrum við því og yfirgnæfandi meirihluti austurrísku þjóðarinnar fagnaði komu Þjóðverjanna. Austurríkismenn minnast þessara atburða nú um helgina með ýmsu móti. Deilur um fortíð Kurts Waldheims, for- seta, og tengsl hans við nasista koma þó í veg fyrir að hann taki opinberan þátt í nokkurri minningarathöfii. Hann ávarpaði þjóðina þess i stað í sjónvarpi á fimmtudagskvöld. En Otto von Habsburg er hins vegar aufúsugestur í Austurríki og boðar síðdegis í dag laugardag til hátíðarhalda við Habsburgarhöll í nafiii Paneuropa- hreyfingarinnar, þar sem hann er formaður. Þar mun hann halda ræðu og fagna því hversu fljótt og vel Austurríki var endurreist eftir heimsstyrjöldina síðari. „Það er ástæða til að vera já- kvæður þegar maður hugsar til þess hversu vonlaust ástandið virt- ist vera í mars 1938,“ sagði Otto von Habsburg í samtali við Morg- unblaðið í Vínarborg um síðustu- helgi.„Ég man enn þegar Anthony Eden, utanríkisráðherra Breta og einn harðasti andstæðingur Aust- urríkis í Englandi, sagði stuttara- lega árið 1940:„Hvað er Aust- urríki? Það eru 90 gyðingar og 5 Habsburgarar." Það leit svo út um tíma en þó fór allt vel. Austurríki missti ekki móðinn. Þess vegna er 12. mars enginn sorgardagur. Og það má ekki gleyma því að Aust- urríki veitti Þjóðveijum mótspymu hjálparlaust í fimm ár frá 1933 til 1938.“ Austurríki náði sér aldrei á strik á millistríðsárunum eftir fall aust- urríska-ungverska keisaradæmis- ins. Franz Jósef I, langafabróðir Ottos von Habsburgs, var keisari frá 1848 til 1916, eða samfleytt í 68 ár. Heimsstyijöldin fyrri braust út þegar Franz Ferdinand, afa- bróðir hans, var myrtur í Sarajevo 1914. Faðir hans, Karl I, varð keisari 1916 en var flæmdur frá Austurríki ásamt fjölskyldu sinni 1918. Þjóðin átti þá við ótal vanda- mál að stríða og stjómmálaöflin vom klofín í andstæðar hreyfing- ar. Lýðræði var afnumið 1933 og borgarastyijöld geisaði 1934. Engelbert Dollfuss, kanslari, sem var myrtur í misheppnaðri uppreisnartilraun austurrískra nasista í júlí 1934, og Schusc- hnigg, eftirmaður hans, unnu náið með Mussolini, einræðisherra ít- alíu. Hann ráðlagði Schuschnigg að bæta sambandið við Þýskaland árið 1936 og kanslarinn varð við orðum hans. Hann gerði þá samn- ing við Þjóðveija um að utanríkis- stefna Austurríkis yrði samhæfð stefnu Þýskalands gegn því að þeir blönduðu sér ekki í innanríkis- mál Austurríkismanna. Austurríki var máð af landabréfínu Rúmu ári seinna, 5. nóvember 1937, lýsti Hitler því yfir við sam- starfsmenn sína að Austurríki og Tékkóslóvakía yrðu fyrr eða síðar að sameinast Þýskalandi. Hann hóf áróðursherferð gegn ríkisstjóm Schuschniggs nokkrum mánuðum seinna og sakaði hana um að hafa brotið samninginn frá 1936. Hann boðaði Schuschnigg á sinn fund í febrúar 1938 og hótaði innrás þýska hersins ef kanslarinn yrði ekki við ákveðnum skilmálum. Schuschnigg varð við óskum Hitl- ers. Hann aflétti lögbanni á starf- semi austurríska Nasistaflokksins; veitti þremur stjórnmálamönnum, sem vora hliðhollir nasistum, ráð- herraembætti; jók samstarf aust- urríska og þýska hersins og und- irbjó samhæfingu efnahagslífs landanna. Þetta var upphafið að hrani Austurríkis. Schuschnigg klóraði í bakkann og ákvað hinn 9. mars að halda þjóðaratkvæðagreiðslu fjóram dögum seinna um það hvort Austurríkismenn vildu halda sjálf- stæði sínu eða sameinast Þýska- landi. Hitler lét ekki bjóða sér þetta og þýski herinn hélt innreið sína aðfaranótt 11. mars. Hernaðarað- gerðin var kölluð „Operation Otto“. Hún gekk friðsamlega fyrir sig og var lokið hinn 13. mars 1938. „Við vissum hvert stefndi eftir fund Hitlers með Schuschnigg í febrúar. Eiginlega vissum við það fyrr. Austurríki var jú alveg ein- angrað," sagði Otto von Habs- burg.„Við Schuschnigg deildum um hvort Austurríki ætti að veita mótspymu eða ekki. Hann taldi að nóg hefði verið að gert og það ætti ekki að grípa til vopna. Ég sendi honum því bréf á síðustu stundu og bauðst til að taka við embætti af honum. Mér þykir þó yfirleitt ekki rétt að skipta um valdamenn á svo viðkvæmum stundum. En hann hafði ákveðið að veita enga mótspymu og þess vegna var ég reiðubúinn að taka við af honum. Tvær ástæður ráku mig til þess. Heimsstyijöldin var óumflýjanleg og stjórnmálastefna landsins varð að taka mið af því. Og þjóð sem verst ekki með vopn- um er ekki tekin alvarlega. Það var augljóst að við fengjum engu áorkað. En það var mikil- vægt að við sýndum vilja okkar í verki. Ég tel lögmæti ríkis vera undir því komið að það veiji rétt borgaranna. Ég vildi að Austurríki aðhefðist eitthvað svo að landið yrði áfram merkt inn á landabréf þótt það væri hernumið. Auk þess var agnarsmár möguleiki að hem- aðaraðgerðir Þjóðveija mistækj- ust. Mér fannst Schuschnigg kom- ast einkar illa að orði þegar hann sagðist ekki vilja bera ábyrgð á að blóði Þjóðveija yrði úthellt. Ég hefði orðað það öðravísi. Ég hefði sagt að ég vildi sjá hvort herra Hitler vildi úthella blóði Þjóðveija." Annars flokks borgari í Austurríki Otto von Habsburg og Robert, Morgunbla8ið/Anna Bjamadðttir „Fortíðin nær sér niðri á þeim, sem reyna að afiieita henni,“ segir Otto von Habsburg, sonur siðasta keisara Austurríkis. yngri bróðir hans, töluðu máli Austurríkis við vestrænu Banda- mennina á stríðsáranum og eftir að heimsstyijöldinni lauk. Otto flúði til Bandaríkjanna þegar Þjóð- veijar hemámu París 1940 en flutti til Austurríkis, ásamt bróður sínum, eftir stríðslok. Þeim var vísað úr landi nokkram mánuðum síðar. Hann bjó í Frakklandi, Liechtenstein, Spáni og Portúgal þar til hann settist að í Bæjara- landi 1954. Hann er nú ríkisborg- ari bæði í Vestur-Þýskalandi og Austurríki. Harðar deilur um eignir og ferðafrelsi gömlu keisarafjölskyld- unnar áttu sér stað í Austurríki í kringum 1960. Þjóðarflokkurinn (ÖVP) vildi skila eignum fjölskyld- unnar en sósíaldemókratar (SPÖ) neituðu því. Keisarasonurinn skrif- aði að lokum undir yfirlýsingu árið 1961 og afsalaði sér keisaratitlin- um, erfðarétti og kröfum til einka- eigna keisarafjölskyldunnar. Hann fékk þó ekki leyfi til að heimsækja landið fyrr en 1966. Vinstriöflin gagnrýndu þá komu hans harðlega og 250.000 manns lögðu niður vinnu í mótmælaskyni. Samskipti hans við þjóðina hafa verið með eðlilegum hætti síðan 1972. Fólki af Habsburgarætt er þó enn mein- að að gegna æðsta embætti þjóðar- innar samkvæmt stjórnar- skránni.„Ég er annars flokks borg- ari og misrétti beittur í Aust- urríki," sagði Otto von Habsburg. „Þessi lagabókstafur er hneyksli. Fjölskylda mín hefur þess vegna lengi reynt að fá honum breytt." Hann sagðist þó ekki hafa nokkurn áhuga á forsetaembætti landsins. Hann er 75 ára gamall og hefur setið í Evrópuþinginu í Strassborg fyrir Vestur-Þýskaland síðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.