Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 Minning: Ragnar Konráðsson frá Hellissandi Fæddur 10. nóvember 1899 Dáinn 29. febrúar 1988 Nú þegar hann afí minn, Ragnar, er látinn, er svo margs að minnast og margt að þakka. Hann afí var af þeirri kynslóð manna sem hafa þurft að bijótast úr fátækt fyrri tíma og lögðu grunninn að þeirri velmegun sem nú þekkist. Með alkunnum dugnaði sínum og mikilli starfsorku’bjó hann ömmu og sjö mannvænlegum bömum þeirra fallegt og hlýtt heimili. Geta má nærri að oft hafi baráttan verið erfið fyrstu búskaparárin. En aldrei heyrði ég afa minnast á slíkt enda hugarfar- ið þannig að erfiðleikar virtust ein- ungis til að sigrast á þeim. Eg átti því láni að fagna að dvelj- ast hjá afa og ömmu á Hellissandi fyrstu tíu sumrin af minni ævi. Frá þeim tíma á ég einungis bjartar og fallegar minningar. A milli okkar skapaðist innilegt samband, hrein- skilni og trúnaður sem hélst alla tíð og sem ég mun ævinlega vera þakk- látur fyrir. Lengst af ævi sinnar stundaði afi sjómennsku þar til allra síðustu árin að hann vann í Hraðfrystihúsi Hellis- sands. Var það til marks um dugnað hans að hann stóð þar í aðgerð með félögum sínum allt fram til þess dags, að þau fluttu suður til Reykjavíkur, þá kominn hátt á áttræðisaldur. Afi eignaðist fjöldan allan af góð- um vinum á sinni löngu ævi. Hann var kátur og skemmtilegur og svo var lundin ljúf, að allir virtust njóta návistar við hann, jafnt ungir sem gamlir. Eflaust eru þeir margir sem á þessari stundu minnast þessa vinar síns og upp í hugann kemur mynd af einhveiju skemmtilegu atviki lið- inna samverustunda. Afi og amma bjúggu á Hellissandi allan sinn búskap og varð þeim sjö bama auðið. Af þeim eru sex á lífi en einn son sinn, Kristin, misstu þau. En hann dmkknaði til sjós á besta aldri og er undirritaður skírður í höfuðið á honum. Fyrir rúmum tíu árum þegar heilsa ömmu tók að versna fluttust þau til Reykjavíkur til Guðrúnar dóttur sinnar og Sigurðar Jónassonar, eig- inmanns hennar. Þau nutu þó ekki samvistanna við Sigurð lengi því hann veiktist skömmu síðar og lést eftir skamma sjúkrahúsvist í febrúar 1978. Var það mikill missir fyrir afa og ömmu en þau höfðu hlakkað til að njóta sambýlisins við þennan tengdason sinn sem þau höfðu svo miklar mætur á. Eftir fráfall ömmu vildi afi flytja að Hrafnistu og fannst honum gott að dvelja þar, þótt eflaust hafi hugur- inn leitað vestur á Sand. Hann var óspar að hrósa starfsfólkinu og þar ávann hann sér traust og vináttu með jákvæðu hugarfari sínu og óbil- andi dugnaði. Afi hélt skýrri hugsun til síðasta dags þótt líkamleg heilsa hans bilaði hin síðustu ár. Oft sagði hann mér hversu þakklátur hann var fyrir skýra hugsun, sjón og heym í ellinni. + Ástkær lífsfélagi og vinur, CORRINEA. BACA, andaðist þann 7. mars í Glendale Adventist Medical Center, California. Jarðarförin fórfram í Forest Lawn Hollywood Hills þann 11. mars. Oddgeir Pálsson, 1915 N Aivarado, Los Angeles CA., 90039 USA. t Eiginkona mín, móðir og amma, MARÍA BJÖRGVINSDÓTTIR, Yrsufelli 3, áður Freyjugötu 6, Reykjavík, lést í Borgarspitalanum miðvikudaginn 9. mars. Sigurjón Helgason, Kristin Birna Sigurbjörnsdóttir, Man'a Thejll, Rannveig Ingibjörg Thejll. + Konan mín, móðir, tengdamóðir og amma, JÓNA SIGRÍÐUR MARKÚSDÓTTIR, Stóragerði 12, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum 6. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Grímur S. Bachmann, Anna Þórdís Grimsdóttir, Sveinn Ingi Lýðsson og barnabörn. + Þökkum innilega þeim fjölmörgu ættingjum og vinum sem sýndu okkur samúö og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, HELGU ÞORSTEINSDÓTTUR frá Heiði, Rangárvöllum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands, Selfossi, fyrir góða umönnun. Þorsteinn Oddsson, Guðbjörg Oddsdóttir, Ingigerður Oddsdóttir, Árný Oddsdóttir, Hjalti Oddsson, barnabörn Svava Guðmundsdóttir, Skúli Jónsson, Árni Arason, Edda Magnúsdóttir, og barnabarnabörn. Á Hrafnistu kom í ljós eins og svo oft áður hversu gott samband var á milli hans og bamanna hans. Varla leið sá dagur að ekki kæmi eitthvert þeirra að heimsækja hann og var þá gjaman dvalist langt frameftir kvöldi. Trygglyndi bamanna og tengda- bamanna við föður sinn var ein- stakt. Þau vom honum mikill styrkur í ellinni og mikil lífsfylling fyrir svo félagslyndan mann eins og hann afi var. Nú verða ekki famar fleiri ferðir á Sand að heimsækja afa og ömmu eins og ég gerði jafnan á sumrin á meðan þau bjuggu þar. Fyrst einn og síðar með fjölskyldu minni. En minningin lifir. Hvergi er eins fallegt og undir jöklinum fagra á Snæfellsnesi þar sem afi ól allan sinn aldur. Og nú þegar hann leggst til hinstu hvílu við hlið hennar ömmu á þeim stað sem þau unnu mest og leið best. Þá fylgir hinsta kveðja okkar Ingibjarg- ar og fjölskyldu okkar. Blessuð sé minning þeirra. Kristinn Kársson í dag verður jarðsunginn frá Ingjaldshólskirkju á Hellissandi afi okkar, Ragnar Konráðsson. Afi fæddist í Stykkishólmi, sonur Kon- ráðs Konráðssonar og Kristínar Frið- riksdóttur og ólst þar upp til 16 ára aldurs. Þá fluttist hann til Hellis- sands og fór á sjóinn sem hann og stundaði þar til aldurinn rak hann í land. í desember árið 1924 kvæntist afi ömmu okkar, Hólmfríði, dóttur Ás- bjöms Gilssonar og Hólmfríðar Guð- mundsdóttur og varð þeim sjö bama auðið; Hinrik, Hólmfríður, Kristinn, Guðrún, Ásbjörg, Fanný og Konráð og em þau öll á lífí nema Kristinn, en hann lést með fiskibátunum Geir ftá Keflavík árið 1946. Amma okkar lést í Reykjavík 1983,83 ára að aldri. Þessi ár fram yfír stríð vom erfíð fyrir íslenskar sjómannafjölskyldur og fóm amma og afí ekki varhluta af því. Oft var erfítt um aðdrætti en afí var harðjaxl og tókst að draga það í búið sem þurfti til að koma bömunum á legg. Milli þess sem hann reri frá Sandi á eigin bátum eða var með annarra báta, fór hann á togarana hér fyrir sunnan, enda eftirsóttur í skipsrúm. Jafnvel kom það fyrir að hann var sóttur vestur um leið og togaramir fóm á miðin út af Breiðafirði og Vestfjörðum. Á Hellissandi bjuggu afi og amma í húsinu Berghól, en seinna keyptu þau stærra og betra hús við Hellis- braut 19, sem eftir það var manna á milli oftast nefnt Ragnarshús. Þótt hafí hafí fæðst og alist upp í Hólmin- "m var hann Sandari og þar lágu ætur hans. Eftir að þau hjónin flutt- Blóma- og W skreytingaþjónusta W ™ hvert sem tilefnid er. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfheimum 74. sími 84200 Blómobúöin vor Austurveri Sími 84940 Sendum blóm Visa- og Euro-þjónusta í gegnum síma. ust suður til Reykjavíkur og bjuggu í nábýli við dætur sínar Guðrúnu, Ásbjörgu og Fannýju á Sundlaugar- vegi 16, talaði afí mikið og oft um það að hann þyrfti að komast vestur á Sand. Ferðir hans þangað urðu þó miklu færri en hann hefði kosið. Lundin hans afa var alveg sér- stök. Fjörið og glettnin spmttu frá honum og em margar gamansögur til um þau ævintýr þar sem hann skipaði oftast aðalhlutverkið. Ekki minnumst við þess að hann hafí kvartað yfir nokkmm hlut, heldur var hann ávallt ánægður og sáttur við hlutskipti sitt, þó vafalaust hafí það verið erfitt á stundum. Jafnvel nú, er hann barðist við sjúkdóm þann er að lokum felldi hann, var lund hans óbreytt og gmnnt á glettninni. Nú þegar við kveðjum afa okkar, er hann heldur á vit forfeðra sinna, minnumst við systumar hans ekki með sorg í hjarta heldur í ljósi þeirra skemmtilegu minninga sem við eig- um um hann. Við vitum að hann, í okkar spomm, hefði sagt það sama og formóðir hans ein af Snæfellsnes- inu sagði á sínum tíma: „Eigi skal - gráta Bjöm bónda, heldur safna liði...“ Að lokum viljum við þakka þeim mönnum og konum sem studdu við bakið á afa síðasta misserið þá sér- staklega starfsfólkinu á Hrafnistu í Reykjavík. Ragna, Hrönn og Rut Brynjarsdætur. í dag verður til moldar borinn Ragnar Konráðsson, sjómaður og verkamaður frá Heliissandi. Hann verður lagður til hinstu hvíldar í kirkjugarðinn að Ingjaldshóli, við hlið konu sinnar, Hólmfríðar Ás- bjömsdóttur. Ragnar var fæddur í Stykkishólmi 10. nóvember 1899 og var því á átt- ugasta og níunda aldursári þegar hann lést. Ragnar ólst upp í mikilli efnalegri fátækt en í miklu ástríki móður sinnar, Kristínar, en hún varð ein að sjá um uppeldi og umönnun drengsins. Þegar hann var 16 ára að aldri þá skildust með þeim leiðir. Hún fór í atvinnuleit til Isafjarðar en hann í sömu erindagjörðum til Hellissands. Þeirra leiðir lágu ekki saman oftar, því stuttu síðar frétti hann lát henn- ar og þótt hann hraðaði för sem mest hann mátti, þá hafði útför henn- ar þegar verið gerð þegar hann kom til Isafjarðar. Á Hellissandi bjó Ragnar allan sinn starfsaldur. Lengst af stundaði hann fiskveiðar á nær öllum tegund- um af veiðiskipum, allt frá árabátum til togara. Þegar hann hætti á sjón- um, þá á þeim aldri sem flestir setj- ast í helgan stein að loknum löngum vinnudegi, hóf hann störf hjá frysti- húsinu og vann þar fullan vinnudag með þeirri yfirvinnu, sem þeim störf- um tilheyra. Ragnar var á 78. aldursári þegar hann hætti störfum og þá fluttu þau hjón til Reykjavíkur. Konu sína, Hólmfríði, missti hann árið 1983 og stuttu síðar gerðist hann vistmaður á Hrafnistu, þar sem hann lést að morgni 29. febrúar sl., eftir þunga og erfíða sjúkdómslegu. Ragnar og Hólmfríður eignuðust sjö böm: Hinrik, Hólmfríði, Kristin, Guðrúnu Rögnu, Ásbjörgu, Fanný og Konráð. Öll fylgja þau föður sínum til grafar nema Kristinn, en hann fórst með bát frá Keflavík árið 1946. Bamabömin em 17 og ég hef ekki tölu á bamabamabömunum en áður en Ragnar lést hafði hann hand- leikið tvo einstaklinga af fímmta lið. Ragnar Konráðsson var einstak- lega jákvæður maður og glaðsinna. Raunar held ég að það sé ekki of- sagt þótt hann væri kallaður grall- ari. Margar sögur hef ég heyrt af glettni hans og gamansemi og flest- ir, sem eitthvað hafa dvalið á utan- verðu Snæfellsnesi, kannast við slíkar sögur. Það hefur vissulega hent að menn áttuðu sig ekki strax á Ragnari Konráðssyni, en væri hann nefndur Raggi Koddi þá brást ekki að allir höfðu eitthvað um hann heyrt og aldrei neitt illt. Við Ragnar kynntumst fyrst fyrir liðlega aldarfjórðungi þegar ég kvæntist nöfnu hans og elsta barna- bami. Þau kynni vom frá fyrstu tíð ánægjuleg og gefandi fyrir mig. All- margar urðu þær ferðimar vestur á Sand og ætíð vom móttökur þeirra hjóna hlýjar og innilegar. Þótt húsið væri lítið var þar aldrei þröngt. Lengi verða mér minnisstæðar ferðimar um nesið þegar Ragnar var leiðsögumaður og fór með okkur á þær slóðir sem hann var kunnugast- ur. í Dritvík leiddi hann okkur frá einu fískbirginu til annars og sagði frá þeirri lífsbaráttu og þeim lífshátt- um sem nú heyra sem betur fer sög- unni til. Frá Dritvík reri hann löng- um, ofast einn á bát, með nesti að heiman til jafnvel margra vikna úti- legu. Við leiðarlok hrannast að minning- ar. Allt er það um góðar stundir og ljúfa samferð. Gangur lífsins er óstöðvandi og ekkert er eðlilegra en að háaldraður maður kveðji. En þó að þau séu horfín af vettvangi, Ragn- ar og Fríða, þá hverfa þau okkur aldrei sem þekktum þau. Minningin lifir. Afi og amma á Sandi em komin heim aftur. Saman em þau á ný eins og alltáf áður, undir jöklinum, sem svo tignarlega gnæfir yfir byggð og búendum. Ingjaldshóll er smár við hlið jök- ulsins en samt geymir hann þann sjóð, sem merkastur er, sjóð minn- inganna, gengnar kynslóðir alþýðu- fólks og fyrirmanna, jarðneskar leif- ar þeirra sem byggðu þetta land og breyttu því í það menningarsam- félag, sem við eigum í dag. Ragnar Konráðsson og Hólmfríður Ásbjöms- dóttir eiga óskiptan hlut að því verki. Því er hólnum sæmd af vem þeirra. Siguijón Pétursson Nú þegar leiðir skiljast um sinn, langar mig að minnast vinar míns og tengdaföður, Ragnars Konráðs- sonar, sem lést á sjúkradeild Hrafn- istu 29. febrúar síðastliðinn, eftir langvinn veikindi sem hann bar af æðmleysi og kjarki. Ber að þakka þá miklu umhyggju sem hann naut af hálfu alls starfsfólks þar. Kynni okkar Ragnars hófust þegar ég flutti til Hellissands 1958. Með okkur tókst vinátta sem aldrei bar skugga á. Á Hellissandi byijaði ég búskap í húsi hans og bjó þar fyrstu búskaparárin, eða þangað til ég og fjölskylda mín fluttum í okkar eigið hús. Varla leið sá dagur að Ragnar kæmi ekki í heimsókn, enda var hans beðið með eftirvæntingu því að glað- lyndari og betri tengdaföður var ekki hægt að eignast. Það vom mörg kvöldin á Staðar- hól sem liðu fljótt í návist hans, því að sögumar hans vom einstakar. Á þessum ámm dvaldi unglingur oft í húsi mínu og var hann ekki síður spenntur fyrir því sem Ragnar hafði að segja, því þó að Ragnar væri alda- mótabam var ekki hægt að greina á milli hvor skemmti sér betur, sá ungi eða sá eldri. Kynslóðabil var nokkuð sem engum datt í hug í návist hans. Ragnar var ákaflega félagslyndur og sótti skemmtanir meðan heilsa hans leyfði. Hann hafði unun af dansi og fjörugri dansherra var vandfund- inn, og höfðu margar, bæði ungar og aldnar, gaman af að taka sporið með honum. Ragnars er gott að minnast því við að hugsa til hans kviknar bros á vömm vina hans og þeim hlýnar um hjartarætur. Að lokum vil ég þakka allt það sem hann var mér og mínum bömum. Fari hann í friði. Minningin lifir um góðan mann. Þórný Axelsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.