Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1988næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    282912345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 Afganistan-viðræðurnar: Cordovez vill skýrari línur Genf. Reuter. DIEGO Cordovez, sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna í friðarvið- ræðum Pakistana og Afgana í Genf, hvatti samninganefndirnar til að leita eftir skýrari umboðum frá ríkisstjómum sínum, svo að unnt yrði að bijótast út úr þeirri sjálfheldu, sem viðræðurnar væru komnar í. „Ég hef beðið nefndimar að koma til viðræðnanna eftir helgina með frekari fyrirmæli að heiman,“ sagði Cordovez eftir stutta fundi með báðum málsaðiljum. Myndin sýnir austurríska borgara fagna þýskum hermönnum þann 13. mars árið 1938. Austurríki: Innlimunarinnar minnst í skugga Waldheim-málsins í Austurríki var þess minnst i gær að fyrir 50 árum sameinaðist landið Þýska rikinu og hvarf um árabil af landakortinu sem sjálf- stætt ríki. Minningarathöfnin fór fram i skugga þess að æðsti mað- ur þjóðarinnar, Kurt Waldheim, hefur verið sakaður um aðild að stríðsglæpum nasista á meðan hann var í þýska hernum. Forsetinn lét undan þrýstingi og hélt ekki ræðu við minningarathöfnina en í sjónvarpsræðu á fimmtudag baðst hann afsökunar á stríðsglæpum Austurrikismanna og hvatti til betra almenns siðgæðis. Leopold Gratz, forseti austurríska þingsins, sagði í ræðu í gær er minnis- varði um fómarlömb nasista var afhjúpaður í Vinarborg að ekki væri hægt að tala um sekt heillar þjóðar en „við ættum að finna til sameiginlegar skammar vegna þess sem samborgarar okkar af gyð- ingaættum urðu að þola.“ Líkt og Vestur-Þjóðverjum hefur Austurríkismönnum gengið illa að gera upp sakir fortíðarinnar. Þeir hafa viljað líta á sig sem fyrsta fómarlamb Hitlers og varpað allri ábyrgð á Hitler af glæpunum sem framdir voru á austurrísku lands: svæði en gleymt eigin hlutdeild. í stríðslok voru 1000 gyðingar eftir í Austurríki en árið 1938 voru þeir 200.000. Þar af höfðu 70.000 orðið fómarlömb skipulagðrar útiýming- ar. Það hefur einnig viljað gleymast að Hitler var tekið fagnandi er hann ók í vagni sínum þann 15. mars árið 1938 inn á Heldenplatz í Vín. Shamir hafnar tillögnm Bandaríkjastjómar Tel Aviv. Reuter. YITZHAK Shamir, forsætisráð- herra ísraels, sagðist í gær andvígur í einu og öllu tillögum Bandaríkjastjórnar um frið í Miðausturlöndum. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, afhenti ráða- mönnum í ísrael, Sýrlandi og Egyptalandi, tillögurnar í ferð tíl þessara ríkja fyrir viku. Shamir fer á sunnudag til Banda- ríkjanna til viðræðna við ráðamenn í Washington og sagðist hann von- ast til að nýjar tillögur, sem ísrael- ar og Arabar gætu sameinast um, litu dagsins ljós í ferðinni. „Der Anscluss", eða sameining ættjarðar Hitlers og Þýska ríkisins átti sér engan veginn stað gegn vilja Austurríkismanna. Franz Vranitsky, kanslari Aust- urríkis, vék í ræðu sinni í gær að tengslum þjóðarinnar við fortíðina og sagði meðal annars: „Það sem máli skiptir er ekki endilega það sem gerðist fyrir 50 árum heldur viðhorf okkar nú til þeirra atburða. Það væru mistök að halda að fortíð- in skipti ekki máli nú. Ég hlýt að vara við því viðhorfi að minningin sé óþægileg skylda sem aðrir hafi þvingað upp á okkur með gagnrýni sinni." Viðræðumar miða að því að tryggja brottflutning um 115.000 sovéskra hermanna frá Afganistan. Þær hafa strandað á þeirri kröfu Pakistana, að ný stjóm taki við af Kabúl-stjóminni, sem Sovétmenn styðja, svo og þeirri kröfu Banda- ríkjamanna, að Sovétmenn láti af hemaðaraðstoð sinni, eftir að þeir hafí dregið herlið sitt á brott. Þeirri kröfu hafa Sovétmenn vísað á bug og sagt hana jafngilda kröfu um, að Bandaríkjamenn hættu að veita Pakistönum hemaðaraðstoð. Samn- ingsaðilar kenna hvorir öðrum um árangursleysi viðræðnanna. Mujahideen-skæraliðahreyfingin hefur dregið samningamenn sína út úr viðræðunum og lýst yfir, að liðsmenn hennar muni beijast, þar til síðasti Sovéthermaðurinn verði á brott frá Afganistan og Kabúl- stjómin hafí látið af völdum. Pakistönsk stjómvöld hafa áhyggjur af því, að stríðið muni dragast á langinn og jafnvel ná inn fyrir landamæri Pakistans. Þá era þau uggandi um, að afganskir flóttamenn muni neita að fara heim, ef ný stjóm taki ekki við völdum í heimalandi þeirra. Um síðustu helgi hvöttu stjómar- andstöðuleiðtogar í Pakistan stjóm- völd til að undirrita SÞ-samkomu- lagið, þó að sú krafa fengist ekki fram, að ný stjóm tæki við í Kabúl. Shamir sagðist andvígur hveiju orði, sem í tillögum Bandaríkja- manna, stæði nema undirskrift Shultz. Tillögumar væra klaufaleg- ar og í þeim væri ekki að finna neitt, sem tryggði frið eða öryggi ísraels. „Þær virðast eingöngu til þess gerðar að þóknast aröbum," sagði Shamir í gær. Blaðið Hadashot birti í gær skoð- anakönnun um afstöðu Israela til tillagna Bandaríkjamanna. Af þeim, sem afstöðu tóku, sögðust 46,2% aðspurðra fylgjandi tillögunum en 36,7% andvígir. Italía: Hér má sjá hafurtask hryðjuverkamanna IRA, sem spænska lögreglan fann. Gíbraltar: Ennískillen barna- leikur í samanburði Goria forsætisráð- herra segir af sér Rómaborjf, Reuter. ' GIOVANNI Goria, forsætisráð- herra Ítalíu, gekk í gær á fund Francesco Cossiga Ítalíuforseta og afhenti honum lausnarbeiðni sína. Þetta er S annað skiptið sem hann segir af sér, en í bæði skipt- in — nú síðast í febrúar — skip- aði Cossiga honum að sitja áfram. Almennt hafði reyndar verið búist við að Goria segði af sér eftir Iokaafgreiðslu Qárlagaframvarps- ins síðastliðinn fímmtudag, en hins vegar töldu menn, að af afsögninni yrði ekki fyrr en í lok næstu viku. Þessi skyndilega afsögn siglir í kjölfar hávaðadeilna stjómarflokk- anna fímm um þá ákvörðun Goria að halda áfram byggingu kjam- orkuvers skammt norður af Róma- borg, en hún var stöðvuð í fyrra. Goria, sem er 44 ára gamall, er yngsti forsætisráðherra Ítalíu en stjóm hans er hin 47. frá stríðslok- um. Hann tók við embætti hinn 29. júlí eftir stjómarkreppu, sem verið hafði frá þingkosningum í júní- mánuði. Hin átta mánaða stjómar- seta hefur verið í stormasamara lagi og margoft legið við stjómar- slitum. YFIRVÖLD á Spáni upplýstu í fyrradag hvemig sprengja írska lýðveldishersins (IRA), sem sprengja átti í Gíbraltar á þriðju- dag, var útbúin. Að sögn breskra sérfræðinga var sprengja þessi ein sú öflugasta, sem IRA hefur nokkru sinni gert úr garði. Var haft eftir einum þeirra að „Enn- iskillen [hefði verið] barnaleikur í samanburði" ef tilræðið hefði heppnast. Hinir þrir hryðju- verkamenn IRA, sem standa áttu að tilræðinu, vora felldir á sunnudag. Sprengjan fannst í bílaleigubíl, sem lagt hafði verið í neðanjarðar- bflastæði í Marbella við Costa del Sol. Aðalhluti sprengjunnar vora tæp 70 kg af hemaðarsprengiefn- inu Semtex, sem framleitt er í Tékkóslóvakíu. Þá vora 200 skothylki úr sovésk- um AK-47 vélbyssum (Kalashni- kov) vafín utan um plastsprengi- efnið til þess að gera hana enn skeinuhættari en ella. Við spreng- ingu hefðu kúlumar þeyst í allar áttir og fellt hvem þann, sem fyrir yrði. Til þess að tryggja að sprengj- an spryngi vora fímm hvellhettur í henni og tvær klukkur, sem stilltar vora á þann hátt að hún spryngi þegar vaktaskipti færa fram fyrir framan embættisbústað landstjór- ans í Gíbraltar. Áð sögn sérfræðinga er hand- bragð IRA auðþekkt af sprengjunni og jafnvel kann að vera mögulegt að sjá hver setti hana saman. Sú staðreynd, að sprengjan var vafin með áðumefndum skothylkj- um, þykir ótvírætt benda til þess að IRA hafi ætlað sér að valda miklu manntjóni, enda má ætla að mörghundrað manns hefðu legið í valnum ef hún hefði verið sprengd. Að auki má nefna að sprengiefnið eitt var nægilega öflugt til þess að valda slíkum skemmdum á nær- liggjandi húsum, að vafasamt má teljast að þau hefðu öll staðið að sprengingunni lokinni. Semtax sprengiefnið er að minnsta kosti tíu sinnum öflugra en venjulegt sprengiefni, sem bygg- ingarfyrirtæki og aðrir aðilar geta fengið með löglegum hætti. Talið er víst að sprengiefnið hafí komið í einni af fimm vopnasendingum, sem IRA barst frá Líbýu áður en togarinn Eksund var stöðvaður í fyrra með hina sjöttu í lestum sínum. Heimild: The Times.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 60. tölublað (12.03.1988)
https://timarit.is/issue/121701

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

60. tölublað (12.03.1988)

Aðgerðir: