Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.03.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MARZ 1988 11 Líf á lands- byggðinni eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur Hér á landsbyggðinni kaupa menn blöð og lesa, horfa á' sjónvarp og hlusta á útvarp, ræða fréttir dægurmál svona eins og gerist og gengur þegar fundum manna ber saman. Auðvitað fór ekki fram hjá neinum heim- sókn bangsa greysins í Fljótin sem endaði á svo mjög umtalaðan hátt, þeir létu sig hafa það Fljótamenn að skjóta hann og það meira að segja ekki með réttri gerð af riffli að sögn þeirra sem vita hafa á slíkum málum hér á landi og þar af leiðandi eru dómbærir. Fljótin eru svo til næsti bær hérna við Þin- geyjarsýsluna og því teljum við okkur málið skylt. Eins og „dýravinir" í Reykjavík segja, var hart að drepa þetta ársgamla grey þó að í einhveijum gömlum lagabálkum standi að bjamdýr séu rétt-dræp hvar sem þau ganga á land á þessu hólmagreyi sem enn er kallað- ur ísland, en það er margt sem breytist og maður veit aldrei nema fyrrihluti nafnsins þ.e.a.s. Is- verði fellt niður og með tímanum komi í staðinn t.d. Stór- eða Mikla-. Ég skil vel sjónarmið „dýravina“ því þetta bjamartetur hefði þó aldrei gert annað en að drepa búfénað bænda og kannske ein- hveijar krakkanómr sem leið hefðu átt á milli bæja. Já, þetta var fljótfæmi af þeim í Fljótun- um, ekki síst þar sem það er yfirlýst stefna að fækka öilu á landsbyggðinni hvort sem er og bangsinn hefði vel getað komið þar að gagni. En samt er nú eins og mönnum hér sé „En samt er nú eins og mönn- um hér sé sárt um börn og búfénað svo að ég er hrædd um að Þingeyingar grípi líka til byssuhólkanna ef bangsar ganga hér á land sem eftir sögum að dæma hefur æði oft komið fyrir þegar hafís legst að landi, jafnvel eru til sagnir um að bjarndýr hafi lagt leið sina að Bjamastöðum í Bárðardal sem eru um 70—80 km. frá sjó.“ sárt um böm og búfénað svo að ég er hrædd um að þingeyingar grípi líka til byssuhól- kanna ef bangsar ganga hér á land sem eftir sögum að dæma hefur æði oft komið fyrir þegar hafis legst að landi, jafnvel em tii sagn- ir um að bjamdýr hafi lagt leið sína að Bjama- stöðum í Bárðardal sem em um 70—80 km. frá sjó. En sleppum bangsa því það er nú með hann eins og sálina hans Jóns: hann er „giat- aður hvort sem er“. Nú er góa og hefst hún, eins og allir vita, með konudeginum, þá fara flestir bændur á fætur með fyrra móti og læðast fram í eld- hús, hita kaffi og færa konum sínum í rúmið áður en þeir fara að gefa kúm og kindum, en það er bara þennan eina dag á ári sem frúmar njóta slíks forgangs. Allir bændur gefa konum sínum blóm á konudaginn, ýmsir karlaklúbbar sjá þar íjár- öflunarleið, hlaða bfla sína blómum, keyra um sveitir og selja blóm svo ekki þarf að gera sér ferð í blómabúðir. Kannske finnt einhveijum skrýtið að heyra talað um blóma- búðir á landsbyggðinni. Þingeyingar sækja flestir verslu til Húsavflcur og þar em a.m.k. þijár blómabúð- ir mjög góðar. Vestustu sveitir Þingeyjarsýslu sækja verslun til Akureyrar og þar er auðvitað úr nógu að velja. Þegar lokið er öllu umstangi sem tilheyrir þorrablótum er hert á æfingum leikfélaga, kóra og hljómlistar margskonar hjá þeim sem ætla að koma fram opinberlega með vor- dögunum. Söngur og hljómlist hafa alltaf verið í há- vegum höfð hér í Þingeyjarsýslu og reyndar á öllu Norðurland. Þó að harðbýlt og stijálbýlt sé víða og engan veginn auðvelt að sækja æfíngar, oft í ófærð og slæmum veðmm, láta menn næst- um að segja ekkert aftra sér frá að koma saman ef félagsmálin em annarsvegar. Tónlistarkennsla er við alla bama- og fram- haldsskóla hér um slóðir og við þá kennslu er vel menntað hæfileika fólk. Við skólana er kennt á flest algeng hljóðfæri og þar ern æfðir kórar og víða lúðrasveitir. Skólamir halda tónlistarkvöld og árshátíðir þar sem nemendur skila ótrúlega vel unnum verkefnum. í Þingeyjarsýslu hafa verið góð veður und- anfarið og jafnvel bmgðið til blota, en snjór- inn hefur haldið stöðu sinni að mestu, harð- barin fönn í öllum lautum og slökkum og reyndar svo samfelld að ekki er nema holt og hólar snjólaus og rindar í fjöllum, þetta er næstum því óskasnjólag fyrir vélsleða- menn, en skíðagarpar telja gangfæri ekki gott niðri í sveitum. Höfundur býr í Ámesi í AðaJdaJ og mun skrifa reglulega greinar i Morgunblaðið um lífið á landsbyggðinni. Borgarafundur, Neskaupstað: Sækjum valdið suður BÆJARSTJÓRNIN á Neskaup- stað gengst í dag, laugardag, fyrir almennum borgarafundi undir kjörorðinu Sækjum valdið suður. Fundurinn hefst í Egilsbúð klukkan 16. Eftirfarandi framsöguerindi verða flutt: 1. Bæjarfélagið, frummælandi Asgeir Magnússon bæjarstjóri. 2. Sjávarútvegsmál, fmmmæl- andi Finnbogi Jónsson fram- kvæmdastjóri. 3. Verslun og viðskipti, fmm- mælandi Ingi Már Aðalsteinsson kaupfélagsstjóri. 4. Samgöngumál, frummælandi Albert Einarsson skólameistari. Að loknum framsöguerindum verða pallborðsumræður þar sem fyrir svömm verða fultrúar þeirra flokka sem eiga fulltrúa á þingi fyrir Austurland auk frummælenda. I fundarboði segir að það sé hug- mynd bæjarstjómar að fundurinn marki upphaf nýrrar og öflugrar sóknar fyrir bættri stöðu lands- byggðarinnar. --------|-------- Inniflísar Hafnarfjörður Nýjar íbúðir í byggingu Kynning verður á íbúðum í byggingu við Suðurhvamm og Fagrahvamm laugardaginri 12.3. og sunnudaginn 13.3. frá kl. 1-6. Teikningar á staðnum. HRAUNHAMARhf Sími 54511 A A FASTEIGNA-OG _■ ■ SKIPASALA aA Reykjavikurvegl 72. I Hafnarflrðl. S-54511 Sölumaður: Magnús Emilsson, hs. 53274. Lögmenn: Guðmundur Kristjánsson hdl., Hlöðver Kjartansson hdl. 911RÍ1 —911711 SOLUSTJ LARUS Þ VALDIMARS Z.II3U 410/U LOGM JOH Þ0RÐARS0N HDL Til sýnis og sölu auk annarra eigna: 3ja herh. íbúðir við: Öldugötu. 3. hæð 79,9 fm. Öll eins og ný. Risherb. fylgir. Þríbýli. Laus strax. Skuldlaus. Melabraut - Seltjnes. 1. hæð 93,9 fm. Sérhiti. Mjög góð. Bilsk. 32,3 fm. Útsýni. Langtimal. kr. 700 þús. Mávahlíð. 2. hæð 81,6 fm. Nýmáluö. Endurbætt. Fjórbýli. Skuldlaus. Laus strax. Efstahjalla - Kóp. Á efri hæð 79,1 fm nettó. Úrvalsíb. Sólsv. Útsýni. Ágæt sameign. Geymslu- og föndurherb. i kj. Ákv. sala. Stórt og glæsilegt Endaraðh. á útsýnisst. i smiðum v/Funafold skammt frá Gullinbrú i Grafaivogi. Tvöf. bílsk. Fokh. í haust. Allur frág. fylgir utanhuss. Byggj- andi er: Húni sf. Þetta er síðasta óselda húsið í þessum byggflokki. Laus strax - stór bflskúr Mjög góð 4ra herb. íb. v/Ásbraut í Kóp. Á 1. hæð i enda 92,7 fm nettó. Sérinng. Þvottah. og geymslur í kj. Ágæt ný endurbætt sam- eign. Laus strax. Hagkvæm skipti Til kaups óskast 4ra herb. góð íb. helst i lyftuh. v/Fannborg eða Hamra- borg í Kóp. Skipti mögul. á góðu raðh. í nágrenninu m. stórum bílsk. í nýja miðbænum eða nágrenni Óskast til kaups 4ra herb. góö íb. á 1. eöa 2. hæö. Skipti mögul. á litlu raðh. á úrvals stað í Vesturborginni. Um 200 fm einbýlishús óskast til kaups á góðum stað í höfuborginni eöa nágr. Rétt eign verð- ur borguö út. Afh. eftir samkomul. SIMAR Opið í dag frákl. 14.00-17.00. Ath. breyttan opnunartíma. AIMENNA FASTEIGHASAIAM LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 KYNNING Á MEDICUS, SÉRHÆFÐUM HUGBÚNAÐI FYRIR HEILBRIGÐIS- ÞJÓNUSTUNA • Medicus hugbúnaður • IBM PS/2 einvalatölvur • IMettengingar fyrir IBM PS/2 einvalatölvur • Clipper dBase þýðandi • Upplýsingakort (Info Card) Upplýsingakort eru bylting í geymslu upplýsinga. Þau eru á stærð við greiðslukort en geyma á tölvu- tæku formi allt að 2 mb. af upplýsing- um sem breyta má að vild. Athyglis- verður kostur fyrir ma. heilbrigðis- þjónustu, banka, öryggisgæslu og iðnað. Kynning í dag og á morgun, frá kl. 10 til 18 Medicus hugbúnaður auðveldar læknum og starfsfólki heilsugæslustöðva skráningu og bókhald, minnkar skriffinnsku og léttir störf í samskiptum við sjúklinga. Heildarlausn fyrir heiibrigðisþjónustuna. hjarni hf Brekkugötu 2 Hafnarfirði Sími 652277
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.